Tíminn - 16.04.1972, Síða 7

Tíminn - 16.04.1972, Síða 7
TÍMINN 7 Sunnudagur l(i. april 1972. A Nýjar heimildir um dauða Pusjkins — Dýrmæt sending hefur borizt til Sovétrikjanna frá Hollandi: 6 skjöi, er varpa nýju ljósi yfir hinn hryggilega dauöa stórskáldsins Alexanders Pusjkin. Mótstöðumaður Pusjkins i hinu örlagarika ein- vigi 1837 var Georges d'Anthén barón, kjörsonur hollenska sendiherrans við rússnesku keisarahirðina, Heckerens. Sendiherrann fékk eftirmanni sinum, Gevers, i hendur frásögn af afburðinum. Gevers sendi þessa frásögn Heckerens til hollensku stjórnarinnar, merk- ta sem trúnaðarmál. 1 skýrslu- nni kemur tram mikil sam- úð með Pusjkin, og þar er m.a. sagt að Pusjkin hafi verið undir stöðugu eftirliti zarstjórnar- innar og zárinn sjálfur hafi oft auðmýkt hann. Fimmburarnir eignast systur Litla daman, sem situr hér eða liggur i faðmi móður sinnar, mitt á meðal fimmburanna og föður sins á að heita Rachel. Hún er systir fimmburanna, en foreldrarnir eru John Hanson og Irene Hanson i Englandi. Þau hjón höfðu verið gift i sex ár, þegar þau eignuðust fimm- burana, en áður en Irene varð ófrisk hafði hún tekið inn hor- mónalyf. Þetta eru fyrstu fimmburarnir, sem fæðzt hafa i Englandi siðustu 100 árin. Fimmburarnir eru nú tveggja og hálfs árs og heita Nicola, Jacqueline, Joanne, June og Sarah. Einn konungur Siðan danski ballettdansarinn Erik Bruhn lagði dansinn á hill- una fyrir fullt og allt er Rudolf Nureyev óneitanlega ókrýndur konungur ballettda nsara. Nureyev og Bruhn hafa lengst- um verið taldir beztu karldans- ararnir, en þrátt fyrir það hafa þeir verið miklir vinir, og ekki látið samanburð eðá samkeppni skyggja á vináttu sin i milli. Nureyev getur ekki lengur tekið að sér öll þau danshlutverk, sem honum eru boðin. Hann vekur alltaf jafn mikla athygli, hvort sem hann er að dansa á ein- hverju leikhússviðinu, eða gengur um manna á meðal. Hann hefur geysimikinn áhuga á klæðnaði, og hér sjáið þið, hvað ,,eligant og smart” hann getur verið. Myndin er tekin á flugvellinum i London. Bæði frakkinn og stigvélin eru úr ekta skinni. Tiu tonna vörubill og leigubill lentu i árekstri, og sjónarvottar voru að ræða um það. — Hvað gerðist eiginlega? spuröi einn, sem var nýkominn á staðinn. — Ég veit það ekki, svaraði maður einn. Kannske hafa þeir verið að reyna að aka á sama gangandi manninn. Það var mikið að gera hjá leigu- bilstjóranum, og hann ók greiðar en farþeganum fannst til- hlýðilegt. — Góði maður, sagði hann. — Þér megið ekki aka svona óvarlega. — Ég á átta börn, sem biða eftir að fá mig heilan á húfi heim. — Átta börn! hnussaði bilst- jórinn. — Svo eruð þér aö tala um að fara varlega. — Pabbi, Er ekki til eitthvað, sem heitir björgunarlaun? DENNI DÆMALAUSI Hlustaðu á mig Lisa. Hann er bara að leika sér, af þvf að hann veit, að þú ræðst á mig fyrir aö hafa slegið hann i rot.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.