Tíminn - 15.04.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.04.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Laugardagur 15. apríl 1972. Höfundar aö annarri hugmyndinni um „Skipulag sjávarkauptiína", sem hlaut verðlaun. Taliö frá vinstri: Ólafur Erlingsson, verkfræöingur, dr. Ólafur Ragnar Grimsson, lektor, Ingimundur Sveinsson, arkitekt og Garðar Halldórsson, arkitekt. — (Tfmamynd Gunnar). Skipulag sjávarkauptúna: Tvær hugmyndir fengu verðlaun og ein var keypt á 100 þús. kr. Verðlaunahugmyndirnar höfðu Isafjörð og Þorlákshöfn sem aðalkjarna •• ENGIN TOK. RANNSAKA R( AR AÐ STÓRL — segir þjóðminjavörður, en í bigerð er rústirnar austur á Mýrdals Klp-Reykjavik. „Hjá okkur er nú ekkert sérstakt í bígerð í sumar", sagði þjóðminjavörður, Þór Magnússon, er við höfðum tal af honum í gær. „Það sem helzt kemur til greina að rannsaka, eru rústirnar austur á Mýrdalssandi, en þær virðast vera forvitni- legar". Aðspurður um hvort eitthvað yrði rannsakað í rústunum og kirkjugarðinum að Stóruborg undir Austur-Eyjafjöllum, sagði þjóðminjavörður að það væri óliklegt. „Við höfum þvi miður engin tök á þvi, þar sem skortur er á mann- skap til þeirra starfa. Það hafa fáir verið i námi á undanförnum árum, en úr þvi hefur nú rætzt og má þvi búast við breytingu á komandi árum. Rannsóknir á bæjarsvæðinu eru erfiðar, þar sem þarna hefur verið byggt aft- Klp—Reykjavík. 1 gær voru kunngerð úrslit i hugmyndasamkeppni Skipulags- stjórnar rikisins um „Skipulag sjávarkauptúna hér á landi á þessum áratug". Alls bárust sjö úrlausnir, en að mati dómnefndar var engin úrlausn nægilega góð til að hægt væri að veita henni 1. verðlaun. Dómnefndin var samt sam- mála um að skipta samanlagðri verðlaunaupphæð, kr. 600.000.00, að jöfnu á milli tveggja, þ.e.a.s, hugmyndar um skipulag Vest- fjarðarkjálkans, með' Isafjörð sem aðalskipulagsstað, og hug- myndar um skipulag vesturhluta Suðurlandsundirlendis, með Þorlákshöfn sem aðalskipulags- stað. Höfundar að fyrri hugmyndinni voru þeir Garðar Halldórsson arkitekt, Ingimundur Sveinsson arkitekt, Ölafur Erlingsson verk- fræöingur og dr. Clafur Ragnar Grimsson lektor. Höfundar að þeirri siðari voru þeir Sigfinnur Sigurðsson, hagfræðingur, Sigur- laug Sæmundsdóttir arkitekt og Gunnlaugur Baldursson arkitekt. Þá var dómnefndin sammála um að kaupa hugmynd, sem fjallaði um svæðaskipulag Reykjanesskagans og aðalskipu- lag um Sandgerði, fyrir kr. 100.000.00, en höfundar þess voru þeir óli Jóhann Asmundsson arkitekt og Róbert Pétursson arkitekt. Fyrirhugað er að halda sýningu á öllum úrlausnunum I salar- kynnum Byggingaþjónustu Arkitektafélags tslands, Lauga- vegi 26, frá og með 13. til 19. april n.k. 90 manns í golf til Skotlands Klp-Reykjavik. Þann 26. april n.k. fer út á veg- um Flugfélags Islands um 90 manna hópur og" er áætlunin á Skotland. Erindið er all óvenju- legt a.m.k. miðað við fyrri hóp- ferðir tslendinga þangað, þvi að i þetta sinn verður ekkert um búðaráp, en þess i stað rápað um alla þá frægu golfvelli, sem eru fyrir suð-austan Edinborg I hópnum verða menn og konur, sem gaman hafa af þvi að leika golf, og mun hópurinn dvelja þarna i viku tima og leika golf á finum og frægum völlum. Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugfélagsins, sagði að upppant- að hafi verið i ferðina fyrir löngu, en vegna forfalla væru örfá sæti laus. Þau yrðu samt liklega fljót að fara, þvi margir hefðu áhuga á þessari ferö, enda verðið gott. Hann sagði, að þarna i North- Berwick væri eitthvert bezta golf svæði i öllum heiminum og þar marga velli að finna. Þetta væri i þriðja sinn, sem slik ferð væri farin - og væri þetta sama fólkið, sem færi ár eftir ár. Fararstjórar i ferðinni, eins og i hinum tveim fyrri, verða þeir Sigurður Matthiasson og Birgir Þorgilsson, sem báðir eru starfsmenn