Tíminn - 16.04.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.04.1972, Blaðsíða 9
Sunnudagur 16. april 1972. TÍMINN UfgefandJ; Fram*6kttarf)6W<urinn Framkv»nxJa»tiori; Krlstfán B«ntfdtkt«ött. ftjtttjorart: Þórarirtn :fearárinsson |áb)> Andrés KrMíánsson, ión Hslsaíon, IndrtoX 6. :Þorstein«son og Tómft* KarfsSöO^ A«3týs)n$fa*tii5rt: Stetn-:: Srímor Gislason. Ritsfiornarskrifstafyr i €<Jd«)nú*mU/ SÍmar: IS300 ^ IS3Q5. SkriÍ5tofur Rankostræfi 7. — Af9re)5$lu*fiíVÍ > 10323.. Augtýsinoasími 19523, ASrar skrjfstofur slmi T83O0, Áskrtffargf'ald kr> 125,00 á mánuSi {nnantanifs. í tauía$»f«;: kr> 15.00 élntakta. — BUSaprent h.f. (0«**t> Reykjavík þarf nýja stjórn Morgunblaðið birti nylega langa ræðu eftir Geir Hallgrimsson, sem sagt er að hann hafi haldið á fundi Sjálfstæðismanna, þar sem rætt var um „aðförina að Reykjavik". Fyrirsögn Mbl. á ræðu Geirs er i samræmi við þetta, en þar segir, að markmið nýju skattalaganna sé ,,að koma Reykjavik og Reykvikingum á kné." Tilefnið er þó ekki annað en það, að samkvæmt nýju skatta- og tekjustofnalögunum býr Reykjavik við nákvæmlega sömu tekjustofna og önnur bæjar- og sveitarfélög. Allar fullyrðingar um, að eitthvað sé verið að mis- muna Reykjavik, eru algjörlega tilhæfulausar. Það, sem að er i sambandi við fjármál Reykjavikurborgar, er ekki skortur á eðli- legum tekjustofnum, heldur hitt, að alla að- gæzlu hefur skort i f jármálastjórn borgarinnar um langt skeið. Það getur ekki dulizt neinum, að rekstrarkostnaður Reykjavikurborgar og stofnana hennar er orðinn miklu meiri en góðu hófi gegnir. Ráðdeildina og sparnaðar- hyggjuna hefur vantað, enda það bætzt við, að borgarstjórarnir hafa oftast verið uppteknir af landsmálabaráttunni og haft borgarstjóra- starfið fyrir hjáverk, eins og Gunnar Thoroddsen gerði áður og Geir Hallgrimsson gerir nú. Ef hin nýju tekjustofnalog þrengja eitthvað að tekjumöguleikum Reykjavikurborgar, sem um má deila, þá væru vitanlega réttu við- brögðin þau að reyna að auka sparnað i borgarrekstrinum og draga eitthvað úr fram- kvæmdum, þar sem ofþensla er nú á vinnu- markaðnum, en undir þeim kringumstæðum er eðlilegt, að riki og bæjarfélög haldi frekar að sér höndum. I stað þess að fara þessa leið, reynir borgarstjórnarmeirihlutinn að spenna bogann til fulls og nýtir alla möguleika til skattahækkana, sem tiltækir eru. Ætlunin er svo að kenna rikisstjórninni um þá auka- hækkun, sem borgarstjórnarmeirihlutinn beitir sér fyrir. Litið dæmi um þetta er það, að samkvæmt siðustu áætlun borgarstjórnarmeirihlutans er 27% af tekjum borgarinnar ráðstafað til fjár- festingar, en i hinni upphaflegu áætlun var gert ráð fyrir 23%. Þetta er gert á sama tima og Mbl. hvetur til þess.að hið opinbera dragi saman seglin vegna ofþenslunnar! Vissulega sýna þessi vinnubrögð, að það sem Reykvikingar þarfnast er ný stjórn, sem vinnur að þvi að draga úr rekstrarkostnaði og leggja hóflegar álögur á borgarbúa. Framar öðru þurfa Reykvikingar svo borgarstjóra, sem sinnir starfi sinu til fulls, en lætur ekki fyrst og fremst stjórnast af valdabaráttunni innan Sjálfstæðisflokksins. En af þessu valda- brölti Geirs stafar öðru fremur sú aukahækkun á útsvörum og fasteignagjöldum, sem borgar- stjórnarmeirihlutinn beitir sér fyrir. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Orlagaríkar kosningar í Baden-Wurttemberg Fellir Bonnþingið samningana við Rússa og Pólverja? OVENJULEG athygli bein- ist um þessar mundir að fylkiskosningunum, sem fara fram i Baden- Wiirttemberg sunnudaginn 23. april næst- komandi. Þannig beinist miklu meiri athygli að þeim en þjóðaratkvæðagreiðslunni» i Frakklandi, sem á að fara fram sama dag. Astæðan er sú, að úrslit þessara kosninga geta ráðið miklu um endalok vináttusatt- málanna, sem Vestur- Þýzkaland gerði við Sovétrik- in og Pólland á árinu 1970 og liggja nú fyrir þinginu i Bonn til staðfestingar. Kristilegi flokkurinn gerir nú allt, sem hann getur til að koma i veg fyrir að samningarnir verði staðfestir, og eru talsverðar likur á, að hann nái þvi marki. Sambandsþingið i Bonn er skipað 496þingmönnum og til- heyra 254 þeirra stjórnar- flokknum, Sósialdemó krata-flokknum, en 241- lynda flokknum, en 242 Kristilega flokknum, sem er i stjórnarandstöðu. Þrir þing- menn Frjálslynda flokksins og einn þingmaður jafnaðar- manna hafa þegar lýst yfir þvi, að þeir ætli að greiða at- kvæði gegn samningunum. Auk þess er einn þingmaður Frjálslynda flokksins talinn liklegur til að verða á móti samningunum. Andstæðingar samninganna á þingi eru þá orðnir 247, en ekki nema 249 með þeim. En af þessum 249 þingmönnum eru a.m.k. tveir þingmenn i Frjálslynda flokknum og jafnvel fleiri, taldir veikir i trúnni. Bregðist þeir einnig, falla samn- ingarnir, nema einhver eða einhverjir úr þingliði kristilegra demókrata snúist með þeim. Enn er ekki vitað. hvort nokkur þeirra treystir sér til að óhlýðnast flokknum, þótt margir þeirra séu óánægðir með afstöðu hans. ÚRSLIT fylkiskosninganna í Banden-Wurttemberg geta að þvi leyti haft áhrif á atkvæða- greiðsluna um samningana i þinginu, að þau geta orðið veruleg visbending um af- stöðu almennings. Þótt ýms heimamál og efnahagsmál ráði oftast mestu um úrslit fylkiskosninga, gildir það ekki um kosningarnar i Baden- Wiirttemberg að þessu sinni. Utanrikismálin hafa sett meginsvip á kosningabarátt- una og þá vitanlega fyrst og fremst afstaðan til vináttu- samninganna við Sovétrikin og Pólland. í fylkiskosningunum, sem fóru siðast fram i Baden-- Wúrttemberg eða 28. april 1968, fengu kristilegir demó- kratar 44,2% atkvæðanna, sósialdemokratar 29%, Frjálslyndi flokkurinn 14,4% og nýnazistar 9,8%. I þing- kosningunum haustiö 1969 urðu úrslitin talsvert önnur, en þá fengu t.d. kristilegir demókratar 50,7% af atkvæð- unum, en Frjálslyndi flokk- urinn ekki nema 7,5. Jafnaöarmenn unnu nokkuð á, en nýnazistar töpuðu. Eftir fylkiskosningarnar 1968 mynduðu Kristilegi flokkurinn og jafnaðarmenn saman fylkisstjórn, enda fóru þeir þá saman með stjórnina i Bonn. Þessi samvinna hefur ahldizt siðan, en nú hefur verið lýst yfir, að henni sé slitið að og muni hún ekki halda áfram eftir kosningarnar. Baráttan stendur nú um það, hvort kristilegir demókratar eiga að Brandt og Scheel fá hreinan meirihluta eða nvort sosfaldemókratar og Frjálslyndi flokkurinn eigi að fá meirihluta samanlagt. t SAMBANDI við þessar kosningar hefur það sögulega gerzt, að nýnazistar hafa dregið sig i hlé. Þeir bjóða ekki fram, en hvetja fylgis- menn sina til að greiða Kristi- lega flokknum atkvæði. Margt bendir til, að þessi afstaða þeirra geti ráðið úrsiitum, en þeir fengu 9,8% atkvæðanna i fylkiskosningunum 1968 og samanlagt fengu þeir og kristilegir demókratar þá 54,2% atkvæðanna. Það þarf þvi varuleg breyting að verða, ef kristilegir demókratar eiga ekki að bera sigur úr býtum. Sú saga er mjög á kreiki, að kristilegir demókratar