Tíminn - 14.04.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.04.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 14. apríl 1972. „Nauðsynlegt að láta líta reglulega eftir augunum” Rætt við Ragnheiði Guðmundsdóttur, formann Augnlækningafélagsins Augnlæknafélag islands var stofnaö árið 1966, og núverandi formaður þess er Ragnheiður Guðmundsdóttir. Ragnheiður sagði i viðtali, að allir 12 starfandi augnlæknar landsins væru i félaginu, sem hefði verið stofnað meira sem sérgreinarfélag, þar sem augnlæknar gætu hitzt og boriö saman bækur sinar, og einnig komiö fram sem ein heild. Félagið hefur haft náið samband viö norræn augnlæknafélög, og m.a. þinguðu norrænir augnlækn- ar hér á landi á sl. ári. Við báðum Ragnheiði að ræða stuttlega um sjónverndarmál. — Hvað er sjónvernd? — Sjónvernd miðar að þvi að varðveita sjónina hjá öllum. Þró- unin á sviði læknisfræði hefur æ meira beinzt i þá átt að koma I veg fyrir sjúkdóma, en sllk þróun er eðlileg i ljósi aukinnar þekk- ingar og aukinnar tækni. Sjón- vernd má flokka undir fyrir- byggjandi læknisfr-æði. — Að hvaða aldursskeiðum beinist sjónvernd helzt? — Börnum og fólki, sem komið er af bezta aldursskeiði. Ef við litum fyrst á barnsaldurinn, þá eru fyrstu árin mikilvægust. Maðurinn fæðist með ófullkomna sjón, og nauðsynlegt er að reyna að tryggja að hún fái að þroskast eðlilega, með þvi að finna og lag- færa sjóngalla og t.d. rangeygu, en þetta getur hindrað þroskann. — Getur það verið alvarlegt fyrir barn að fæðast rangeygt? — Fyrir utan það, að hér um aö ræða lýti, sem getur háð barninu, er sjónin gölluð, þ.e.a.s. það getur ekki beitt augunum saman á eðli- legan hátt, og hætta er á þvi, að sjónin tapist á þvi auga, sem ekki er notað? — Hver eru helztu læknisráð við þessu? — t sumum tilfellum er hægt aö lagfæra skekkjuna með gleraug- um, æfingum eða aögerðum, og stundum þarf allt þetta til. Það er enn ekki til æfingastöð hér á landi fyrir þá, sem þurfa á endurhæf- ingu að halda, en vonir standa til að úr þvi verði bætt innan tiðar. Takmarkið ætti að vera að finna öll rangeygð börn og lagfæra gall- ann, áður en þau komast á skóla- skyldualdurinn, þvi að á þeim tima er sjónin að þroskast. — Hver er helzti sjúkdómur efri aldursflokkanna? — Þar er glákan nr. 1. Gláka er fyrst og fremst sjúkdómur efri ára og tiðust hjá fólki, sem komið er yfir miðjan aldur. Hér vil ég benda á, að varðandi glákuna verður aldrei um of brýnt fyrir fólki að láta lita reglulega eftir augunum áður en það er orðið of seint og augun skemmd. Það er ekki hægt að lækna þá skemmd, sem komin er, áður en glákan uppgötvast. Uppgötvist hún hins- vegar nógu fljótt, eru vonir til að hægt verði að varðveita sjónina. — Hefur verið gerð skipulögð leit að gláku? — Að vissu leyti má svara þvi játandi. A vegum Hjartaverndar hefur verið leitað skipulega að leyndri gláku. Hinsvegar tel ég eðlilegt, að komið verði á stofn glákuklinik, sem augnlæknar stæðu aö og þar sem leitaö yrði aö gláku og eftirlit haft með gláku- sjúklingum. Væri kannski eðli- legt, að slik klinik stæði i sam- bandi við augnlæknadeildina. — Hvers ber helzt að gæta hjá fólki á bezta aldri? „Þar vil ég fyrst og fremst leggja áherzlu á að fyrirbyggja slys á fólki i starfi, t.d. i málmiðn- aöinum og efnaiðnaðinum. Þaö þarf að brýna fyrir fólki að við- hafa nauðsynlegar varúöarráð- stafanir og veita þvi fræðslu I hvernig bregðast skuli