Tíminn - 15.04.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.04.1972, Blaðsíða 7
Laugardagur 15. apríl 1972. TÍMINN Utgefanílí; Frani$6kttarflokkurtnn F;r^mkwBrwJfl»ti(ir4; Krlstfán &«n*dlM«o.n, Rjtstjófaf;. Þórarinn :Þoírarlnsson \ái))r Andrés Krtafíánsson, Jón Hfllaason, Indrt&i G. Þorstein*s*>n ogTomas Karfwon, AushísingastioH: Stein-:: :tfrimor Gislason. RHsftórnaríkrifstofur f €<Jdw)>úsinU,: sfw.f:: 1ÍI3Ó0 — 18305. Skrifstofyr BankastrætJ 7. ~ Afgreiðsiusími 14325.:AugJýstagasímí 19523,. Aftror skrjfstofyr simi T830Q, kr. IS.ofr «lnt«kf5. — filaSaÞrent h.í. (Öfíiirt) íttii Hótanir gagna ekki Samkvæmt frásögnum fjölmiðla hafa sam- tök brezkra flutningaverkamanna nýlega til- kynnt, að lagt verði flutningabann i Bretlandi á vörur til Islands og frá íslandi, ef Islendingar hætta ekki við þá ákvórðun að færa út fisk- veiðilögsöguna. Þá hafa rikisstjórnir Bret- lands og Vestur-Þýzkalands ákveðið að kæra íslendinga fyrir alþjóðadómstólnum i Haag vegna fyrirætlana þeirra um útfærslu fisk- veiðilögsögunnar. Un hvort tveggja þetta er það að segja, að það mun engu breyta um ákvarðanir Is- lendinga i landhelgismálinu. Islendingar eru hér i senn að berjast fyrir lifshagsmunamáli og réttlætismáli og eru reiðubúnir að þola þau óþægindi, sem kunna að geta fylgt þvi i bili að koma þvi fram. Ef Bretar leggja bann á vörur frá Islandi, eða vörur, sem eiga að fara til Islands, geta íslendingar ekkert annað við þvi gert en að reyna að beina viðskiptum sinum i aðrar áttir, meðan slikt bann kann að gilda. Islendingar hafa áður orðið að sæta löndunárbanni i Bret- landi og stóðust þá þraut. Um málskot stjórna Bretlansd og Vestur- Þýzkalands til alþjóðadómstólsins er það að segja, að alþjóðadómstóllinn hefur ekki lengur lögsögu i þessu máli. Alþingi Islendinga er búið að lýsa yfir þvi, að landhelgissamningar- nir frá 1961 séu ekki bindandi fyrir íslendinga lengur, og samkvæmt þvi hefur alþjóðadóm- stóllinn ekki lengur rétt til lögsögu i málinu. Ótrúlegt verður að telja að dómstóllinn dæmi sér slikan rétt með óeðlilegum hætti. Færi svo, sem ótrúlegt verður að teljast, að dóm- stóllinn tæki sér slikan rétt og felldi úrskurð, sem væri óhagstæður Islandi, væri það ekki hið endanlega orð i málinu. Það er öryggis- ráðsins að sjá um framkvæmd á dómum al- þjóðadómstólsins, og má þvi segja, að það sé hinn endanlegi dómstóll i slikum málum. öryggisráðið hefur ekki framfylgt nærri öllum úrskurðum alþjóðadómstólsins. Islendingar yrðu að sjálfsögðu að beygja sig fyrir úr- skurði öryggisráðsins, en eftir er að sjá, að slikur úrskurður þess gengi gegn islenzkum málstað. Það verður, eins og allar horfur eru nú, að teljast ósennilegt. Islendingar munu þvi ekki láta hótun flutningamannasambandsins eða málskotið til alþjóðadómstólsins breyta neinu um ákvarð- anir sinar. útfærsla fiskveiðilandhelgi Islands mun koma til framkvæmda 1. september 1972, eins og ákveðið hefur verið. En hitt stendur lika óbreytt af hálfu Islendinga, að þeir eru reiðubúnir að veita brezkum og vestur-þýzkum veiðiskipum vissar timabundnar undanþágur til að stunda veiðar innan hinna nýju fiskveiði marka. Islendingar hafa verið, og eru reiðu- búnir til viðræðna og samninga um þau mál. Fyrir framtiðarsambúð þjóðanna væri heppi- legast, að deila þessi væri jöfnuð með sam- komulagi, en hótanir eru ekki rétta leiðin til að ná þvi marki. Þ.