Tíminn - 15.04.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.04.1972, Blaðsíða 3
Laugardagur 15. apríl 1972. TÍMINN Sendiherra Ceylon hjá S.Þ. í heimsókn Hamilton S. Amerasinghe, sendiherra Ceylon hjá Sameinuðu þjóðunum, kemur til Reykjavikur mánudaginn n.april og mun dvelja hér til miðvikudags 20.april i boði rikisstjórnarinnar. Ambassador Amerasinghe er formaður undirbúningsnefndar hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Mun hann eiga viðræð- ur við islenzk stjórnvöld og flytja fyrirlestur i félagi Sameinuðu þjóðanna. Fyrirlesturinn verður fluttur mánudaginn 17.april kl. 5.30 i 1. kennslustofu Háskólans og fjallar um málefni frá vett- vangi Sameinuðu þjóðanna. Aðalfundur Mjólkurbús Flóamanna: AF INNLAGÐRI MJÓLK í 1. FLOKK Á SL ÁRI AK-Selfossi, SB-Reykjavik. Aðalfundur Mjólkurbús Flóamanna var haldinn að Arnesi i Gnúpvcrjahreppi i gær og hófst kl. 13.00. Fundinn sátu 55 fulltrúar, auk stjórnar Mjólkurbúsins og margra gesta og var hann vel fjölsótt- ur. Sigurgíimur Jónsson i Ilolti, formaður Mjólkurbús- stjórnar, setti fundinn og flutti skýrslu stjórnar, en forseti fundarins var kjörinn l>or- steinn Sigurðsson, Vatnsleysu. Fundarritarar voru kjörnir þeir Jón Helgason i Seglbúð- um og Eggert Ólafsson, Þor- valdseyri. I skýrslu formanns kom fram, að mjólkurverð til bænda við stöðvarvegg, var 16,04 kr., en það er rúmlega meðalgrundvallarverð. Nettó greiðsla til bænda var 14.79 kr., eða 92,2% af heildarút- borgun. Til búsins bárust 35,5 millj. mjólkurlitra á árinu 1971 og er það 3,94% aukning. Meðalfita mjólkur var 3,92% og 98,4% af mjólkinni fóru i 1. gæðaflokk. Neyzlumjólkursal- an var 20, 4 millj. litra, en til vinnslu fóru 14,9 millj. litra, eða 42% af heildarmagninu. Framleiddar voru 340 smá- lestir af smjöri, 994 smál. af skyri, 700 smál. af mjólkur- dufti og 134 af osti, auk þess ýmsar tegundir af bræddum osti. Af undanrennudufti voru framleiddar 350 smálestir af kálfafóðri. Birgðir mjólkur- búsins um áramót voru 75 smálestir af osti og 79 smá- lestir af smjöri. Mjókurinnleggjendur á ár- inu voru 939 og hafði fækkað um 22 frá fyrra ári. Greiðslur til bænda námu 84,2% af heildartekjum bús- íns. Flutningskostnaður að búinu var til jafnaðar 0,87 kr. á litra og lækkaði um 0,65% frá fyrra ári. Flutningskostnaðurinn var 5,4% af heildarútb. til bænda, en var 6,4% árið 1970. Flutningskostnaður á mjólk og mjólkurafurðum, sem fluttar voru frá búinu alls 24000 smál. var 33 aurar á kiló og hækkaði um 19% á árinu. Búið á og rekur alls 28 bifreið- ir þar af 13 tankbila til flutn- ings á mjólk úr sveitum og 5 tankbila til flutnings á mjólk til Reykjavikur. Starfsfólk búsins var um áramót 91. Niðurstöðutölur rekstrarreiknings eru 678 milljónir króna. bá fór fram stjórnarkjör. Úr stjórn átti að ganga Agúst Þorvaldsson á Brúnastöðum, en var endurkjörinn. Einar Þorsteinsson, varamaður i stjórn var einnig endurkjörinn og aðalendurskoðandi var Sig- urður Ágústsson i Birtinga- holti, sem hættur er mjólkur framleiðslu, en i stað hans var kjörinn Jón Helgason i Segl- búðum. I fulltrúaráð voru þessir niu menn kjörnir Ag.Þorvalds., Sigurgrimur Jónsson, Jón Helgason, Seglbúðum, Eggert Ólafsson, Þorvaldseyri, Jón Egilsson, Selaiæk, Þorsteinn Sigurðsson, Vatnsleysu, Stef- án Jasonarson, Vorsabæ, Ei- rikur Jónsson, Bergshyl og Engilbert Hannesson frá Bakka. Þá flutti Grétar Simonar- son, mjólkurbússtjóri yfirlit og skýrði reikninga búsins og ræddi um starfsemi þess. Einnig í'lutti Stefán Björnsson, i'orstjóri mjólkursamsölunnar i Reykjavik skýrslu um starf- semi hennar. Þá flutti Gunnar Guðbjartsson, formaður stéttarsambands bænda, er- indi, þar sem hann ræddi aðal- lega og skýrði hið nýja frum- varp um framleiðsluráð