Tíminn - 15.04.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.04.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN Laugardagur 15. apríl 1972. Sagt frá umræðum um frumvarpið um framleiðsluráðslögin, sem fram fóru á Alþingi á miðvikudagskvöldið Skoðanir forustumanna bænda meira virði en skoðanir fyrr- verandi landbúnaðarráðherra EB-Reykjavík. Eins og skýrt var frá í blaöinu i gær, uröu miklar umræður um stjórnarfrum- varpið um Framleiðsluráð landbúnaðarins, þegar það var til fyrstu umræðu í neðri deild Alþingis síðast- liðinn miðvikudag. Ingólfur Jónsson (S) sagði að tölur þær, sem birtar væru i greinargerð frumvarpsins um samanburð á tekjum bænda og viðmiðunarstéttanna, væru rang- ar. Verið væri að hagræða tölum, eða einhver ekki reiknað rétt. Þetta þyrfti að leiðrétta. Tölunum bæri ekki saman við þær tölur, sem Hagstofan birti um sama cfni. Ingólfur sagði, að hagur bænda hefði batnað á undanförn- um árum. Þá vék hann að frumv. sjálfu og sagði, að i þvi fælust margar neikvæðar breyt- ingar frá gildandi löggjóf. Stefnt væri að þvi i frumvarpinu að draga úr framleiðslu þeirra bænda, sem mestan dugnað sýndu viö framleiðslustörfin. Þeim sem verr væru settir, ætti að hj^lpa með almannafé, en ekki með þvi að skattleggja hluta bændastéttarinnar. Ingólfur sagði, að mikill hraði hefði rikt við gerð þessa frumvarps, enda væri það illa undirbúið. Lagði þingmaðurinn til að frumvarpið yrði endurskoðað vel og rækilega. „25% gjaldið mjög til bóta" Ciylfi 1». Gislason (A) sagöi, að hið eina rétta sem fælist i frum- varpinu, væri 25% gjaldið á inn- fluttan fóðurbæti. Sagöi hann að algjór ofnotkun væri á erlendum fóðurbæti hér á landi. Gylfi sagði^, að neytendum væri með þessu frumvarpi kúplað frá öllum áhrífum á verö landbúnaðarvöru, og gagnrýndi hann það mjög. Niöurstaða þingmannsins var sú, að þvl miður væri frumvarpið ekki fullnægjandi lausn á vanda- málum landbúnaðarins. t sann- leika sagt væri það hvorki fugl né fiskur, miðað við þarfir land- búnaðarins. „Meginatriði frum- varpsins haldist" Villijálmur lljálntarsson (F) sagði að óskynsamlegt væri að nota kvótakerfið. 25% kjarn- fóðurgjaldið gæfi hins vegar góð- an grundvöll fyrir verðjöfnun. A þann hátt væri hægt að létta undir með byggðarlögum, þar sem við sérstaka erfiðleika væri að striða. Vilhjálmur sagði, að hin siðari ár hefði rikisstjórnin staðið stöðugt meira á bak við verðlagningu landbúnaðarvaral. Þá ræddi Vilhjálmur nokkuð um gjaldið til sláturhúsanna og taldi nauðsyn bera til að leysa vandamál þeirra. Vilhjálmur taldi ákvæðið um kvótakerfið þýðingarlaust, en ö'll önnur ákvæði frumvarpsins væru til bóta. Vilhjálmur sagöi ennfremur, að innan bændasamtakanna væri ekki mikill ágreiningur um ákvæði frumvarpsins, nema a- kvæðið um kjarnfóðurgjaldið Hann taldi, að óeðlilega mikiil ágreiningur hefði orðið um þetta ákvæði,'þar sem það væri alls ekki höfuðatriði þess. Minnti hann á,að atkvæðagreiðsla hefði orðið um þetta ákvæði á Stéttar- sambandsfundi og það samþykkt þar. Að lokum kvaðst Vilhjálmur vona að frumvarpið yrði sam- þykkt á þessu þingi og að megin atriði þess mættu haldast. ,/Ekki fyllilega ánægður með ýms atriði frumvarpsins" Slefán Valgeirsson (F) Kvaðst ekki vera fyllilega ánægður með ýms atriði frumvarpsins, til dæmis ákvæðið um kvótakerfið. Kvaðst Stefán ætla að beita sér fyrir nokkrum breytingum á frumvarpinu, þegar land- búnaðarnefnd þingdeildarinnar fjallaði um það, en