Tíminn - 15.04.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.04.1972, Blaðsíða 2
TÍMINN Laugardagur 15. apríl 1972. Rauð fjöður til augnverndar t dag hefst um land allt sala á rauöum fjöörum, sem 50 Lionsklúbbar hér á landi bjóða til sölu á 100 krónur. Þvi fé, sem þannig safnast i dag og á morgun, mun verða varið til kaupa á tækjum fyrir læknis- héruðin úti á landsbyggðinni tilafnota fyrir héraðslækna og þá augnlækna, sejn fara munu i augnlækningaferðalög um landið, og ennfremur verður fénu varið til tækjakaupa fyrir augndeild Landakotsspitala. Aætlað heildarverð þessara tækja er 4-4.5 milljónir króna. Þessi söfnun nú um helgina stendur í sambandi við 25 ára afmæli Lionshreyfingarinnar á tslandi. Ástandið i sjónvernd hér á landi er mjög ábótavant og er skjótra umbóta þörf. Mikil- vægast er að gera ráðstafanir til að koma i veg fyrir sjón- skerðingu eða liliinlu af vold- um hægfara gláku. Skipuleg leit að glákusjúk- lingum og nákvæm skráning blindra er nauðsynleg. Þá cru of mikil brögð að þvi hér á landi að komið sé of seint með rangeygð börn til með- ferðar hjá augnlæknum, en þau þarf nauðsynlega að íækna áður en þau hef ja skóia- göngu, eða á fyrstu árum hennar. Lionsklúbbarnir hafa valið gott málefni til baráttu um helgina og ætla að stuðla að lausn vandamáls, sem verð- ugt er iilliim landsmönnum að taka þátt í að leysa. Munu menn þvi væntanlega mjög margir bera rauða fjööur í dag og á morgun. Verkefnin eru mörg og stór t ágætri grein, sem Halldór Kristjánsson á Krikjubóli rit- aði hér i Timann sl. þriðjudag, ræddi hann meðal annars um skattheimtu rikisins og til hverra þarfa samfélags- heildarinnar skattarnir rynnu. Meðal annars drap hann á nokkur af þeim stóru verkefn- um, sem þjóðin þarf að takast á við á næstu árum. Halldór sagði: ,,Það er margt sem kallar að. Þjóðin stendur frammi fyrir miklum verkefnum. Ma tvælaiðnaðurinn þarf mikilla endurbóta við til að fullnægja þeim kröfum, sem gerðar eru og gerðar verða á næstu árum í markaðslöndun- um. Hafnirnar þurfa mikilla endurbóta, svo að þær fullnægi þörfum veiðiflotans um öryggi og hagkvæmni. tsland er vanþróað land, i vegamálum. Landgræðsla og gróður- vernd kalla á mikil framlög og framkvæmdir. Aðgerðir til að opna og nýta gæði islenzkrar náttúru til yndis og heilsubóta innlendra og útlendra eru aðeins á byrj- unarstigi. Eldi og ræktun vatnafiska er naumast komið af tilrauna- stigi, en mikil verkefni og möguleikar framundan. Sjúkrahús og læknakostur landsins nýtist ekki, og menn verða aðbiða læknishjálpar og heilsubótar vegna þess, að sjúkrahúsin verða að geyma langlegusjúklinga, sem ekki þurfa daglegra læknisað- gerða, og fatlaða og bæklaða, sem eru i endurhæfingu eftir læknisaögerð. Þessi upptalning gæti orðið geysilöng. Það er margt ógert til þess, að fólk eigi auðvelt með að nota orlof sin og tómstundir til raunverulegrar hressingar og Bóndi sendir Landfara eftirfar- andi bréf um mál, sem allmjög er á dagskrá um þessar mundir, einkum meðal bænda. Bréfið er svona: „Kæri Landfari. Vegna þáttarins „Spjallað við bændur" i útvarpinu 24. marz s.l., þar sem rætt var um fóðurvöru- verð á ýmsum timum, langar mig til að senda þér þrjár spurningar i von um, að þeir, sem að þættinum standa, sjái sér fært að svara þeim og þú ljáir svörum rúm i þátturh þinum,þvi að trúlega vilja þeir ekki eyða dýrmætum tima útvarpsins i svör við slíkum spurningum. 1. Hver er tilgangur hugleið- inga á borð við þær, sem fram komu i þessum útvarpsþætti? 