Tíminn - 19.04.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.04.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Miðvikudagur 19. april 1972. í einingu andans og bandi friðarins ■ ■ II llnl U>H 111 lliHlIll.iiiIIiililIIi,. Hverjir búa til drápsklif jar? Borgarstjórnarihaldið i Reykjavik heldur áfram að hrópa þaö i Mogga, að dráps- klyfjarnar, sem það er þessa daga að leggja á Reykvikinga i gjöldum til borgarinnar, séu sending frá rikisstjórninni. Litum á málið. Rikisstjórnin og Alþingbreyttii tekjustofna- lögum sveitarfélaga á þá lund, að útsvör skyldu verða 10% af brúttótekjum, og fasteigna- gjöld hálft prósent af fasteign- amati ibúða, en aðstöðugjöld minnka að mun, og siðan tók rikið aö sér af bæjarfélögum tryggingamál og löggæzlu, og létti með þvi mjög þungum byrðum af sveitarfélögunum. Þetta taldi ihaldið allt of þungar byrðar á fólk, þegar málin voru rædd á Alþingi. En þegar það kemur heim til sin i borgarstjórn, bætir það 10% ofan á útsvörin og 50% ofan á fasteignaskattana, án þess að nokkur þörf sé á. Hverjir eru það þá, sem búa til drápsklyfjar? Byröin, sem talin var á Alþingi allt of þung, er allt i einu ekki orðin nógu þung i borgarstjórn. Krókódílatár Geirs og Birgis Geir hefur lengi staðið i þvi að reyna að sannfæra menn um, að borgin þurfi þessar tekjur og taldi skynsamlegast i öllum þessum fjárþrenging- um, að setja nú met i fram- kvæmdum og gera nú svo sem þriðjungi eða helminghneira á ári en honum sjálfum datt nokkurn tima i hug áður með- an gamla og góða ihaldskerfið gilti. Og siðan var fremur hægt að bæta eyðsluna i bákn- inu en hitt. 1 gær er tsleifur Birgir sendur fram i Morgunblaðinu til þess að gráta krókódilatár- um framan i Reykvikinga. Hann grætur: „Erfiðasta ákvörðun sjálf- stæðismanna við afgreiðslu þessarar fjárhagsáætlunar var, hvort hækka ætti fast- eignaskatta eins og gert var. Þar stóð valið á milli tveggja leiða. Annars vegar hvort skera ætti niður framkvæmdir borgarinnar um 150 millj. eða hins vegar hvort nota ætti heimildhinna nýju tekjustofn- alaga rikisstjórnarinnar um 50% álag á fasteignaskatta”. Og ihaldið tók siðari kostinn meö ekka. (Þetta þurfti ekki) En hvert mannsbarn, sem litur áætlunina, sér að þessa þurfti ekki við. Það þurfti ekki að gera gjöld Reykvikinga að neinum drápsklyfjum. Það er aðeins hefndarverk ihaldsins. Það var hægt að draga úr eyðslu i stað þess að magna hana og hafa framkvæmdir meö eðlilegum hætti. thaldið segir ef til vill, að þetta verði lika gert i næsta bæ Reykjavikur, Kópavogi. Það bætir ekki úr skák, enda mun það byggt á fordæmi Reykjavikur, þar sem óger- legt hefur ætið þótt að hafa aðrar álagningarreglur þar en i Reykjavik, vegna þess að at- vinnusvæöið er hið sama, og framkvæmdaþörf þess bæjar miklu meiri. Og vissu- lega er það Kópavogi ofurlitil afsökun, að hann hefur orðiö hart úti, fékk til að mynda i fyrra aðeins 13 þús. á ibúa af sömu gjöldum og Reykjavik fékk 21 þús. lagt á nákvæm- lega eftir sömu reglum. —AK Guðm. Geirs sendir Landfara þennan timabæra pistil um landhelgismálið og um þá stund, er Heródes og Pilatus urðu vinir og fóru saman að striða. „Sæll Landfari! Landhelgismálið er efst á dag- skrá þessa dagana. Fréttir herma að Bretar og Vestur-Þjóðverjar ætli að hafa samstöðu um að skjóta málinu fyrir Haagdóm- stólinn, þvi aö þeir telji að út- færsla landhelginnar i 50sjómilur Mundu ekki þeir sömu vilja upp- lýsa hvar, hvenær og hverjir settu þau alþjóðalög, sem banna svo- kallaða einhliða útfærslu fisk- veiðilögsögu. Mér er spurn var það ekki einhliöa útfærsla á brezkri fisk- veiöilögsögu þegar Bretar færðu út áina landhelgi út i 12 milur, eftir þorskastriðið heimsfræga? — og lærðu það af Islendingum! — tóku það eftir tslendingum, svo það er ekki sanngjarnt að halda þvi fram, að Bretar hafi ekkert lært i þeim kjánalega leik. Að fara að minnstu þjóö heims, Bændur 11 ára stór og hraustur strákur óskar eftir að