Stefán á sæti i þeirri þingnefnd. Þá gagnrýndi þingm. hvernig staðið hefði verið að landbúnaðarm. i tið fyrrv. rikisstjórnar. Hann sagði, að i útreikningum Hagstofunnar á tekjunj,. bænda og viðmiðunar- stéttanna væri ýmsum atriðum sleppt. Bilið, bændum i óhag, væri meira en Hagstofan segði til um, ef það atriði væri nánar skoðað. Þá minnti Stefán á, að skulda- aukning hjá bændum hefði orðið gifurlega mikil á siðasta áratug miðað við áratuginn þar á undan. Ingólfur órólegur llalldór E. Sigurðsson land- búnaðarráðherra sagði það ekk- ert nýtt, að Gylfi skvetti úr klaufunum. Minnti ráðherrann á, að Gylfi hefði i tið fyrrverandi rikisstiórnar talið landbúnaðar- stefnuna skorta alla skynsemi. t ræðum sinum hjá t.d. Kaup- mannasamtökunum, hefði hann ráðizt á landbúnaðarstefnuna og sagt á næsta fundi rikisstjórnar- innar þar á eftir, að breytinga væri þörf i þeim málum. Þá hefði Ingólfur landbúnaðarráðherra sagt: — Já, já, ég skal bara skipa nefnd. Þannig hefði þetta gengið koll af kolli, þess vegna væri það ekki undrunarefni, að Ingólfur teldi þá nefnd, sem þetta frum- varp hefði samið, ekki starfa nógu lengi. Hans nefndir hefðu stöðugt verið til af áðurnefndri ástæðu. Um þá fullyrðingu Ingólfs, að flausturslega hefði verið unnið að gerð frumvarpsins, sagði Halldór E. Sigurðsson m.a., að hann hefði átt að minnast eigin valdadaga. Fyrir nokkrum árum hefði þáver- andi rikisstjórn lagt fyrir þingið lagafrumvarp um breyting á framleiðsluráðslögunum. Að þvi hefði verið staðiö þannig, að ákvæði frumvarpsins hefði ekki borið saman við greinargerð þess. I ræðu sinni hefði Ingólfur rætt um dugnað rikisstjórnarinn- ar við að koma málum áfram. Landbúnaðarráöherra sagði, að hingað til he fði ekki verið deilt á það, að menn sýndu einhvern dugnað. En af hverju væri nú sótt svo á endurskoðun höfuðþátta landbúnaðarins? Af hverju hefði aðalfundur Stéttarsambands bænda s.l. sumar talið nauðsyn- legt að framleiösluráðslögin yrðu endurskoðuð, og af hverju hefði siðasta Búnaðarþing talið brýna nauðsyn bera til þess, að jarð- ræktarlögin, búfjárræktarlögin og fleiri málefni landbúnaðarins yrðu endurskoðuð? Gæti Ingólfur ekki getið sér þess til, hvers vegna bændasamtökin teldu svo mikla þörf á endurskoðun, og væri það nokkur furða, þótt Ingólfur Jónsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra væri nú órólegur i þingsalnum? Samið af forustumönnum bændasamtakanna víðs vegar af landinu Landbúnaðarráðherra minnti þessu næst á þá menn sem sömdu frumvarpið. Væru þessir menn einhverjir aukvisar, sem ekki vissu hvað þeir væru að gera? Nei.það væri fjarri lagi. Þetta væru fyrirsvarsmenn bændasam- takanna viðs vegar af landinu. Þetta væru þeir menn, sem bezta reynslu hefðu i landbúnaðarmál- um. Þá minnti ráðherrann á undirbúning frumvarpsins og deildi á Ingólf fyrir þá fullyrð- ingu, að það væri illa undirbúið. Þá sagði ráðherrann, að Ingólfur teldi rangar skoðanir felast i þessu frumvarpi, vegna þess að þær féllu ekki að hans skoðunum. Skoðanir þeirra manna, sem frumvarpið hefðu samið, væru meira virði fyrir landbúnaðinn, meira v.irði og byggðar á meiri reynslu en skoðanir Ingólfs, með fullri virðingu fyrir skoðunum þingmannsins. Landbúnabarráð- herra kvaðst vera þeirrar skoð- unar, að stjórnmálamennirnir ættu að taka tillit til skoðana félagssamtaka, eins og gert væri með þessu frumvarpi. Annars mætti Ingólfur vera með alls kyns dylgjur um þetta mál. Aðalatriðið væri