Tíminn - 15.04.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.04.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 15. apríl 1972. svo að verið igetur, að hann gleyrni yfirsjón yðar. — Það er maðiur inni hjá honum núna, og annar bíður — þama! Hanm benti á lágvaxinn mann, illa til fara, er sat á mahonístóln- um við dymar á skrifstofu banka- stjórans. — Hvað er hann að vilja? mælti Smoller, allfyrirliitlega. — Þekkið þér hann? spurði Rumbold. — Nei, guði sé lof! svaraði Smoller, — nema hvað vitað er að hann er ósvífinn þorpari, sem reynir að hafa fé út úr mönnum! Hann kom einu sinni til frænda míns, sem er forstjóri ábyrgðar- félags, og kvaðst þá vera ritstjóri blaðsins, „Argus", sem er sorp- blað. — Tjáðist hann hafa verið á aðalfundi félagsins, og skrifað fundarskýrslm, er hann ætlaði birta í blaði sínu. — Frændi minn las hana. mælti Smoller ennfiremur. — Mjög fallega mælt, sagði hann. — Jæja! svaraði hinn. — Ég vona þá ,að þér auglýsið ögn í blaði mínu, verðið er þetta! — Frændi minn neitaði því, — Gerið ekki! svaraði hinn. — Ég hefi hérna aðra skýrslu um fundinn! Lesið þér hana! í skýrslu þessari úði og grúði af ákæruatriðum igegn fé- laginu. — Og það er sami maðurinn, sem situr þarna við dyrnar? mælti dyravörðurinn. Hvemig tók frændi yðar honum? — Hann rak hann últ! Rumbold fór að hlæja, og brettu upp frakkaermarnar. - Ég er hræddur um, að við- tökumar, sem hann fær hérna, verði ekki skárri, mælti hann. — Þegar „gamli maðurinn" sér fantaásjónuna á honum, vísar hann honum þegar á dymar. Þetta fór þó allt á aðra leiðina. Hr. Warner tók manninum vin gjarnlega, og lokaði hurðinni, jafnskjótt er hann var kominn inn, og spjölluðu þeir saman all- lengi. — Jæja, Hollebone! mælti hann. — Þarna ertu þá kominn! Hvenær komstu? — í igærkveldi. — Funduð þér þá það, sem þér ætluðuð að finna? Þá hljótið þér að hafa komið frá Ostende! ■— Alveg rétt! svaraði Holle- bone. — Hvemig vitið þér það? — Af itilviljun, Hollebone, — rétt af tilviljun! En segið mér nú, hvernig ferðin gekk. — 'Ég 'fór þá fyrst til Briissel, mælti Hollebone, og tók upp vasa- bókina sína, er hann hafði ritað í ýmislegt sér til minnis. — Ég fór á gistihúsið: Flandrischen Hof, og byrjaði eftirgrennslanir mínar. — Kapteinninn var þaæ þá eigi, en dyravörðurinn kannaðist við hann, — hélt sig hafa séð hann fyrir mánuði, og gizkaði á, að hann hefði farið til Baden, til þess að vera þar við dúfu-veiðar. — Kvað hann hafa gist í veitinga- húsiniu „Flandrischen Hof“, og haft þá talsvert af peningum. — En í Baden kvað dyravörðurinn hann hafa verið óheppinn, og ekki hafa komið þaðan með hinni dúfu skyttunni, en dyravörðurinn sagði, að hann hefði sagt sér, að hann hefði veðjað um mikið fé, og tap- að því. — Síðar hefði þó aftur orðið vart vi,ð hann í Briissel, en þá ekki á fymgreindu, en mun lakara gistihúsi. — Hefði hann þá verið mjöig fátæklega til fara, og dyravörðurinn, sem þyrfti að finna hann, orðið að borga vín- föngin, er þeir neyttu. >— En vel hefði hann þá staupað sig. — Drakk hann? greip Warner fram í. — Ég held það, svaraði Hollebone. — En víkjum nú að efninu! Samkvæmt fyrirmælum yðar, reyndi ég að komast eftir því, hverja hann