Tíminn - 18.04.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 18.04.1972, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 18. april#1972. TÍMINN 19 Frumsýning á 70 ára afmæli höfundarins Þann 23. april veröur Halldór Laxness, rithöfundur 70 ára og af þvi tilefni frumsynir Þjóðleik- húsið þann sama dag, Sjálfstætt fólk.Höfundurinn og Baldvin Halldórsson , leikari, hafa fært hina frægu sögu i leikform. Rösk- lega 20 hlutverk eru i leiknum og fer Róbert Arnfinnsson með að- alhlutverkið, Bjart i Sumar- húsum. Þetta er fyrsta hlutverk- ið, sem Róbert leikur, hjá Þjóð- leikhúsinu, eftir hina miklu frægðar-ferð hans til Þýzkalands, þar sem hann hefur leikið Zorba á þremur leiksviðum i Þyzkalandi við frábærar móttökur og lof allra gagnrýnanda. Margir af aðalleik- urum Þjóðleikhússins koma fram i minni og stærri hlutverkum i Sjálfstæðu fólki. Þóra Friðriks- dóttír er Rauðsmýrarmaddaman, Rúrik Haraldsson leikur Jón hreppstjóra, Valur Gislason leikur séra Guðmund, Bessi Bjarna, er fjallkóngurinn, Briet Héðinsdóttir leikur Ástu Sóllilju, Samsöngur Fóstbræðra Karlakórinn Fóstbræður efnir til samsöngva fyrir styrktar- félaga þriðjpdags- og miðvikudagskvöld i Austur- bæjarbiói, og hefjast þeir kl. 7.15 bæði kvöldin. A efnisskránni eru lög eftir innlenda og erlenda höf- unda, og eru að þessu sinni frum- flutt tvö islenzk lög, samin fyrir karlakór. Höfundar þeirra eru Hallgrimur Helgason og Elisabet Jónsdóttir frá Grenjaðastað. Stjórnandi kórsins er Garðar Cortes, og undirleikari Carl Billich. Einsöngvarar á þessum samsöngvum verða tveir kórfé- lagar, Magnús Guðmundsson og Arni Jóhannsson, en alls eru nú starfandi i kórnum 46 félagar. Fóstbnður munu vigja félags- heimili sitt að Langholtsvegi 109- 11, laugardaginn 22. april n.k. Hefst vigslan kl. 2, og verða þar flutt nokkur stutt ávörp og Fóstbræður syngja. Næstu tvær vikur eftir vigsluna efnir kórinn svo til 7 skemmtikvölda fyrir styrktarfélaga, og munu félagar úr kórnum flytja þar fjölbreytta skemmtidagskrá. fullorðna, Gunnar Eyjólfsson leikur Ingólf Arnarson, Krist- björg Kjeld er Finna, Arni Tryggvason, leikur Þórð i Niður- koti og margir fleiri koma hér við sögu. Leikmyndir eru gerðar af Snorra Sveini Friðrikssyni og gerir hann einnig búningateikn- ingar. Þetta er i fyrsta skiptið, sem hann gerir leikmyndir fyrir Þjóðleikhúsið, en hann stariar hjá Sjónvarpinu sem leikmynda- teiknari. Leikstjóri er Baldvin Halldórs- son. Þetta er fimmta leikritið, sem Þjóðleikhúsið sýnir eftir Halldór Laxness, en hin leikritin voru: Islandsklukkan, sem sýnd var fyrst við opnun Þjóðleikhússins og oft siðar, og hefur ekkert leik- rit verið sýnt jafn oft í Þjóðleik- húsinu eða samtals 150 sýningar og hafa milli 70-80 leikhúsgestir' séð Islandsklukkuna. Þá var Silfurtunglið sýnt i Þjóðleik- húsinu árið 1954, Strompleikurinn var frumsýndur þar árið 1961 og Prjónastofan Sólin 1966. ÞriðjudagsgreinFarfag|shal9d að benda á ákveðinn stað, sem öðrum fremur væri heppilegur til þessarar starfsemi. Staðar- valið þyrfti að ákveðast i sam- ráði við kunnáttumenn um þessi mái. Nokkur atriði eru þó augljós i sambandi við staöinn. Ilann má ekki vera lengra f burtu frá borginni en svo, aö fólk geti með hægu móti skroppið þangað eftir venjulegan vinnutfma. Hengilssvæðið upp af Grafn- ingnum, sem minnzt hefur verið á sem heppilegt skiða- svæði, er ailtof langt frá þétt- býlinu við Faxaflóann til þess að geta orðið til almennings- nota. Hið sama gildir reyndar einnig um Botnssúlur. Þá þarf staðurinn frá nátt- úrunnar hendi að hafa upp á að bjóða fjöibreytilegt lands- lag, bæði