Tíminn - 18.04.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.04.1972, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 18. april 1972. TÍMINN .u,í. 11 i Fá atdrei að sjá handa- verk sín Brezkt fyrirtæki, sem helgar sig skipulagningu, hefur fengið það verkefni að endurskipu- leggja og fegra stræti og torg i tveimur aðalborgum mú- hameðstrúarmanna, Mekka og Medina. Samningur Arabanna við fyrirtækið, sem nefnist Brian J. Glouston & Co, hljóðar upp á 3500 milljónir króna. Einn er þó galli á gjöf Njarðar. Bretarnir fá aldrei að lita augum þau svæði, sem þeir eiga að skipuleggja, og ekki fá þeir heldur að sjá, hvernig handa- verk þeirra hafa heppnazt eftir að þau hafa veriö framkvæmd, þvi trúleysingjum er al- gjörlega bannað að stiga fæti á þessi svæði. Allt starfið verður framkvæmt eftir loftmyndum. , 7 Upphaf Pétursborgar Ef spurt er um: Hvert var upphaf Pétursborgar? (en svo hét Leningrað áður), er hægt að svara þvi nákvæmlega. Bygging borgarinnar hófst með litlu timburhúsi á einni hinna mörgu eyja i Nevaflóa, sem byggt var 1703, en þar bjó Pétur mikli. Nú er unniö að þvf að gera við þetta gamla timburhús i þvi tilefni, aö Unesco hefur ák- veðið að minnast á alþjóðavett- vangi 1773, að 300 ár eru liðin frá fæðingu Péturs mikla. Fjarlægð verður múrhúð, sem sett var utan á húsið á siðustu öld, og gert við timbrið. Að lokinni viðgerð veröur húsinu breytt i safn. Baðar sig í sjónum 10 mánuði á ári Þessi frú heitir Biddy Heil- mann. Hún er 76 ára gömul og býr á Skagen í Danmörku. Þar hefur hún lagt það i vana sinn að fara og fá sér bað i sjónum hvorki meira ná minna en dag hvern, tiu mánuði á ári. Biddy var eitt sinn fræg söngkona, en kemur ekki lengur opinberlega fram. Hún er full af lifsfjöri og krafti, og segist telja, að það eigi hún aö þakka þvi, að hún baðar sig i sjónum jafnskjótt og isa tekur af á veturna. Heimili hennar er nokkuð dularfullt. Þar úir allt og grúir af gömlum hlutum, og hún safnar meira aö segja jólatrjám, og þaö sem meira er, það logar á 144 jólaljósum á trjám hennar allt árið. Setur markið hátt Þessi unga stúlka, sem heitir Abigal Banglos, á heima á Hawaii. Haria hefur lengi dreymt að fá að ferðast um- hverfis hnöttinn, en draumur hennar hefur enn ekki orðið að raunveruleika. A siðasta ári var hún valin bezta ljósmynda- fyrirsæta og módelið í skóla fyrir sýningastúlkur á Hawaii. Eftir það vonaðist hún til þess að fá tilboð um kvikmyndaleik eitthvað álika spennanm, en ekkert tilboð hefur enn borizt. Þvi er það, að nú hefur hún á- kveöið að gerast flugfreyja, og hver veit nema einhver uppgötvi hana, eftir að hún er komin upp i loftið og farin að fljúga. Minnsta kosti hefur hún útlitið með sér. Hjálmar var latur og lá i sófanum mestan hluta dagsins. Svo var það,að áttræð móðir hans ýtti við honum og tilkynnti, að það — Þetta er skakkt númer. Ég er búinn að hringja þrisvar og þeir segja alltaf, að þetta sé i ölgerð- inni. vantaði brenni á eldinn, og baö hann að sækja það. —Nei, heyrðu nú manna, svaraði Hjálmar. —Eigum við ekki að láta okkur nægja að slita út einni kynslóð i einu. Ungur maður hafði gert stúlku nokkurri vægast sagt dónalegt til- boð. Hún reiddist og kærði málið Fyrir réttinum bað dómarinn stúlkuna, að segja kvið- dómendum hvað piltur hefði sagt, en hún neitaði og sagði, að slik orð tæki hún sér ekki i munn. Loks féllst hún á að skrifa það á miða, sem látinn var ganga milli kvið- dómenda. Meðal þeirra var myndarleg kona. Þegar hún hafði lesið miðann og ætlaði að rétta sessunaut sinum hann, sá hún, að hann dottaði. Hún hnippti i hann og rétti honum svo miðann. Hann deplaði augunum og las, undrandi á svip, en brosti svo ánægjulega og kinkaði kolli til hennar.... — Láttu blöðin, sjónvarpið og út- varpið vita i hvelli, og nú megið þér koma inn, herra Jensen. Gamall skógarhöggsmaður var lagður inn á spitala en hjúkrunar- konunum fannst sannarlega ekki veita af að setja hann i baö, þar sem hann sýndi ekki nokkurn á- huga á að þrifa sig. —Hér þvoum við okkur á hverjum degi, sagði hjúkrunarkonan. —Stórfint! svaraði sá gamli. —Ég þoli ekki skitugt kvenfólk. DENNI DÆMALAUSI Pabbi reyndu að bölva fyrst, þá gæti vel veriö, að kúlan færi f hol- una.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.