Tíminn - 18.04.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.04.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 18. apríl 1972. ÞRÆÐIR FRÁ Þótt sunnlenzkar útsynnings- hryðjur ýttu óþyrmilega i bakiö á okkur nöfnunum, þegar við fórum frá Reykjavik, höfðum viö samt mjög gófta fcrö norður, enda skyldi þao engan undra, þar sem vio fcngum sæti i bíl hjá norð- lenzkri höfuoborgarhúsfreyju, sem var að heimsækja frændur og vini nyrora. Auðvitaö mætti okkur hlýtt sól- bros strax norðan heiða, já, svo hlýtt og bjart, að konan, sem oft hafði ekið um byggðir hún- vetnskra stórbænda, sá nú i fyrsta skipti á leið sinnu um Svinadal, grösug gróðurlönd, sem trúlega buðu upp á góða kosti. Að kvöldi dags komum við írændurnir út i Ólafsfjörð. Þar var tekið á móti okkur á gistihús- inu, er nú hefur aðsetur i húsi þvi, sem boðendur orðsins, þjónar kristinnar kirkju, hafa lengi átt samastað. En nú um sinn hefur enginn slikur litið ólafsfjörð réttu auga. Mega það ótiðindi kallast, og litt skiljánlegt fyrirbæri þeim, sem nokkuð þekkja til þess fólks er kaupstaðinn bygglr. Við lctum okkur hægt þetta l'yrsta kvöld. Að visu var frændi minn ekki fyrr sliginn úl úr áætl- unarbilnum, en hann brá sér upp tröppurnar hjá Sigursveini og Gunnhildi og spurði el'tir Hörpu. Efnilegur l'imm ára piltur hann l'rændi minn. Dag næstan sáum við Ólafsfjörð i ljóma þess góð- viðris sem verið hefur rikjandi þetta blessaða sumar og fengum af þvi fréttir, að bændum þætti gott að búa, og sjómenn fögnuðu hækkuðu fiskverði, enda trillu- bátaútgerðin stunduð af kappi. Frændi minn sækir fast út á bryggjuna og skyldi það engan undra. Honum eru ennþá i minni fangbrögðin við þorskinn, sem þeir drógu út af Gjögrinum sið- astliðið sumar. Við bryggjuna liggur hvalveiði- báturinn Njörður frá Akureyri. Hann hefur lagt á land tvær hrefnur, og má telja að sú sjón sé forvitnileg höfuðborgardreng. Gunnar Ólafsson heitir hann, skipstjórinn á þessum bát, og hef- ur hann nú fært 52 hrefnur að landi þetta árið. Hann Sveinbjörn á Kálfsá er mikill sómamaður, og lætur sig ekki muna það neinu, að gefa mér el'tir veiðileyfið sitt þessa viku — og vill enga greiðsnu fyrir þiggja. fcg er enginn drápari, en þykir fremur niðurlægjandi að koma heim með öngulinn i rassinum, eins og veiðimenn orða það ef enginn fiskur bitur á. — En ég má vel una hlut minum i þetta sinn. Fjarðará er fallegt straum- vatn, enda munu notendur hennar virða hana aö verðleikum og greiða sómasamlega sina veiði- gleði. Sumar ár mega öðru una. Þar gilda önnur sjónarmið. Það hefur hressilega skipt um veður. Fjöll falda hvitu og þegar ég fer frá Karlsstöðum er næstum grasfyllir i byggð. En þetta snert- ir okkur frændur mjög litið. Það annast Karlsstaðamenn. Heim kominn á gistihúsið sezt ég inn á skrifstofuna hjá Sveini gestg.jafa og læt fara notalega um mig, þótt stormur og illvirði lemji glugga og þak án nokkurrar vægðar. Frændi minn er þreyttur eftir dagsins önn og gengur til hvilu sinnar. Hann kyssir afa sinn góða nótt og draumgyðjan býr honum væran blund. Gestgjafinn, Sveinn Magnús- son, er Akureyringur að uppruna og vélstjóri að mennt. Ég flutti i Ólafsfjörð 1960 og fiktaði dálitið við trilluútgerð. Fyrst kom ég þó háseti á m/b Gunnólfi og ætlaði mér aö vera eina vertið, en úr henni hefur nú teygzt þetta. Mér var ljóst, að það var engin framtið fyrir ungan mann að sk- jökta hér réttindalaus á trillu. Stóru bátarnir voru skip framtið- arinnar. Þeir voru þá að hætta suðurferðum á vetrarvertið og voru gerðir út hér að heiman. : - ^i.