Tíminn - 19.04.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.04.1972, Blaðsíða 1
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA SCNDIBILASTÖÐINHT EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR Einar til samninga- viðræðna við EBE KJ—Reykjavík. i dag fer Einar Agtístsson utan- rlkisráöherra tii Brussel til viö- ræðna viö Harmel, utanrikisráð- herra Belgiu, og aöra forvigis- menn Efnahagsbandalags Evrópu, um fyrirhugaða samn- inga islands og Efnahagsbanda- lagsins. Viðræður Einars Ágústssonar i Briissel hefjast á miðvikudaginn, og standa þær i tvo daga. Þórhall- ur Asgeirsson ráðuneytisstjóri i viðskiptaráðuneytinu verður með utanrikisráðherra, en hann hefur verið aðalsamningamaður Is- lands i viðræðunum við Efna- hagsbandalagið. Svo sem kunnugt er, hefur Efnahagsbandalagið tengt land- helgismálið samningaviðræðun- um um tollaivilnanir milli tslands og Efnahagsbandalagslandanna, en það eru tvö óskyld mál. Loka varð barnaskól- anum á Siglu- firði vegna inflúensu JÞ—Siglufirði. Inflúensa hefur sótt á Siglfirð- inga að undanförnu, og hefur hún verið mjög slæm. Barnaskólan- um varð að loka á miðvikudag i s.l. viku, en þá vantaði 40% af börnum og kennurum. Kennsla byrjaði aftur á mánu- dag, og var ástandið þá nokkuð betra, en ekki nógu gott. Rænulaus í rúman mánuð Oó—Reykjavik. 35 ára gömul kona hefur legiö meðvitundarlaus i rúman mánuð á gjörgæzludeild Borgarspltal- ans. Konan fannst á auðu svæði skammt frá heimili sinu 16. marz s.l., og var hún þá rænulaus og hefur verið það sfðan. Ekki er með öllu ljóst, hvað kom fyrir konuna. Vonzkuveður og rigning var þann dag, sem konan missti með- vitundina, Siðast var vitað um hana á hárgreiðslustofu um dag- inn, en á heimleið hné hún niöur á auðu svæði við Sólheima, skammt frá Skeiðarvogi, og þar fannst hún. Með vissu er ekki nákvæm- lega vitað, hve lengi konan lá þarna, en hun fannst skömmu fyrir kl. 6 siðdegis. Ekki er talið óllklegt, aö hún hafi lent með höfuðiö á steini, þegar hún féll, en litlir áverkar voru á konunni. 88. tölublað — Miðvikudagur 19 april 1972—56. árgángur Órétilátt lánakerfi Hús- næðismálastjórnar lagfært Lagt er til að meðaltalsvextir verði aldrei hærri en 7 3/4% EB—Reykjavík. Rikisstjórnin lagði I fyrra- dag fyrir Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um Hús- næðismálastofnun ríkisins. Samkvæmt þvier gert ráð fyr- ir að takmarka vexti af lánum stofnunarinnar við meðaltals- ársvexti allt lánstimabilið. Lagt er til að þeir veröi aldrei hærri en 7 3/4%,að meðtalinni þóknun veðdeildar. Fellur vísitöluálagið að sjálfsögðu inn i þessa vaxtatölu. Hanni- bal Valdimarsson félagsmála- ráðherra sagði, í viðtali við Timann i gærkvöldi, að hér væri um óhjákvæmilega laga- breytingu að ræða til að leið- rétta það kerfi, sem gilt hefur i þessu efni. Þessi lagabreyting þýðir það, að vextirnir verða mjög lágir i byrjun lánstim- ans, einmitt á þeim tima, sem greiðslugeta lántakenda er oftast mjög takmörkuð. I frumvarpinu er ennfremur gert ráð fyrir þvi, að árlegt framlag lánveitinga til eldri ibúðarhúsa verði 70 milljónir kr. i stað 50 milljóna, eins og nú er i lögum. Þá er lagt til að fækka fulltrúum i húsnæðis- málastjórn úr 8 I 6 og fulltrú- um i stjórnum verkamanna- bústaða úr 7 i 4, „þar eð fjöl- mennar stjórnir eru jafnan nokkuð þungar i vöfumog þar að auki kostnaðarsamar", segir i athugasemdum með frumvarpinu. Ennfremur segir i athuga- semdum frumvarpsins: ,,Að óbreyttum ákvæðum laganna um viðbót á árs- greiðslur lána, sem svarar