Tíminn - 15.04.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.04.1972, Blaðsíða 9
Laugardagur 15. aprfl 1972. TÍMINN A AD ÚSTIRN- JBORG r að rannsaka næst Issandi ur og aftur og er þetta þvi hálf- gert „púsluspil" að finna út úr þessu. 1 bór sagði, að staðurinn væri samt athyglisverður og skemmti- í legt væri að skoða hann, en Þórð- ur Tómasson safnvörður á Skóg- i um hefði rannsakað hann að i undanförnu og unnið gott starf við ! það. Aftur á móti væri kirkju- l garðurinn forvitnilegur fyrir t mannfræðinga, þvi að grafirnar væru heillegar og þar margt að athuga fyrir þá. Fjölbreytt skemmtun Fóstrufélagsins i dag ÞÓ— Reykjavik. Fóstrufélag íslands gengst fyrir barnaskemmtun i Austur- bæjarbiói n.k. laugardag 15. april kl. 15. Fóstrur og börn af barna- heimilum borgarinnar sjá um öll skemmtiatriði, sem eru mjög fjölþætt. Ekki verða fluttir færri en þrir stuttir leikkaflar, og nefnast þeir Kiðlingurinn, sem kunni að telja, Bangsarnir þrir og stuttur leik- þáttur verður um Gömlu skóna. Þá munu börn sýna hringleiki og syngja fjölbreytta söngva, og lesin verður saga. Skemmtun þessi er aðallega ætluð börnum á aldrinum 3—7 ára. Aðgöngumiðar eru seldir á barnaheimilum, og kosta þeir 75 krónur. Hér stendur Sigurjón við hluta af sparibaukasafni sínu í póststofu Landsbankans. TímamyndGE. HEFUR SAFNAÐ 150 SPARIBAUK- UM VÍÐSVEGAR AÐ Á 4 MÁNUÐUM ÞÓ—-Reykjavlk. Sigurjðn Gunnarsson heitir hann og hann hefur safnað spari- baukum frá hinum ýmsu banka- stofnunum viðsvegar um heim siðan um jól. Nú mun hann hafa eignast milli 140 og 150 bauka hvaðanæva af úr heiminum. Sigurjón vinnur á póstskrifstof- unni í Landsbankanum i Austur- stræti, og þar inni eru flestir baukarnir geymdir. Hann sagði okkur, að hann hefði fengið hugmyndina frá Astraliu núna fyrir jólin, er Landsbankanum barst bréf þaðan um að senda sér spari- bauk. 1 Astraliu mun það vera al- gengt að fólk safni sparibaukum, og Sigurjón veit um einn mann þar, sem á um 900 bauka. Aðspurður sagði Sigurjón, að baukarnir, sem hann hefði eign- ast væru viðsvegar úr heiminum eins og t.d. frá Japan, Hong Kong og S-Afriku. Hann hefur skrifað viðkomandi bönkum, og jafnan fengið baukana að vörmu spori, ef bankarnir hafa á annað borð haft sparibauka á boðstólnum. Þá hefur hann fengið bréf frá irskum banka, sem fer fram á, að fá mynd af safninu hans. Sigurjón sagði, að hann vissi ekki um neinn hér á landi, sem hefði lagt þessa söfnun fyrir sig, annan en hann. Aftur á móti væri þetta að verða vinsæl sófnun á Norðurlöndunum, sérstaklega i Sviþjóð. Ný bók: INDVERSK HEIMSPEKI Vikurútgáfan hefur sent frá sér bókina Indversk heimspeki eftir Gunnar Dal. A árunum 1951-1953 dvaldi höfundurinn i Indlandi og kynn^i sér indverska heimspeki. Þegar hann kom heim skrifaði hann bókina Rödd Indlands, sem túlkað kjarna indverskrar heim- speki á einfaldan og alþýðlegan hátt. Bókinni var mjög vel tekið og seldist hún upp á skömmum tima. Um sama efni skrifaði höf- undur sex smárit, er komu út i litlu uppl. og eru löngu ófáanleg. Sú bók, sem nú kemur út undir nafninu Indversk heimspeki er að nokkru leyti endurútgáfa hinna fyrrnefndu bóka. Indversk heimspeki er ákaflega forvitnileg og aðgengileg bók öll- um þeim, sem vilja fræðast um rök tilverunnar, eins og þau eru túlkuð i hinum indversku heim- spekikerfum. Bókin skiptist i þessa kafla auk inngangs: Rig Veda, Upanishad, Kenning- in um fortilveru og annað líf, Karma-heimspekin, Ljós Asiu, Hvað er Nirvana?, Hávamál Ind- lands, Sex indversk