Tíminn - 18.04.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.04.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Þriðjudagur 18. apríl 1972. TIMABÆRT AÐ .KANNAORSAKIR FOLKSFLUTNINGANNA EB-Reykjavik. A fundi i Sameinuöu Alþingi s.l. þriðjudag, mælti Eysteinn Jóns- son (F) fyrir tillögu til þings- alyktunar um, að rikisstjórnin beiti sér fyrir framkvæmd þjóð- félagslegra rannsókna á orsökum fólksflutninga frá hinum ýmsu landshlutum til þcttbýlissvæð- anna við Faxaflóa, cn Eysteinn flyturþessa tillögu ásamt þremur öðrum þingmönnum Fram- sóknarflokksins. t framsöguræðu sinni sagði Eysteinn, að á undanförnum ára- tugum hefðu hinir miklu búferla- flutningar verið eitt helzta ein- kenni islenzkrar þjóðfélagsþró- unar. Fólksflutningar til höfuð- borgarsvæðisins hefði skapað margþætt vandamál og þau settu mjög svip á alla islenzka þjóö- félagsgerð. Alþingi og rikisstjórnin og ýmsir aðrir aðilar hefðu ýmislegt gert tilaðreyna aö draga úr þess- ari öru þróum. Sjálfsagt heföu ýmsar framkvæmdir haft sin áhrif i þá átt, en samt sem áður, hefði ekki fullur árangur náðst, að flestra dómi, i þvi að halda jafnvægi i byggð landsins. Byggð hefðu verið hafnar- mannvirki, samgöngur efldar, at- vinnufyrirtækjum hefði verið komið á fót, menntunaraðstaða bætt, en þrátt fyrir þetta, rýrnaði hlutfallslegur ibúafjöldi lands- byggðarinnar, miöað við þétt- býlissvæðin við Faxaflóa, Færi svo fram sem horfði i þessum efn- um, hlyti fækkandi ibúafjöldi til- Eysteinn Jónsson tölulega úti á landsbyggðinni að þýða, að örðugra yrði um nýtingu landsgæðanna en vera ætti, og af þvi myndi leiða aukinn vanda á sviði framleiðslu, bæði til lands og sjávar, Mörg dæmi sýndu og sönnuðu, að þótt næg og mikil atvinna væri fyrir hendi, gæti ibúum byggðarlaga allt aö fækkað. Þessi dæmi hefðum við i reynd. Auðvelt væri að geta sér til um orsakir oft á tiðum i þessu sam- bandi, en venjulega yrði þar um tilgátur að ræða. — Ég geri fastlega ráð fyrir þvi að i þessu sambandi séu að verki ýmsir þættir, sem við fram að þessu höfum tæpast gert okkur nægilega vel grein fyrir. Þetta finnst okkur flutningsmönnum og þess vegna höfum við lagt i það að flytja þessa þingsályktunar- tillögu og teljum við, að það sé full ástæða til að skoða það með öðrum hætti, en áður hefur verið gert, sagði Eysteinn. A undanförnum árum hefði þjóðin eignazt unga og áhuga- sama fræðimenn i félagsvis- indum og komið hefði verið á fót námsbraut i þeirri grein við Háskólann. Flutningsmönnum tillögunnar fyndist, að nú væri kominn timi til þess, að fram færi visindaleg athugun á þvi, hvaða öfl væru hér aðallega að verki i sambandi við þessa miklu fólks- flutninga. — Við erum áreiðanlega öll sammála um, aö hér er '„¦ um vandamál að ræða og þyrfti að koma við skynsamlegum breyt- ingum iþessuefni, en óneitanlega er það fyrsta skilyrðið til að geta gert nægilega skynsamlegar ráð- stafanir til þess að bæta úr, að mönnum séu orsakirnar fyllilega ljósar. Og við höfum áreiðanlega nú mönnum á að skipa, sem geta framkvæmt athuganir af þessu tagi með betri árangri en áður hefur verið auðið, hafa betri skil- yrði til að fá um þetta upplýs- ingar, sem geti varpað yfir þetta skærara ljósi en áður hefur verið unnt — og þvi er tillaga okkar fram komin, sagði Eysteinn Jons- son að lokum. Jón Skaftason í þingræðu: MJÖG MIKILS VIRÐI AÐ HAFSBOTNSSTOFNUN SAM EINUÐUÞJÓÐANNA VERÐI HÉR STAÐSETT EB — Reykjavik. A fundi i Sameinuðu Alþingi s.l. þriðjudag, mælti Jón Skaftason (F) fyrir tillögu þeirri, er hann flytur iiin, af) rikisstjórnin láti at- huga nú þegar möguleika á þvi, að fá væntanlegri Hafbotnsstofn- un Sameinuðu þjóðanna ákveðinn samastað hér á landi. 