Tíminn - 15.04.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.04.1972, Blaðsíða 5
Laugardagur 15. apríl 1972. TÍMINN S&Qí Jarðboríbakpokanum t vélaverksmiðju i Ural hafa mennbúiðtil jarðbor, sem hægt er að taka sundur og bera i bak- poka. Er borinn ætlaður til nota við jarðfræðirannsóknir i fjöllum suðurhluta Kirgisan. Borinn er knúinn vél, sem einnig er auðmeðfærileg. Þetta mun verða mjög til léttis fyrir þátttakendur i jarðfræðirann- sóknum i háfjallahéruðum, þar sem oft er miklum erfiðleikum bundið að koma við stórum borum. Leggur páfinn niöur embætti? Alltaf annað slagið hefur komizt a kreik orðrómur um, að Páll páfi hafi i hyggju að leggja niður embætti sitt. Enn er fólk farið að tala umþetta, og nú er ástæðan sú, að fyrir einu ári sagði páfinn, að allir biskupar ættu að hætta stör- fum, þegar þeir hefðu náð 75 ára aldri. Sjálfur verður páfinn 75 ára 26. september i haust. Margir telja liklegt, að páfinn skýri frá ákvörðun sinni um að hætta á þingi, sem haldið verður i september. Helzt er það i Frakklandi, sem fólk ræðir um páfann, og ekki að ástæðulausu, þvi margir þar vonast til þess að næsti páfi verði franski kar- dinálinn Jean-Villot. Nýr dýragarður í Moskvu Verið er að búa til nýjan dýragarð i Moskvu á 150 hektara svæði i skógunum um- hverfis borgina. I stað búra koma viðáttumiklar graslendur og stór fuglahús, skógarlundir, tilbúið fjallalandslag og smá- eyjar. 1 hinum ýmsu hlutum garðsins verða skapaðir mis- munandi staðhættir, heitt- empruð svæðí, heimskauta- svæði, steppur eins og i Miðasiu og Afrikufrumskógar. Gert er ráð fyrir.að þarna verðihægt að hafa sex sinnum fleiri dýrateg- undir en i gamla dýragarðinum inni i borginni. Sérstakt svæði verður útbúið fyrir börnin. Þar fá yngstu gest- ir dýragarðsins að leika sér með dýraungum, riða á filum og kameldýrum og sjá sýningar á skenntilegustu dýrunum i hinum ýmsu hlutum garðsins. Sætar mæðgur Debbie Reynolds, sem eitt sinn var á allra vörum sem kvik- myndaleikkona er enn jafn fall- eg og áður, þótt hún komi ekki eins oft fram i kvikmyndum og hún gerði eitt sinn. Hér er hún með 15 ára gamalli dóttur sinni Carrie. Carrie er dóttir Eddie Fishers, en þau Eddieog Debbie voru einu sinni hamingjusöm hjón, eða þar til Elizabeth Taylor kom til sögunnar. Debbie hefur staðið sig vel i lifs- baráttunni, að þvi er sagt er, og nú er hún á nýjan leik ham- ingjusamlega gift, og i þetta sinn er hún gift skóframleið- anda. -iv • c Þú ert miðaldra, þegar þú ferð að borða það sem er hollt, i stað þess, sem þig langar i. Brezkur vísindamaður var tekinn til fanga af mannætum og stungið i pott i Afriku. — Hjálp! hrópaði hann. Höfðinginn kom askvaðandi og spurði: — Afsakið, én kölluðuð þér ekki með Oxford-hreim? — Jú, ég er útskrifaður frá Ox- ford-háskóla. — Slökkvið undir pottinum, hróp- aði höfðinginn. — Oxford- stúdentar éta ekki hverjir aðra. —-Góðan daginn! Ég sel bindi! Eskimóastúlka var nýlega á ferðalegi i New York. Hún var spurð, hvort hún hefði séð Igloo (snjóhús) — Jú, það er bandarisk herstöð rétt hjá heima, og hermennirnir búa þau stundum til, svaraði stúlka. —Ég veit þa held, að ég hiksta! ð ekki alveg, en ég sé kominn með Þegar maður er ungur, er maður of gamall til að þiggja gott ráð. Yfirlæknir einn var mjög á móti þvi að spurningum væri svarað öðruvisi en afdráttarlaust. Þegar hann spurði sjúklinga sina, gilti hið sama. Eitt sinn kom kona og átti að fara i uppskurð. Hann spurði, hve gömul hún væri. Konan svaraði: — I janúar verð ég... — Nei, nein, greip laæknirinn fram i. — Hve gbmul eruð þér núna? 1 þessu húsi veit fólk ekki, hve gamalt það verður. Kossinn verður dýrkeyptur Fyrir rúmu ári gerði John nokkur Carbonero tilraun til þess að kyssa flugfreyju. Hann á eftir að fá sig fullsaddan af af- leiðingum þessa gáleysislega verknaðar. Flugfreyjan, Linda Lee Sarver, sem starfar hjá Trans World Airlines, hefur höfðað skaðabótamál á hendur Carbonero, þar sem hún krefst þess að fá 10.000 dollara i skaða- bætur fyrir það, að hann reyndi aðkyssa hana. Byggirhún kröfu sina á þvi m.a., aðhún hefi orðið fyrir óþægindum, sársauka, og að lokum hafi hún tapað eyrna- lokki. Carbonero reyndi að kyssa Lindu Lee á flugleiðinni milli Philadelphiu og Los Angeles i nóvenber árið 1970. Þetta eru ekki fyrstu málaferlin út af kossinum, þvi Carbonero var búinn að viðurkenna sekt sina fyrir rétti i Camden, og var hann dæmdur i 500 dollara skaðabótagreiðslu fyrir að hafa áreitt flugahafnarmeðlim. Þá ákvað ungfrú Sarver að hefja önnur málaferli, og heimta sina 10.000 dollara. Dúkkusími "^—^ A leikfangasýningu i Nuvnberg mátti sjá þennan nýstárlega sima, þar sem dúkkumömm- urnar geta talað við dúkkurnar sinar. Tvö heyrnartól eru á tæk- inu, og heldur miklum áhuga við ræðir af miklum áhuga við ,,móður sina". Siminn er búinn sérstökum hnöppum, sem þrýst er á i stað þess að snúa skifunni, þegar númerið er valið, en það mun einmitt vera það nýjasta i simatækninni jafnvel fyrir venjulegt fólk. Finnst kopar i Kákasus? —- Það á e.t.v. eftir að koma i ljós, að I Kákasus séu auðugar námur af kopar og fleiri málmum. Skoðun þessi er byggð ú þvi, að fyrir skömmu fundust bæði kopar, zink og blý við svipaðar jarðfræðilegar að- stæður og eru á hinum auðugu koparnámusvæðum i Kanada, Astraliu og sumum hlutum Al'riku. Sovézkir jarðfræðingar nota i vaxandi mæli samanburðarað- ferðir við leit að auðugum málmnámum. DENNI DÆAAALAUSI Það er ekki mikið, þótt þú getir Iært að lesa, þú hefur ekki nærri eins mikið aö gera og ég.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.