Tíminn - 18.04.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.04.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN Þriðjudagur 18. april 1972.. Hagkvæmni í rekstri Mjólkurbús Flóamanna vex sífellt og bætir hag bænda Aðalfundur Mjólkurbús Flóa- manna er liklega oftast fjölmenn- asti bændafundur, sem haldinn er á landinu. Þangað sækja bændur af stærsta, samfellda undirlendi landsins, allt vestan frá Hellis- heiði austur að Skeiðarársandi. Gestir slæðast einnig að. Hér eru lika að sækja til fundar og ráða málum til lykta eigendur stærsta mjólkurbús á Norðurlöndum, að þvi að talið er. Innleggjendur mjólkur i búið voru á s.l. ári 939, en haföi fækkað um 22.Þetta er árviss þróun. Fyrir tæpum áratug voru mjólkurbændur á svæðinu um 1100. Fækkunin er raunar meiri, en þessar tölur segja, þvi að innleggssvæði mjólkurbúsins hefur sifellt verið að stækka, teygja sig autur á bóginn, unz nú er komið að markalinu, sem ekki verður farið yfir um sinn, Skeiðarársandi, hvort sem öræf- ingar fara að flytja mjólk vestur, þegar vegurinn er kominn yfir sandinn. 1 Arnessýslu fækkaði mjólkur- bændum um 20, i Rangárvallasýslu um 9, en i V-Skaft.-fjölgaði þeim um 7. Þessar tölur sýna, að þeim fækkaði raunverulega um 29 á aðalsvæðinu, en nokkrir bættust við á austurmörkunum, svæðið stækkaði. Arsfundur Mjólkurbús Flóa- manna, sem haldinn var i hinu stóra og glæsilega félagsheimili Gnúpverja að Arnesi s .1. föstu- dag, varð þó ekki eins f jölmennur og stundum áður. Þó munu hafa sótt hann á fimmta hundrað bænda, þegar flest var. Þarna var afar rúmt um fundarmenn og að- staða öll hin bezta. En nokkuð langt er að sækja fyrir marga bændur, og mun það að likindum hafa valdið, að færri voru á fundi en stundum áður. Skipulag og hefð þessara funda er á margan hátt til fyrirmyndar um slika fulltrúafundi. Fulltrúar eru tveir fyrir flestar deildir bús- ins, en þrir fyrir þær stærstu og einn fyrir þær minnstu. 1 þetta sinn voru fulltrúar 55, auk stjórn- ar og framkvæmdastjóra. Hinn mikli fjöldi bænda á fundinum fylgist hins vegar vel með störf- Sigurgrímur Jónsson.stjórnarformaður,I ræðustól en Þorsteinn Sigurðsson á Vatnsleysu fundarstjóri til vinstri. um og fær að taka þátt i umræð- um, að minnsta kosti hinum al- mennu, sem fram fara að loknum aðalfundarstörfum við reiknings- skil og kosningar. Þær umræður eru æfinlega fjórugar, og er kom- ið viða við á hinum breiða vett- vangi landbúnaðarmála, og skoðanaskipti hressileg, þótt fundirnir hafi jafnan fylgt þeirri meginreglu, sem liklegust er til þess að varðveita samstöðu um samvinnustarfið innan MB. F. — þ.e. vinnslu og sölu búvaranna — að fara ekki svo að teljandi sé út fyrir þann hring i fundarályktun- um, heldur láta það eftir stéttar- félögum bænda. Eigi að siður eru málin rædd fullum hálsi eins og þau ber að hverju sinni. Mjólkurbúsfundurinn i Arnesi á föstudaginn varengin undantekn- ing um þetta. Þegar kosningum var lokið ræddi Grétar Simonar- son mjólkurbússtjóri nokkuð um meðferð mjólkur, fituinnihald hennar o.fl. og Birgir Guðmunds- son, ungur mjólkurfræðingur, sem sérstaklega hefur kynnt sér eftirlit með mjaltavélum og kæli- Óskilamunir t vörzlu rannsóknarlögreglunnar er nú margt óskilamuna, svo sem reiðhjól, fatn- aður, lyklaveski, lyklakippur, veski, buddur, úr, gleraugu, o.fl. Eru þeir, sem slikum munum hafa týnt, vinsamlegast beðnir að gefa sig fram i skrifstofu rannsóknarlögreglunnar, Borgartúni 7 i kjallara (gengið um undir- ganginn) næstu daga kl. 2-4 og 5-7 e.h. til að taka við munum sinum, sem þar kunna að vera. Þeir munir, sem ekki verða sóttir, verða seldir á uppboði innan skamms. HESTAMANNAFELAGIÐ DREYRI Akranesi og nágrenni minnist 25 ára afmælis sins að Hótel Akra- nesi, laugardaginn 22. april kl. 21. Fjölbreytt skemmtiatriði — Kaffiveit- ingar — Hljómsveit Á.G. leikur. Miða- pantanir hjá Sigurði Björnssyni, Stóra- Lambhaga og i simum 1332 og 1485 Akra- nesi til fimmtudagskvölds, og við inn- ganginn. Allir félagar eldri og yngri fjöl- mennið og takið með ykkur gesti. Nefndin. tönkum á heimilum og leiðbein- ingar um notkun þessara tækja erlendis, flutti greinargott erindi um þessi mál. Tankvæðing á heildarútborgun til bænda fyrir mjólkina, en árið 1971 5,4%. Um 66% af mjólk til búsins eru nú flutt þangað i tankbilum. wF^ t m : i^j b \ : ¦HHnBBBÍn WmSSi s:'sfí"-ÆS i Gunnar Guöbjartsson mjólkursvæði búsins hefur gengið hratt siðustu árin, og komu fram a fundinum sérstakar þakkir til Grétars Simonarsonar fyrir þaö, hve ötulega hann hefði beitt sér fyrir þvi máli. Bændur finna vel, hve þetta er mikilvægt, bæöi til þess að tryggja gæði mjólkurinn- ar og ekki siður til þess að lækka flutningskosthað að búinu. En þessi tæki þurfa gott eftirlit, og búið hefur stóraukið þessa aðstoð af sinni hálfu Nú starfa hjá Mjólkurbúi Flóamanna 8 rann- sóknarmenn og leiðbeinendur, og hefur þeim fjölgað mjög á seinni árum. Þótt allur flutningskostnaöur hafi stórhækkað jafnt og þétt i landinu hin siðustu ár, hefur kostnaður við flutning mjólkur að búinu farið töluvert lækkandi. Arið 1960 var hann 8,15% af Birgir Guðmundsson, mjólkurfræðingur. Gestur fundarins var Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttar- sambands bænda, og flutti hann glöggt erindi um hið nýja frum- varp að framleiösluráðslögum, sem lagt hafði verið fram á þingi nokkrum dögum áður. Hann gerði grein fyrir þeim breytingum frá eldri lögum, sem i frumvarpinu felast, en þær eru allveigamiklar bæði fyrir bændur og neytendur. t frumvarpinu eru teknar til greina flestar þær breytingartillögur, sem Stéttarsamband bænda hefur lagt til, en þessi mál hafa verið á dagskrá aðalfunda þess að undanfórnu, og aukafundur hald- inn um málið nú i vetur. A eftir erindi Gunnars snerust umræður mest um breytingarnar i frumvarpinu, og þó einkum um heimild þess til þess að leggja sérstakan skatt á innfluttan fóðurbæti, en það mál hefur um sinn verið nokkurt ágreiningsefni meðal bænda landsins. Urðu um- ræður allharðar, og mæltu sumir með en aðrir á móti. Ýmsir töldu mikilvægt, að bændastéttin hefði þetta mál i sinni hendi og gæti beitt heimildinni þegar þurfa þætti og gert tvennt i einu- að mynda sjóð, sem gripa mætti til, þegar útflutningsbætur dygðu ekki til grundvallarverðs á þeim vörum, sem fluttar væru út, og eins að hafa hemil gegn þvi að bú- vörur væru nær eingöngu fram- leiddar á tollfrjálsu og ódýru inn- fluttu fóðri, en siðan þyrfti að flytja þær út með háum útflutn- ingsbótum. Aðrir töldu þetta varhugaverð- an skatt, þvi að hann mundi koma illa við þá, sem ekki hefðu næga heyöflunarmöguleika til þess að halda uppi nægilega stóru búi,'og eins væri viðbúið, að hann stuð- laði að þvi að mjólkurframleiðsla færðist meira á sumarið, en það væri hættulegt vegna markaðs- ins. Fram komu tvær tillögur, sem báðar lutu að þvi að mótmæla skattinum. Ágúst Þorvaldsson alþingis- maður ræddi málið allitarlega og kvað augljóst, að þessi skatt- heimild hefði bæði kosti og galla, og hefðu flest rök með og móti komið fram i umíæðunum. Hann benti hins vegar á það, að aðal- fundir Mjólkurbús Flóamanna hefðu jafnan fylgt þeirri reglu að miða samþykktir sinar við félagsmál. Þetta væru samtök um vinnslu og sölu mjólkurvara og til þess að efla samstöðu um þau hagsmunamál, hefðu fulltrú- ar talið farsælast að binda sig að mestu við þau, en útkljá þar ekki ágreining um önnur mál, heldur láta ste'ttar- og fagsamtök bænda- stéttarinnar um það, þvi aö þar væri hinn rétti vettvangur til þess. Hann kvað fundi Mjólkur- bús Flóamanna ekki hafa gert samþykktir með eða móti öðrum sköttum eða sérgjöldum, sem bændasamtökin eða rikisvald og Alþingi hefðu lagt á búvörur, heldur hefði álit um þetta komið fram á öðrum vettvangi bænda- samtaka. Hann lagði þvi til, að fundurinn ályktaði um þetta atriði frumvarpsins eitt með eða móti, þótt hins vegar væri eðlilegt að þetta væri rætt fram og aftur. Tillögurnar voru siöan felldar, önnur með jöfnum atkvæðum, 18 gegn 18, en hin með 21 atkv. gegn 18. Fulltrúar greiddu aö sjálf- sögðu einir atkvæði. A fundinum kom fram mikil ánægja með góðan rekstur Mjólkurbús Flóamanna á s.l. ári. Búið greiddi nú i fyrsta skipti vexti til bænda af innstæðum, sem standa tiltekinn tima, fyrir innlagða mjólk, og töldu menn það spor i rétta átt. Var greini- legt, að hinn góði rekstur búsins á árinu og siaukin hagkvæmni reið baggamuninn um það, að fullt grundvallarverö náðist nú fyrir mjólkina á þessu svæði. —AK Grétar SImonarson,mjólkurbússtjóri,flytur ræöu slna á aðalfundi MBF, en við boroio sitja tunaarntararmr Jón Helgason og Eggert Ólafsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.