Tíminn - 16.04.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.04.1972, Blaðsíða 3
Sunnudagur 16. april 1972. TÍMINN Bergsfeinn Jónsson: •• BLAFJOLL '^~ZT^æ-'. Á þvi herrans ári 1972, nánar tiltekið rétt um páskaleytið, gerast þau stóru tiðindi, að skiða- landið góða, Bláfjöll, skammt fyrir sunnan höfuðborgina, er opnað almenningi, þ.e.a.s. hinn nýi vegur þangað, sem að undan- förnu hefur verið unnið ósleitilega •að, var látinn opinn, enda þótt hann væri ekki fullgjör. Þetta eru mikil og góð tiðindi öllum þeim, sem skiðaiþrótt unna og komið hafa auga á þá miklu þýðingu, sem áreynsla undir ber- um himni, þ.e. útiveran hefir á heilsu hvers einstaklings. Auk þess eru þessi tiðindi allt að þvi einstök i sinni röð, þar sem þetta mun vera eitt hið fyrsta, sem það opinbera gerir i þessum málum fyrir sina þegna hér við Faxaflóa, þar sem þeir eru þó flestir samankomnir. Með þessu er þvi brotið i blað i sögu vetrar- iþrótta og útivistaraðstöðu á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt þvi liggur beint við að álykta sem svo, að héðan af verði skammt stórra högga milli i framkvæmd ýmissa mahnvirkjagerðar á svæðinu, þvi nógu er af að taka. Eins og áður var getið er þess- um vegaframkvæmdum enn ekki lokið og einmitt þess vegna freist- andi að vikja nokkrum orðum að þeim þætti. Ég held, að þessi vegur verði fjölfarnari en margan grunaði. T.d. hef ég heyrt menn fleygja þvi fram, að þarna verði um að ræða tiltölulega fáa skiðamenn og jafnvel heldur mikið i ráðizt fyrir litinn hóp. Framvindan sjálf þessar fáu vikur, sem notkun þessa vegar hefir verið leyfð, er sannarlega gott vitni um hverjir hafa verið þar á ferð. Það hefir sem sagt orðið sér-stakt fréttaefni örtröðin oe önebveitið. sem af henni hefir skapazt á Bláfjallavegi undan- farnar helgar, þar sem bilar i þúsunda tali hafa verið á ferð. Það gefur auga leið, að nokkrir skiðamenn hafa vart verið á öll- um þeim farartækjum, er þó langt þvi frá að almenningur sé farinn að nota þetta svæði svo sem verða mun. Á Pálmasunnudag var ég ásamt mörgum fleiri um kl. 14.00 á leið úr Bláfjöllum, en þá var þegar margt fólk komið upp eftir og stöðugur straumur bila upp i skiðalandið. Brátt varð vegurinn áþekkur skurði, sem lokaður er i annan endann og flýtur út af hon- um viðs vegar. Þegar við, sem niður eftir stefndum, loks kom- umst leiðar okkar náði hin kyrr- stæða bilalest alla leið ofan frá endastóð og niður að Rauðuhnúk- um og sifellt bættist við halann. Að visu þurfti enginn að undr- ast i þetta skipti, þar sem vegur- inn og aðstaðan öll var i vinnslu og ekki lokið, en þvi minnist ég á þetta hér, að það er nauðsyn að réttir aðilar átti sig á þvi i tima, að gera verður ráð fyrir að suma daga þurfi allt að 5000 bilar að at- hafna sig á endastöð og eflaust fleiri erstundir liða. Annað er það i þessu sambandi, sem vert er að athuga, en það eru minni bila- stæði á léiðinni upp eftir. Það er ætið nokkuð af fólki sem ekki kærir sig um að sækja fast að fara alla leið upp i fjöllin ef nægur snjór er neðar t.d. fyrir göngufólk og litla krakka með þotur. I þessu skyni þurfa að koma nokkur svæði, t.d. þrjú á leiðinni frá Rauðuhnúkum og upp eftir, sem tækju 100 bila hvert, og svo sem eitt slikt á leiðinni frá Sandskeiði upp að brekku, en þar stoppazt sumir vegna hálku. Þyrftu þeir há ekki arS skilia vift hila sína A veginum og verða þannig ósjálf- rátt valdandi að umferðarteppu. Enda þótt vegurinn sé breiður og þannig gerður af myndarskap þolir hann ekki að vera notaður fyrir bilastæði, auk þess myndi þetta virka til dreifingar á fólkinu og þannig létta á endastöðinni. Það má telja alveg vist, að opnun þessa svæðis verður til þess að skiðagóngur verða iðkaðar mikl- um mun meira en verið hefir og er raunar strax farið að bregða til þeirrar áttar. Það er vitað, að i skiðagöngu dreifist fólk miklu meira en við svigæfingar. 