heimspeki- kerfi, Nayaya-heimspekin, Vaisesika-heimspekin, Samhya- heimspekin, Yoga-heimspekin, Yoga-Sútra, Mimamsa-heim- spekin, Vedanta-heimspekin. Ýtarlegar orðskýringar eru aft- ast i bókinni yfir öll erlend heim- spekihugtök, sem i bókinni er að finna. Indversk heimspeki er tæpar 200 blaðsiður, prentuð og bundin i Prentsmiðjunni Hólum h.f. Káputeikning er gerð af Aug- lýsingastofunni h.f., Gisla B. Björnssyni. u okkar í landhelgismálinu viðtöl við þá og margvisleg aðstoð og fyrirgréiðsla, sem leitt hefur til stöðugt vaxandi blaðaskrifa um okkar hlið málsins erlendis. Þessi viðtöl hafa af eðlilegum ástæðum mætt mest á Einari Águstssyni, utanrikisráðherra, og Lúðvik Jósefssyni, sjávarút- vegsráöhera, en i þvl sambandi er lika rétta að geta hins ágæta starfs Jónasar Arnasonar, al- þingismanns, við að kynna málið i viðtölum við erlenda blaöamenn bæði heima og erlendis. Ekki má heldur gleyma þætti Eysteins Jónssonar, forseta Sameinaðs Al- þingis, sem hefur hvorki sparað tima né fyrirhöfn til þess að taka á móti erlendum fréttamönnum á Alþingi og túlka fyrir þeim mál- stað okkar. Og sama er að segja um ýmsa forvigismenn félaga og firma, — og sem StS, ASI, Eimskips, Loftleiða o.fl. o.fl. — sem margir hverjir hafa ekki aðeins átt viötöl við erlenda fréttamenn hér heima, heldur tekið sér fyrir hendur að skrifa félögum sinum eða viðskipta- aðilum úti um heim _tilj>ess að túlka málstað okkar ögsenda þeim kynningarrit okkar". Þá vil ég ekki slzt geta um mikilvæga fyrirgreiðslu islenzkra ritstjóra og blaðamanna við er- lenda starfsbræður, sem hingað koma til að afla upplýsinga um landhelgismálið. Þeirra framlag til upplýsingastarfsseminnar og kynningu á stefnu okkar I land- helgismálinu er ómetanlegt. Þá er sérstök ástæða að minnast á Ólaf Jóhannesson, for- sætisráðherra, i þessu sambandi. Ein upplýsingagreinargerðin er t.d. þýðing á meginhluta hinnar merku ræðu hans um landhelgis- málið á Sameinuðu Alþingi 9. nóvember s.l., og hann hefur með vizku sinni, lögspeki, einurð og festu verið mótandi aðilinn I sam- bandi við allar okkar aðgerðir og útgáfur. Auk þess hefur hann átt fjölmörg viðtöl við erlenda frétta- menn og sjónvarpsmenn um landhelgismálið. Rökvisi hans, sanngirni og festa hafa vakið mikla athygli erlendra frétta- manna og haft bein áhrif á, að málstaður okkar hefur oft verið túlkaður af meiri skilningi en ella. — En hvað er svo næst á dagskrá i þessum efnum? „Við vinnum nú af fullum krafti að undirbúningi 10—12 minútna sjónvarpsmyndar um málið, sem við ætlum aö hafa tilbúna til dreifingar um miðjan ágúst. Eiöur Guðnason hefur umsjóa með gerð myndarinnar, en Sig- uröur Sverrir Pálsson mun annast kvikmyndatökuna. — Hugsiö þið ykkur ekki að bjóða heim erlendum frétta- mönnum? „Þetta og ýmislegt fleira er i athugun og undirbúningi ásamt hugmynd um að setja upp sér- stakt kynningarprógram fyrir er- lenda fréttamenn, sem verða vafalitið margir hér I Reykjavik um það leyti, sem skákeinvigið um heimsmeistaratitilinn fer fram i ágústmánuði, ef úr þvi verður. En mikilvægt er að stuðla að þvi að upplýsingastarfsemin um okkar góða málstað hafi keðjuverkanir, þannig að sjónar- mið okkar komist sem viðast á framfæri" sagði Hannes Jónsson aðlokum. Þannig kom Hannes Jónsson teiknara Götaborgs Posten fyrir sjónir, þegar Sviarnir áttu samtal við hann um landhelgismálið, sem birtist I blaðinu 19. marz s.l. Undir myndinni stóo: „tsland brýtur engin al- þjóöalög þegar fiskveiðimörkin verða færö út 150 mflur", segir Hannes Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.