Tíminn - 15.04.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.04.1972, Blaðsíða 11
Laugardagur 15. apríl 1972. TÍMINN 11 Umsjón: Alfreð Þorsteinsson Knatt- spyrnu- menn geta íeikið á grasi í næsta mánuði „ Ef tiðarfar helrr svip- að/ er ég i engum vafa um, að við getum tekið Laugardalsvöllinn i notkun i næsta mánuði", sagði Baldur Jónsson, vallarstjóri, þegar við spurðum hann um ástand vallarins i gær. Baldur sagði, að völl- urinn hafi verið orðinn algrænn i febrúar, en siðan hafi komið hret, sem hefði spillt fyrir. Hins vegar hefði tiðin undanfarið verið svo góð, að völlurinn væri óöum að komast i gott lag. Þetta eru vissulega ánægjuleg tíðindi fyrir knattspyrnumenn, þvi að oft hefur það komið fyrir, að ekki hefur verið hægt að taka Laugar- dalsvöllinn í notkun fyrr en i júni, en samkvæmt upplýsingum Baldurs eru allar likur á, að völlurinn verði tilbúinn upp úr miðjum maí. -alf. Baldur Jónsson, vallarsljóri, virðir grasvöllinn i Laugardal fyrir sér, en myndin var tekin Róbert)). gær.lTímamynd NU FA UNGU MENNIRNIR TÆKIFÆRI TIL AÐ SÝNA HÆFNI SÍNA Stöðugt f jölgar þeim, er synda 200 metrana Alf-Reykjavik. Geysimikil þátttaka er i norrænu sundkeppninni, i Reykjavik hafa þeir veriö syntir yfir :!."> þúsund sinnum, og þátt- taka í öörum kaupstöðum er m jög mikil, en hér á eftir fer skrá yfir þátttökuna i keppninni, eins og hún var i gær: Reykjavik 35395 Kópavogur 4000 l*SOÍÍ03«f ENSKAR HLIÐARTÖSKUR MANGHESTER UNiTffi*; Darby-Liverpool M.United Sheff.United England-Brasilfa Arsenal-Chelsea Leeds-M.City Westham-Wolves Southampton-Stoke Tottenham-Everton Coventry-Þýzkaland. SPORTVÖRUVERZLUN INGÓLFS ÓSKARSS0NAR Klapparstig 11 — simi 117X3 Ke\ kjavik Hafnarfjörður 3100 Keflavik 2760 Akureyri 4900 isafjörður 2410 Akranes 1920 Húsavik 882 Nú er hafin keppni milli Reykjavikur, Hafnarfjarðar og Akureyrar, og hefur Ákureyri forustu i keppninni, en miðað er við fólksfjölda, þegar stig eru reiknuð. Ekki hafa borizt tölur frá kauptúnum, en gaman væri að fá fréttir af þátttöku á minni stöðun- um, og eru menn hvattir til að hafa samband við iþróttasiðuna, ef þeir geta gefið fréttir. Eins og sagt hefur verið frá hcr á siðunni, kemur hinn heims- þekkti knattspyrnumaður Bobby Charlton, hingað til landsins 13. mai — i tilefni þess, að komið hef- ur verið á keppni, sem Kord-um- boðið hér á landi, stendur að i samvinnu við KSi, og hagað verður eins og Ford-keppni, sem efnt hefur verið til viða annars staðar i Evrópu. Keppni þessi er liður i Evrópukeppni fyrir drcngi, og hefur Kord þegar gengizt fyrir slikri keppni i mörgum löndum, t.d. Austurriki, Belgiu, Krakk- landi, Möltu, Vestur-Þýzkalandi, Holandi, italiu og Sviss, og hefurkcppnin hvarvetna tekizt mjög vel. Keppnin er opin öllum drengjum, sem fæddir eru 1959 til 1964 (bæði árin meðtalin). Keppt verður i sex andursflokkum 8,9,10,11,12 og 13 ára, og eiga keppendur að klæðast strigaskóm (ekki knattspyrnuskóm) þegar þeir mæta til leiks i Ford-keppn- inni. Fyrst verður um að ræða eins konar forkeppni, og siðan út- sláttarkeppni, en til úrslita keppa tiu drengir i hverjum aldurs- flokki. Þátttöku skulu knatt- spyrnufélögin tilkynna til skrif- stofu KSÍ i siðasta lagi klukkan tólf á hádegi þriðjudagsins 18. april þ.m. Úrslitakeppni drengjanna sextiu (tiu úr hverjum aldursflokki) verður með sérstökum hætti, og fer hún fram á Laugardalsvellinum 13. mai. Verður sérstaklega til hennar vandað, og verðlaunin (þrir stigahæstu drengirnir i hverjum ilokki fá gull- silfur- og bronsstyttur) afhendirhinn kunni knaltspy rnumaður Bobby Carlton, sem kemur hingað til lands eingöngu til þess. Forkeppnin hefst 18. april og stendur hún til 25. april, og verður hún haldin á vegum knattspyrnu- félaganna á landinu. Að lokinni forkeppni verða eitt þúsund stiga- hæstu drengirnir skráðir hjá Ford-umboðunum i útsláttar- keppnina. Skráning stendur yfir frá 27. april til 3. mai og útsláttar- keppnin fer fram frá 6. til 10. mai. Til skráningarinnar verða kepp- endur að koma i fylgd með for- eldrum sinum, eða lorráða- mönnum, sem undirrita þálttöku- tilkynninguna. Hver keppandi íær þá afhent merki, bækling eftir Bobby Charlton, og skyrtu til að keppa i, og siðan geta keppendur lengið sérstakt heiðursskjal að lokinni keppni. Keppendur eru látnir reyna sig við þrjár þraulir, og fá stig fyrir árangur þann, er þeir ná i hverri þraut. Þrautirnar eru valdar af Bo'bby Charllon. KSÍ skipaði sérstaka nel'nd til að vinna að undirbúningi keppn- innar. i nefndinni eiga sæti Reynir Karlsson og Orn Steirisen, báðir úr stjórn Þjáll'aralélags Islands, Bjarni Felixson, for maður Dómarasambands Islands, Hreggviður Jónsson, lor- maður tækninefndar KSI og Jón Ásgeirsson, sem er fulltrúi Ford Motor Company og Ford-umboð- anna á tslandi. Með þvi að kynna ungum drengjum á lslandi þessa keppni, vona l'orráðamenn Ford-umboð- anna hér á landi, að hún verði lil þess að auka áhuga þeirra á knattspyrnu, og lil að auka hæfni þeirra i iþróttinni. Takist það er megintilgangi keppninnar náð. SOS. Meðal þeirra, sem búnir eru að synda 200 metrana f Kópavogi, er Björgvin Sæmundsson bæjarstjóri, sem sést á þessari mynd ásamt ungum og upprennandi sundgörpum úr Kópavogi, sem búnir eru einnig að synda 200metrana. (Ljósm. Sig. Geirdal). 0K4f ENSKIR OG ÍSLENZKIR FÉLAGSBÚNINGAR Klcst islcnzku liðin Ensk lið t.d.: Leeds, Ar- scnal, M. Utd. M. Citv, Stoke, W. Ilam., Tottenham, Liverpool o.fl. Einnig búningar Brasiliu, E n g1a n d s, Þýzkalands, Ajax, Celtic o.fl. o.fl. PÓSTSENDUM SPORTVÖRUVERZLUN INGÓLFS ÓSKARSS0NAR Klappai sti« 11 — siini 117x:i l!c\ k\;i\ ik

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.