kom- ast á gott sveitaheimili i sumar. Meðgjöf.Simi 51190. Þingeyingar Reykjavík Munið kvöldvöku félagsins i Súlnasal Hótel Sögu Sumardaginn fyrsta kl. 20,30. Stjórnin. vopnlausri þjóð, með herskipa- flota frá brezka heimsveldinu — Stóra Bretlandi. A þeim degi urðu þeir vinir Bretar og Þjóðverjar. — Tvö stórveldi — að stefna fyrir Alþjóðadómstól minnsta kotriki veraldar, sem er að berjast fyrir lifi sinu. Svo hóta Bretar af- greiðslubanni á islenzk skip, ef þeir framkvæmi að gera ráð- stafanir til þess að geta lifað i sinu eigin landi, en vilja svo samtimis þessum hótunum fá samning til fiskveiða innan land- helginnar. Bretar eiga að skilja það, þótt þeir hafi fiskað her við strendur Islands um áratugi, þá er þetta bara nýlenda, sem þeir hafa lagt undir sig. Bretar áttu aldrei Indland, Pakistan, Kanada, Egyptaland og Banda- rikin, þótt þeir drottnuðu yfir þessum löndum. Þessi lönd, ásamt fleiru voru þeirra ný- lendur, og sumar sagnir af stjórn þeirra áttu ekkert skylt við guðs- orðið, — fjærri þvi! — Hafið kringum okkur hafa þeir mjólkað eins og nylendurnar áður, meðan máttur nýlenduþjóðanna var ekki meiri en svo að þær gátu ekki rönd við reist. Nú er bara komið að tslendingum, að þoka þessum drottnururp burtu og er þetta ekki seinasta nýlendan, sem þeir enn- þá mjólka — og vilja fá frið til að blóömjólka. Við eigum að semja við Rússa um aö fá leigð herskip til að verja landhelgina til að minnka rostann i Bretum og Þjóðverjum, ef þeir gera sig svo smáa — sameinaðir — að yfir- buga eða ógna tslendingum. Efnahagsbandalagið ætlar að kúska tslendinga, ef þeir færa út fiskveiðilögsöguna og Bretar hóta að afgreiða ekki islenzk skip. Kússinn glottir. Ef Efnahags- bandalagið framkvæmir sin á- form og Bretar standa við sinar hótanir, eru þeir beinlinis að hrinda tslendingum i faðm Rússa, — neyða Islendinga til að gefa Rússum betri aðstöðu hér á landi, gera tslendinga háðari Rússum. Samtimis þessu segja þeir hinir sömu, hvað það sé hættulegt aö láta herinn fara burtu af landinu þvi að þá komi Rússinn og nái hér aðstöðu. Eru Bretar og Efnahagsbandalagið ekki að opna dyrnar fyrir Rússa, dyrnar, sem þeir vilja hafa harð- læstar. Þeir bæta þá nýjum kapitula i mannkynssöguna, sem ef til vill getur orðiö þeim sjálfum verstur er fram liða stundir. Við eigum að hafa „her i landi”, en hvort við getum lifað sáemilegu lifi virðist vera auka- atriði samkvæmt framansögðu. Bandarikjamenn vilja vernda landið, vernda litlu „eyjuna jöklahvitu”, en vilja þeir þá ekki vernda landhelgina lika? Við þurfum vernd fyrir ofbeldi — inn- rás — hvort sem ofbeldið kemur frá Rússum Bretum eða Þjóð- verjum, eða byrjaði verndin ekki með þvi, að vernda okkur gegn Þjóðverjum? — Nú eru þeir sam- einaðir Bretar og Þjóðverjar með Efnahagsbandalagið i bakhönd, með sverðið tilbúið i hendi. Nú gætu Rússar alveg eins fiskað hér við land eins og Bretar gefa for- skipavernd, ef Bretar gefa for- dæmi, eins og þeir eru raunveru- lega búnir að gera (þorskastriðið heimsfræga). Hættum aö semja um viðskipti við Rússa. Vilji Bandarikjamenn ekki vernda landhelgina, ef til innrásar kemur af Bretum, semjum þá við Rússa um að vernda landhelgina með herskipum. Land og landhelgi er eitt. Guðm. Geirs LAUS STAÐA Staða skólastjóra við Bændaskólann á Hvanneyri i Borgarfirði er laus til um- sóknar. Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknarfrestur er til 1. júni 1972. Landbúnaðarráðuneytið, 10. april 1972. Við útvegum hina þekktu frá Japan. TCM GAFFAL- LYFTARA Fást með margskonar útbúnaði. Mjög hagstætt verð. Hringið i 2121 —2041 — eða komið og sjáið lyftara i notkun. KJÖLUR S/F Keflavik (Oliusamlagshúsinu) Harðjaxlinn frá Ford! ÓDREPANDI VINNUVÉL Sjálfvirkur gröfuútbúnaður Fullkomin sjálfskipting Aflmikill mótor Stórt hús með miðstöð Niðurgírun i afturöxli Vökvastýri. F0RD-IÐN AÐARG RAFAN P - JSÍBJE I I I I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.