Tíminn - 16.04.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.04.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 16. april 1972. Umsjón: Einar Björgvin Og þá er Svaafriftur kominn á flc^giferft. Illjómsveitin hefur allt fra þvi vift fcngum fyrst aft heyra i henni eftir Færeyjaferft hcnnar, stöftugt unnift á, og hraöi og hæft hennar cykst stöftugt. Um þaft er ég fullviss, og eflaust allir þeir, sem sföast heyrftu i Svan frifti á talsvert vel heppnaftri SAM-komu i Klúbbnum siftast liftift þriftjudagskvöld, þótt hún haffti ekki sýnt sitt bezta þá Meðlimir Svanfriðar, þeir Pétur Kristjánsson söngvari, Sigurður Karlsson trommuleik- ari, Birgir Hrafnsson gitarleikari og Gunnar Hermannsson bassa- leikari, eru sannarlega engir auk- visar. Ueir höfðu sannfært flesta um það áður en þeir stóðu að stofnun Svanfriðar — og allt virðist benda til þess, að þeir eigi eltir að vera i þeirri geggjuðustu hljómsveit, sem skotið hefur upp kollinum hérlendií. Spiluðu fimm kvöld i Færeyjum Kunnara er en frá þurfi að segja, að Svanfriður var stofnuð upp úr þeim miklu og margumtöluðu hræringum, er urðu i poppheimi okkar fyrr i vetur. Eftir að hafa æft i einn mánuö, lokaðir inni i liirgir spilum þaft sem vift „fllum” liverju sinni Siggi og nú færðu þaft óþvegift góöa min fyrrverandi bakarii eða bilskúr, liklega með það markmið fyrir augum að skapa kraftmikla og fjöruga hljómsveit, héldu þeir fjórmenningarnir til Færeyja og dvöldu þar við hljóðfæraslátt i eina viku. Spiluðu þeir i fimm kvöld þar ytra og komu þar fyrst fram á hljómleikum — og siðan hófst ferill Svanfriðar hér heima. Erfiðleikar í byrjun 1 fyrstu gekk Svanfriöi illa að koma sér á framfæri hér heima, enda var hljómsveitin þá ekkert sérstök og ýmsar ytri aðstæður munu einnig hafa haft mikil áhrif. Mjög stór hópur popp- áhugafólks einblindi á Náttúru hina nýju, sem i sjálfu sér er ekki furðulegt. En þótt Náttúra hafi sannarlega ekki brugðizt vonum poppáhugafólksins, er vissulega ekki nóg að hafa hana eina, og velgengni Svanfriðar eykst dag frá degi. Um daginn var skýrt frá þvi i þessum þætti.að Svanfriður væri vinsælasta hljómsveitin i Tóna- bæ, og er þar vissulega ekki farið með rangt mál, en það eitt segir ekki nærri alla söguna um S v a n f r i ð i. Með fullri virðingu fyrir Tónabæ — Þótl okkur hafi hlotnazt sá heiður að vera númer eitt i Tónabæ og þótt fólkið sem þangað kemur hafi mikið vit aá tónlist, skulum við vona, að.við verðum ekki stimplaðir Tóna- bæjarhljómsveit með fullri virðingu fyrir staðnum, sagði Pétur Kristjánsson, þegar ég leit inn á æfingu hjá Svanfriði i vikunni. Að ven Tónabæjarhljómsveit þykir ekki virðulegur titill, það sannaðist liklega bezt á Ævintýri. Þá er við átt.að hljómsveitin sé óskaplega „commercial”, eins og Ævintýri var, þegar hljómsveitin bar þann titil — og hvað fyrirlitur virkilegt poppáhugafólk dagsins i dag meira en slika hljómsveit, Pétur með Grim Pétursson I höndunum. Þeir tveir geta náft anzi vel saman. Þá má geta þess að um daginn fann Pétur skátaflautu fööur sins og lætur hana viö og við aftstoða sig við sönginn (Ljósmyndir — Páll Reynisson) SVANFRÍÐUR enda fór svo að Ævintýri náði sér ekki á strik aftur, fyrr