Tíminn - 14.04.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 14.04.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Föstudagur 14. apríl 1972. m er föstudagurinn HEILSUGÆZLA Slökkviliðið og sjúkrabifreiðar fyrir Reykjavik og Kópavog. Simi 11100. Sjúkrabifreið i Hafnarfirði. Simi 51336. Slysavarðstoi'an i Borgar- spitalanum er opin allan sólarhringinn. Simi 81212. Tannlæknavakt er i Heilsu- verndarstöðinni, þar sem Slysavarðstofan var, og er opin laugardaga og sunnu- daga kl. 5-6 e.h. Simi 22411. Apótek llafnarfjarðar er opið alla virka daga frá kl. 9-7, á laugardögum ki. 9-2 og á sunnudögum og öðrum helgi- dögum er opið frá kl. 2-4. Kvöld, nætur og helgarvakt: Mánudaga-fimmtudaga kl. 17.00-08,00. Frá kl. 17,00 föstu- daga til kl. 08,00 mánudaga. Simi 21230. Upplýsingar um læknisþjónustu I Reykjavik eru gefnar i sima 18888. I.ækningastofur eru lokaðar á laugardögum, nema stofur á Klapparstig 27 frá kl. 9-11 f.h. Simi 11360 og 11680. — Um 14. apríl 1972 vitjanabeiðni visast til helgidagavaktar. Simi 21230. Ónæmisaðgerðir gegn mænu- sótt fyrir fullorðna fara fram i Heilsuverndarstöð Reykjavik- ur á mánudögum frá kl. 17-18. Kvöld og helgarvörzlu-Apoteka i Reykjavik vikuna 8.-14. april annast Vesturbæjar Apotek og Háaleitis Apotek. Næturvörzlu i Keflavik 14/4, annast Arnbjörn Ólafsson. FUNDIR F r á G u ð s p e k i f é I a g i n u . Almennur fundur i kvöld kl. 9 i húsi félagsins Ingólfsstræti 22. Flutt verða tvö stutt erindi Prometheus — andinn eftir Gretar Fells og Stjörnurnar bak við gardinuna, Sigvaldi Hjálmarsson flytur. Ollum heimill aðgangur. Mörk sér um fundinn. Kvenfálag Kópavogs, fundur verður þriöjudaginn 18. april kl. 8.30. i Félagsheimili Kópa- vogs efri sal. Rætt um safnið og fl. Ath. breyttan fundardag. Stjórnin. Stóraukin varahluta- þjónusta fyrir Vauxhall & Bedford SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA @ Varahlutaverzlun BILDSHOFÐA 8.RVIK. SÍMI 86750 SELF0SS Framhald af bls. 11. raforkuframleiðslu þjóðarinnar er fluttur yfir þetta svæði, auk hins gifurlega jarðhita, sem hér er að hafa. En til frekari stórátaka til frekari hagnýtingar þessari auð- lind þarf samstarf og samvinnu. — Hvaða atvinnugrein telur þú bezt til þess fallna að stækka bæinn enn meir? — Ég hef, sem fleiri, horft fyrst og fremst, þegar þjónustunni sleppi, til frekari úrvinnslu þeirra hráefna, sem á þessu svæði eru framleidd. En eins og ég sagði, eru möguleikarnir fjölmargir. Ég vil nefna eitt sem ég tel, að veita þurfi mikla athygli i framtiðinni. Það eru möguleikar Selfoss til þess að hýsa ýmsar opinberar stofnanir, sem samkvæmt lög- máli undanfarinna ára eru og verða staðsettar i Reykjavik, þótt raunveruleg rök séu ekki fyrir hendi til þeirrar staðsetningar. Bjartsýnn á framtíöina Óli Þ. Guðbjartsson er oddviti og skólastjóri á Selfossi. Fyrst spurðum við Óla um fyrirhuguð Kaupstaðarréttindi Selfoss. Hann sagði, að á fyrsta fundi Selfoss- hrepps 1972, hefði verið samþykkt tillaga um þetta mál. Aðalefni tillögunnar er, að hreppsnefnd skipi 5 manna nefnd til að kanna þessi mál. Nefndin á að finna rökin með og gegn slikri breytingu. Gert er ráð fyrir að lokið verði störfum fyrir árslok 1972. Alit nefndarinnar á að vera þannig, að almenningur á Selfossi geti betur myndað sér skoðanir á þessu máli. Við sveitarstjórnar- kosningarnar 1974 á svo að kjósa um, hvort Selfoss eigi að sækja um kaupstaðarréttindi. í þessari nefnd eiga allir flokkar, sem buðu fram til siðustu