Tíminn - 18.04.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 18.04.1972, Blaðsíða 20
GUARDIAN OG TIMES: Afgreiðslubannið yrði verst fyrir Breta sjálfa Þriðjudagur 18. april 1972 SB—Reykjavik. Ef samband brezkra flutninga- verkamanna framkvæmdi hótun sina að afgreiða ekki vörur til eða frá tslandi, i mótmælaskyni viö útfærslu landhelginnar, yrði þaö verst fyrir Breta sjálfa. Útflutningur þeirra til tslands nemur um 12 millj. punda á ári; en innflutningurinn frá tslandi er hins vegar um !) millj. punda. Stjórnmálafréttaritari The Guardian segir i grein fyrir helg- ina, að sú ákvörðun, að láta Al- Eldur í fiskimjöls- verksm.á Hellissandi Þö—Reykjavik. Eldur kom upp i fiskimjöls- verksmibjunni á Hellissandi i gærmorgun. Kom eldurinn upp i mjöihrúgu, sem var á gólfinu en ofhitnað hafði i hrdgunni. Enginn var i verksmiðjunni, er eldurinn kom upp, en sjómenn, sem voru að fara i róður, urðu varir við eldinn. Slökkviiið kom fljótt að staðinn og gekk greiðlega aö hefta út- breiðslu eldsins. Nýr slökkvibill er á Hellissandi,og þakka menn tilkomu hans, að ekki fór verr. Fiskimjólsverksmiðjan stendur við hliðina á frystihúsinu,og ef eldurinn hefði náð að breiðast út, þá hefði stórtjón hlotizt af. Bernadetta enn dæmd í fangelsi NTB—Belfast Bernadetta Devlin og annar irskur þingmaður a brezka þing- inu, Krank McManus, voru i gær dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa tckið þátt i ólöglegri mót- mælagöngu í Knniskillen i febrú- ar. Hvorugt þeirra var viðstatt, þegar dómurinn var kveðinn upp. Þetta er i þriðja sinn, sem Bernadetta er sek fundin um að hafa tekið þátt i ólöglegum mót- mælaaðgerðum. 1 hinum tveimur tilfellunum var dómurinn skil- orðsbundinn. 1970 sat hún i fang- elsi i sex mánuði fyrir sams konar sakir. Bernadetta og McManus hafa 14 daga áfrýjunarfrest, og eru sérfræðingar i Belfast þeirrar skoðunar, að þau verði ekki hand- tekin i bráð. — Þjóðverjar sáttasemjarar í landhelgismálinu þjóðadómstólinn i Haag skera úr um landhelgisdeiluna, sé skyn- samleg, en þvi miður sé þetta ákaflega óhagkvæmt. Dómstóll- inn hefur i sjálfu sér ekkert vald og getur ekki tekið fyrir mál, nema báðir aði'lar séu þvi sam- þykkir. Isi.ind hei'ur beear visað á bug þeirri tillögu, að báðir aðilar leggðu málið fyrir dómstólinn,og það er engin alþjóðastofnun til, sem getur haft áhrif á islenzku stjórnina, að skipun dómstólsins. Aðeins er þvi um tvennt að velja fyrir brezku ráðherrana i þessu sambandi: Fyrst samn- ingaleiðin, og siðan valdbeiting sem þrautalending. Þar sem Vestur-Þjóðverjar horfast nú i augu við sama vanda: málið, er sá möguleiki fyrir hendi, að þeir séu viljugir til að takast á hendi hlutverk sátta- semjara i deilunni. En málin eru enn ekki komin á það stig, að slik- ar umleitanir séu nauðsynlegar. Að fara i leiðangur, eða fara ekki? Það er spurningin,sem þarna er verið að leita að svari við. Þetta eru meðlimir 196. fótgönguliðssveitarinn- ar, er þeir voru i siðustu viku staddir 42 mílur sunnan hlut- lausa beltisins i Vietnam. t sveitinni eru 142 menn, og neituðu 50 þeirra í hálfa aðra klukkustund að fara i leið- angur upp i hæðirnar við Phu Bai. Loks náðist þó sam- komulag um að allir skyldu láta til skarar skriða. Getum ekki sætt okkur við Skotland fyrir fyrri hlutann — segir Guðmundur G. Þórarinsson forseti Skáksambandsins ÞO—Reykjavik. -Skáksamband islands getur ckki sætt sig við, að Skotland haldi fyrri hluta einvigisins milli þeirra