Tíminn - 18.04.1972, Page 15

Tíminn - 18.04.1972, Page 15
Þriðjudagur 18. april 1972. TÍMINN 15 Umsjón: Alfreð Þorsteinsson Ekki stórf tap gegn Belgíumönnum segir nýi landsliðsþjálfarinn í knattspyrnu, Duncan McDowell frá Skotlandi ,,Ég tek ekki viö lands- liðinu til að tapa stórt á móti Belgíumönnum", Nýi landsliðsþjálfarinn i knatt- spyrnu — Duncan McDowell. sagði hinn nýi landliðs- þjálfari i knattspyrnu, Skotinn Ducan McDowell, við landsliðsmennina okkar s.l. sunnudag, fyrir æfingaleik landsliðsins gegn KR, en Duncan McDowellvar ráðinn fyrir helgina. En i æfingaleiknum lék lands- liðið eins og það hefði engan áhuga á leiknum, engin barátta var i leik liðsins — eini ljósi punkturinn var þegar Guðgeir Leifsson, Viking, fékk knöttinn á miðjum velli — lék á sex KR-inga KEFLVIKINGAR í EFSTA SÆTI Keflvikingar tóku forustuna aftur i Meistarakeppni KSÍ, þeg- ar þeir sigruðu Viking 2:1 s.l. laugardag á Melavellinum. Há- vaða rok var, sem sannarlega setti sinn svip á leikinn allan. Völlurinn var mjög blautur og stórir pollar hcr og þar á vellinum — með réttu átti dómari leiksins Valur Benediktsson að fresta leiknum. Mörk leiksins voru öll skoruð i siðari hálfleik — Steinar Jóhanns- son skoraði bæði mörk Keflavik- urliðsins, en Hafliði Pétursson skoraði mark Vikings úr vita- spyrnu, rétt fyrir leikslok. Guðgeir Leifsson mátti bita i það súra epli að vera tekinn af leikvelli — verður hann þvi settur i keppnisbann fljótlega. Þá vakti það athygli, að miðframherji Vik- ings, Eirikur Þorsteinsson, lék i marki, en báðir markmenn Vik- ings voru á sjúkralista. SOS. Staðan i Meistarakeppninni,- Keflavik 3 2 1 0 5:2 5 Vestmannaeyjar 3 2 0 1 3:3 4 Vikingur 4 0 1 3 3:6 1 W Þrjú Islandsmef í frjálsíþróttum sett um helgina ÖE—Reykjavik. — Þrjú íslandsmet voru sett á innanhússmóti UMSK og Ár- manns i Laugardalshöllinni á sunnudaginn. Ágúst Ásgeirsson, IR,hljóp 1500 m á 4:11,0 min. og bætti eldra metið verulega. Þetta er góður timi innanhúss, og Agúst hefur bætt innanhússárangur sinn frá siðasta vetri um ca. 16 sek. Bend- ir allt til þess, að hann hlaupi á mun betri tima en 4 min. i sumar. Næstur var Einar óskarsson, UMSK á 4:20,9 min. Hans lang- bezti timi, og betra en bezti timi hans utan húss i fyrrasumar. Ragnhildur Pálsdóttir, UMSK, setti einnig ágætt met i 800 m hlaupi, hljóp á 2:26,8 min., sem er 2/10 úr sek. betra en metið ut- anhúss! Ragnhildur er einnig lik- leg til stórafreka i sumar, hleypur vafalitið á betri tima en 2:20,0 min. önnur varð Unnur Stefáns- dóttir, HSK, á 2:29,7 min. Mjög athyglisverður árangur, þar sem Unnur er nýliði i þessari grein. Þriðja varð Lilja Guðmundsdótt- ir, 1R, 2:40,5 min. Lára Sveinsdóttir, Á, setti met i 600 m hlaupi á 1:47,5 min. önnur varð Björk Kristjánsdóttir, UMSK, 1:48,7 og þriðja Sigrún Sveinsdóttir, Á, 1:49,3 min. Ragnhildur Pálsdóttir, UMSK, var með i