við, ef skaðleg efni berast I augun. Hér vil ég einnig nefna eitt atriði, sem ég tel stórhættulegt, og það er eftirlitslaus notkun flugelda. Þaö má benda á það, að i mörgum löndum er slik notkun óheimil, enda hlýtur öllum að vera ljós sú hætta, sem flugeldum er samfara. Landið, kirkjan og guð Um þessa páska hafa gerzt at- burðir i kirkju- og trúarlifi lands- manna, sem vert er að veita nokkra ihygli og vafalaust hafa mikilvæga þýðingu, þótt örðugt sé að sjá það enn, hvert bessi fvrstu sporliggja. Fyrsta ályktun hlýtur þó að vera sú, að bilið milli æsk- unnar og kirkjunnar hafi stytzt á þann veg, að æskan hafi tekið sér leyfi og vald til þess að fjalla um kristið trúarlif eins og henni þóknast, túlka sin kristnu viðhorf á sinu máli, samþykkja eða vé- fengja orð bibliunnar að geðþótta, laga bæði túlkun ritningarorða og túlkunaraðferðir að sinum anda og fara sinu fram án boðs eða banns. Prestar og kirkjuhöfðingj- ar hafa i fyrsta skipti komið til móts við æskuna að þessu leyti komið til móts við hana, án þess að hafa sina gömlu messu með- ferðis, án þess að setja sina að- ferð fyrir fram sem lög guðsþjón- ustunnar. I þessu efni hafa þeir sigrað sjálfa sig að einhverju leyti. Slikur sigur er ekki einskis verður, og sé hann til frambúðar getur hann orðið upphaf betri tið- ar. Við köllum okkur Lútherstrúar og erum það, en ekki ætið i sama skilningi. Sumir, til að mynda afturhaldssamir klerkar, vilja lita á Lúther sem kenniföður, höf- und kenninga, sem beri að halda sig við, og þeir hafa þvi „Fræði Lúthers upp á vasann”. Þeir hafa búið til nýjan ken- ningapáfa handa sér úr Lúther, eins og Sigurður Haukur drap á i góðu helgistundarspjalli. Aðrir eru Lútherstrúar i þeim skilningi að þeir þakka Lúther helsisbrotið, lita á hann sem lif- andi og virka kröfu um að tengja kristnina og Jesús Krist við tim- ann, kröfu um að skilja hana, túlka og njóta að þörf og skilningi hvers samtima. I þeirra augum er Lútherstrú skipun og krafa um sifeilda aðlögun og timabæra breytingu i takt við fótatak lifsins i samtiðinni. Það eitt getur talizt lifandi trú. Það, sem gerzt hefur með þessum siðustu samfundum kirk- jufeðra og æskunnar er undir- strikun þessa megin inntaks Lútherstrúar, og er það vel. t Ragnheiður Guðmundsdóttir. — Eitthvað að lokum, Ragn- heiður? — Já, mig langar til að segja nokkur orð i sambandi við þetta átak Lionshreyfingarinnar. Dæmin eru mörg um það, hversu gott það hefur leitt af sér, er al- menningur og félagasamtök hafa áhuga á heilbrigðismálum. Þar ber kannski hæst þátt kvenna- samtaka I byggingu sjúkrahúsa viða um land, og hið mikla fram- lag þeirra til þróunar heilbrigðis- mála. Auk þess hefur mikill fjöldi frjálsra félagssamtaka lagt hönd á plóginn,' og er átak Lions- hreyfingarinnar nú dæmigert fyr- ir slikt starf. þeim felst einnig nýtt viðhorf til „Orðsins”, það er ekki „heilagt” með sama hætti og áður var i munni margra klerka. Það er að- eins orð eins og það, sem talað er og ritað I dag. Biblian er aðeins gömul bók með sinum afbökunum og gamalkunnum afflutningi manna á sinum tima. Það er ekki hennar að segja okkur hverju trúa skal, fram yfir það sem sam- ræmist okkar skilningi og okkar túlkun. Við eigum að velja og hafna og túlka. Svo kemur önnur samtið með sinn skilning og sina túlkun. Þetta er Lútherstrú, en ekki hitt að binda sig við kenni- setningar hans á sinum tima. En þótt breyting sé raunar orð- in