Spasskys og Fischers, sagði Guðmundur G. Þórarinsson i viðtali við blaðið í gær. Flygsurnar trufla ekki tungl- ferðina NTB—Houston Tæknifræðingar í Houston og tunglfararnir þrir i Apollo 16. glimdu i gær við ráðgátuna um, hvað það eiginlega væri, sem Nagnaði af tunglferjunni. Þremenningarnir tilkynntu á sunnudaginn, að þeir sæju brúnleitar flygsur losna utan af ferjunni. Annars gengur ferðin samkvæmt áætlun. Sérfræðingarnir i Houston segja, að flygsurnar likist málningarflögum, en eru þó ekki vissir um, að það sé málningin, sem flagnar af. Ástæðuna fyrir þessu vita þeir heldur ekki, teija þaö geta staðið i sambandi viö elds- neytið. Aður en- þremenningarnir, Young, Duke og Mattingly, lögðu sig til svefns i gær, rann- sókuðu þeir tunglferjuna og tilkynntu siðan, að þeir sæju ekki betur en allt væri i stak- asta lagi þar um borð. 1 dag eiga þeir aftur að fara inn i tunglferjuna og rannsaka nán- ar, urn. hvaða flögnun sé aö ræða. Sérfræðingarnir' i Houston telja, að þetta muni ekki breyta ferðinni neítt og tungl- lendingin muni geta farið fram eftir áætluninni. Starfsmaður brezka út- varpsins hringdi i Guð- mund i gær. Sagði hann, að brezka útvarpið og fleiri aðilar væru að velta fyrir sér fjármála- legum samningi milli íslands og Júgóslaviu. Spurði hann Guð- mund um innihald samningsins, og Guðmundur svaraði honum þvi, að hann hefði ekki verið gef- inn upp opinberlega. Bretinn sagði þá ,að þeir hjá BBC væru að hugsa um að fá að halda fyrri fyrri hlutann i Skotlandi, og jafn- framt bað hann Guðmund að segja álit sitt á þvi. Guðmundur svaraði þvi, að Skáksamband tsland myndi ekki geta sætt sig við þetta tilboð. bar sem tslendingar og Skotar kepptu JackJoneskemur í næsta mánuði um sömu ferðamennina. Guðjón Ingi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Skáksambandsins, sagði i gærkvöldi, að nú hefðu borizt um 300 pantanir erlendis frá á hverja umferð einvigisins. Stærstu pantanirnar komu frá Bretlandi og Puerto Rico. Þeir Guðmundur og Guðjón sögðu báðir, að nú biði Skáksam- bandið eftir þvi að FIDE léti eitt- hvað frá sér heyra. SB—Reykjavik. Jack Jones, framkvæmdastjóri Sambands flutningaverkamanna i Bretlandi, er væntanlegur hing- að til lands i næsta mánuði á veg- um Sjómannasambands tslands. Með honum i förinni verða full- trúar frá þýzka flutningaverka- mannasambandinu. t frétt i The Times segir, að takmarkið með ferðinni og við- ræðunum við sjómannasamband- ið hér, sé að undirbúa sameigin- lega áskorun til islenzku rikis- stjórnarinnar um að endurskoða stefnu sina i landhelgismálinu. Ennfremur segir i The Times, að Jones hafi þegar rætt i London við talsmenn islerizka sjómanna- sambandsins, og sé hann mjög bjartsýnn á að takast muni aö hafa þau áhrif á sambandið, að það endurskoði afstöðuna til út- færslu landheglinnar. t viðtali viðTimann igær sagði Jón Sigurðsson, formabur Sjó- mannasambandsins, að þetta sið- asta segði Jones bara til að styrkja álit á sér i Bretlandi. Um væntanlegar víðræður sagði Jón, að þær færu fram dagana 11. og 12. mai nk. Með i förinni yrði væntanlega talsmaður togaraeig- enda, og þá myndi sjómannasam- bandið krefjast þess, aö fulltrúi L.t.O. fengi á sama hátt að taka þátt i viðræöunum. Svart: Reykjavik: Torfi Stefánsson og Kristján Guð- mundsson. £111 ú S &9§ mKm 'Wk Hvitt: Akureyri: Sveinbjorh Sigurðsson og. Hólmgrimur' Heiðreksson. > 12. ieikur Akureyrar: f2-f3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.