Þ. Úr ræðu Kosygins í írak: Rússar styrkja aðstöðu sína í Arabalöndunum Samningurinn við írak eykur áhrif þeirra við Persaflóa Rússar hagnýta sér deilur Araba og tsraelsmanna i sivaxandi mæli til aö treysta áhrif sin meðal Arabaþjóð- anna. i siðustu viku fór t.d. Kosygin forsætisráðherra til iraks og undirritaði þar 15 ára vináttusamning milli iraks og Sovétrikjanna. Við það tæki- færi var hann viðstaddur vigslu nýrrar, stórrar oliu- vinnslustöðvar, en Rússar hafa lánað um 70 millj. dollara til uppbyggingar hennar. Þá mætti hann við hátiðahöld i til- efni af 25 ára afmæli Baath- flokksins sem nú fer með völd i írak. Náin sambúð Sovet- rikjanna og iraks styður mjög aðstöðu Rússa á oliulinda- svæðinu við Persaflóa. Rússneska fréttastofan APN hefur sent frá sér útdrátt úr ræðu, sem Kosygin flutti við vigslu áðurnefndrar oliu- vinnslustöðvar, og fer hann hér á eftir sem sýnishorn þess, hvernig Rússar haga áróðri sinum meðal Araba: „SOVÉTRiKIN hallast algerlega á sveif með Araba- rikjunum, sem berjast fyrir þvi, að þjóðarauðæfi þeirra, fyrst og fremst olian, tilheyri sönnum eigendum þeirra, ibúum þessara landa", sagði Alexei Kosygin, forsætisráð- hcrra Sovétríkjanna, i ræðu við vigsluhátið fyrstu stóru oliuvinnslustöðvarinnar i Norður-Rumcila. í ræðu sinni bar sovézki forsætisráðherrann saman að- gerðir iraksmanna og fyrstu stóru framkvæmdaáætlun Sovétrikjanna. Hann minnti á, að kapitalistar héldu þvi nú fram, að Arabar væru ekki færir um að taka í eigin hendur efnahagsstjórnina og framkvæmd nútima tækni, alveg eins og þeir héldu fram á sinum tima um Sovétríkin. ,,1'ólt Arabaríkin hafi ekki ennþá nægilegan fjölda sér- fræðinga, tæknimanna og visindamanna eða þjálfaðra verkamanna, eins og þörf er á til að tryggja hagstæða efna- hagsþróun, munu þeir áreiðanlega leysa þetta þýðingarmikla vandamái i ná- inni framtíð með aðstoð sósialistarikjanna," sagði Alexei Kosygin. „Sovétríkin munu i framtiðinni gera alit sem i þeirra valdi stendur til þess að stuðla að sigri Araba rikjanna á þessu sviði. JAKVÆÐUR árangur i þróun efnahagsmála i írak er bundinn við jákvæðar félags legar og stjórnmálalegar endurbætur," saði Kosygin. Nefndi hann sem dæmi framkvæmd endurbóta i jarö- eignamáium og friðsamlega og lýðræðislega samninga um lausn Kúrdavandamálsins, auk fleiri atriða. „Þjóðir íraks og annarra Arabaianda, sem eru samstiga á framfarabraut- inni, tengjast ekki aðeins af sameiginlegri tungu, sögu og menningu," hélt Kosygin áfram. „Þær tengjast einnig af sameiginiegu hlutverki i baráttunni við heimsvalda- stefnuna. Tengjast i eflingu þjóðernislegs og efnahagslegs sjálfstæðis, frelsun frá oki kapitalismans, aukinni menntun almennings, tryggingu þjóðfélagsiegra framfara." 