Tíminn - 18.04.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.04.1972, Blaðsíða 1
1 BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA SíNDíBlL ASTOÐIN HF EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR Fjórar beinagrindur fundust á Neskaupstað Talið að þær séu af Hollendingum eða Frökkum ÞÓ—Reykjavik Fyrir nokkru fundust fjórar beinagrindur i Neskaupstað, er verið var að taka grunn fyrir bíl- skúr. Bcinagrindurnar voru allar frekar heillegar, nema hvað hauskúpuna vantaði á tvær þeirra. Það var Jens Pétursson bil- stjóri, sem gróf grindurnar upp. Sagði þann, að hann hefði vitað um að eitthvað væri undir, og þessvegna hefði hann grafið með varúð. Fyrst kom einn leggur i ljós, og aðeins lengra inni i bakk- anum voru beinagrindurnar. Engir munir voru finnanlegir i kringum beinagringurnar, þó svo að vel hafi verið leitað. En leifar af tréverki voru þarna, sem bendir til þess að smiðað hafi veriðutan um likin á sinum tima. Jens sagði, að i hauskúpunum tveim hafi tennurnar verið heilar. Ekki er vitað hvað beinagrind- urnar eru gamlar, en talið er, að hér hafi verið um Hollendinga eða Frakka að ræða, en þeir sóttu Frh á bls. 19 Það er jafnan mikið um að vera hjá grá- sleppukörlunum þegar þeir koma að landi þessa dagana með glænýjan rauðmaga. Þeir fá varla tima til að koma bátunum upp i vörina, þvi kaupendurnir koma alveg niður að fjöruborði og kaupa þar allan aflann. Minni myndin hérna sýnir bát koma að við Ægisiðuna og kaupendurna allt i kring, en sú stærri er af einum yngsta grásleppukarli Ileykjavikur, Hallgrimi Valssyni, þar sem hann er að selja sinn afla upp við Hringbraut. Hann kemst svo langt með hann vegna þess að hann leggur upp i Skerjafirði og þangað koma fáir. (Timamynd GE og Róbert) I fllbert hirtir borgarstjóra og telur fjárhagsáætlunina of háa Ósammála flokksbræðrum sínum um 50% aukaálag á fasteignaskatta AK—Reykjavik. Albert Guðmundsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, var ekki sáttur við flokksbræður sina, þegar fjárhagsáætlun Reykjavikur var afgreidd i borgarstjórn s.l. fimmtudag. Hann lýsti þvi hiklaust yfir, að fjárhagsáætlun borgarinnar væri að sínu mati of há og andmælti á þeim forsendum auka- álagi á fasteignagjöld. bókun, sem skýrir afstöðu mína til fjárhagsáætlunarinnar árið 1972.” Bókun Alberts var svohljóðandi: „Þrátt fyrir andúð mina á hinum stórauknu álögum á fast- eignir borgarbúa, i mynd fast- eignaskatta, greiði ég fjárhags- áætluninni atkvæði mitt i trausti þess, að borgarfulltrúar sameinist um að skora á Alþingi, að endurskoða tekjustofna sveitarfélaga með það i huga að finna réttlátari tekjuöflunarleið þeim til handa en fasteigna- skatta.” Af framansögðu er auðséð, að Albert er fyrst og fremst að mót- mæla 50% aukaálagi borgar- stjóra á fasteignagjöldin, þvi að hálft prósent á fasteignamat meðal ibúðar getur ekki talizt stórvægileg útgjöld. Það munar fyrstum það, þegar borgin leggur 50% ofan á. Albert lýsir lika yfir, að hann telji fjárhagsáætlun Reykjavikur fyrir 1972 of háa, og þvi hafi ekki verið nein nauðsyn að bæta þessu ofan á. Albert samsinnir þvi gagnrýni þeirri, sem minnihlutaflokkarnir hafa uppi um þetta. I umræðunum sagði Albert meðal annars: „Þar sem fjárhagsáætlun Reykjavikurborgar fyrir árið 1972 byggist að verulegu leyti á stórauknum álögum á fasteignir borgarbúa, og er að minu mati of há, enda fasteignir vafasamur álagningarliður, þvi i fasteignum er bundið sparifé fólks, en sparifé i banka er ekki skattskylt, enda er hér um að ræða afgang af tekjum, sem fólk hefur handa á milli, eftir að það hefur greitt öll sin lög- boðnu opinberu gjöld. Háa skattlagningu á fasteignir lit ég sem dulbúna eignaupptöku, og þar með brjóta i bága við réttarvitund fólks. Fé bundið i fasteignum á að njóta sömu friðinda og annað sparifé, og þess vegna leyfi ég mér að leggja fram Bretar t dag kemur til landsins tveggja manna opinber sendinefnd frá Bretlandi, að þvi er segir i Times, til að reyna að komast að bráða- birgðasamkomulagi i landhelgis- málinu. í fýluferð Ingvi Ingvarsson i utanrikis- ráðuneytinu sagði hins vegar, að aðalerindi Bretanna væri að ræða við brezka sendiherrann hér, og væru engar viðræður þeirra viö islenzka aðila ákveðnar enn. Lokuðust inni milli snjóskriða BS—Ólafsfirði. Seint á laugardag féllu snjó- skriður i Múlanum og stöðvuðu alla umferð um veginn. Voru þá tveir bilar á leið til Ólafsfjarðar, sendibill og brunabill, sem Ólafsfjarðarbær er að kaupa. Þegar ökumennirnir koma út undir Flagið,sjá þeir að nýfallin snjóskriða lokar þeim leiðina áfram,og ætla þeir þvi að snúa við til Dalvikur. En þegar þeir koma inn að Vogagjá, hafði fallið þar snjóskriða, sem íokaði þeim leiðina til baka. Mennirnir sáu þvi þann kostinn vænstan að skilja bilana eftir og ganga til Ólafsfjarðar. A sunnu- dagsmorgun var svo öllum snjó ogaurýtt. af veginum,og ökuþór- arnir komust á leiðarenda með bila sina skömmu fyrir hádegi. Drengur kafnaði í húsbruna á Hellissandi ÞÓ—Reykjavik Tveggja ára drengur, J"ónas Birgir Jónasson,kafnaði i reyk, er eldur kom upp i húsinu að Snæfellsási 3 á Hellissandi i fyrramorgun. Drengurinn var gestkomandi á Hellissandi ásamt móðursinniog eldri bróður. Þau fengu bæði reykeytrun, og voru flutt á Landspitalánn með sjúkraflug- vél. Barnið er ennþá með- vitundarlaust, en samkvæmt þvi, sem læknar á Landspitalanum sögðu i gærkvöldi,er liðan þess heldur skárri, þó svo að það sé ekki úr allri hættu. Það var á niunda timanum i fyrramorgun, að vart var við eld i ibúðinni, og voru það ibúar i næstu ibúð, sem uröu varir við eldinn. Strax var kallað á aðstoð, en er komizt varð inn i ibúðina, var reykurinn þar orðinn mjög mikill og farinn að hafa skað- vænleg áhrif á fólkiö, sem allt var i fasta svefni, er eldurinn kom upp. Strax og fólkinu varnáðút,var hafizt handa um að koma börnunum til meðvitundar á ný, og var blástursaðferðin notuð fyrst, en slðan súrefni. Eldurinn kom upp i herberginu þar sem börnin sváfu, og náðist hann aldrei til að magnast veru- lega, en ókunnugt er um eldsupp- tök. Skemmdir á húsinu urðu af reyk og vatni. Húsið var vá- tryggt, en innbú ekki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.