land- búnaðarins, sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Dómari í Hæstarétti Forseti íslands hefur hinn 12 þ.m. samkvæmt tillögu dóms- málaráðherra veitt Armanni Snævarr, prófessor, dómaraem- bætti i Hæstarétti frá l.mai nk. að telja. Málverkauppboð A mánudaginn heldur Listaverkauppboð Kristjáns Fr. Guðmundssonar málverkaupp- boð i Súlnasal Hótel Sögu, og er þetta 22. málverkauppboðið, sem þessi aðili heldur. A málverka- skránni eru 53 verk eftir ýmsa málara, bæði mjög kunna og minna þekkta. Málverkin verða til sýnis i Málverkasölunni Týsgötu 3 i dag, laugardag, til klukkan sex. Öreifingarkostnaður mjólkur er lægstur hér KJ-Reykjavik. Á aðalfundi Mjólkursamsöl- unnar, sem haldinn var 11. april, voru mjólkursölumálin mikið til umræðu, og var eftirfarandi til- laga samþykkt i þvi sambandi: með öllum greiddum atkvæðum: „Aðalfundur Mjólkursamsöl- unnar i Reykjavik haldinn 11. april 1972, vill að gefnu tilefni leyfa sér að mótmæla þvi við Al- þingi, að sú breyting verði gerð á framleiðsluráðslögunum, að skylt verði að láta mjólk til sölu i allar matvöruverzlanir. Fundurinn telur, að reynslan sýni, að dreifingarkostnaður mjólkur sé lægri hér á landi en er hjá nágrannaþjóðum okkar, þar sem sú regla hefur verið upp tek- in að láta mjólk almennt i mat- vörubúðir, og sá munur sé að þakka þvi söluskipulagi, sem hér er. A sama hátt hefur við athugun sýnt sig að búöir kaupmanna selja hlutfallslega minna magn vinnsluvara úr mjólk heldur en búðir Mjólkursamsölunnar gera i hlutfalli við sölu nýmjólkur. Breyting á þessu sölukerfi myndi þvi skaða bæði neytendur og bændur i hærri dreifingarkostn- aði og lakari vörudreifingu og er slik breyting þvi andstæð hags- munum þessara aðila." Rudólf Serkín heldur tónleika hér í haust SJ-Reykjavik. Pianóleikarinn heimsfrægi Ru- dolf Serkin kemur hingað i haust og leikur hjá Tónlistarfélaginu. Serkin hefur komið hingað nokkr um sinnum og fékk þegar i upp- hafi mætur á landi og þjóð. M.a. lék hann hér með Adolf Busch, sem var heimsfrægur fiðluleik- ari. Björn Ólafsson, konsert meistari, hafði samband við Ser kin i vetur þegar Björn lék með Alheimssinfóniuhljómsveitinni i Bandarikjunum i vetur og sagðist Serkin þá ætla að koma hingað i haust, áður en hann yrði of gam- all. Serkin verður sjötugur á næsta ári. Náttúruvernd er ómiss- andi þáttur í landsnytjum sagði menntamálaráðherra við setningu Náttúruverndarþings í gær Forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, varð fyrstur til að kaupa ,,Rauðufjoðnna",semseld verðurum landallt idag og á mogrun. 011- um hagnaði af sölunni verður varið til tækjakaupa vfðsvegar um landið og handa augnlækningadeildinni við Landakotsspitala. Tilfinnanlegur skorturer á nauðsynlegum tækjum ibaráttunni gegn blindu. A myndinnieru Hjalti Þórarinsson, yfirlæknir, formaður Sjónvernd- unarnefndar Lionshreyfingarinnar að festa fjöðrinni i barm forsetans. Lengst til vinstri er Asgeir ólafsson, umdæmisstjóri Lionshreyfingar- ínnar á tslandi og lengst til hægri Þorvaldur Þorsteinsson, fulltrúi i Al- þjóðastjórn Lionshreyfingarinnar. * KJ-Reykjavik. Fyrsta Náttúruverndarþingið, sem haldið er á Islandi, hófst á Hótel Loftleiðum i gær, og lýkur i dag. Við upphaf þingsins ávarpaði Magnús Torfi Ólafsson þingheim, og skýrði þá m.a. frá þvi að ákveðið væri, að skipa Ey- stein Jónsson forseta Sameinaðs þings, formann Náttúruverndar- ráðs, og Eyþór Einarsson grasa- fræðing varaformann. Aðrir ráðsmenn verða kjörnir af þing- heimi i dag. Við setningu þingsins voru mættir 84 fulltrúar, og voru for- setar þingsins kjörnir þeir Hákon Guömundsson yfirborgardómari og Páll Lindal borgarlögmaður, en ritarar Bjartmar Guðmunds- son bóndi og Finnur Torfi Hjör- leifsson menntaskólakennari. 