1 baráttunni við israelsku ár- ásarsinnana hafa þjóðir Arabalandanna gengið I gegn um harða raun. tsrael heldur enn hernumdum landsvæðum Kosygin. fyrir Arabarikjunum. En geta heimsvaldasinnar sagt i dag, að þeir hafi náð mcgin tilgangi sinum mríi árásinni gegn Arabaþjóðunum fyrir fimm árum? Staðreyndirnar sýna, að þeir náðu ekki marki sinu. Baráttuvilji Araba hefur aukizt, og þeir eru langt frá þviað gefast upp. Arabar hafa ekki orðið veikari heldur eru orðnir sterkari hernaðarlega, efnahagslega og siðferðislega. Þjóðf relsishreyfingin i Miðausturlöndum er langt frá þvi að vera þverrandi, hún er að eflast", sagði sovézki for- sætisráðherrann. „VINATTA og samstarf arabaþjóðanna við sósialisku löndin og við framfaraöfl um heim ailan hefur efizt", sagði Kosygin „og á varandi þátt í þvi að hamla gegn árasar- öflunum, að draga úr afleiðingum árasarinnar og stuðlar að samningum i deil- unni i Miðausturlöndum. Arabarikin eflast efnahags- iega og menningarlega og treysta stöðu sina I heiminum." „Arangur Araba verður þi-iiu mun meiri, staða þeirri þeim mun sterkari, þvi meiri sem eining þeirra verður i baráttunni gegn árásar- öfiunum, gegn heimsvalda- stefnunni, sem yar og verður ætið fjandsamleg þjóðum Arabarik janna undan- tekningarlaust. Sérhver, jafnvel minnsti brestur I inn- byrðis tengslum Araba- rikjanna, er vatn á myllu and- stæðinga þeirra, sem byggja alla sina útreikninga á von um vaxandi ágreining milli Arabaiandanna," sagði Aiexei Kosygin. „ÞESS VEGNA," hélt Kosygin áfram, „fögnum við hjartanlega þvi mikilsverða stjónmálalega skrefi, sem stjórnir nokkurra Arabarikja, þar á meðal lýðveldisins irak, hafa stigið í átt til einingar Arabalandanna og til aukinnar samvinnu þeirra i baráttunni gegn heimsvaida- stefnunni og israleskri árás." „Stuðningur sósialisku rikjanna og margra frið- elskandi landa, stuðningur framfarasinnaðs almennings i heiminum, er við réttlátan málstað Arabalandanna", sagði forsætisráðherrann. „ÓVINR Arabaþjóðanna viija sá sæði efasemda i garð vina Araba og reka fleyg milli Sovétríkjanna og Arabaland- anna með bragðvísum slag- orðum um andkommúnisma og andsovétstefnu. En slik vélabrögð eru dæmd til að mistakast, þvi að stöðugt verður erfiðara að blekkja Arabaþjóðirnar, sem skilja, að aukning alhliða samstarfs við sósialistarikin og önnur vinvcitt riki er trygging fyrir sigri friðar- og framfara- aflanna," sagði Kosygin. „Kommúnistaflokkur Sovétrikjanna og sovézka stjórnin fylgja stöðugt stefnu Lenins i utanrikismálum," sagði Kosygin, „Þeirri stefnu að berjast gegn heimsvalda- stefnunni, styðja frelsis hreyfingar um allan heim, stefnu friðsamlegrar sam- buðar rikja með ólik þjóð- félagskerfi. Mikilvægust i utanrikisstefnu Sovétríkjanna er stöðug barátta gegn ágangi heimsvaldastefnunnar, fyrir freisi þjóða og alþjóðlegu öryggi." (APN).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.