Tíminn - 16.04.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.04.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Sunnudagur 16. april 1972. li'HCTÆ'lliHMfll Ný löggjöf um verð- lagningu búvara Að ósk bændasamtaka Landbúnaðarráðherra lagði i < siðustu viku fram á Alþingi frum- varp til lagaum Framleiðsluráð landbúnaðarins. Frumvarp þetta er samið i samvinnu við bændasamtökin, og þær breytingar, sem þaö felur i sér, eru gerðar aö ósk samtaka bænda. t frumvarpinu eru tekin inn öll- þau atriði sem siðasti aðalfundur Stéttarsambandsins að Höfn i Hornafirði setti fram, að einu undanskyldu, er fjallaði um heimildarákvæði um sölustóðvun landbúnaðarvara, sem margir álita að geti orðið bændastéttinni til gagns. Megin skipulagsbreytingar sem frumvarpið felur i sér, er samningsformið — en það hefur verið baráttu mál bændasamtak- anna um árabil að semja beint við rikisstjórnina um verðlag. Þaö er alrangt að frumvarpið feli i sér einhverja nýja skatt- heimtu á hendur bændastéttinni. Það er aðeins verið að opna leiðir með lagaheimildum þannig að bændasámtökin sjílf geti valið þær leiðir, sem bændur telja heppilegastar til lausnar vanda, ef vandræðaástand skapast i sölumálum landbúnaðarins, eins og t.d. gerðist 1966 og 1968. Er frumvarpið kom til fyrstu umræðu i neðri deild Alþingis réðst Ingólfur Jónsson, fyrrverandi landbúnaðarráð- herra gegn hverri einustu breyt- ingu, sem frumvarpið f'elur i ser. Má þetta furðulegt telja, þar sem frumvarpið er i öllum greinum skv. óskum og tillögum bænda- samtakanna sjálfra. Felst i þess- ari afstöðu fyrrverandi land- búnaðarráðherra takmarkalilil i'yrirlitning á skoðunum i'orystu- manna islenzkrar bændastéttar. Samið beint við ríkið Skv. frumvarpinu verður samið um verölag landbúnaðarafurða beint við rikisvaldið og horfið frá þvi kerfi, sem hefur gengið sér til húðar, eftir að Alþýðusambandið neitaði að tilnefna sinn fulltrúa i sexmannanefnd. Með þessu er tekið upp sama kerfi og Norð- menn hafa haft hjá sér siðastlið- inn áratug. Neytenda-fulltrúar i slikum samningum hljóta að hafa þau sjónarmið ein, að halda verðlagi á landbúnaðarvörum niðri. Full- trúar rikisvaldsins geta með ýmsum ráðum náð sama mark- miði, án þess að það bitni á hag bænda. Möguleikar opnast til þess að semja um fleira en bein verðlags- atriði: Svo sem um það, hvernig niðurgreiðslum er háttað. Það hefur kostað bændastéttina allt að hundruðum milljóna, þegar niðurgreiðslum hefur verið rokk- að til, án tillits til áhrifa þess á markaðinn. Eða um lánamál, eins og tilhögun rekstrar- og af- urðaiána til landbúnaðarins. Þau mál hafa úrslitaáhrif á það, hvenær bændur fá greitt fyrir vörur sinar. Dráttur á greiðslu afurðaverðs veldur mikilli rýrnun fjármunanna, eins og verið hefur með stöðugri verðbólgu. Minn'a má á. það, hvernig bændur stóðu einir með vandann á sinum höndum, þegar vantaði stórlega upp á, að afurðaverð næðist, vegna þess að útflutnings- bætur hrukku ekki. Innvigtungar- gjaldið, sem lagt var á mjólkina 1966, þegar vantaði um 26 milljónir króna upp á verðið, var ckki vinsælt meöal bænda. Ef ekkert hefði verið að gert, hefði þetta komið niður á eínstökum mjólkursamlögum. Þá vantaði um 130 milljónir á, að verð næðist fyrir kjöt af fram- leiðslunni 1968 og var það lagt á sem verðjófnunargjald og lækk- aði hvert kiló kjöts til bænda. Um leið var lagt á um 23 millj. kr. gjald á mjólkina. Kikisstjórnin taldi sig þá enga ábyrgð bera á þessu. Með þvi að taka upp þetta breytta samningsform er fallizt á áralangt baráttumál bændasam- takanna. <*•**' ? % Mikil hlýindi hafa verið i vetur og má þvi ætla, að vorstörf hefjist og þeim ljúki fyrr en ella. Aætlanagerð þannig, að framleiðslan verði hagkvæmari og markaðir nýtist betur Frumvarpið gerir ráð fyrir, að gerðar verði framleiðslu-áætlan- ir, ekki til að hefta framleiðsluna, heldur til að beina henni inná æskilegar brautir'þannig, að hún verði sem mest i samræmi viö þá markaði, sem beztir eru hverju sinni. Þetta er mikilvægt til þess, að landbúnaðurinn hafi vaxtarrými og geti þróazt eðlilega, Þeir aðil- ar, sem vinna að áætlanagerð i landinu, og þeir sem aöstöðu hafa til að hafa áhrif á stefnu og þróun landbúnaðarmála, svo sem Búnaðarfélagið, Stéttarsam- bandið, Framleiðsluráð, Stofn- lánadeild landbúnaðarins o.fl. eiga að koma saman til fundar árlega til endurskoðunar á fram- leiðsluáætlunum. Skýrari ákvæði um launaviðmiðun bænda við aðrar