1 frámsöguræðu sagði Jón m.a., að i umræðum þeim, sem fram hefðu farið i Hafbotnsnefnd Sam- einuðu þjóðanna, hefði að jafnaði veriö út frá þvi gengið að koma Hafbotnsstofnun SÞ á laggirnar sem fyrst. Yrði hlutverk hennar að fara með málefni hins alþjóð- lega hafbotnssvæðis I umboði SÞ, þ.e. að sjá um að þeim alþjóða- samningum, sem samþykktir yrðu um vinnslu auðlinda svæðis- ins yrði framfylgt, annast ef til villsjálf einhverja vinnslu þeirra, gefa út vinnsluleyfi til einstakra rikja og fá settar reglur til þess að komai veg fyrir mengun sjávar o.s.frv. Nokkrar deilur hefði stað- ið um það á vettvangi SÞ hversu mikið valdsvið þessarar stofn- unar skyldi vera og aðhylltust flest þróunarrikin, að vald hennar yrði mikið og viðtækt, t.d. að- hylltust þau flest, að stofnunin ynni að mestu leyti sjálf þau auð- Jón Skaftason æfi af hinu alþjóðlega hafbotns- svæði, sem þar væru fyrir, en iðnaðarrikin i Evrópu, Banda- rikin og fleiri,vildu hins vegar ganga skemmra i þessum efnum og hefði verið um þetta nokkuð mikið deilt. Siðan sagði Jón Skaftason m.a: — A þessu stigi mála, verður ekkert fullyrt um, hvað ofan á verður i þessum efnum og ekki verður heldur sagt með viss\i nú, hvenær stofnun þessi kemst á laggirnar, en þó telja flestir þaö sennilegast að það verði á þessum áratug. Með tillögu þeirri, sem ég hef hér flutt er lagt til, að Alþingi samþykki að skora á rikisstjórn- ina að hef jast nú þegar handa um að reyna að fá stofnun þessa hing- að til tslands. Aö minu viti eru verulega miklir isl. hagsmunir bundnir þvi að þetta megi takast. Augljóst er að stofnun þessi verð- ur, er timar liða fram, voldug og stór, hjá henni munu væntanlega starfa fjöldi innlendra og er- lendra visindamanna auk annars starfsfólks, sem gæfi miklar gjaldeyristekjur i þjóðarbú okkar, verði stofnun þessi stað- sett hér. En auk þess, og það sem er meira virði er, að hér myndi risa alþjóðleg rannsóknarstöð i fremstu röð, sem legði linur um skynsamlega nýtingu hafsbotns- ins og um nýtingu auðæfa sjávar- ins og hverjir eiga meira undir skynsamlegum vinnubrögðum i þeim efnum en einmitt tslend- ingar, sem byggja afkomu sina á sjávarafla meira en nokkur önnur þjóð i heiminum? Ný lýðveldis- stjórnarskrá 74? - Tiilaga frá Gísla Guðmundssyni EB—Reykjavfk. Gisli Guðmundsson (F) hefur lagt fyrir Alþingi tillögu til þings- ályktunar um að stofnað verði til endurskoðunar á „stjórnarskrá lýðveldisins íslands" og fela rikisstjórninni að skipa til þess tiu menn samkvæmt tilnefningu eftirgreindra aðila: Alþingi til- nefni fimm, lagadeild Háskólans tilnefni tvo, Hæstiréttur tilnefni þrjá og einn þeirra sem formann nefndarinnar. Nefndin Ijúki störf- um svo fljótt sem unnt er og skili tillögum sínum til Alþingis. Skal að þvi stefnt, að lýðveldis- stjórnarskrá geti tekið gildi 1974. t greinargerð með tillögunni segir Gisli: „Nokkuð er um það rætt, að breyta þurfi starfsháttum Alþingis. Stjórnarskráin mótar að miklu leyti skipan þingsins og störf. Hana þarf að endurskoða og setja þá lýðveldisstjórnarskrá, er þjóðinni var heitið. Tillögu til þingsályktunar um slika endur- skoðun flutti Karl Kristjánsson, þáverandi alþingismaður á Alþingi 1966, og var þar reynt að búa þannig um, að tryggt mætti telja, að endurskoðunin færi fram, ef tillagan yrði samþykkt. Tillögu svipaðs efnis og i sama formi flutti svo flutningsmaður þessarar tillögu á Alþingi 1967, 1969 og 1970. Ekki