en hún hafði losað sig við þennan titil. Persónuleg túlkun Þeir Svanfriðarmenn ætla sér sem betur fer ekki þennan hlut, og það kemur glöggt i ljós, þegar hlustað er á þá. Þeir félagar leggja ekki áherzlu á að stæla sem bezt fiutning hljómsveita á þeim lögum sem þeir hafa tekið á listann sinn, heldur leggja þeir áherzlu á persónulega túlkun þeirra. Þeir sögðu mér, að á dans- leikjum úti á landi þrumuðu þeir oft gömlu dansana, „Einsa kalda úr Eyjunum”, ,,Ó Mariu” og fleiri lög á þann hátt, sem þeim fyndist sjálfum skemmtilegast. — Við „frikum út” á þvi sagði Gunnar, 1 þessu sambandi verður svo að taka fram, að Svan- friður er með tvö eða þrjú eigin lög á lista hjá sér núna, og þeir kváðust ganga með hugmyndir i kollinum, sem timinn skæri úr um hvernig nýttust. — Fæst orð bera minnstu ábyrgð, sagði Birgir. — Við ætlum fyrst að láta per- sónur okkar ná saman. Það er fyrsta skrefið. Bezta ball í 40 ár. Um daginn leit Svanfriður á Vestmannaeyinga, og voru þeir félagar ákaflega hressir yfir þeirri ferð, enda fréttist að þeir hefðu skotið einvöldunum þar, Logum, ref fyrir rass. — Það hefur ekki verið haldið betra balliEyjum s.l.40ár,sagði Siggi. — Þetta er i fyrsta skipti, sem ég hef haft gaman af að spila i Vestmannaeyjum. — Vestmannaeyjar hafa alltaf lagzt vel i mig, sagði Birgir. Og nú fór að færast fjör i um- ræðurnar, meðan hljóðfærin voru hvild og mikið svitamagn fjar- 1 æ g t. Fólkið má fara að halda sér Svanfriðarmenn eru mjög hressir yfir samstarfinu, enda ekki komið til tals að reka neinn úr hljómsveitinni. t raun er stefna hljómsveitarinnar á reiki . Birgir sagði: — Við erum algjörlega stefnu- lausir. Spilum það sem við „filum” hverju sinni. Þeir félagar leggja ekki bara áherzlu á góðan og hraðan tón- listarflutning, auk þess sem þeir eiga róleg lög i pokahorninu, heldur er framloma þeirra einnig talsvert atriði. Þeir vilja vera skemmtilegir um leið og þeir spila. —- Annars getur fólkið bara setið heima hjá sér i rólegheitum og hlustað á plötur, sagði Siggi. — Það er mikið að gerast, erum að fara á fleygiferð, sagði Pétur. Birgir: — Fólkið má passa sig. Siggi vildi halda þvi fram, að þeir félagar næðu þegar vel saman, og um það sagði hann m.a.: Það liggur við að við mígum hver upp i annan. Það þýðir ekkert annað. Og nú var ekki setunnar boðið, hljóðfærin voru gripin á lofti og sekúndubroti siðar var allt komið á fleygiferð upp á við. Svanfriður i Glaumbæ Ekki gat ég kvatt þá Svan- friðarmenn eftir brjálæðislegt tónleikahald, fyrr en ég hafði fengið staðfest að hljómsveitin ber nafn gullfallegrar fyrr- verandi þjónustustúlku i Glaum- bæ, sem nú vinnur með Óla Lauf inni i Glæsibæ — og ekki ætla ég að ljúka þessari grein fyrr en ég er búinn að leyfa mér þá ósvifni að fullyrða, að komi ekkert stór- háskalegt fyrir, þá á Svanfriður efticaö ná góðri og árangursrikri ferð, sem hressir poppheim okkar að miklum mun — og þá verður hann vist orðin anzi hressilegur. Að lokum: Svanfriðarmenn kvörtuðu yfir skortinum á sam- komustöðum fyrir ungt fólk hér i Reykjavik: Þeir eru ekki hinir einu, sem kvarta yfir þvi hörm- ungarástandi. Gunnar „frikum út” á því...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.