2. Er það ekki margt samverk- andi, sem þarna spilar inn i um verð fóðurmjöls, annað en frjáls innflutningur, svo sem meiri heimsframleiðsla og þar af leið- andilækkaðmarkaðsverð. Einnig stærri innkaup, hagkvæmari flutningur o.m.fl. 3. Er ekki fyrirlesarinn all- tengdur einu fóðurvöruinn- flutningsfyrirtæki (kannski með- eigandi)? Ef svo er, er hann þá heppilegur til að ræða þessi mál og getur hann það hlutlaust? Vonandi svara umsjónarmenn þáttarins þessum einföldu spurn- ingum. t sambandi við þetta spjall i út- varpinu flýgur manni i hug, hvort ekki sé þarna eitthvert samspil á milli viðtals Hermóðs i Mogganum, sem birtist um svipað leyti og fjallaði um sam- þykkt Stéttarsambands bænda um heimild til fóðurbætisskatts. Enginn dómur skal hér lagður á, hvort hann á rétt á sér eða ekki, en óneitanlega vakna spurningar. Notum við ekki óþarflega mikið af innfluttu fóðurmjöli, þar sem við sjálfir getum framleitt vöru, Fræðslufulltrúi Bæjarstjórn Neskaupstaðar óskar að ráða fræðslufulltrúa frá 1. mai nk., eða siðar. Umsóknir sendist formanni fræðsluráðs Neskaupstaðar, Hjörleifi Guttormssyni, sem jafnframt gefur nánari upplýsingar (simi 7406), fyrir 1. mai nk. Bæjarstjóri. Lærið ensku í sumarfríinu WINDSOR CULTURAL CENTRE býðurfólki á aldrinum 15-22 ára upp á menntandi sumarfri og innsýn i enska lifnaðarhætti i Windsor, einni fegurstu borg Englands. Akjósanlegt tækifæri til að auka ensku- kunnáttu á skemmtilegan hátt. Allar nánari upplýsingar veitir Magda- lena Schram, simi 15043, daglega kl. 5—7 e.h. OPINBER HEILBRIGÐISSTOFNUN óskar að ráða ritara. Leikni i vélritun er nauðsynleg. Verzlunarskóla eða stúdents- menntun æskileg. Góð laun i boði fyrir vana stúlku. Umsókn, er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist blaðinu fyrir 24. april, merkt „888". öllum um- sóknum verður svarað. hugbóta - til hvildar og upp- byggingar. Við getum nefnt bókhlöður, orlofsheimili, útivistarsvæði, iþróttamannvirki, félags- heimili og margt fleira skylt þessu. Skólamálin eru ónefnd enn. Hér hefur ekki verið minnzt á fangelsismálin né heldur hjálparstörf og björgunartil- raunir við aðra ógæfumenn, sem i raunir hafa ratað. FJARRI fer þ.ví, að þessi upptalning sé tæmandi, en hún ætti að duga til að sýna, að mörg eru verkefnin, stór og glæsileg. Þau kalla á krafta dugandi manna og menntaðr- ar þjóðar". — TK. PÍPULAGNIR STILLI HTTAKERFI Lagfæri gömul hitakerfi. Set upp hreinlætistæki. Hitaveitutengingar. Skipti hita. Set á kerfið Danfoss ofnventla. Sfmi 17041. sem er jafngóð að mörgu leyti, og er þá átt við graskögglana, sem undirritaður hefur góða reynslu af? Væri ekki einmitt tilvalið að auka þá framleiðslu til mikilla muna, þar sem i ár eru margir i vandræðum með heyið frá s.l. sumri? Það varð mikið af vöxt- um, og margir treystu á heysölu, sem varð litil, og þeir, sem litil hey hafa, telja sér hagkvæmara að gefa innflutt fóðurmjöl, til að mynda hestamenn. Margir framleiða svo að segja eingöngu á innfluttu fóðri, þótt þeir gætu að einhverju leyti notað fóður úr islenzku grasi. Væri ekki þarft að styrkja vinnslustöðvar fóðurs úr islenzku fóðurefni með þvi að láta skatt af innfluttu fóðri ganga til þeirra og lækka þannig verð innlenda kraftfóðursins til bænda og ann- arra framleiðenda, og stuðla á þann hátt að þvi að minnka þennan geysimikla innflutning. Bóndi". Leiðrétting við vísu Landfara, fimmtudag Vatnaskógar var ég grein vaxin meðal blóma, lifi nú við mannleg mein millum fingurgóma Höfundurinn er Hallgrimur Jónasson, fyrrumskólastjóri. HÖGGDEYFAR sem hægt er að stilla og gera við ef þeir bila. opið laugardaga kl. 9 — 12 S/^i'yi^IH ArmúU 7. — Siml M4S0. Stóraukin varahluta- þjónusta fyrir Vauxhall & Bedford SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Varahlutaverzlun BÍLDSHÖFÐA 8.RVÍK. SÍMI 86750

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.