Tíminn - 16.04.1972, Qupperneq 2

Tíminn - 16.04.1972, Qupperneq 2
2 TÍMINN Sunnudagur 16. april 1972. Harðjaxlinn frá Ford! ÓDREPANDI VINNUVÉL Sjálfvirkur gröfuútbúnaður Fullkomin sjálfskipting Aflmikill mótor Stórt hús með miðstöð Niðurgírun i afturöxli Vökvastýri. FORD-IÐNAÐARGRAFAN ÞÓRHF I I I I J REYKJAVIK SKOLAVORÐUSTIG 25 BRHun ”6006. BRAUN - “6006,, meö synkrónisku platínuhúðuðu blaði, nýja rakvélin, sem veldur þáttaskilum í rakvéla- tækni, fæst í raftækjaverzlunum í Reykjavík og víða um land. BRAUN-umboðið: RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS HF. SÍMI 17975 OG 17976, REYKJAVÍK Smjör&Ostur Hreysti og glaölyndi úr nestispakkanum. Ostur er alhliða fæðutegund. Úr honum fá börnin eggjahvítuefni (protein), vítamín og nauðsynleg steinefni, þ. á m. óvenju mikið af kalki. Kalkið er nauðsynlegt eðlilegri starfsemi taugakerfisins. Smjörið veitir þeim A og D vítamín. A vítamín styrkir t. d. sjónina og D vítamín tennurnar. Gefiö þeim smjör og ost í nestið. KLUKKNAKÖLL Stundum hringja ringluð og drukkin ungmenni, sem rangla um i hverfinu okkar að nóttu, kirkjuklukkunum likt og af ein- hverri innri nauðsyn, sem kemur af ómeðvitaðri þrá eftir friði og fegurð, himinhljómi, sem nautna- glamriö eitt getur aldrei veitt. Reyndar hugsa þau sjálfsagt, með þessu geti þau dregið að sér ofurlitla athygli hneykslaðra ná- granna kirkjuklukknanna, sem vakna við þessi klukknaköll á nóttu. Einu sinni sem oftar, þegar þessi klukknahljómur vakti, virt- ust klukkurnar endurtaka hvað eftir annað: „Komið til min — Komið til min!” Kannski voru þetta ómeðvituð hjálparköll einstæðingsins, ung- mennisins sjálfs, sem hafði villzt út i nótt, sem var full að seið og galdri, og fallið i hendur ræningj- um þeim, sem ræna æsku borgar ínnar viti og manndómi með vini fyrir peninga. Þau fundu sig ein við kirkjudyrnar þar sem þau höfðu þó nýlega kropið og heitið Kristi ævifylgd og fylgi — iklædd hvitum skikkjum i viðurvist margra vætta. Kannski var þetta himinrödd Meistarans, sem þau höfðu heitið að fylgja. Rödd hans, sem sagði: „Komið til min — allir” „Ég veiti frið og hvild”. „Manstu hverju þú lofaðir á fermingardaginn?” Hafir þú lært að litilsvirða það allt og gera að þvi gys og háð, þá gættu þin að villast ekki enn þá lengra út i hættur og myrkur næturinnar”. — — Þetta gætu klukknaköll á nóttu kallað eða hvislað i eyru þin — og min. Veiztu, að klukknahljómurinn var upphaflega látinn tákna englaraddir frá heimi hins ósýni- lega eða jafnvel sjálfa rödd Guðs, þegar hann gekk um i kvöldblæn- um og sagt er frá i likingamáli fornskálda og sjáenda? Viltu hlusta?” Þessi klukknaköll boða ljós og lif” „Allt, sem þú þarft til að finna það, sem þú leitar að. En lika það, sem leit þin stefnir að, sjálfa hamingjuna i þinu eigin hjarta”. 1 þekktri kirkju i Sviþjóð eru klukkur, sem á er letrað „Hlustið! Ég kalla til lifsgleði”. UM NÓTT Unga fólk eruð þið ekki öll að leita gleðinnar? Var það ekki ein- mitt þráin eftir lifsgleðinni, sem kallaði ykkur út i gærkvöld? Var það ekki einnig þráin eftir lifs- gleði, sem ómeðvitað kom ykkur til að hringja klukkunum, svo ómar þeirra svifu út i nóttina? Og Kristur var ekki hræddur við hina hversdagslegu gleði okkar venjulegra manna og kvenna. Hann unni veizlum, söng og dansi, og gat svo sannarlega glaözt með glöðum og um leið hafið starfsgleði og leikgleði upp i æðra veldi. En ald'rei er þess getið, að hann stigi eitt spor i áttina til þeirrar glaumhyggju, sem rænir viti og heilsu, heiðri og manndómi. Hann hrósaði þeirri gleði, sem gefur styrk og fegurð, aukinn kraft, un- að og vonir, en blæs ekki fölva dauðans á fegurð vangans og slekkur augans glit og glans. Hann leitaði gleðinnar ekki sið- ur i einrúmi uppi i fjallshlið, eða þá er hann hafði lokað dyrum sin- um i lestri, bæn og hugleiðslu. En umfram allt leitaöi hann gleði i fórn og starfi, bæn og sam- veru vina. öll sönn gleði á tvenns konar uppsprettu, sem eru þó sennilega samsiða lindir, sem streyma frá höndum þess kraftar og anda, sem við köllum Guð. Þessar uppsprettur nefnum við aö gefaog að þiggja. Allt okkar lif er þessu tvennu háð, hvar og hvernig sem störfum er að staðið. Kanntu að gefa og þiggja á réttan hátt, með fögnuði og þökk? Það er spurningin um þina sönnu lifs- gleði. Á það minna klukknaköll kirkjunnar. Og sagt var,,Sælla er að gefa en þiggja” „Betra að vera veitandi en þiggjandi”. Skagfirðingafélagið i Reykjavik heldur sumarfagnað siðasta vetrardag, miðvikudaginn 19. april, i Þjóðleikhúskjallaranum. Dagskrá kvöldsins er helguð Jóni Björnssyni söngstjóra og tónskáldi á Hafsteinsstöðum, sem er gestur kvöldsins. Samkoman verður sett kl. 21.00 Stjórnin. t *

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.