*,., .ftliltf' É***Í SUMRI Höfnin á llólmavlk Veturinn 1962-63 fór ég á vél- stjóranámskeið og réði mig svo haustiðeftir : II. vélstjóra á m/b Guðbjörgu og var það i tvö ár, eft- ir það var ég fyrsti vélstjóri á bátnum fram til ársins 1967, að ég varð I. vélstjóri á Ólafi bekk. Þar var ég yfir sumarið en varð þá fyrir slysi um borð og þvi frá vinnu fram i febrúar, að ég fór út aftur. Ég var svo á bátnum þangað til 15. september 1970, þá fór ég i land og við hj'ónin tókum að okkur að annast heimavist gagnfræða- skólans. Að glima við reiðan sjó eða reið börn? Það er nú kannski erfitt að bera það saman, en liklega gildir nokkur tillitssemi i báðum tilfell- um. Heimavistin er eingöngu fyrir gagnfræðaskólann og fyrst og fremst sett upp til þess að s'kapa aðstöðu fyrir þá unglinga úr sveitinni, sem sækja verða skyldunám hingað út i kaupstað- inn. Fljótlega kom i ljós, að þau fáu börn, sem þaðan voru, gátu alls ekki borið uppi þann kostnað, er var þessu fyrirkomulagi sam- fara, og þess vegna var utanhér- aðsunglingum gefinn kostur á skólavist, dvöl i heimavistinni og þátttaka i sameiginlegu mötu- neyti. Þetta varð orsök þess, að nokkuð af þessum unglingum urðu að fá svefnpláss og þjónustu út i bæ. 1 heimavistinni bjuggu einungis drengir.Húsnæði er þannig háttað að ekki var unnt að taka bæði kynin. I vistinni bjuggu veturinn 1970- 1971 sjö piltar. Tveir voru úr Grindavik, einn innan úr Eyja- firði, tveir frá Hrisey, einn úr Grimsey og einn Ólafsfirðingur. 1 mötuneytinu voru flest seytján manns. Sveitabörnin fóru að heiman og heim, en fengu hádegismat i vist- inni. — Þetta lánaðist vel. Ekki varð ég var við,að það or- sakaði neinar sálarflækjur hjá drengjunum, þótt engar stúlkur byggju i vistinni. Þeir sýndu okk- ur hjónunum fyllsta trúnað, létu okkur meðal annars geyma vasa- Deningana sina. Konan min hafði þá undir hönd- um, og ákvað i samráði við þá, hve hár vikuskammturinn skyldi vera, sem fór i beinan eyðslueyri. Drengirnir undu þessari ráð- stöfun vel og þvi betur sem lengra leið vetrar. Ég var að byggja og buðu þeir mér oft hjálp sina, ef þeir töldu sig geta orðið að einhverju gagni. Sæi ég að þeir hefðu tima af- gangs frá námi, tók ég hjálp þeirra með þökkum og galt þeim smáræði fyrir. Skólastelpurnar, sem þess þurftu með fengu fæði i mötu- neytinu. Skólastjórinn setti ák- veðnar reglur um útivist og skyldu drengirnir vera komnir inn klukkan 10 að kvöldi. Bióleyfi fengu þeir einu sinni i viku. Þessar reglur voru sérstaklega vel haldnar. Þar sem fleiri voru saman i herbergi, voru allar reglur bundnar við herbergið, ekki hvern einstakling. Bryti einhver þeirra, sem þar höfðu aðsetur var það skrifað á