brekkur og sléttlendi til gönguferða, og einnig þarf að taka tillit til snjólaga, t.d. hversu langt fram á vorið snjór helzt þar i meðalsnjóári. Hygg ég að skiðamenn hér í borginni hafi um nokkurt ára- bil gert athuganir á snjóalög- um á svæðinu frá Hvalfjarðar- botni suður til Bláfjalla. Ættu þær athuganir að geta komið að góðu gagni. Áríðandi er, að vatn sé nægilegt, enda þarf mikið vatn til framleiðslu á gerfisnjó, en með nægilega fullkomnum tækjum til þeirrar framleiðslu ætti að vera fært að halda vissum brekkum skíðafærum frá þvi frost byrja á haustin og fram á vor. Einnig er hægt að leggja plast á rennslisbrautir og má þá nota þær jafnt sumar og vetur. Skiðasvæðið allt þyrfti að vera vel lýst og hafa raf- magn frá vatnsvirkjunum. Einhver kann að spyrja sem svo, hvort nauðsynlegt sé að gera slikt átak til að bæta aðstöðu til skiöaiökunar á höfuðborgarsvæðinu eins og hér hefur verið lýst og I til- lögunni felst, og i öðru lagi, hvort borgarstjórn Reykja- vikur og aðrar sveitarstjórnir á höfðuborgarsvæðinu eigi að blanda sér i málefni sem þetta. Um þessi aðriði er það að segja, að ef við ætlumst til og teljum æskilegt, að skiðaiðkun og sú hreyfing og útivera og hollusta sem henni fylgir verði umtalsverður þáttur i lifi borgarbúa, bæði ungra og gamalla, þá þarf að gera verulegt átak til aö auövelda fólki að geta stundaö þessa iþrótt við sæmilega góðar aðstæöur. Sundiö og skfðin eiga það sammerkt að vera þær íþróttagreinar, sem fólk á öllum aldri getur stundað og stundar, þar sem aðstaða er fyrir hendi. Hins vegar er borin von að láta sér til hugar koma, að fjárvana iþróttafélög geti af eigin rammleik leyst það stóra verkefni að koma hér upp full- kominni aðstöðu fyrir þann mikla fjölda fólks, sem áhuga hefur á skiðaiþróttinni og vill njóta þeirrar hressingar og hollustu sem henni fylgir. Beinagrindur mikið á miðin útaf Austfjörðum i margar aldir. Vitað er, að mjög margir franskir sjómenn hafa verið jarðsettir i Neskaupstað, enda eru þar til staðir eins og „Fran- ski melur”, og i þeim mel hafa fundizt grafir franskra fiski- manna. Beinagrindurnar fjórar voru fluttar i kirkjugarðinn i Nes- kaupstað. »*SÍ>*0S«« ENSKIR OG ÍSLENZKIR FÉLAGSBÚNINGAR Flest íslenzku liðin Ensk lið t.d.: Leeds, Ar- senal, M. Utd. M. City, Stoke, W. Ilam., Tottenham, Liverpool o.fl. Einnig búningar Brasiliu, Englands, Þýzkalands, Ajax, Celtic o.fl. o.fl. PÓSTSENDUM SPORTVÖRUVERZLUN INGÓLFS ÓSKARSS0NAR Klapparstig 44 — slmi 11783 Roykjavik HÚSVARÐARSTARF Norræna Húsið óskar að ráða i þjónustu sina hjón til húsvarðarstarfa og ræstinga. Þurfa að hafa bil til umráða. Húsnæði fylgir ekki. Skriflegar umsóknir skulu hafa borizt Norræna Húsinu fyrir 24. april n.k. Starfið veitist frá 1. mai. Norræna Húsið. Kjötiðnaðarmenn - Aðstoðarfólk Við viljum ráða nú þegar kjötiðnaðarmenn og aðstoðarfólk við kjötvinnslu að hinni nýju Kjötvinnslustöð við Laugarnesveg. Upplýsingar gefur Guðjón Guðjónsson deildarstjóri. Afurðasala S.Í.S. M.S. GULLFOSS 20. opril lyrsta sumarhringferðin REYKJAVÍK — THORSHAVN — KAUP- MANNAHÖFN — IÆITH — REYKJAVÍK. VERf) KR 14.500,00. NÁNARI UPPLÝSINGAR HJÁ FARÞEGADEILD. EIMSKIP. HVERAGERÐI Til sölu er gott iðnaðarhúsnæði i steinhúsi sem er ca. 120 fermetrar. Allt sér. Upp- lýsingar i sima 99-4290, Hveragerði. BLAÐAUKI UAA HALLDOR LAXNESS Kemur út á morgun í tilefni af sjötugsafmæli Halldórs Laxness gefur Vikan út sextán síðna blaðauka með myndum úr lífi og starfi Nóbelsská Idsins og f jölskyldu hans, Langflestar myndirnar hafa aldrei birzt áður. Vikan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.