stéttir 1 5. gr. frumvarpsins eru ákvæði um viðmiðun á launum bænda og þeirra, sem að búskap vinna, við aðrar stéttir. Þessi ákvæði eru gerð einfaldari, skýr- ari og fyllri, en þau eru i gildandi lögum, og ættu þau að tryggja það mikið betur, að bóndinn og skyldulið hans fengju raunveru- lega sinn rétta hlut. Verðlagningin gerð einfaldari í framkv Framleiðsluráði er i frumvarp- inu heimilað að ákveða smásölu- álagningu innan ramma heildar- samninga og getur það jafnframt fært nokkuð á milli einstakra vörutegunda þannig, að markað- urinn nýtist betur. Betri trygging fyrir því, að verðlag náist Útflutningsbætur eru betur tryggðar en áður og ættu að nýt- ast betur, þar sem heimild er til að færa þær á milli ára, ef af- gangur yrði eitl árið en vantaði eitthvað á það næsta. Að þessu gæti orðið verulegur hagnaður fyrir bændur. Atak til jöfnunar á aðstöðumun - og til að tryggja einstök byggðalög Með þvi að útvegaðir verði f jár- munir i sérstakan sjóð, sem svar- ar til 1% af verðmæti land- búnaðarframleiðslunnar, verður hægt að Iétta undir með þeim, sem við erfiðasta markaðsað- stöðu búa, eða erfið skilyrði að öðru leyti. Slikur sjóður yrði ekki aðeins til að styrkja búsetu i sveitum, heldur engu að siður að tryggja tilvist margra sjávar- staða, sem ekki eiga þróunar- möguleika, nema byggð haldist i aðliggjandi sveitum. Sjóðurinn mundi létta af framleiðslunni ýmsum flutnings og verðjöfnun- argjöldum, sem Framleiðsluráð hefur orðið að greiða og taka af henni. Margt af þessu eru beinir flutningastyrkir á vörum til neyt- endanna, sem augljóst er, að bændur eiga ekki að bera einir heldur þjóðfélagið allt, en það hafabændurorðið að gera. Þarna er um mikilvægan þátt byggða- stefnu rikisstjórnarinnar að ræða. Stuðningur við uppbyggingu vinnslustöðva og við innlenda fóðuröflun Lagt er til, að tekið verði allt að 5% gjald af innfluttu kjarnfóðri, og á að verja þvi til uppbyggingar vinnslustöðva, og ef til hrekkur, til annarrar hagræðingar i land- búnaði, svo sem til stuönings við bætta innlenda fóðuröflun (Græn- fóðurverksmiðjur). Þetta gjald á að reiknast inn i verðlagið, en það kemur jafnframt neytendum til góða i lækkuðum vinnslu- og dreifingarkpstnaði með lægri af- skriftum af vinnslustöðvum. Fleiri valkostir um leiðir til að jafna út því, sem á kann að vanta, ef útflutningsbætur nægja ekki t þriðju grein frumv. eru ákvæði um það, hvernig bregðast megi við, ef framleiðslan er of lítil á einstökum greinum eða svæð- um. Á sama hátt er gert ráð fyrir þvi, að framleiðslan geti farið út fyrir þau mörk, sem . markaðir leyfa, þannig að 10% útflutnings- trygging hrökkvi ekki til að ná fullu verði. i slíku tilfelli er um þrjár leiðir að velja eftir frum- varpinu, og fer eftir aðstæðum, hvaða leið telst heppilegust, en þær eru: 1. Að leggja á sérstakt kjarn- ióðurgjald, sem ekki má vera hærra en 25%. Þetta gjald yrði einungis tímabundið og yrði af- numið, strax og úr rætist. 2. Leið, sem heimilt er að gripa til, ef fær þætti,er að ákveða hverjum framleiðanda fram- leiðslukvóta, og fengi hann ekki fullt verð fyrir það, sem fram yfir yrði. 3. Leiðin er að nota verðjöfnunar- gjald, sem tekið yrði af vörunum, svipað og innvigtunargjaldið. Það fer að sjálfsbgðu eftir þvi, hvernig aðstæður eru, hvað bezt þætti henta, en bændasamtökin yrðu alltaf höfð með i ráðum, en ákvöðrun um þetta er háð sam- þykki landbúnaðarráðherra. Leiðir til að lækka framleiðslukostnað Frumvarpið opnar leiðir til að lækka framleiðslukostnað með ýmsu móti, t.d. með niðurgreiðsl- um á rekstrarvörurn, sem ættu, ef allt væri með felldu, að vera hag- kvæmar ráðstafanir, bæði fyrir rikisvaldið, neytendur og bændur. Rikisstjórnin hefur miklu fleiri ráð til að bæta aðstöðu bænda til framleiðslunnar og til að skapa þeim Iifvænleg kjör og aðstöðu, án þess að verðlagið hækki og það bitni á neytendum. Lög þessi ættu þvi að vera fagn- aðarefni, jafnt neytendum sem bændum. Hin nýja löggjöf um Framleiðsluráð, sem frumvarpið ráðgerir, felur i mörg framfara- spor og skipulagsbreytingu, sem bændur hafa óskað árum sam eft- ir. Til þeirra neyðarráðstafana, sem frumvarpið heimilar bænd- um sjálfum að velja úr, verður að sjálfsögðu alls ekki gripið nema vandræða ástand skapizt — og það verða þá bændur sjálfir, sem ákveða það, hvort og hvernig við skuli brugðið, ef slikt ástand skapast, sem vonandi verður aldrei. — TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.