Tíminn - 18.04.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.04.1972, Blaðsíða 2
TÍMINN Þriðjudagur 18. aprn 1972. Tímabil stórvirkja Rikisstjórnin hefur setiö i niu mánuði. Morgunblaðið gefur henni eftirfarandi einkunn i Reykjavfkurbréfi s.l. sunnudag eftir þennan reynslutima: „Flumbruskapur vinstri stjórnarinnar er svo sannar- lega einstæður. Engri rikis- stjórn hefur farnazt jafnilla og þeirri, sem nú er viö völd, enda er ekki of sagt, að ráð- herrarnir séu heillum horfnir." Það er ekki verið að sniða af orðaleppunum, en hins vegar skortir mjög á að gifuryrðin séu rökstudd, og sannast hér enn, að þegar rökin þrýtur, taka fáryrðin viö I ihaldsher- búðum. Satt aö segja getur rikisstjórn félagshyggju- manna varla óskað sér betri einkunnar ihaldsin^ en svona gusu. Menn taka eftir þvi, að stjórnin er ekki sökuð um aö- gerðaleysi heldur „flumbru- skap", en það þýðir einfald- lega að stjórnin hafi tekið svo rösklega til höndum að ryðja brott ihaldsverkum siðustu ára og hefja i verki félags- hyggjusjónarmið, sem eru mest eitur i beinum ihaldsins, aö það getur ekki hljóöum haldið. Sannleikurinn er sá, að það, sem ihaldið kallar „flumbru- skap", eru . mestu stórvirki andstæð ihaldsstefnu, sem nokkur islerfzk rikisstjórn hefur unniö á jafnskömmum tima siðan a' á dögum stakka- skiptastjórnarinnar 1927. Þetta sannast bezt á viö- brögðum ihaldsins. Vonandi fær ihaldið að sjá meira af slikum verkum þessarar stjórnar verkum sem Mbl. á engin önnur orð yfir en „flumbruskapur". Meðan slikar einkunnir birtast dag- lega i Mogga, hafa ráð- herrarnir góðan áttavita, og þeir vita, að óhætt er að sigla sömu stefnu. Staðlausar aðdróttanir Morgunblaðið fyllyrðir lika á sunnudaginn, að augljóst sé, að engin ákvörðun um brottför varnarliðsins veröi nokkurn tima tekin af núverandi rikis- stjórn, þvi að „þrir 'af þing- mönnum stjórnarflokkanna, hafa lyst þvi yfir skýrt og skorinort, að þeir muni ekki ljá atkvæði sitt til að gera Is- land varnarlaust, eins og nú er umhorfs i okkar heimshluta", eins og blaðið segir. Hér fer blaðið með staðlausar að- ¦ dróttanir, bæði um þessa þrjá þingmenn og bandalagsþjóðir okkar. Það eru staðlausir stafir, að þingmennirnir hafi gert slika yfirlýsingu. Þeir hafa einmitt látið i ljós ein- læga von um, að könnun á varnarmálum leiði til þess mats, að unnt veröi aö láta herinn fara. Það er þvi ó- sæmandi aðdróttun viö al- þingismenn að þeir muni ekki meta þetta mál hlutlægt eða standa við þann málefna- samning rikisstjórnarinnar, sem þeir eru aðilar að. Morgunblaðið stagast sifellt á þvi, að fsland verði „varnar- laust" : ef erlendi herinn fari. Þetta er ósæmileg aðdróttun i garð bandalagsþjóöa okkar um að þær ætli að brjóta á okkur Atlantshafssáttmálann, sem gerir beinlinis ráð fyrir þvi, sem eðlilegu ástandi aðildar okkar að hér sé ekki her á friðartima, en felur i sér skuldbindingar ef til átaka kemur. -AK Enn úrtölunöldur um Bændahöllina E.G. úr Rángarvallasýslu sendir Landfara eftirfarandi pistil um Bændahöllina og ágrein- ing þann, sem enn stendur um hana og stækkun hennar. „Landfari góður. Þegar húsnæði Búnaðarfélags fslands i Lækjargötu var orðið svo litið, að hyggja varð aö öðru, greindi menn á, hvernig úr yrði bætt. Vildu flestir byggja, en sumir svo smátt, að aðeins nægöi þörf félagsins á þeim tima. Hefði hver sá, sem þangað átti erindi, oröið aö sækja sér næringu og náttstað eitthvað út i bæ. Slik hefði aðstaðan verið, ef ráðum þessara