Tíminn - 16.04.1972, Page 11

Tíminn - 16.04.1972, Page 11
TÍMINN Sunnudagur 16. april 1972. 11 IGÁR TIL ÁÐ ÍSI f DAG, EN f AÐ EFTIR MÉR" út úr þvi fyrirbæri. Einhverjum kann að henta að mála eftir ákveðinni stefnu allt sitt málara- lif. Oðrum hentar það ekki, og þeir ættu að koma sér út úr þeim fjötrum og verða hreyfanlegri. En þá er náttúrlega vandamálið að ráða við það frelsi, sem maður hefur gefið sér. Ungir listamenn gera sér oft ekki grein fyrir þessu. Ég álit að það sé mikið atriði að þeir reyni að byggja sig upp, verða persónu- legir, þótt þeir verði fyrir áhrif- um hvaðanæva að. Það er ekki nóg að vera bráðflinkur, ef aldrei er hægt að merkja nein persónu- leg áhrif i verkum myndlista- manns. Listastefnur eru nú breytilegar og örar miðað við það sem áður var. Vissulega eiga mynd listarmenn að freista þess að verða fyrir jákvæðum áhrifum af þeim. En á hitt er éinnig að lita, að það er eiginlega ekkert nýtt undir sólinni. Menn eru alltaf að reyna að segja það sem þeim býr i brjósti og túlka áhrif umhverfis- ins á mismunandi vegu.Með aldrinum finnst mér maður fá meiri yfirsýn yfir ýmiss konar stefnur og skoðanir i þessum efn- um. — Þú varst nú einu sinni sjálfur framúrstefnumaður og linumað- ur, er ekki svo? — Mikil ósköp. Við vorum lika ungir einu-sinni gömlu mennirnir. Ég var ákaflega alvarlegur og vildi kynna það sem var uppi i teningnum i listinni sem algjör linumálari. Og talsvert var á sig lagt i þessu skyni. t eitt skipti hélt ég sýningu i Listamannaskálan- um á flatarmálsmyndum ein- göngu, og seldi ekki eina einustu mynd! En fyrst við minnumst á þessa tima, þá hefur mér fundizt gæta misskilnings hjá sumum yngstu myndlistarmönnum okkar um kollega sina, sem nú eru á miðj- um aldri og eldri, og vanmat á þeim. Ætla mætti þó.að menn væru raunsærri nú á þessum mik- lu raunsæistimum en áður. En það ber að athuga að þeir mynd- listarmenn islenzkir, sem nú eru á miðjum aldri og eldri, eru yfir- leitt mjög vel menntaðir. Þeir hafa unnið mjög mikið og flestir dvalizt meira og minna erlendis við nám. Það var hefð að mynd- listarmenn menntuðu sig mjög vel i sinni grein, og ég er ekki viss um að yngri listamenn hafi i fullu tré við eldri kollega sina hvað slikt snertir. En við vorum áðan að tala um listastefnur. Þaðkæmi mér ekki á óvart þótt rómantisk stefna ætti senn eftir að skjóta upp kollinum i listum, og mér finnst það lika timabært. Þessi rómantiska stefna yrði sjálfsagt allt öðru visi en fyrri rómantiskar hreyfingar, og fyrst og fremst andsvar við þeirri raunsæisstefnu eða skyn- semisstefnu, sem rikt hefur að undanförnu. Auðvitað er margt i ólagi i heiminum og rétt að gagn- rýna það. En mér finnst einhvern veginn að það vanti meiri hlýju i listirnar. Ný rómantik gæti verkað jákvæðar og sterkar á fólk en raunsæi, sem gefur auga leið að er nauðsynlegt, en getur verið neikvætt ef við töpum bjartsýn- inni. Mér hefur fundizt gæta skorts á bjartsýni á manninn i listum undanfarin ár. Það hefur verið hamrað á, að mennirnir séu ekkertannað en skriðkvikindi. Ég efast um að hinn almenni maður sé þannig gerður, þótt eflaust megi það valda sjúka brjál æði.sem mest hefur verið gagn- rýnt, hjá vissum hópum. — Þú hefur stundað önnur störf samhliða m á 1 a r a 1 i s t i n n i, Eirikur? — Já, ég vann i mörg ár i prent- myndagerð. Og undanfarið hef ég starfað á teiknistofu við gerð aug- lýsinga, útlit bóka, uppsetningu bæklinga, gerð umbúða og jafnvel sjónvarpsauglýsinga. Þetta er starf.sem gaman og fróðlegt er að kynnast og spannar yfir geysi- breitt svið. Þá hef ég gert blaða- teikningar og sé ekkert á móti þvi að sinna einhverju sliku samhliða málaralistinni, þótt nú sé viðbúið að ég hvili mig eitthvað a auka- störfum. Ég ætla nefnilega nú i fyrsta skipti 46 á gamall að prófa að vera „alvörumálari”. Það er nú fyrst sem ég get tekið mér fri og bara málað. Það gefur mér að sjálfsögðu