sveitarstjórnarkosninga, full- trúa. — Hvaða áform eru uppi um að laða nýjar iðngreinar til Selfoss? Hvað er hægt að gera til þess, og getur hreppurinn boðið lóðir? — Nýlega var samþykkt aðal- skipulag fyrir Selfoss, og þessar vikurnar er unnið að deiliskipu- lagi SV-hluta bæjarins. Þar er gert ráð fyrir 800-900 manna byggð, mest einbýlishúsum, en einnig eru þar möguleikar fyrir fjölbýlishús. Forsenda fyrir byggð á þessu svæði er holræsagerð frá svæðinu út að ölfusá, og neðst við ræsið verður sett upp hreinsistöð. Á aðalskipulagi er svæði fyrir iðnað, og þegar eru nokkur fyrir- tæki i uppbyggingu á þessu svæði, sem er stórt. Þá hefur komið til mála að byggja leiguhúsnæði fyrir iðnað. — Hvernig er ástatt i skóla- málum? — I Gagnfræðaskólann var flutt 1967. Nú eru i skólanum 340 nemendur i 5bekkjum og 14 bekk- jardeildum. Af þessum fjölda eru aðeins 62% frá Selfossi. 38% eru nemendur, sem ekið er til skólans úr næsta nágrenni. Framhald Skólabyggingar- innar er mjög aökallandi, en það stendur nú fyrir dyrum. Þá er gert ráð fyrir iþróttahúsi i nýju álmunni. Hvað vilt þú segja um fisk- verkun Selfossbúa? — Það eru ýmsir hissa á þvi, að Selfossbúar hafi lagt út i fisk- verkun, þar sem þeir búa inni i landi, en hefur þá enginn orðið hissa á þvi, að þeir sem búa við sjávarsiðuna, dragi til sin land- búnaðarafurðir innan úr sveitum og vinni þær viö sjóinn? — Eitthvað að lokum? Ekki annað en það, aö ég er bjartsýnn á framtið Selfoss. Hálínað erverk þá hafið er ^ I sparnaðnr skapar verðmafi Samvinnabankinn yii sSSlil Félagsmálaskólinn Fundur að Hringbraut 30, mánudaginn 17. fJ april kl. 20.30. Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, ræðir stjórnmálaviðhorfið i dag, og svarar fyrir- spurnum. Allt áhugafólk velkomið. Fundur í Hveragerði Fundur verður haldinn i Framsóknarfélagi Hveragerðis og ölfuss sunnudaginn 16.april kl. 14 á venjulegum fundarstað. Fundarefni: Ýmis mál, Þráinn Valdimarsson, framkvæmda- stjóri og Vilhjálmur Hjálmarsson, alþ.m. mæta á fundinum. Stjórnin. Stjórn Húseigendafélags Reykjavikur leyfir sér fyrir hönd húseigenda að mótmæla banni ríkisstjórnarinnar samkv. augl, félagsmálaráðuneytisins, dags. 10. april s.l., við þvi, að gildandi húsaleigusamningar séu i heiðri hafðir, ef i þeim er ákveðið, að húsaleiga fylgi verð- lagsvisitölu. Til rökstuðnings skal á það bent, að Hag- stofa íslands hefur nú sýnt meiri hækkun fyrir timabilið 1. marz til 30. júni 1972 en nokkru sinni fyrr á visitölu byggingar- kostnaðar, eða 60 stig. Stjórn félagsins álitur, að lagalega séð fái fyrrgreint bann ekki staðizt. Stjórn Húeigendafélags Reykjavikur. Veljið yður í hag - OMEGA Ursmíði er okkar fag Nivada JUpina. PIERPOOT Magnús E. Baldvinsson Laugavcgi 12 - Simi 22804 Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð viö andlát og jarðarför INGÓLFS GUÐBRANDSSONAR hreppstjóra, Hrafnkelsstööum, Lilja Kristjánsdóttir María Ingólfsdóttir Halldór Valdimarsson Guðbrandur Ingólfsson Erla Kristjánsdóttir Kristín Ingólfsdóttir Hörður ivarsson Sjöfn Halldórsdóttir Sigurður Ámundason Magnús Halldórsson Svanhildur Guðbrandsdóttir. og barnabörn. Innilegt þakklæti fyrir auösýnda samúð við andlát og jarðarför fósturbróður mins SÉRA MAGNÚSAR RUNÓLFSSONAR Aslaug Kristinsdóttir. Eiginkona min GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Kvium, sem andaðist 8. april, verður jarðsungin frá ísafjarðar- kirkju laugardaginn 15. aprfl kl. 2 e.h. Jakob Falsson, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.