manna hefði verið fylgt. Nú sér enginn islenzkur bóndi eftir þvi að hafa átt svo framsýna framámenn að koma sliku húsi upp, sem Bændahöllin er nú, þegar borgarstjórn Reykjavikur bauð þessa glæsilegu lóð með þeim skilyrðum, að þar yrði um leið hótel og gistiaðstaða. Nú þegar fyrirhuguö er betri nýting þess húsakosts, sem fyrir er, með viðbótarbyggingu, byrjar sami söngurinn um að þetta eigi bændur ekki að gera, en engin rök færð fyrir þvi, að þetta eigi, ekki aö gera, þótt hver einasti ts- lendingur, sem einhver umsvif hefur, kappkosti eftir mætti að hagræða vinnuafli og tækjab- únaði til sem beztrar nýtingar, svo að eftirtekjan verði sem mest. Þetta mega forráðamenn Bændahallarinnar ekki gera að þeirra mati, sem svona syngja. Fyrstur reið á vaðið bóndinn á Sandi, sem virðist vera orðinn einn aðalráðgjafi Morgun- blaðsins, og var þá slegin barlómsbumban. Siðan kom borgfirzkur bóndi fram i Timanum og sagði, að þetta ættu bændur ekki að gera, en hvers vegna nefndi hann ekki. Svo hleypur súkkulaðidrengur af Rangárvöllum hvað eftir annað i útvarpið til að vara bændur við þessari hættu. En hvaö er aö óttast? Halda menn að Þorvaldur i Sild og fisk sé að stækka Hótel Holt, eða Lúð- vik Hjálmtýsson að byggja stærðar gistihús aðeins til þess að koma aurunum sinum i lóg fyrir fulltog allt. Trúlegt þykir mér, að þeir eigi einhverja gróðavon i leynum hugans. Þessu er ekki andmælt, þegar einstaklingar ráöast i slika fjárfestingu, en ef stjórnendur Bændahallarinnar hyggjast bæta rekstraraðstöðuna og vinnuhagræðingu með þvi að bæta við byggingu, og um leið stækka bændasamtök landsins i augum allra, þá er risið upp til að andmæla. Dagblaöið Visir segir i frétt 25. febr. s.l.: „Samkvæmt rekstrar- áætlun, sem Hagvangur h.f. hefur gert i samvinnu við forráðamenn Bændahallarinnar, mun við- byggingin skila umfram skulda- vexti 190 milljónum á árunum 1975—1985." Eftir þessu að dæma er áhætta ekki mikil, svo framar- lega sem hægt er að fá innlent fjármagn. Samkvæmt rekstrar- reikningi Bændahallarinnar tvö s.l. ár, er hagnaöurinn á tiundu milljón, og verður það að teljast gott, miðað við aðstöðu óg að þurfa að búa við erlend lán, sem hækkaði skuldina um 35 millj. i gengislækkunum „viðreisnar- innar". Væri gaman að fá út reiknað, hve hagnaður þessa húss væri mikill s.l. ár, ef aðeins inn- lent fjármagn hefði verið notað i bygginguna i fyrstu. Vonandi lætur stjórn Bænda- hallarinnar þetta úrtölunöldur afturhaldsmanna sem vind um eyru þjóta, þvi að þeirra ráö hafa aldrei reynzt happadrjúg, hvorki fyrir einstaklinga né þjóðarheild. E.G.Rangárþingi. Garðahreppur FRÁ BARNASKÓLA GARÐAHREPPS Fólk, sem flytur i Garðahrepp á þessu ári, er vinsamlegast beðið að innrita skóla- skyld börn sin, 6-12 ára nú þegar. Tekið á móti umsóknum i simum skólans 42756 og 42680 kl. 10-12 Og 13-15. Skólastjóri. Skólatöflur . Nú er timabært að panta fyrir næsta haust. Við getum boðið yður mjög vandaðar emalieraðar stál- plötur, fyrir segul. Hægt er að fá þær með útbúnaði til að hækka þær og lækka.Einnig með hliðar vængjum, sem geta verið strikaðir, eða með myndloða og sýningartjaldi. Bréflegar fyrirspurnir og pantanir óskast. STAFN H/F, Brautarholti 2, Box 5143, Reykjavik. FRAMKVÆMDASTJORI Staða framkvæmdastjóra við frystihús og útgerðarfélag á Norð-Austurlandi er laus til umsóknar nú þegar. Lysthafendur vinsamlegast leggi nöfn sin inná afgreiðslu blaðsins, ásamt upp- lýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, kaupkröfum og öðrum þeim upplýs- ingum er umsækjendur vildu láta koma fram, merkt „FRAMKVÆMDASTJÓRI" ™ Sunnuferðir Utanlandsferðir við allra hæfi 1972 Mallorka — (London)8-28dagar verðfrá kr. 12.800.