umgengist. — En hann varðist þar um allra frétita, — sagði aðeins, að hann ætlaði að bregða sér til Ostende, til að vera nær Englandi, og varð ég honum þá samferða þang að. Við voruim saman þrjá eða fjóra daga, og hresstist hann þá við sjó- loftið. — En I fyrradag kom hann til mín, og var þá mjög æst- ur, kvaðst hafa lesið eitthvað í ensku blaði — en hvað, vildi hann ekki segja. — Hann drakk, og drakk, og með því að ég taldi miig eigi geta orðið neins meira vfsari, taldi ég ráðlegast að snúa heimleiðis, og gefa yður skýrslu um för mína. — Það var alveg rétt! sagði Warner, eftir dálítinn umhugs- unartíma. — En þér vissuð eigi, hvað gerði hann svona æstan? — Ég hefi engan grun um það, svaraði Hollebone, — og hefi ég þó lesið ensku blöðin síðustu dag ana, en ekki séð neitt öðru nýrra. — Þá er ég fróðari, en þú vin- ur minn! mælti 'Warner, er Holle- bone var farinn. — En hann var þó svo hygginn, drykkjurúturinn, að hann gat þagað. Hann tók nú bréf upp úr fór- um sínum. — Þessar línur sanna það! mælti hann. Hann kveikti nú I vindli og las bréfið síðan að nýju, og var þá allskjálfhentur. Bréfið var svo Játandi: „Ostende Sebastian-stræti. Kæri Warner! Enda þótt þér hafið óskað þess, að óg eigi skrifaði yður, nema um viðskipitamá] væri að ræða, verð ég þó — vðgna auglýslngar í ensku blaði —, að gera undan- tekningu frá téðri reglu. Ég óska yður allra heilla og hamingju í hjónabandinu. — Kom mér það og eigi á óvart, að hæfi- leikar yðar myndu einhvem tíma gera mikinn mann úr yður. En ég vona, að yður i^leymist eigi að veiíta mér hlutdeild í ham- ingju yðar, oig hefir mér lengi fundizt ástæða til að bera mig upp undan því, hve lág^eru eftir- launin, sem ég fæ frá yður, og hefir méir eigi dulizt, að þér haf- ið verið þess vel megnuigur, að hafa þau hærri, er £ hlut átti maður, sem yður er jafn nákom- inn, sem ég er. Fer ég nú fram á það, þar sem þér eruð að verða einn af mestu auðmönnum Lundúnaborgar, að eftirTaunaupphæðin tij mín sé tvöfölduð. Þá kom ég eigi til Englands, en fer ef itil vill til Ameríku. Ég sendi bréfið til yðar, eins og vant er, til bankans, ■— þessa banka, sem missti bankastjórann sinn á svo hræðilega leyndardóms- fullan hátt! En sólin leiðir allt I ljós, — hvort sem það leynist i jörðunni, eða í vatninu. Yðar einTægur. Eduard Studly." Bankastjórinn náfölnaði, og stakk bréfinu I skrifborðsskúff- una sína. — Það er enginn vafi á því, hvað þrællinn á við, mælti hann við sjálfan sig. — Hótunin í enda bréfsins er að minnsta kosti nógu skýr fyrir mig! Tvöfalda eftir- launin! En færir hann sig þá ekki enn upp á skaftið? Það itjá- ir ekki, að vera of eftirgefanleg- ur, er slíkur piltur á hlut að máli! Þá yrði hann brátt óþolandi. En verst er, að hann skuli vera far- inn að drekka! Hann hefur þá eigi gát á munninum á sér. En nú var barið að dyrum. — Afsakið, geri ég yður ónæði? sagði einn af starfsmönnum bank ans, er hann kom inn. *— En hr. Rumbolt var af tiiviljun ekki við, og það er kominn kvenmaður, er igjarna vilT ná tali yðar. — Kvenmaður! láttu hana koma inn, svaraði Wamer. — Það hlýtur að vera Grace, mælti hann síðan við sj'álfan sig. LAUGARDAGUR15. april. 7.00 Morgunútvarp. i vikulok- in kl. 10.25. 