helmingi þeirrar hækkunar, sem verður á kaupvisitölu, sbr. C-lið 8 gr., er fyrirsjáan- legt, að raunvextir verða með timanum óbærilega háir. Fyr- ir þvi er lagt til i frumvarpi þvi, sem hér liggur fyrir, að takmarka vextina við meðal- talsársvexti allt lánstimabilið, þannig að þeir verði ekki hærri en 7 1/2% að viðbættri þóknun til Veðdeildar Lands- bankans, sem er 1/4% sbr. 3. gr. frumvarpsins. Þessi regla þýðir það, að vextirnir verða mjög lágir i byrjun lánstim- Það för vlst ekki framhjá vegfarendum I dag, þegar stúdentsefni Menntaskólans I Reykjavík óku um götur borgarinnar, með ærslum og I ýmsum klæðum. Hér er hópur, sem kaus að vera i fangabúningum I hey- hleðsluvögnum.sem dregnir voru af dráttarvélum.f Timamynd Róbert) Allur aflinn í 1. flokk er Örvar landaði í Reykjavík ÞÓ—Reykjavik. Togskipið örvar frá Höfðakaupstað landaði 38 tonnum af bolfiski i Reykjavik i gær, og er það svo sem ekkert óvenjulegt, að togskp landi afla i Reykjavik. Það, sem er óvenjulegt við þessa löndun, er að örvar var með allan fiskinn i kössum, og var fiskurinn metinn 100% i fyrsta verðflokk, sem er mjög óvenjulegt með heilan bátsfarm. örvar hefur verið með fiski- kassa um alllangan tima, og hef- ur matið á fiskinum ávallt verið mjög gott. Verð á 1. flokks þorski, sem er i kössum, er 50 aurum hærra en á fiski, sem hafður er i stium, og á ýsu er verðið 1.50 kr. hærra. ans, einmitt á þeim tima, sem greiðslugeta þeirra, sem byggt hafa, er oftast mjög tak- mörkuð. Vextir verða á hinn bóginn tilsvarandi hærri ein- hvern tima siðar á lánstiman- um, þegar ætla má, að skuld- arar hafi meiri greiðslugetu, þar eð byggingarskuldir hvíla þá væntanlega ekki eins þungt á þeim. Reynslan hefur leitt i ljós, að takmörkun i 4. málsgrein A-liðs 8. gr. laganna, sem kveður á um, að ekki megi verja meir en 50 milljónum króna árlega til lánveitinga til kaupenda eldri ibúðarhúsa, er of þröng. Er þvi lagt til, að verja megi allt að 70 milljón- um króna til slikra lána." J Söfnuðu nær 5 millj. kr.: Rauða fjöðrin greiðir upp- skurðartækin OÓ—Reykjavik. Rauðar f jaðrir voru seldar fyrir milli 1 og 5 millj. kr. um siðustu helgi. Endanlegt uppgjör liggur ékki fyrir, en þeir sem bezt þekkja til, telja að upphæðin sé nær 5 millj. kr. Allir Lionsklúbbar á landinu, sem eru 54 talsins, lögðust á eitt við að selja rauðu fjöðrina, og verður ágóðanum varið til kaupaá tækjum til augn- uppskurða. Verða tækin sett upp I augnstöðinni á Landakotsspitala. Lionskl. tóku að sér þetta verkefni, vegna þess að talið er að ástandið varðandi glákublindu sé miklu alvarlegra hér á landi en annars staðar, og að það beri að berjast gegn þessum sjukdómi með öllum tiltækum ráðum. Augnstöðin i Landakotsspltala hefur gefið góða raun, og til að dreifa ekki kröftunum, verður lögð höfuðáherzla á aö efla stöð- ina, og þá fyrst og fremst með tækjum til uppskurða. Einnig verða keypt svokölluð þrýstipróf- unartæki, og verða héraðslækn- um um allt land send þau, en sllk tæki eru notuð til að finna gláku á byrjunarstigi. Tæki þau, sem Lionsklúbbarnir ætla að kaupa og gefa, kosta milli 4 og 4,5 millj. kr. Er því augljóst, að söfnunin hefur náð tilgangi sinum og hægt verður að kaupa tækin fyrir söfnunarféð. Eitthvað mun dragast frá heildarupphæð- inni vegna kostnaðar við söfnun- ina, en það er ekki veruleg upp- hæð. i Sá klúbbur sem mestu saí'naoi var Freyr, sem er yngsti Lions- kliibburinn I Reykjavlk. 30 með- limir hans söfnuðu um hálfri millj. kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.