það, að Stéttarsambandið hefði fjallað um málið og væri sammála um allt, sem i frum- varpinu fælist, nema ákvæðið um 25% kjarnfóðurgjaldið. Samanburðurinn við viðmiðunarstéttirnar t sambandi við ummæli Ingólfs Jónssonar um tölur þær, sem birtar eru i greinargerð frum- varpsins, þar sem bornar eru saman tekjur bænda og við- miðunarsíettanna, kvaðst ráð- herrann hafa leitað eftir umsögn frá Guðmundi Sigþórssyni, búnaðarhagfræðingi hjá Efna- hagsstofnuninni, og las hann hana upp. Fer umsögnin hér á eftir: ,,t greinargerð með frumvarpi til laga um Framleiðsluráð land búnaðarins og fleira, er gerður samanburður á brúttó-tekjum bænda við brúttó-tekjur við- miðunarstéttanna. Fyrir bændur eru teknar þær tölur um meðalbrúttótekjur kvæntra karla á aldrinum 25-66 ára, sem árlega hafa birzt i Hag- tiðindum. Fyrir viðmiðunar- stéttirnar eru notaðar sömu upp- lýsingar og fundið vegið meðaltal brúttotekna þeirra starfsgreina, sem til þeirfar flokkunar teljast. Með brúttótekjum er átt við tekjur samkvæmt III kafla fram- talsskýrslu, án nokkurs frádrátt- ar s.s. vaxtagreiðslna, fyrninga eða fasteignagjalda af útihúsum. I brúttótekjum eru þannig at- vinnutekjur eiginmannsins, kon- unnar og barna á framfæri fram- teljandans, hreinar tekjur af at- vinnurekstri, tekjur af húsnæði, vaxtatekjur, skattskyld opinber framlög o.fl. þ.á.m. fjölskyldu- bætur. Ekki er fráleitt að álita, að aðr- ir liðir i brúttótekjum en tekjur af atvinnurekstri og atvinnutekjum séu svipaðir hjá bændum og við- miðunarstéttunum, þar sem að einungis er um kvænta karla að ræða i úrtakinu. t tölum um atvinnutekjur kvæntra karla innan viðmiðunar stéttanna, sem unnar voru af Efnahagsstofnuninni, eru ein- ungis táldar atvinnutekjur mannsins, sem i grófum dráttum hafa numið um 80% af fyrrnefnd- um brúttótekjum undanfarin ár." Á valdi bænda sjálfra Um 25% kjarnfóðurskattinn sagði landbúnaðarráðherra m.a., að það væri ekki hans að meta það, hvað hann ætti að vera hár. Hér væri um að tefla verðjöfn- unargjald. Hvernig farið yrði með þetta mál, væri á valdi bænda sjálfra. Kvaðst ráðherr- ann sannfærður um, að ekki yrði um misnotkun að ræða i þessu efni. — Ég treysit félagssamtök- um bænda til að meta þetta á rétt- an hátt, sagði hann. Um 5% gjajdið á kjarnfóðri sagði ráðherrann, að það væri nauðsynlegt til aðstoðaf við ný- byggingar vinnslustöðva land- búnaðarins. Mikið væri ennþá ógert i sambandi við uppbygg- ingu sláturhúsanna. Fyrirkomulag, sem gengið hefursértil húðar, afnumið Um breytinguna á Sexmanna- nefndinni sagði landbúnaðarráð- herra, að það fyrirkomulag, sem nú væri i lögum um það atriði, væri búið að ganga sér til húðar. Það hefði verið brotið niður 1964, þegar ekki hefði verið hægt að fá fulltrúa neytenda til að taka þátt i samningaviðræðum um verð- lagningu búvöru. Landbúnaðarráðherragat fleiri atriða, en að ræðu hans lokinni tók Ingólfur Jónsson (S) aftur til máls, þá landbúnaðarráðherra, svo Stefán Valgeirsson, og að lok- um Vilhjálmur Hjálmarsson. Frumvarpinu var i fyrradag visað til landbúnaðarnefndar. Halldór E. Sigur — fullt tillit verð samtaka bænda ðsson i tekið til félags- Gjlfi i>. Gislason — 25% gjaldið hið eina góða frumvarpinu Ingólfur Jónsson Vilhjálmur Hjálmarsson — Margar neikvæðar breytingar — meginefni frumvarpsins nái felast i frumvarpinu fram að ganga Stefán Valgeirsson — mun beita mér fyrir nokkrum breytingum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.