Tíminn - 16.04.1972, Síða 1

Tíminn - 16.04.1972, Síða 1
EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR 86. tölublað — Sunnudagur 16. apríl 1972 — 56. árgangur. Alþjóðaráðstefnu um varnir gegn mengun sjávar lokið: Samkomulag náðist um uppkast að alþjóðasamningi Ríkisstjórnin mun leggja samningsuppkastið fyrir Stokkhólmsráðstefnuna í júní KJ—Reykjavik. Á þriðja timanum i fyrrinótt náðist sam- komulag um samnings- uppkast, milli þjóðanna 30 á alþjóðaráðstefnu um varnir gegn mengun sjávar, sem staðið hefur i Reykjavik frá þvi á mánudag. Á föstudaginn virtist svo sem brugðið gæti til beggja vona um að samkomulag næðist, en eftir miklar umræður féllust allar þjóðirnar þrjátiu á samningsupp- kastið. Mun rikisstjórn Islands leggja uppkastið fyrir ráðstefnu S.Þ. um mengun, sem fram fer i Stokkhólmi i júni n.k. Hér á eftir fer fréttatilkynning, sem send var út i gærmorgun, Ýtan,sem stoliövar. (Timamynd JH) TÓKU ÝTUNA TRAUSTATAKI - til að komast yfir heiðina Klp—Reykjavík Þaö getur verið amú kalt og leiöiniegt að sitja fastur i ’fólksvagni upp á miöri heiði um hávetur. Þaö fengu fjórir ungir menn, aö reyna sem voru á Holtavöröuheiöi á suöurieiö fyrir nokkrum dögum, á einum af þessum dögum, sem vegagerðin lætur ekki ryðja heiðina. Ferðin gekk seint hjá þeim þar til þeir komu auga á stóra jarðýtu, sem stóð við veginn ein og yfirgefin, og notuð er til að ryðja snjó yfir vetrarmán- uðina. Einn þeirra brá sér undir stýrið á henni og setti i gang og ruddi siðan veginn eins og leið lá upp að Sælu- húsi, eða um 7. km. leið. En þar lagði hann verkfærið frá sér og tók sér far með litla bilnum. Af þessu feröalagi og „sjálfsbjargarviðleitni” pilt- anna fréttist til byggða og fór leitarflokkur af stað til að leita þeirra og ýtunnar. Hann fann hvorutveggja — ýtuna við Sæluhúsið og piltana á gangi þar rétt hjá. Voru þeir á leið til baka til að ná i ýtuna, þvi að billinn var fastur i skafli. Leitarmenn komu þeim aftur af stað og voru fegnir að losna við þá af heiðinni. Ferðin hjá „ýtustjóranum” og félögum hans mun samt hafa gengið illa eftir þetta, þvi að, siðast fréttist af þeim gangandi niður við Forna- hvamm um morguninn, þar sem þeir voru að fala sér far i bæinn með langferöabilum. þegar gengið hafði veriö frá öll- um atriðum samningsuppkasts- ins: Dagana 10,—15. aprll var haldin i Reykjavik alþjóðleg ráðstefna um varnir gegn mengun sjávar. Rikisstjórn Islands bauð til ráð- stefnu þessarar, og var hún undirbúin af utanrikisráöu- neytinu. Ráðstefna þessi var árangurs- rik, og náðist samkomulag um uppkast að alþjóðasamningi, þar sem bann er lagt við losun skaö- legra eitur- og úrgangsefna i sjó. Eru það m.a. kvikasilfur, DDT, úrgangur frá plastiðnaðinum og ýms önnur klórsambönd, cadmi- um og ýms oliuúrgangsefni. Ýms önnur efni verður einungis heim- ilað að losa i sjó, þar sem dýpi er meira en 2000 metrar, og þá meö sérstöku leyfi stjórnvalda. Samningsuppkast þetta mun rikisstjórn Islands, fyrir hönd þeirra 29 þjóða sem ráðstefnuna sátu, leggja fyrir ráöstefnu Sam- einuðu þjóöanna um umhverfis- mál, sem fram fer i Stokkhólmi i júnimánuði næstkomandi. Er lagt til i ályktun, sem samþykkt var á siðasta degi fundarins hér i Reykjavik, að Stokkhólmsráö- stefnan fjalli um og afgreiöi samningsuppkastið, þannig að það geti tekið gildi sem fyrst. Sendinefndir frá eftirtöldum Frh. á 17. siðu. Myndm var lesin vio seimngu alpjoOaraostetnunnar á LoftleiOahóteiinu. (Tlmamynd G.E.) Fiskiðjuverin reka barnaheimili í íslandsbankahúsinu á Seyðisfirði, og í ráði er að koma upp vöggustofu Þó—Seyðisfirði Það sem af er vetrar- vertiðinni hafa borizt 1700 tonn af bolfiski á land á Seyðisfirði, en að- eins 750 á sama tima i fyrra. Vel. hefur gengið að koma afla i verð- mæti, og er það ekki sizt að þakka þvi, að frysti- húsin reka barnaheimili fyrir börn kvennanna, sem starfa við fiskverk- unina. Barnaheimili þetta er i gamla Islandsbankahúsinu, og tók heim- ilið til starfa I byrjun marz. Að sögn forráðamanna fyrirtækj- anna hefur barnaheimilisrekstur- inn gengið mjög vel, og hafa fyr- irtækin fengiö 15-20 konur til vinnu, sem annars hefðu ekki haft aðstööu til að fara út i atvinnulif- ið. Auk barnaheimilisins stendur til að setja upp vöggustofu, svo að fleiri konur geti farið að vinna. Sögðu forráðamenn fyrirtækj- anna, að þetta mætti verða öðrum fyrirtækjum I landinu til eftir- breytni. Gullver kom með 110 tonn Nýi skuttogarinn á Seyðisfirði, Gullver, kom á föstudaginn úr fyrstu veiðiferðinni. Skipið var úti Iátta daga, og var aflinn 110 tonn, sem er gott. Þá kom Hannes Haf- stein með 20 tonn sama dag, og Þórður Jónasson með 34 tonn. Hannes er búinn að fá um 600 tonná netunum i vetur — Gull- bergið 540 tonn. Þá hefur Vig- lundur landað á Seyðisfirði I vet- ur, er kominn með 180 tonn. Fimmburarnir j Skotlandi NTB—Edinborg Fimmburar fæddust á föstu- daginn i Edinborg, og voru þeir allir á lifi, er siðast frétt- ist. Þarna er um að ræða einn dreng og fjórar stúlkur, og fæddust þau sex vikum fyrir timann., með keisaraskurði. Ekki var getiö um þyngd barnanna, aðeins sagt, að öll- um liði vel. Foreldrarnir áttu tvo syni fyrir.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.