aukiö frelsi til að velta hlutunum fyrir mér, þótt ég hafi hinsvegar einnig skapað mér visst frelsi með þvi að sinna á öðrum vettvangi. Ég hef aldrei þurft að mála mynd til að selja hana. Málari má aldrei vera svo klemmdur, að hann hugsi fyrst og fremst um sölumöguleika. Það getur áreiðanlega verið alveg drepandi lúmskt. SJ iggjum eru myndir Eiriks, sem stendur hægra megin f öftustu röö (meö narsson nú einnig hafnfinkur málari. Kennarinn er Jóhann Þorsteins- Eirikur Smith heima hjá sér i Hafnarfiröi. Fyrir ofan hann er málvcrk, sem hann hcfur gert af móöur sinni. Máverkin á myndunum i opnunni voru á sýningu Eiriks i Norræna húsinu. Fyrir þá sem taka eftir golf- styttunni má gcta þess aö Eirikur er mikill golfgarpur, sem mun vera einstakt um islenzka myndlistarmenn. m,h w á Islandi á friðartímum u lands sjálfs, hvenær sú aðstaða yrði látin i té. 2. Að allir aðrir samningsaðilar hefðu fullan skilning á sérstöðu Islands. 3. Að viðurkennt væri, að tsland hefði engan her og ætlaöi ekki að stofna her. 4. Að ekki kæmi til mála að er- lendur her eða herstöðvar yrði á íslandi á friðartimum”. Tillit til þessarar yfirlýsingar um skilyrði islands var tekið þeg- ar gengið var frá sáttmálanum. 1 ræðu sinni sagði utanrikisráð- herra siðan um þetta: Þriðja grein skýrir sig auðvitað sjálf i augum þeirra manna, sem kunna að skýra samninga. Hún verður enn þá ótviræðari, þegar hún er borin saman við 9. gr. en eftir þau samtöl, sem átt hafa sér staðog þærótviræðu yfirlýsingar, sem við höfðum gefið - og þær ótviræðu yfirlýsingar, sem utan- rikisráðherra Bandarikjanna hefur gefið og hans aðstoðar- menn, allir i embættisnafni og nafni allra bandalagsþjóðanna - þá er það svo ótvirætt, sem frek- ast er unnt, að þess verður aldrei óskað af Islendingum, að þeir stofni eigin her, að þeir vigbúist, að þeir hafi erlendan her hér á friðartimum, eða að þeir hafi er- lendar herstöðvar hér á friðar- timum”. Þessar siðustu málsgreinar feitletrar Mbl. til sérstakrar áherzlu. Daginn eftir, 30. marz, þann fræga dag, birtir Mbl. langa stefnuræðu Ólafs Thórs, forsætis- ráðherra um málið, og eftirfar- andi setningar eru sérstaklega teknar stórletraðar og feitar sem inngangur á forsiðu, en standa eftir sem áður lika i ræðunni, sem birt er orðrétt. Ólafur er að lýsa þvi, hvað N-Atlantshafssáttmál- inn sé og segir: „Hann er, hvað Islendinga sér- staklega áhrærir, sáttmáli um það, að þar sem íslendingar eng- an her hafi, skuli þeir heldur eng- an her þurfa að stofna, og enga hermenn þurfa að leggja af mörkum, þótt til styrjaldar komi. Hann er sáttmáli um það, að eng- in þjóð skuli nokkru sinni hafa her á Islandi á friðartimum. Hann er sáttmáli um það, að aldrei skuli herstöðvar ver á Islandi á friðar- timum. Hann er sáttmáli um það, að íslendingar láni baráttunni fyrir frelsinu sömu afnot af landi sinu, ef til átaka kemur, sem þeir gerðu i siðustu styrjöld”. Hér skal ekki lagt út af þessum orðum, en þetta er rifjað upp, svo að fólk geti haft það til ihugunar og hliðsjónar við það, sem nú er sagt og ritað um þessi mál á þingi og i blöðum, svo að menn hafi um það fullglöggan vitnisburð, hver fyrirvari Islands var, og hver hann er enn i dag. Eðlilegt ástánd samkvæmt sáttmálanum er lof- orð um aðstöðu á Keflavikurflug- velli, ef til átaka kemur, en ekki erlendur her þar. Það er þvi sjálf- sagt að tslendingar - Sjálfstæðis- menn sem aðrir - reyni á hverjum tima, sem það leyfir, að afnema hið óeðlilega ástand hersetunnar og komi á hinu eðlilega ástandi, sem Atlantshafssamningurinn gerir beinlinis ráð fyrir og gilti fyrstu ár hans frá 1949-1951. Það er rikisstjórnin nú að gera. Fyrir- vari tslands er ótviræður, viður- kenndur af Bandarikjunum i um boði allra bandalagsþjóðanna, enda hefur hann aldrei verið vé- fengdur af neinu bandalagsxikj- anna öll þessi ár. — AK.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.