- Brottför hálfsmánaðarlega og vikulega frá 27/7-21/9. Þér veljið um dvöl á hótelum og ibúðum. Eigin skrifstofa Sunnu i Palma með islenzku starfsfólki veitir öryggi og ómetanlega þjónustu. Mallorka er fjölsóttasta ferðamannaparadis Evrópu, sólskinsparadis vetur, sumar vor og haust. Glæsileg hótel, fjölbreytt skemmtanalíf, ekkert veður en sjórinn og sólskinið eins og fólk vill hafa það. Fjölskylduaf- sláttur. Costa del Sol — (London) 8-28 dagar verð frá kr. 12.800.- Brottför hálfsmánaðarlega með viðkomu i London á heimleið og beint leiguflug frá 15/6. Hálfsmánaðarlega og vikulega 27/7-til 21/9. Þér veljið um dvöl i góðum hótelum (Alay og Las Palomas) og ibúðum (Sofico, Perlas Olimpo og luxusibúðunum Playaman.Costa del Sol er næst vinsælasta sólskinsparadisin við Miðjaröarhafið. Fjölskylduafsláttur fyrir þá sem búa f íbúðum.. Tveir islenzkir fararstjórar og skrifstofuaðstaða Sunnu i Torremolinos. Kaupmannahöfn 8-28 dagar. Ótrúlega ódýrar ferðir i áætlunar- og leiguflugi. Eigin skrifstofa Sunnu iKaupmannahöfn tryggir farþegum góða fyrirgreiðslu og út- vegun framhaldsferða frá Kaupmannahöfn m.a. með Tjæreborg, sem Sunna hefir söluumboð fyrir. London 8-28 dagar. Ótrúlega ódýrar ferðir meö áætlunarflugi á nýjum fargjöldum árið um kringnema 1/6-1/9 (þanntimaörlitiðhærra verð). Aðrar Sunnuferðir með islenzkum fararstjórum. Norðurlandaferð 15 dagar brottför 29. júni. Kaupmannahöfn, Oslo og Þelamörk. Ekið um Svíþjóð og vatna- héruðin á leið til Kaupmannahafnar frá Noregi. Kaupmannahöfn-Rínarlönd 15 dagar, brottför 6. júli og 3. ágúst. Þetta er vinsæl ferð. Fólk kynnist sumarfegurð og gleði i Kaup- mannahöfn. Ekið um Þýzkaland til Rínarlanda, þ'ar sem dvalið er I nokkra daga. Skemmtisigling á Miðjarðarhafi 15 dagar, brottför 7. sept. Ótrúlega ódýr ferð með skemmtiferðaskipi um Miðjarðarhafið. Flogið til Feneyja og siglt þaðan. Komið við og dvalið i Kaup- mannahöfn á heimleiðinni. Kaupmannahöfn — Rom-Sorrento. 21 dagur, brottför 13. júll. Dvalið i viku I Rómaborg. Borgin skoðuð. önnur vika i hinum undurfagra bæ Sorrento, þar sem aðstaða er til sólbaðsdýrkunar á baðströnd og skemmtiferða við hinn undurfagra Napoliflóa. Vika i Kaupmannahöfn á heimleið. Paris — Rínarlönd — Sviss.16 dagar, brottför 20. águst. Þessi vinsæla ferö er farin svo til óbreytt ár eftir ár og lýkur á Vfn- hátfðinni þegar drottningin er krýnd I Rinarlandabyggðum. London — Amsterdam — Kaupmannahöfn. 12 dagar, brottför 13. ágúst. Þessi vinsæla ferð gefur fólki tækifæri til að kynnast þremur skemmtilegum stórborgum. Hægt að framlengja dvöl í Kaup- mannahöfn. Tokyoferðir. Ótrúlegt tækifæri fyrir fólk í viðskiptaerindum, eða skemmtiferð- um. 10 daga ferðir fyrir kr. 94.000. Flugferðir og hótel. Kynniö ykkur verð og gæði Sunnuferðanna með áætlunarflugi eða hinu ótrúlega ódýra leiguflugi. SUNNA gerir öllum kleift að ferðast. Farið aldrei í ferðalag án þess að kanna ferðalagið fyrst hjá Sunnu. Sunna er alþjóðleg ferðask'rifstofa, viðurkennd af IATA og selur flugfarseðla með öllum flugfélögum, um allan heim. Suiuia annast einstaklingsferðir fyrir mikinn fjölda fyrirtækja og stofnana. bÍillliK I ferðaskrif stofa bankastræti 7 'travel símar 16400 12070

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.