Tíminn - 15.04.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 15.04.1972, Blaðsíða 15
Laugardagur 15. april 1972. TÍMINN 15 íslandsmótið í júdó Islandsmeistaram. i Judo, fyrir 16 ára og eldri, hefst kl. 2 eftir há- degi i tþróttahúsi Háskólans á sunnudaginn kemur (16. april). Þá verður keppt i þremur þyngdarflokkum, léttvigt: 69 kg. og undir, milliv. upp f 83 kg. og þungavigt þar vfir. í mótið eru skráðir 21 Judomaður. 11 frá Judofélagi Reykjavikur og 10 frá Glimufélaginu Armann. Þvi mið- ur hafa ekki nein félög utan af landi treyst sér til að taka þátt i keppni að þessu sinni, og er þar fyrst og fremst um að kenna skorti á þjálfurum, en þjálfara- skorturinn er helzta hindrunin i útbreiðslu Judo hér á Iandi En vert er að vekja athygli á þvi, að félög út á landi geta haft samband við Judonefnd ISI, iþróttamið stöðinni i Laugardal Rvik, varð- andi þjálfaravandamálið, og munu þau fá þar leiðbeiningar, Körfuknatt- leikur um helgina tslandsmótinu i körfuknattleik verður haldið áfram um helgina. I dag, laugardag, fara þessir leik- ir fram. 2. deild: UMFN - IBV 1. deild: KR - Þór, 1R - Armann. A sunnudaginn verður mótinu haldið áfram: 2. deild: ÍBV - KA 1. deild: Þór - Ármann, Valur - HSK. Allir þessir leikir fara fram i iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi og hefst keppnin báða dagana kl. 18.15. Leika til úrslita á mánudaginn A mánudaginn fer fram úrslita- leikurinn i knattspyrnukeppni skólanna. Til Urslita leika Menntaskólinn i Reykjavik og Háskóli Islands. Fer leikurinn fram á Mela- vellinum og hefst kl. 17. 1 fyrra sigraði Kennaraskóli Islands I keppninni, en i tvö fyrstu skiptin sigraði Menntaskólinn i Reykja- vík. Frjáls- íþrótta- keppni í Höllinni A sunnudaginn gangast UMSK og Armann fyrir frjálsíþrótta- móti i Laugardalshöll og hefst keppnin kl. 13. Keppt verður bæði i kvenna- og karlagreinum. Kvenfólkið keppir i hástökki með atrennu, 600 og 800 m hlaupi, en karlmenn keppa i 800 og 1500 m hlaupi, svo og hástökki með at- rennu. og e.t.v. hátt gráðaða þjálfara i heimsókn, sem gæfu leiðbeining- ar og hjálpuðu til við að komast yfir byrjunar örðugleika. FH og Haukar keppa Sunnudaginn 16. april n.k., fer fram keppni i m.fl. karla milli F.H. og Hauka I handknattleik. Keppt verður um glæsilegan bik- ar, sem Oliustöðin I Hafnarfirði gaf i tilefni opnunar nýja iþrótta- hUssins i Hafnarfirði. Bikar þessi, „Esso-bikarinn", er farandgrip- ur, en auk hans fylgir litill bikar, til þess félags, sem sigrar hverju sinni. Forleikir verða tveir leikir úr Is landsmótinu i Reykjanesriðli, sem ólokið var. Þeir eru milli F.H. og Fylkir i 2. fl'. kvenna og Umf. Njarðvík og Vikingur i 1. deild kvenna. Keppnin hefst kl. 17.00 Víkingur gegn Vest- Efnilegur fiðluleikari heldur tónleika SJ-Reykjavik. (Juðný Guðmundsdóttir. fiðlu- leikari, kemur fram á tónleikum hjá Tónlistarfélaginu á þriðju- dagskvöld kl. 9.15 i Austurbæjar- biói. Undirleikari verður Halldór Haraldss. pianóleikari. A sunnu dag halda þau Guðný og Halldór tónleika i Safnaðarheimilinu i Hveragerði með sömu efnisskrá, einnig i dag laugardag, i Mennta- skólanum i Hamrahlið. Guðný lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum i Reykjavik vorið 1967. Siðan hefur hún stundað nám i Eastman School of Music i Rochester, Bandarikjun- um, og i sumarskólum m.a. i Aspen i Klettafjöllum sl. sumar. Hún lauk B.M. prófi i Rochester i vor og hefur i vetur stundað nám sem skiptinemandi skólans þar i Royal College of Music i London. Guðný hefur náð miklum árangrii fiðluleik og hefur leikið i hljómsveit i Bandarikjunum með náminu. __________ AÐALFUNDUR BÍ Aðalfundur Blaðamannafélags tslands verður haldinn á Hótel Esju, sunnudaginn 23.april n.k. og hefst kl. 2. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin mannaeyjum Skíðamót á sumardag Meistarakeppni KSt verður haldið áfram i dag á Melavellin- um og mætast þá lið Vikings og Vestmannaeyja. Hefst lefkurinn kl. 14. Litla bikar- keppnin í dag Litlu bikarkeppninni verður fram haldið idag. Kl. 15 mætast i Kópavogi Breiðablik og Akranes og i Keflavík leika á sama tima IBK og Hafnarfjörður. Skiðafélag Reykjavikur mun að öllu forfallalausu halda þriðja og siðasta svigmót unglinga i bikar- keppninni, á Sumardaginn fyrsta nk. Ef nægilegur snjór er við Skiða- skálann i Hveradölum, mun mótið vera haldið þar, annars mun timi og mótsstaður verða auglýst i útvarpinu rétt fyrir keppnisdag. Eftir keppni verður verðlauna- afhending i Skiðaskálanum og eru allir keppendur beðnir að mæta þar. Enn þráttað um fjármálin í Iðju Aðalfundi félagsins var frestað fyrir páska, og hefur ekki verið fram haldið enn KJ-Reykjavik Aðalfundur Iðju félags verksmiðjufólks í Reykjavik var haldinn fyrir páska, en var ekki lokið þá vegna umræðna um fjármál félagsins, sem enn virðast vera hitamál innan J>ess. Að þvi er Pálmi Stein- grimsson, sem er i TILKYNNING Þeir sem telja sig eiga bila á geymslusvæði „Vöku" á Ártúnshöfða, þurfa að gera grein fyrir eignarheimild sinni og vitji þeirra fyrir l.mai n.k. Hlutaðeigendur hafi samband við af- greiðslumann „Vöku", Siðumúla 30 og greiði áfallinn kostnað. Að áðurnefndum fresti liðnum verður svæðið hreinsað og bilgarmar fluttir, á kostnað og ábyrgð eigenda, á sorphauga, án frekari viðvörunar. Reykjavik, 14. april 1972. Gatnamálastjórinn í Reykjavik Hreinsunardeild. „stjórnarandstöðu" i Iðju hefur sagt Timanum, þá „geta Iðjufélagar ekki sam- þykkt reikninga félagsins, þó svo að reikningar annarra verkalýðsfélaga séu verri", og tiltók hann á- kveðin verkalýðsfélög i þvi sambandi. Annars sagði Pálmi að sér hefði verið meinað að tala um reikninga félagsins A aðal- fundinum sem reyndar er ekki lokið, og fór hann þá af fundi. Að- eins prir af sjö úr stjórn félagsins voru mættir að aðalfundinum og ekki mun enn vera búið að boða til framhaldsaðalfundur. Sem dæmi um fjármálaóreiðu hja' félaginu sagði Pálmi, hefur afskrift á Utistandani skuldum sjúkrasjóðs félagsins numið á aðra milljón á tveim árum.og sagði Pálmi að áér þætti þetta heldur miklar af- skriftir, svo ekki væri meira sagt. Þá má geta þess að nýlega hefur verið úrskurðað að starfs- menn i Niðursuðuverksmiðjunni Ora i Kópavogi skuli ekki vera i Iðiu, heldur Dagsbrún, þrátt fyrir þa staðreynd að starfsfólk hlið- stæðra matvælafyrirtækja sé i Iðju. Skýringin á þessum úrskurði er kannski sú, að Pálmi Steingrimsson vinnur einmitt i Ora, og hefur hann á undan- förnum árum haldið uppi gagn- rýni á Iðjustjórnina. ¦rfERF ^WIIQUH1 . I. ..*...-U;.-j.sii-".: ^V-'^'^CÍÆSVsliJ Ibi'uliim Dzjafarof. Aza Amintaéva og Natalja Sjakovskaja. Þau syiigja og leika i Grimsnesinu og i Þjóðleikhúsi. (Tímamynd Gunnar) Sovézkir listamenn skemmta SJ-Keykjavik. Þrir sovézkir listamenn eru i heimsókn hér á landi, Ibrahim Dzjafarof söngvari, Natalja Sjak- hovskaja sellóleikari og Aza Aminataéva konsertmeistari og undirleikari. Þau koma fram á tónleikum á Borg i Grimsnesi kl. 4 á sunnudaginn, i Þjóðleikhúsinu kl.9 á mánudagskvöld og ef til vill viðar á landinu. Dzjafarof er frá Azerbædzjan, sem er skammt frá Iran. Hann hefur hlotið titilinn þjóðlista- maður, sem aðeins er veittur beztu listamönnum Sovét- rikjanna. Dzjafarof hefur verið einn af helztu einsöngvurum Söngleikahússins i Moskvu siðan 1960. Á tónleikunum hér syngur Dzjafarof rússneska og italska tónlist, þjóðlög frá heimalandi sinu og eitt islenzkt lag. Verkin, sem Natalia Sjakhov- skja, sem einnig er þjóðlistakona leikur, eru vinsæl og við alþýðu skap. eins og efnisskrá söngvar- ans. Hún leikur m.a. tónlist eftir Debussy, Tjækovski, De Falla og sovézk tónskáld. Sjakhovskja hefur hlotið verð- laun i Tjækovskikeppninni fyrir leik sinn á selló. Hún er kennari við tónlistarháskólann i Moskvu. Undirleikarinn Aza Aminata- éva er frá Dakistan við Kaspia- haf. HUn er nú konsertmeistari hjá sellóleikurum þeim, sem nema hjá hinum heimsfræga sellóleikara Mstislav Rostro- povitsj. Hún hefur haldið tónleika með frægum tónlistarmönnum, m.a. Rostropovitsj og Sjak- hovskaju. RUssnesku listamennirnir kom einnig fram við opnun ráðstefnu MIR á laugardag kl. 3 i'Glæsibæ. A vegum Norrænahiíssins heldur aðalritari Norska Ferðafélagsins TORALF LYNG fyrirlestur „Norsk nátt- ura og Norska Ferða- félagið" I Norrænahúsinu laugardaginn 15. apríl kl. 15 og sunnudaginn 16. april kl. 16. 1 sambandi við fyrirlesturinn vcrða sýndar skuggamyndir og kvikm viiiliii „Fjalla- ævintýri" sem gerð var í tilefni af 100 ára afmæli Norska Ferðafélagsins. Verið velkomin. Aðgangur ókeypis. NORRÆNA HÚSID

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.