Tíminn - 16.04.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.04.1972, Blaðsíða 13
Sunnudagur 16. april 1972. TÍMINN 13 h NÖZUM UAA GUFUHVERI OG KOK Hérna út um Kjallaragl- uggann glittir i reykháf og hið ómissandi sjónvarpsloftnet nágranna mins hérna á Brekkustignum, en úti fyrir brosir páskasólin, og þeir skákmenn sitja sjálfsagt limdir við sin útvarpstæki að hlusta á Hvitum reitum og svörtum. Það er hljótt i bænum — einstaka unglings- skjáta er á ferðinni niöur i bæ að leita að einhverri annarri unglingsskjátu sjálfsagt — en annars eru allir i burtu. I morgun fór ég með börnin i ökuferð. Það var nægilega snemma til þess að aðrir bila- eigendur voru ekki farnir að rumska og taka út ökutækin sin að þeysast á. Við héldum sem leið liggur suður til Krisuvikur, — ég hafði lofað þeim þvi að sýna þeim jarð- hitasvæði. Og veðrið var svosem ekkert til að amast við. Jafnvel álverksmiðjan var bara snotur i morgun- sólinni, Hafnarfjörðurinn beinlinis fagur á að lita, og V^.Sh.-i*.- m ÍTí.i UTGERÐAR MENN Fyrirliggjandi: ÞORSKANET cristal og normal TEINATÓG NETAHRINGIR BELGIR BAUJUR UPPSETT LÍNA BRYGGJUBÖND Kaupfélag Suðurnesja Í.JA m *•«;:*« .::\;-i Vu'.'Jf'.^^'?';:'.íl'.^--'','''Í '¦-*¦'£*'¦'¦{'? ^ i ..U,' VÍ SIR á mánudegi greinir frá íþróttaviðburðum helgarinnar ítyrstur meö fréttirnar VISIR Kleifarvatnið var sannarlega undurfagurt, þar sem það kom smámsaman i ljós milli hæðanna. Gufustrókarnir i Krisuvik sáust langt að. Það var mikil gleði i bilnum. En þegar nær var komið, fór nú kjarkur litla fólksins svolitið að bila. Þau höfðu aldrei séð hverasvæði áður, og það þurfti talsverðar fortölur til að fá þau til að koma nær. En smátt og smátt rjátlaðist hræðslan af þeim og á endanum fór svo, að ég varð að oeita valdi föðurins til þess að varna þvi að þau hlypu út á leirbreiöurnar . Það rikti mikil hamingja fyrir rest þarna við gufuhverina og mikil sól, og það tók sinn tima að fá börnin til þess að stiga aftur inn i bilinn. Siðan ókum við áfram — hringinn og Þrengslaveginn til Reykja- vikur. Og þá var það, að við mættum bilastraumnum á leið úr Reykjavikinni. Fólk var auðsjáanlega búið að borða hádegismatinn — skiðin voru komin á sinn stað og ofan frá Sandskeiði var svo að segja samfelld bilarbo niður undir Elliðaár. Og sólin skein. Mikið lifandis ósköp var fallegt þennan dag. Og þá er ég loksins kominn að þvi að útskýra fyrir þér lesari minn, hvers vegna ég er að setja hér á blað svona litilfjörlega ferðasögu. Það kom ekkert fyrir — engir sprungnir hjólbarðar — engar brotnar rúður. Við héldum bara veizlu i skálanum i Svinahrauni og veizluföngin voru ekki dónaleg — appelsín og pylsur — svona til þess að kóróna ferðalagið. Konan i skálanum var skrafhreyfin þar sem hún bjástraði við kolaeldavélina og bjó til af- bragðsgott kaffi. Hún hefur ekki fengið frið með skálann sinn i vetur fyrir innbrots- þjófum — ef þjófa skyldi kalla, þvi þarna var svosem ekkert til að stela nema kók og stólar. En þeim tókst samt að valda skemmdum og konan varð ergileg og þreytt i mál- rómnum, þegar hún rifjaði þetta upp. Hvað er gert við svona menn, sem stela kók? spurði sonur minn. Ég svaraði einhverju um lögreglu og fangelsi. Eru þeir þá búnir að drekka allt kókið? spurði hann þá. Hver veit það — þyrstir þurfa menn að vera að drekka úr tólf kössum af kók? Það var kominn skuggi á þennan fallega dag. Ég var að brjóta heilann um það á' leiðinni i bæinn, hvað kemur fullorðnum mönnum til þess að brjóta upp skúrræfil uppi i Svinahrauni — til þess að stela eldhúskollum og kóki. Dettur nokkrum heilvita manni i hug, að skúr á slikum staðgeymi einhver verðmæti? Gera þessir menn sér enga grein fyrir að fólkið, sem á þennan skúr og hefur af honum viðurværi, þurfi að eyða talsverðu fé og~ veru- legum tima til þess að bæta spjöllin? Og hvað gera menn við tólf kassa af kók? Ætli þeir selji tómu glerin, þegar þeir eru búnir að drekka innihaldið? „Þeir hnuppluðu kókinu- okkar og drukku það" sagði sonur minn þegar við vorum komnir niður undir Mikla- torg. Hann hafði ekki talað neitt á leiðinni i bæinn og þetta var niðurstaðan. „Og skiluðu ekki tómu flöskunum", bætti systir hans við.jþau voru stórhneyksluð. Páll Heiðar Jónsson Já9 fjjörið þið svo xeh Reijnið viðskÍDtíii Síiiiiiiiicp C96> S1400 Verksmiðjuafgreiffsla KEA annast heildsöluafgreiðslu á vörum frá framleiðsludeild- um félagsins. Með einu sím- tali getið þér pantað allt það, sem þér óskið, af fjöl- breytilegri framleiðsluþeirra, landsþekktar úrvalsvörur, — allt á einum stað: Málningarvörur og hreinlæt- isvörur frá Sjöfh, fcjot- og niðursuðuvörur frá Kjötiðn- aðarstöð KEA og hangikjöt frá Reykhúsi KEA. Gula- bandið og Flóru-smjörlíki, Braga-kaffi og Santos-kaffi, Flóru-sultur og safar, brauð- vörur frá Brauðgerð KEA, ostar og smjör frá Mjólkur- samlagi KEA, allt eru petta þjóðkunnar og mjög eftir- sóttar vörur, öruggar sölu- vörur, marg-auglýstar í út- varpi, sjónvarpi og blöðum. Innkaupastjórar. Eitt símtal. Fljót og örugg afgreiðsla. Kynnið yður kjörin og reyn- ið viðskiptin. Síminner (96) 21400. BRAUD GERÐ m am REYK HÚS SMJORLIKIS "6ERÐ VERKSMIÐJUAFGREIÐSIA K-E-A AKUREYRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.