herbergið. Með þessu skapaðist sá andi, að félag- arnir höfðu aðgát hver á öðrum. Skólastjóri kom i heimsóknir og fylgdist með heimavinnu, en les- timar voru ekki fast bundnir. Ég held að námsárangur þeirra nemenda, sem dvöldu i vistinni hafi reynzt þannig, að þetta fyrir- komulag hafi sýnt sig að svara tilgangi sinum. Kostnaður við átta mánaða dvöl þeirra nemenda, sem ekki fóru heim i jólafri eða páskaleyfi, var um 31 þúsund krónur, en 26 þúsund krónur, fyrir þá, sem skemmzt dvöldu, en voru þó til- skyldan námstima. Að mötuneytinu standa sam- eiginlega skólinn og Ólafsf jarðar- bær. Skólastjóri annaðist allt reikningshald og var okkar yfir- maður. Samskiptin milli skólans og vistarinnar voru góð. Okkur féll vel að vinna með unglingunum. Þar voru allir punktar ljósir. Við kynntumst engum vandamálum i þvi sam- bandi og getum þvi ekkert um þau talað. Drengirnir þrifu her- bergi sin og hjálpuðu til við ganga og stiga. Þeir litu á þetta sem sjálfsagða þjónustu og voru einnig fúsir til að vinna i eldhúsi, ef þess þyrfti með. Aldrei kom til árekstra milli þeirra og okkar barna. Talsvert var um skiðaiðkanir og dálitið farið á skautum, annars var fremur fábreytt tómstunda- iðja, þó höfðum við hér borð- tennis, spil, töfl og einhverja músik. Einnig horfðu krakkarnir á sjónvarp. Dansleikir voru haldnir i skól- anum, og stundum ar „opið hús" i félagsheimilinu. Allt útlit er fyrir að mun meiri aösókn verði að heimavist og i mötuneyti veturinn 1971-72 heldur 'i Magni Guðmundsson, hagfræðingur: Stærð fyrirtækja Almenn atriði.— Stærð breytir ekki eðli fyrirtækis eöa grund- vallarreglum stjórnsýslu. Stærð hefir hins vegar mikil áhrif á upp- byggingu fyrirtækis og skipulag þess. Það hefir lengi verið haft fyrir satt, að litil fyrirtæki væru laus við ýmis rekstrarvandamál, sem stórfyrirtæki eiga við að striða, auðvelt væri t.d. að halda uppi nægilegum vinnuaga og að tryggja gott samband milli starfshópa. En reyndin er á aðra lund. Verstu dæmin um lélegan vinnuanda er einmitt að finna i smáfyrirtækjum, þar sem ein- þykkur og ráðrikur húsbóndi fer með völdin, og verstu dæmin um sundrung og ringulreið gerast lika i slikum fyrirtækjum, þar sem sérhver hefir mörg verk á hendi, en enginn veit i rauninni, hvað hann á að gera. Þessi fyrir- tæki eru ekki heldur beztu upp- eldisstöðvarnar fyrir verðandi framkvæmdastjóra. Það eru miklu fremur stórfyrirtækin, sem hafa ráð á þvi að halda i efnilega menn, þó að ekki séu full not fyrir þá i bili. Þar bjóðast einnig hentugri tækifæri til stjórnar- starfa fyrir byrjendur og viðvan- inga, er fá æfingu sem deildar- stjórar eða varaforstjórar. Þá vaknar spurningin, hvenær telstfyrirtækistórt? Venjulega er miðaö við tölu starfsmanna. En gæta verður varúðar. Til eru fá- liðuð fyrirtæki, sem þó hafa öll einkenni stórfyrirtækja að þvi er varðar stjórn og vinnubrögð. Og á hinn bóginn geta fyrirtæki með fjölmennu starfsliði verið afar einföld i sniðum. Jafnframt er á það að lita, að það, sem telst „Stó'rt" fyrirtæki i einni atvinnu- grein, er „litið" i annarri. Ráð- gjafarfyrirtæki með eitt hundrað starfsmönnum