á trúarskilningi almennings, hanga kirkjufeður lengur en skyldi I gamalli túlkun, t.a.m. að Jesús hafi verið meyfæddur guð en ekki kynfæddur maður. Venjulegt fólk, óháð i hugsun, segir: Auðvitað var hann maður, en guð er i mönnunum eða guð- dómurinn i misjöfnum mæli. Hvaða munur er á þvi að segja, að Jesús hafi verið mannlegur guð eða hann hafi verið maður með guðdóm i óvenjulega rikum mæli? Hvað sem um það er, þá verður lifsdæmi hans hverjum samtima rriikilvægastur guðdóm- ur, af þvi að þar birtist mann- dómur, sem við þekkjum, I ein- földum orðum - að hafa skoðun og lifskærleika og þora að standa við hvort tveggja i fullum mæli. í þessu fordæmi er frelsarahlut- verk Jesúsar fólgið i vitund nútið- ar, en ekki i einhverjum stein- runnum frösum um frið- þægingardauða og blóð lambsins, sem burt ber heimsins synd. Það er ákaflega mikilvægt, að prestar fari að segja fólki frá hugsjóna- baráttu Jesúsar á máli og i sam- likingum samtiðar sinnar, en hætti að vera páfagaukar bibli- unnar. En guðdómurinn er auðvitað viðar en i mönnum. A sama hátt og maðurinn lifir i verkum sinum, birtist guðdómurinn i öllu góðu sköpunarverki - náttúrunni, land- inu og lifi þess. Það er engin furða, þótt maðurinn leiðist bezt til guðrækilegra hugleiðinga, þegar hann horfir á tign lands sins af góðum útsýnisstað eða skoðar gróður, dýralif og önnur stórmerki náttúrunnar. Og þá er ég loks kominn að raunverulegu erindi þessa pistils. Það er afar mikilvægt, að kirkjan tengi sig við mál samtiðarinnar, leiði hug- sjónir kristindóms að vandamál- um líðandi stundar. Landið, nátt- úran, umhverfið er sú guðsgjöf, sem kristnum manni ber að varð- veita. Þvi ætti islenzk kirkja að taka náttúruverndarmálin á sina arma, boða þá guðlegu skyldu að vernda landið og náttúrulif þess, friða það og bæta. Ég hef verið að biða eftir þvi, að einhver skilgóð- ur prestur tengdi sig við timann með þvi að halda skelegga stól- ræðu um náttúruvernd frá sjónarmiði kristins manns. Ég hef ekki heyrt slika ræðu enn, þótt hún gæti hafa farið fram hjá mér. En slikar stólræður mættu verða margar i viðurkenningu á þeirra staðreynd, að landið og lif þess, ættjarðarástin, er ótrúlega ná- komið trúarlifi íslendinga. Kirk- jan „átti” verulegan hluta af landinu árum og öldum saman, en hún bætti það aldrei eða vernd- aði, heldur rændi það, spillti þvi, mjólkaði það. Hún mætti gjarnan sjá að sér á nýrri tlð. Margar stól- ræður eru fluttar um „fórnir” og hjálp við hrjáðan lýð i öðrum löndum. Við þvi skal ekki amazt, og þvi skal haldið áfram. En kirk- jan er islenzk stoínun, og landið hennar er að ýmsu leyti i sporum snauðra, erlendra mannsbarna, og hún á sjálf verulega sök á þvi, hvernig það hefur verið leikið. Islenzka kirkjan á að taka islenzk landverndar- og náttúru- bótamál á sina baráttuarma, og raunar ættu kristnir menn að taka umhverfisvandamál um all- an heim á baráttuskrá sina. Kannski er fátt ókristilegrá en spilling náttúrunnar. Hugsjónir Krists eiga þar lika við, þótt ef til vill sé örðugt að finna texta slikrar ræðu i bibliunni, en prest- ar ættu lika að venja sig á að finna texta sina á fleiri stöðum, ef einhvern texta þarf. Enginn tengdi landið og guð fastar saman en Matthias trúarskáld, og eftir góða stórræðu um náttúruvernd mundi söfnuðurinn syngja ,,Ó guð vors lands” með innilegri tilfinn- ingu en áður. __ AK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.