Flug- félagsins og miklir golfáhuga- menn. Þessibörn fara með aðalhlutverkin í ævintýrinu um „Gömlu skóna". Eins og sjá má á myndinni, bera börnin það ekki með sér, að þau eru óvanir leikarar. En þau heita: Gunnar Þór Þórðarson, Hrannar Björn Arnarson, Guðrún Margrét Hannesdóttir, Kristján Valdimarsson og Sigmundur Halldórsson. (Tlmamynd — Gunnar). Margþætt kynning á stefni TK—Reykjavik Vegna missagnar i grein á baksiðu Visis á þriðjudag undir fyrir- sögninni „Landhelgis- bæklingur dreginn til baka" og fréttatilkynn- ingar rikisstjórnarinnar i gær til leiðréttingar á missögnum Visis, sneri Timinn sér til Hannesar Jónssonar, blaðafulltrúa ríkisstjórnarinnar, og bað hann að skýra frá þeirri útgáfu- og kynn- ingarstarfsemi, sem hann hefur haft með höndum undanfarið meðal erlendra aðila til upplýsingar og kynn- ingar á stefnu íslend- inga i landhelgismálinu, og hvað fram undan er i þeim efnum. Fer við- talið við Hannes hér á eftir: — Hvernig gengur róðurihn i kynningarstarfsseminni? „Við eigum við ofurefli liðs að etja, þar sem er upplýsinga- og áróðursstarfsemi Breta og V- Þjóðverja", sagði Hannes. „Þeir hafa mjög greiðan aðgang að heimspressunni og hafa notað sér það óspart. Meginmarkmið áróð- urs þeirra virðist vera sá að reyna að koma þvi inn hjá al- menningi, að Island sé að brjóta alþjóðalög með útfærslunni i 50 milur. Þennan áróður sinn undirstrika þeir svo með þvi að segjast stefna tslendingum og málinu fyrir alþjóðadómstólinn i Haag. Með þessari áróðursað- ferð, og einhliða efnistúlkun á málinu að öðru leyti, reyna þeir að láta líta svo lit sem þeir séu þolendur óréttlætis af Islendinga hálfu ". — En hefur upplýsingastarf- semi Islendinga ekki megnað að skapa meiri skilning á málinu? „Ég held mér sé óhætt að segja, að við séum i stöðugri og vaxandi sókn að þessu leyti. Blöð og fréttamiðlar erlendis eru að opn- ast meira og meira fyrir okkur, þannig að meiri sannsýni og skilnings gætir i fréttaflutn- ingum. Markmið okkar upplýs- ingastarfsemi er einmitt það, að skapa sannsýni og skilning, þvi „Segja má að hún sé þriþætt. Fyrst, málflutningur íslenzkra ráðherra, þingmanna og annarra fulltrúa rikisins á ýmsum þingum og ráðstefnum erlendis, og er hlutur Einars Agustssonar, utanrikisráðherra, m jög stór i því sambandi, svo sem kunnugt er, þótt margir aðrir hafi þar einnig gengiö vasklega fram og unnið gott starf. ,,t öðru lagi er útgáfa og dreif- ing upplýsingarita um málið. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum var ekkert kynningar- slikar greinargerðir út á seinni hluta siðasta árs, auk fjölritaðrar greinargerðar undir nafninu „Fisheries Jurisdiction in Iceland", sem var aukin og endurbætt og gefin út í prentuðu formi nýlega i 3.000 eintökum. Þá gáfum við nýlega út almennt kynningarrit um landhelgis- málið, „Iceland and the Law of the Sea" í 12 þúsund eintökum, sem sent var ásamt bréfi til um 500blaða og fréttamiðla í 125 rlkj- um heims, öllum ræðismönnum íslands erlendis, fjölþjóða- og al- - Rætt við Hannes Jónsson, blaðafulltrúa um kynningu landhelgismálsins meðal ríkisstjórnarinnar, erlendra aðila við höfum svo góðan málstað að verja, að sterkustu vopnin, sem viö getum beitt, eru staðreyndir og sannleikur málsins undan- dráttarlaust". — En I hverju er upplýsinga- starfsemin aðallega fólgin? rit til um þetta Ufshagsmunamál okkar. Við hófum því strax i ágúst útgáfu fjölritaöra upplýsinga- greinargeröa um málið til dreifingar á vegum sendiráðanna og til almennra upplýsinga fyrir erlenda fréttamenn. Gáfum við 4 þjóðastofnunum, og sendiráöum Islands, þ.á.m. til rikisstjórna, þingmanna, fréttamiðla og full- trúa erlendra ríkja. „t þriðja lagi er svo hin allt að þvi stöðuga móttaka á erlendum fréttamönnum hér I Reykjavik,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.