náðu þessar tillögur fram að ganga, en þeim fylgdu ftarlegar greinargerðir og um þær voru fluttar fram- söguræður. Er hér með visað til þeirra gagna, prentaðra og óprentaðra, i skjölum þingsins. Tillagan er að þessu sinni flutt að mestu óbreytt eins og hún var á siðasta þingi (1970), og skal það hér endurtekið, sem um hana var þá sagt i greinargerð, að hún er ekki flutt sem flokksinal, enda Gisli Guðmundsson hefur flutningsm'aður ekki farið fram á, að henni verði veitt flokksfylgi. Flutningsmanni er kunnugt um annan þingmann, sem haft hefur i hyggju að flytja endurskoðunartillögu á þessu þingi. (Það hefur nú verið gert af Gunnari Thoroddsen (S) — innsk. EB) Hafa þessir tveir þingmenn rætt nokkuð um endurskoðunar- málið sin á milli, en niðurstaða þeirra viðræðna er sú, að fluttar eru a.m.k. tvær tillögur með þeim mismun á efni og formi, sem fram kemur i þingskjölunum. En æskilegt væri, að við meðferð endurskoðunarmálsins i nefnd gæti tekizt sem viðtækast sam- starf á Alþingi um margnefnda endurskoðun og setningu nýrrar lýðveldisstjórnarskrár er verða megi traustari hornsteinn lands- byggðar og þjóðarsjálfstæðis en stjórnarskrá sú, er nú gildir. Fiskvinnsluskóli veröi Vestmannaeyjum Guðlaugur Gislason (S), Garðar Sigurðsson (AB) og Agúst Þorvaldsson (F) hafa lagt fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um að rikis- stjórnin hlutist til um, að stofnaður verði fiskvinnslu- skóli i Vestmannaeyjum á hausti komanda. Samstarfsnefnd u m björgunarmál Ragnhildur Helgadóttir (S) og Páll Þorsteinsson (F) hafa lagt fyrir Sameinað Alþingi svohljóðandi þingsályktunar- tillögu: „Alþingi ályktar að fela rikisstjórninni að skipa sam- starfsnefnd fulltrúa hinna ýmsu hjálparsveita og björgunaraðila i landinu til að vinna að skipulagningu björg- unarmála. t nefndinni verði fulltrúar frá þessum aðilum: Almannavörnum, flugbjörg- unarsveitum, Flugmála- stjórn, Landhelgisgæzlu Landssambandi hjálparsyeita skáta, lögregluyfirvöldum og Slysavarnarfélagi Islands. Dómsmálaráðherra skipar formann nefndarinnar" Fjárstyrkur vegna ólympíuleikanna Lögð hefur verið tillaga fyrir Sameinað þing um, að Alþingi álykti að skora á rikisstjórnina að veita fé úr rikissjóði til að standa undir" óhjákvæmilegum og nauðsynlegum kostnaði við undirbúning og þáttöku islenzkra iþróttamanna i Ólympiuleikunum i Munchen i sumar" eins og segir i tillögunni. Skal fjárveiting ákveðin aö fengnum tillögum Ölympiunefndar islands og iþróttasambandsin's. Flutnings- menn tillögunnar eru þeir Ellert B. Schram og Matthias A. Matthiesen. Jón Björnsson gestur Skagfirðingafélagsins Skagfirðingaf élagið i Reykjavik heldur sumarfagnað i Þjóðleikhúskjallaranum siðasta vetrardag, miðvikudaginn 19. april. Eins og undanfarin ár verður dagskrá kvöldsins helguð skag- firzku efni, og að þessu sinni verða kynnt lög eftir Jón Björns- son, söngstjóra og tónskáld á Hafsteinsstöðum. Mun tónskáldið verða gestur samkomunnar. Flutning dagskrár annast Skag- firzka söngsveitin undir stjórn Snæbjargar Snæbjarnar, en einsöngvararnir Guðrún Snæ- bjarnar, Þórunn Ólafsdóttir Gunnar Björnsson, Friðbjörn G. Jónsson og Marius Sölvason koma fram með kórnum. Undir- leik annast ólafur Vignir Albertsson. Að miklum hluta er hér um að ræða frumflutning á verkum tónskáldsins. Jón á Hafsteinsstöðum er öllum Skagfirðingum mjög hug- stæður vegna óvenjulegs dugnaðar i störfum að söng- og tónlistarmálum héraðsbúa. Hann var t.d samfellt 40 ár söngstjóri Karlakórsins Heimis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.