hafi greitt nýnazistum verulega fjárfúlgu fyrir að hætta við framboð. Þetta er m.a. sprottið af þvi, að nýnazistar voru búnir að fá nær eina milljón marka af opinberu fé til kosningabaráttunnar, en verða nú að endurgreiða það. Sagan segir, að þeir hafi verið búnir að eyða nokkrum hluta þess, og ætli Kristilegi flokk- urinn að aðstoða þá við það. Sjálfir bera nýnazistar á þessu og bera þvi við, að þeir vilji styrkja kristilega flokk- inn vegna andstöðu hans við samningana. Það kann og að hafa ýtt undir þessa afstöðu þeirra, að vafasamt er, að þeir hefðu náð þvi fylgi, 5%, sem tiiskilið er að fiokkurinn fái, ef hann á að fá fulltrúa kjörna. AF HALFU kristilegra demókrata er reynt að draga athygli frá samningunum i kosningabaráttunni. Þeir ræða meira um efnahags- málin, þar sem Bonnstjórnin virðist standa hallari fæti, mótia.m.k. að mati almenn ings. Þá reyna þeir mjög að hræða með þvi, að sósial- demókrarar stefni að auknum rikisafskiptum og þjóðnýt- ingu. Þvi til sönnunar benda þeir á, að vinstri sinnar báru sigur úr býtum á nýloknu þingi ungra sósialdemókrata. Stjórnarflokkarnir reyna hinsvegar að draga samning- ana sem mest ijin i kosninga- baráttuna. Þeir benda á, að afleiðing þess, ef samningarn- ir féllu, yrði nýtt kalt strið i Evrópu og versnandi sambúð milli austurs og vesturs i álf- unni. Ef samningarnir féllu, þá væri samningur fjórveld anna um Berlin einnig úr sög- unni, þar sem Rússar hafa sett það að skilyrði fyrir endan- legri staðfestingu þeirra, að vináttusáttmálarnir væru staðfestir áður. Þá benda þeir á, að hjá öllum vestrænum bandalagsþjóðum Vestur- Þjóðverja, sé það undantekn- ingalitið talið óráðlegt og ugg- vænlegt, ef samningarnir væru felldir af Bonnþinginu. ÞAÐ er bersýnilegt á við- brögðum Rússa, að þeir myndu taka það illa upp, ef samningarnir væru felldir. Áreiðanlega myndi það lika mjög styrkja aðstöðu þeirra afla i Kreml, sem kjósa heldur kalt strið i Evrópu en bætta sambúð. Fyrir Þjóðverja gætu afleiðingarnar vel orðið þær, að þeir einangruðust og ein stök vestræn riki semdu við Rússa, án tillits til Vestur- Þýzkalands. Ömögulegt er lika að vita, hvaða áhrif þetta gæti haft á stjórnmálaþró- unina i Vestur-Þýzkalandi. Vitað er, að um þetta mál hef- ur verið mikill ágreiningur innan Kristilega flokksins og að Josef Strauss, sem er mikill hægri sinni, hefur ráðið mestu um þessa afstöðu. Hann hefði ekki stutt Barzel sem kanzlaraefni, nema Barzel hefði keypt'stuðning hans þvi verði að snúast gegn samning- unum. Hægri menn ráða nú bersýnilega mestu um stjórn Kristilega flokksins. Þá stefna nýnazistar augijóslega að þvi að hafa heldur áhrif á stefnu Kristilega flokksins en að hafa sérstök framboð. Nazisminn kann þannig að geta fengið fótfestu i Vestur-Þýzkalandi, ef kalt strið kemur aftur til sögu i Evrópu. Allir héldu fyrir fáum árum, að fasisminn væri liðinn undir lok á Italiu, en nú virðist allt annað uppi á teningnum. Bazel og aðrir forráðamenn Kristilega flokksins leika þvi hættulegan leik um þessar mundir. Sjálfir eru þeir áreiðanlega ekki nazistar, en þeir geta óviljandi verið að vekja upp hreyfingu, sem þeir ráða ekki við. Þessvegna er það nú von allra frjálslyndra afla i Evrópu, að úrslit kosn- inganna i Baden-Wúrttemberg verði á þá leið, að þau verði þeim þingmönnum i Bonn, sem nú eru i vafa, hvatning til þess að greiða atkvæði með samningunum. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.