hlaupinu, en hún lauk þvi ekki vegna misskilnings. Elias Sveinsson, 1R, sigraði i hástökki, 1,90 m. Sigrún Sveins- dóttir, Á, stökk 1,45 m i hástökki kv.,sömuleiðis Asa Halldórsdótt- ir, Á Bjarki Bjarnason, UMSK, hljóp 800 m á 2:13,2 min. Ragnar Sigurjónsson, UMSK, 2:15,1 og Erlingur Þorsteinsson, UMSK, 2:19,4. Erlingur er aðeins 14 ára og mjög efnilegur. Gunnþórunn Geirsdóttir, UMSK,varpaði æfingakúlu, sem er 0,5 kg þyngri en kvennakúla, 9,09 m. og gaf á Hermann Gunnarsson, sem þakkaði fyrirsig með þvi að skora eina mark leiksins. Aftur á móti börðust hinir ungu leikmenn KR allan leikinn og komu oft fyrir stórgóðar leik- fléttur hjá KR-liðinu — það eina sem liðið vantar, eru menn til að skora mörk. Eirikur Þorsteinsson, Viking, dæmdi leikinn — þvi að Dómara- félagið hefur neitað að útvega dómara á æfingaleiki lands- li?ycinc CAC Sænski stangarstökkvarinn Kjell Isaksson bætti vikugamalt heimsmet sitt á móti i Bandarikjunum unt helgina. Hann stökk 5,53 m , en gamla metið var 5,51 m. Isaksson fór yfir þessa hæð I annarri tilraun. Næstu menn voru Steve Smith og Ilasse Lagerquist, Sviþjóð, sem báðir stukku 5,36 m. Eins og fram hefur komið I fréttum standa vonir til, að Isaksson og Steve Sinitli komi hingað til Reykjavikur á 25 ára afmælismót FRÍ 10.-13. júli nk. Það væri sannarlega fengur i þvi. , : ; ■ Kjell Isaksson svifur yfir rána. HandknatUeiksmenn IR á al- þjóðamót í Bandaríkjunum? 1R hefur verið boðið að senda 1. deildariið sitt i handknattleik — til að taka þátt i alþjóðamóti i handknattleik, i Bandarikjunum I sumar. Þetta kom fram I ræðu, sem formaöur bandariska hand- knattleikssambandsins Peter Buehning, hélt I kveðjuhófi HSI, fyrir bandariska landsliðið I s.l. viku. Þetta handknattleiksmót er liður i „InternationalFestival”, sem verður haldið i júli i Mil- waukeedOOkm frá Chicago) við Michiganvatn i Wd*scosin-riki. Þar varður haldin mikil Iþrótta- og skemmtihátíð, þar sem efni- legasta iþróttafólkBandarikjanna kemur fram. I handknattleiksmótinu taka þátt lið frá Kanada, Sviþjóð, Vestur-Þýzkalandi og Banda- rikunum. Þá hefur IR-ingum verið boðið að leika 1-2 leiki i Torontó og Montreal i Kanada — einnig að taka þátt i öðru al- þjóðamóti I New Yorká heimleið- inni. Við höfum ekki fengið það stað- fest hjá ÍR, hvort félagið sendi* lið sitt til Bandarfkjanna, en vonum að viö getum fljótlega sagt frá, ef við fréttum eitthvaö. SOS Kæra Fram ekki tekin til greina Alf — Reykjavik. — Eins og kunnugt er, kærði Fram úrslita- leikinn i 1. deild kvenna, gegn Val, á þeim forsendum að dómari leiksins hefði ekki haft tilskilin réttindi til að dæma. Nú hefur héraðsdómstóll HKRR dæmt i málinu og dómurinn fallið á þá leið, að kæru Fram var visað frá. Eru Vals- stúlkurnar þvi óumdeilanlega Islandsmeistarar, en þær sigruðu i öllum leikjum sinum I mótinu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.