Tíminn - 15.04.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.04.1972, Blaðsíða 1
r "--- BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA SeNDIBILASrÖÐIN HT EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR Japanska skipið kyrrsett Klp- Reykjavík Japanska flutningaskipið Chyiaku Maru, sem sigldi á bryggjuna i Þorlákshöfn fyrir skemmstu, með þeim af- leiðingum að um 30 tonn af oliu runnu i sjóinn, var kyrr- sett i Keflavik i gær. Skipið kom þangað til að lesta frysta loðnu, og var þetta siðasti viðkomustaður skips- ins á tslandi að þessu sinni. Heyerdal yngri: Hvalveiðin sex sinnum meiri nú ef stofninn hefði verið friðaður 1962 - 1967 ÞÓ-Reykjavik. Ráðstefna ÆSI um mengum og landhelgismál hófst á Hótel Loft- leiðum i fyrradag. Ráðstefnuna sitja um 40 fulltrúar frá aðildar- félögum Æskulýðssambandsins og erlendum æskulýðsfélögum. Thor Heyerdahl, yngri, flutti fyrsta erindi ráðstefnunnar, og fjallaði það um"Hafið sem forða- búr og öskutunnu”. I erindi Heyerdahls kom meðal annars fram, að ef hvalastofninn i heiminum hefði verið friðaður á - árunum 1962 - 1967, væri veiðin sex sinnum meiri um þessar mundir, en hún var i kringum 1960. Þar sem hvalastofninn var ekki friðaður, mun það taka 50- 100 ár að ná stofninum upp i það, sem hann var i kringum 1960. Þá sagöi Heyerdahl, að mestu af úrgangsefnum þeim, sem varpað væri i hafið, væri kastað á grunnu vatni eöa 200 - 500 metrum. Þetta þýðir, aðúrgangs- efnunum er aðeins kastað i um 8% heimshafanna, en einmitt á þær slóðir, þar sem nytjafiskar halda sig mest. Þá kom einnig fram, að úrgangsefni, sem kastað er i hafið, leysast upp i sjávar- gróðri, en ekki i sjónum. Heyerdahl sagði ennfremur, að nú væri sannað, að fiskar gætu fengið krabba af oliumengun og að lokum sagðist hann ekki vera bjartsýnn á framtið heimshaf- anna, sérstaklega er tillit væri tekið til þess, að maðurinn yrði si- fellt háðari höfunum sem forða- búri. Á eftir erindi Heyerdahls voru almennar umræður, en siðan flutti dr. Gunnar G. Schram er- indi um lagalega hlið mengunar hafsins, en siðan tóku starfshópar við. I gær fluttu erindi á ráðstefn- unni, þeir Sigfús Schopka, sem ræddi um fiskistofnana, og Sven Age Malmberg er ræddi um land- grunnskenninguna. A eftir þeim fluttu erindi þeir Patrick Wall, þingmaöur frá ' Bretlandi og harður andstæðingur Islands i landhelgisdeilunni. Eysteinn Jónsson, forseti sameinaðs þings, Francis Christy Bandarikjunum og Hans G. Andersen, þjóð- réttarfræðingur. Myndin var tekin á raðstefnu Æskulýðssambandsins og er Frið geir Björnsson formaður ÆSI i ræöustólen viö hlið hans er Heyer dalyngri. (Tímamynd G.E.) Kikt inn um dyrnar á ráðstefnusalnum á Loftleiðahótelinu þar sem fulltrúar 30 þjóða hafa rætt um bann viö losun hættulegra efna í sjó. (Tfmamynd Gunnar) Ráðstefna utanríkisráðuneytisins: Vongóðir um, að samkomulag náist KJ-Reykjavik i dag er siðasti dagur hinnar al- þjóðlegu ráðstefnu um bann við losun hættulegra efna i hafið, sem utanrikisráöuneytið boðaði til, og staðið hefur frá þvi á mánudag á l.oftleiðahótelinu. Markinið ráðstefnunnar er að ná sanikomulagi ntilli þeirra 30 rikja, scm ráðstefnuna sækja, unt bann við losun hættulegra cfna I sjó, og yrði það samkontulag siðan lagt til grundvallar um- ræðunt