1 ávarpi sinu sagði mennta- málaráðherra m.a.: „Svo er fyrir að þakka, að við byggjum land, sem orkar sterkt á börn sin. Landslag, landkostir og náttúrufar eiga svo rik itök i hugarheimi Islendinga, að við eigum vist flest auðvelt með að gera okkur i hugarfar, hvers við færum á mis, ef hér gerðust ótið- indi svipuð ýmsu þvi, sem við spyrjum utan úr heimi. Þegar fréttir herma, að mengun hafi tortimt öllu lifi i Erie, einu vatn- anna miklu i Norður-Ameriku, eða að einstætt lifriki Baikalvatns sé i voða sökum fyrir- hyggjulausrar iðnvæðingar, verður okkur óhjákvæmilega hugsað til Þingvallavatns eða Mývatns. Þegar sýnt er fram á, að hafsvæði eins og Eystrasalt og jafnvel sjálf Miðjarðarhafið, vagga siðmenningarinnar i okkar hluta heims, séu að breytast i vilpur, er ekki nema von að íslendingum þyki ástæða til að vera á verði, og gera sitt til að afstýra þvi, að spjöll verði unnin á helzta bjargræðisvegi þjóðar- innar með mengun Norður- Atlantshafsins." „Þess misskilnings gætti hér- lendis i öndverðu, eins og reyndar annarsstaðar, að náttúruvernd og landsnytjar, hagnýting land- kosta, væru með einhverju móti andstæður, um væri að ræða nánast ósættanleg viðhorf, sem hlytu að rekast á. Nú er þessi misskilningur sem betur fer óð- um á undanhaldi. Engum á lengur að þurfa að blandast hugur um, að náttúruvernd er ómiss- andi þáttur i landsnytjum, sé hún vanrækt hlýzt af landniðsla. Við nútimaaðstæður veröur að temja sér nýtt gildismat, þar sem allir tilveruþættireru teknir til greina, einnig þeir, sem áöur voru taldir svo sjálfsagðir, að fyrir þeim þyrfti ekki að hugsa. Ómengað fæði og óspillt lifsloft, lifsnauð- synjar, sem ganga fyrir öllum öðrum, fást ekki lengur til fram- búðar, nema viðhöfð sé náttúru- vernd." Eftir setningarræðu form. Náttúruverndarráðs og ávarp menntamálaráðh.kosið i embætti og nefndir og Helgi Hallgrimsson safnvörður flutti ávarp, en fram- sögu erindi fluttu Hjörleifur Gutt- ormsson um friðun, Þorleifur Einarsson grasafræðingur um mengun, Páll Lindal borgarlög- maður um skipulag og Benedikt Gröndal alþingismaður um fræðslu. Siðar fóru fram umræður og nefndarstörf. Helgun lands Menn sigldu hingað úr Noregi og helguðu sér laiicl með eldi. Að- ferðin við að helga sér land hefur nú verið rifjuð upp með skemmti- legu móti við val á þjóðhátiðar- merki. Meðferð elds i minningu um landnám á islandi er nokkurt vogunarspil, þvi óðara og á sllkt er iiiiuii/i rifja menn upp olympiuleika og aðra erlenda virkt, enda er sá eldur nýrri af nálinni en sá, sem kveiktur var við árósa til að lögfesta eignar- hald á heilum héruðum allt til vatnaskila. - t dag, þegar land er orðið dýr- mætara en áður var, þykja það nokkur býsn, að til skuli jarðir, sem ná til efstu vatnaskila, og jafnvel til hálfra jökla. En svo rik hefur helgun landsins verið, og slikar vottfestar þinglýsingar fól- ust i eldinum á fyrstu dögum landnáms, að Jandamerkin standa enn óbreytt, og ráða vötn skipaninni þegar lengra kemur inn i landið, alveg eins og fyrir ellefu hundruð árum. Það er ekki fyrr en nú á allra síðustu árum, sem dómsvaldið hefur sveigt stefnuna inn á þá braut, að dæma land af báðum aðilum þegar tveir deila, standi deilan um land utan byggðar. Þegar eldurinn skráði landamerkin hefði slíkt ekki kom- ið til greina, enda voru um hann gild ákvæði I fornum lagaritum. Varla mun vera hægt að kom- ast nær rótum landnámsins sjálfs, innsta eðli þess og ritúali öðru visi en gripa til eldsins sem tákns þar um. Auk þess er island einstakur eldsins staður. Þvi er það, að þótt aðrar þjóðir kunni að hafa eld að tákni sameiginlega, munu engir utan islendinga geta gert hann að sinu eikni með meiri rétti en þeir. Svarthöfði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.