þykir stórt, en tryggingafyrirtæki af þeirri stærð litið, og i bilaiðnaði væri þessi tala starfsmanna alls ófullnægj- andi. Við stærðarákvörðun fyrir- tækja er öruggara aö taka mið af stjórnkerfinu en starfsmanna- haldinu. Fyrirtæki er jafnstórt og forustusveitin, er það þarfnast. Fjórar meginstærðir fyrir- tækja. — Ef gengiö er út frá þessu, má raunar greina fjögur eða e.t.v. fimm stærðarþrep, og hvert þeirra hefir sin auðkenni og sérstöku vandamál. (1) Litið fyrirtæki, sem svo er kallað, er frábrugðið fyrirtæki undir eins manns stjórn að þvi leyti, að þörf er stjórnanda eða stjórnenda milli æðsta manns og starfsliðs. Ekki er enn oröið fullt starf að stýra fyrirtækinu, og sá, sem innir það af hendi, getur að auki annazt önnur störf við fyrir- tækið, svo sem sölu eða bókhald. (2) Meðalstórt fyrirtæki hefir tvennt fram yfir litið fyrirtæki: Framkvæmdastjórn er orðið fullt starf, og kalla þarf til aðstoðar- mann viö stefnumótun. (3) Stórt fyrirtækieinkennist af þvi, aö annaðhvort framkvæmda- stjórn eða stefnumótun eru orðin of viöamikil störf fyrir einn mann, þannig að fela verður þau á hendur hópi manna (team). Oft krefst annað starfiö fulls vinnu- tima eins manns, en hálfs vinnu- tima annarra eöa minna en það. (4) t mjög stórum fyrirtækjum er loks' svo komið, aö bæði fram- kvæmdastjórn og stefnumótun eru i höndum hóps manna, er skipta með sér verkum.og hvort starf um sig krefst fulls vinnu- tima margra. Hvenær er fyrirtæki of stórt? — Aðan var sagt, að stærðarþrep fyrirtækja væru jafnvel fimm. Með þvi var átt við fyrirtæki, sem hafa stækkað að þvi marki cð verða óstýranleg. Svo telst m.a. vera, þegar einstakir fram- kvæmdastjórar geta ekki lengur unnið i beinu sambandi við aðal- stjórn fyrirtækisins, heldur þurfa fleiri eða færri milliliði, flokk að- stoðarforstjóra, varaforstjóra o.s.frv. Einnig þegar stjórnkerfið er orðið svo margbrotið, að ævin endist starfsmanni ekki til þess að vinna sig upp úr lægstu i hæstu stöðu, en stanza þó hæfilega lengi i i hverri, þannig aö full reynsla fá- ist. Af þvi leiðir, að dýrmætustu i starfskraftarnir nýtast ekki, og úti er um það, að jöfn tækifæri bjóöist öllum. En sú er raunar helzta forsenda lýðræðisins. Talið er, að fyrirtæki þoli ekki fleiri en 6-7 tröpþur i metorðastiganum, eða lfkt og tiðkast i skipulagi hers. Loks er fyrirtæki orðið óstýran- legt, þegar það hefir dreifzt svo i óskyldar greinar, að sameiginleg markmiö eru ekki fyrir hendi. Er þá ekki unnt að lita á það sem samstæða heild, og stjórnendur hafa ekki lengur sömu réttindi og skyldur. Einstakir þættir geta jafnvel haft gagnstæðra hags- muna að gæta. Slikt er ekki óal- gengt i efnaiðnaði, sem þróar nýj- ar og nýjar vörur . fyrir hina ólik- ustu markaði, unz yfirstjórn hættir að fylgjast með og þekkja þarfir framleiðslunnar. Ýmis stærri fyrirtæki i Vesturheimi, eins og t.d. oliuhringarnir, hafa leyst vandann með þvi að stofna ný og sjálfstæð félög fyrir hinar óskyldu greinar, halda eigna- réttinum yfir þeim, en fá stjórn- ina öðrum aðilum. Vandamál smárra og stórra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.