á Stokkhólmsráöstefnu Sameinuðu þjóðanna unt inengun, seni fram fer i suntar. Voru islendingarnir vongóðir unt að samkomulagið tækist i gærkvöldi. Ráðstefnufulltr. hafa setið i lokuðum ráðstefnu- sal I.oftleiðahótelsins frá morgni til kvölds, en þeir eru reyndar 'ekki þeir cinu, sem fjallað hafa um mengun á I.oftleiðahótelinu I gær og fyrradag, þvi að tvær aðrar ráöstefnur eða fundir hafa þetta efni lika á dagskrá hjá scr I þessum sömu húsakynnum eða Náttúruvcrndarþingið og ráð- stefna Æskulýðssambandsins. Er ekki fjarri að áætla að hátt a' þriðja hundraö manns I þrem hópuni fjalli um mengun i einni eða annarri mynd i sömu liúsa- kynnum i Reykjavik i dag. Utanrikisráðuneytið hér, stendur fyrir 30 rikja ráðstefn- unni, en rikin sem taka þátt i henni eru: Alsir, Argentina, Astralia, Belgia, Kanada, Dan- mörk, Vestur-Þýzkaland, Finn- land, Frakkland, Ghana, Indland, Iran, Irland, Island, Filabeins- ströndin, Japan, Kenyaj Malta, Mexikó, Holland, Nigeria, Noregur, Portúgal, Singapore, Spánn, Sviðþjóð, Túnis, Bretland, og Bandarikin. Þá eru áheyrnar- fulltrúar frá alþjóðasamtökum eins og Sameinuðu þjóðunum, Al- þjóða siglingamálastofnuninni, Alþjóða kjarnorkumálastofnun- inni, og Matvæla- og landbúnað- arstofnun S.Þ. Svo sem sjá ma’ af upp- talningunni, þá eru á ráð- stefnunni fulltrúar viða aö og mörg tungumál töluð. A ráðstefn- unni eru þrjú aðaltungumál, enska, franska og spænska, og eru sex túlkar, sem túlka hvert einasta orð sem sagt er. Þá eru vélritunardömur fyrir hvert mál, og koma bæði þar og túlkarnir frá stofnun Sameinuðu þjóðanna i Sviss. Eins og aður hefur verið sagt, þá er ráðstefnan lokuð, en Timinn fékk þær upplýsingar hjá tals- menni islenzku sendinefndar- innar i dag, Þorsteini Ingólfssyni, að þeir væru vongóðir um að samkomulag tækist um sam- eiginlega ályktun ráðstefnunnar, og þar meö er tilgangnum náð, og tslendingar mega vel við una, að hafa staðið fyrir slikri ráðstefnu. Ætti það ekki að spilla fyrir mál- stað Islands i landhelgismálinu, þótt það mál, sem slikt, sé ekki til umræðu opinberlega, en hefur þó áreiðanlega verið mikið umtalað manna á meðal á ráðstelnunni. Dreifingarkostnaður mjólkur er lægstur hér - sjá bls. 3 Bretar vísa landhelgis- deilunni til Haagdómstólsins Einar Ágústsson utanríkisráðherra ítrekar að Islendingar telji sig ekki lengur bundna af landhelgissamningnum við Breta KJ-Reykjavik Tilkynnt var i London í dag, að Bretar hefðu form- lega visað landhelgisdeil- unni til alþjóðadómstólsins i Haag, en áður höfðú þeir tilkynnt um, að þeir myndu visa málinu þangað. Á fimmtudaginn tilkynnti brezki sendiherrann i Reykjavik utanrikisráðuneytinu að Bretar myndu þá daginn eftir visa land- helgisdeilunni formlega til Haag- dómstólsins. Timinn náði tali af Einari Ágústssyni utanrikisraðherra i gærkvöldi og sagði hann.að rikis- stjórnin hefði átt von á þessu, eftir það sem a undan var gengið, Utanrikisráðherra visaði i þessu sambandi til ályktúnar Alþingis frá 15.febrúar, þar sem segir að Islendingar telji sig ekki lengur bundna af landhelgissamningn- um(sem gerður var við Breta. Að öðru leyti sagðist utanrikisráð- herra ekki geta tjáð sig um þessa ákvörðun Breta, á þessu stigi málsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.