13.00 óskalög s júklinga. Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 Viðsjá. Haraldur Ólafs- son dagskrárstjóri flytur þáttinn. 15.00 Fréttir. 15.15 Stanz.Jón 15.55 islenzkt mál. 16.15 Veðurfregnir. Barna timi. a. Siðari hluti leik ritsins ,,Á eyðiey” eftir Ein- ar I.oga Einarsson b. Merkur islendingúr. Jón R. Hjálmarsson skólastjóri segir frá Jóni Trausta. 16.50 Barnalög sungin og leikin. 17.00 Fréttir. A nótum æskunnar. Pétur Stein- grimsson og Andrea Jóns- dóttir kynna nýjustu dægur- lögin. 17.40 Úr myndabók náttúrunn- ar.Ingimar Óskarsson nátt- úrufræðingur talar um tvær ' mikilvægar nytjajurtir á norrænum og suðrænum slóðum. 18.00 Söngvar i léttuin tón. King-bræður syngja. 18.25 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 i sjónhending. Sveinn Sæmundsson talar við Óskar Valdimarsson vélstjóra um björgunarafrek i siðari heimsstyrjöld o.fl. 20.00 Hljómplöturabb Guðmundur Jónsson bregður plötum á fóninn. 20.45 Smásaga vikunnar: . „Talað i rör” eftir Véstein Lúðviksson. Borgar Garð- arsson leikari les. 21.05 Gestur islendinga i vor, Willi Boskovsky frá Vinar- borg, stjórnar Strauss- hljómsveitinni á útvarps- tónleikum þar i borg við flutning á tónlist eftir Strauss-feðga. 21.45 Innan hringsins. Arn- heiður Sigurðardóttir magister les ljóð eftir Guð mund Böðvarsson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55. Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 15. apríl 17.00 Slim John Enskukennsla i sjónvarpi. 20. þáttur. 17.30 Enska knattspyrnan Birmingham City gegn Mill- wall. 18.15 i þróttir Frá Skiðamóti íslands á ísafirði. Um- sjónarmaður óm a r Ragnarsson. Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar; 20.25 Hve glöð er vor æska Brezkur gamanmyndaflokk ur. Aftur til starfa Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.50 Nýjasta tækni og visindi. Gjörgæzla hjartasjúklinga, Verðmætum bjargað úr skipsflökum. Bilharzia, hitaheltissjúkdómur. Þriöja tunglráðstefnan. Umsjónar- maður örnólfur Thorlacius. 21.15 Vitið þér enn? Spurn- ingaþáttur i umsjá Barða Friðrikssonar. Keppendur Eirikur Eiriksson frá Dag- verðargerði og Auðunn Bragi Svinsson, kennari. 21.50 Alexander Nevsky.Kvik- mynd frá árinu 1938, gerð af rússneska leikstjóranum og kvikmyndagerðarmannin- um Sergei Eisenstein. Tón- list við myndina samdi Sergei Prokofieff. Mynd þessi gerist á 13. öld og greinir frá bardögum Rússa við krossriddara vestan úr Evrópu. Titilhlutverkið leikur Nicolai Tsjerkasov. Þýðandi Magnús Jónsson. Formálsorð flytur Erlendur Sveinsson. 23.35 Dagskrárlok 1084 Lárétt 1) Hymna,- 6) Bruggið.- 10) Þófi.- 11) Utan.- 12) Virki.- 15) Kynið.- Lóðrétt 2) Fljótið.- 3) Þýfi.- 4) Æðar- fugl,- 5) Sigrað.- 7) Fæða.- 8) Hlutir,- 9) Verkfæri.- 13) Sykruð.- 14) Fæði.- Ráðning á gátu No. 1083 Lárétt 1) Glata.- 6) Campari,- 10) LL.- 11) At.- 12) Vaknaði.- 15) Bloti.- Lóðrétt 2) Lóm,- 3) Tia,- 4) DCLVI.- 5) Ritið,- 7) Ala,- 8) Pan,- 9) Ráð,- 13) Kál,- 14) Att.- ir 12 15 /V JppH HVELL G E I R I Eitt hvað sem getur komið mér á rétt spor um hann Lyftudrengurinn sagði. að hann væri hálftima úti með hundinn Ég hef nægan tima

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.