1 þessu sambandi eru aðkallandi verkefni, sem setja verður á oddinn umfram allar mannvirkjagerðir en það er merking gönguleiða. Þarna á svæðinu geta verið margvislegar hættur bæði gjár og sprungur út i hrauninu og villugjarnt i fjall- lendinu, ef þannig háttár veðri. Það er hætt við að ungur og óreyndur borgarbúi átti sig ekki á þvi fyrirfram, að þarna getur verið allt annarra veðra von en hann hefir áður kynnzt. Þarna getur verið þurr og laus snjór, þótt annað hvort sé hann blautur eða jafnvel enginn i byggð. Ef snógglega skellur'á vindur við svona aðstæður er komið glóru- laust mannskaðaveður áður en varir, þá væri notalegra að vita fólk i halarófu á merktum göngu- leiðum en dreift um fjöllin mis- jafnlega vel búið og e.t.v. með lit- inn matarforða. Kunningi minn úr Flugbj.sveit- inni sagði við mig um daginn, að hann fyndi það á sér, að þarna ætti eftir að verða slys, ef þessi mál verða ekki tekin föstum tök um i óndverðu. Ef slys kemur fyrir verður án efa eitthvað reynt oí\ rto?*o til OÍS vQrna Hi/i naicto ííi/S A »»( *^4^i<tm*m\. ¥, vi*mmm fNjk ( jji 'f * !- JmMM skulum ekki biða eftir þvi, heldur stemma á að ósi. Það fer ekki milli mála, að með vegasambandi við Bláfjalla- svæðið opnast margvislegir möguleikar. og verður verkefni fyrir marga áratugi að nýta þá. Hefði þessi vegur komið 1—2 ár- um fyrr hefðum við getað losnað við slys af þvi tagi, sem bygging fastrar varanlegrar skiðalyftu i Hveradölum verður að teljast, þrátt fyrir að búið var með tæm- andi rökum að vara við sliku frumhlaupi. Skyldi hún ekki hafa verið fullt eins dýr og vegurinn upp i Bláfjöll? Hvernig væri að bera saman notagildi þess vegar og skiðalyftu yfir auðri jörð. Ein fyrsta gerð mannvirkja á Bláfjallasvæðinu hlýtur að verða bygging skiðalyftu, og þó að ein komi fyrst verður önnur að fylgja á eftir og þannig áfram, eftir þvi sem þörfin sýnir sig að vera og fjármagn fæst til. Það er tilvalið að nota þetta vor, sem nú er framundan, til að kynna sér snjóalógin á svæðinu og lands- lagið með tilliti til staðsetningar skiðalvfta. Það er áriðandi að allar mannvirkjagerðir þarna verði unnar af framsýni og sér- fræðilega. Fyrir utan afkastamiklar lyftur, sem spanna lengri leiðir þurfa að koma styttri toglyftur i lægri brekkur fyrir byrjendur i skiðanámi og verulegan hluta almennings. Dreifingin virkar i þá átt að stytta biðraðir við lyft- urnar, óvanir hyllast siður til að fara i of mikinn bratta, en slikt dregur úr slysahættu og það er óheppilegt að blanda saman i brekku fólki, sem er á misjöfnu stigi i svignámi. Það er vert að fram komi þakk- lætishugur i garð allra þeirra, sem átt hafa hlut að framgangi þeirrar aðkallandi fram- kvæmdar, sem Bláfjallavegurinn var. Veit ég, að þar er talað fyrir munn fjölmargra, bæði þeirra, sem koma til með að njóta hans i eigin persónu svo og hinna, sem á horfa og una vel að sjá undir það hylla,að höfuðborgarsvæði lands- ins verði allt hvað liður, borgið frá þeirri vansæmd, sem það hefir hingað til búið við i þessum efnum. vetur, sumar.VOR og haust Fljúgid utan i vor meö Flugfélaginu |Á öllum árstimum býður Flugfélagið yður tíðustú, fljötustu og þægilegustu ferðirnar ög hagstæðustu kjörin með þotuflugi til JEvróþulanda. Nú er tími vorfargjaldanna. Venjuleg far- gjöld lækka um þriðjung til helztu stór- borga Evrópu. Það borgar sig að fljúga með Flugfélaginu. Hvergi ódýrari fargjöld. FLUCFÉLAG /SLAJVDS ÞJÓNUSTA - HRAÐI - ÞÆGINDI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.