Tíminn - 19.04.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.04.1972, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 19. april 1972. TÍMINN irt3°QflTTTHn 7 Blóðþyrstur Bandariski leikarinn Charles Bronson hefur nú lokið við að leika i enn einni nýrri kvik- mynd, „The Mechanic”. 1 þes- sari mynd, eins og reyndar öðr- um myndum, sem hann hefur leikið i til þessa, fer hann með hlutverk morðingjans. Fólk er þvi farið að velta þvi fyrir sér i Bandarikjunum, hvers konar maður hann sé i raun og veru, i einkalifi sinu. Til þess að reyna að bæta ofurlitið almennings- álitið, hefur Bronson látið taka þessa mynd af sér og fjölskyld- unni. Frúin heitir Jill Ireland og sú litla heitir Zuleika. Jill hefur leikið i nokkrum kvikmyndum, en Zuleika er enn of ung til þess að geta fengið nokkur hlutverk. Hver veit nema almenningur fái nú meira álit á Charles Bron- son, eftir að hafa séð þessa mynd af honum. Fyrsti kvenaðmírállinn Áður en langt liður mega Bandarikja- menn vænta þess að hafa eignazt sinn fyrsta kvenað- mirál. Frá þessu skýrði Laird varnarmálarráðherra Banda- rikjanna nýlega á fundi, þar sem hann kom fram, en til þessa fundar hafði verið boðað af rauðsokkum i Bandarikjunum. Laird fullvissaði fundarmenn og konur um, að ekki þyrftu þau aðóttast, að hann hætti störfum sem varnarmálaráðherra landsins, án þess að hafa áður skipað fyrsta kvenaðmirálinn i embætti. Ekki vildi hann skýra nánar frá framtiðaráætlunum sinum, en hins vegar er talið nokkurn v^gin vist, að nýi að- mirállinn verði glæsileg, blá- eygð kona, sem um þessar mundir stjórnar kafbátastöð- inni i Pentagon. Færri mótmælendur — fleiri lögregluþjóna Þegar utanrikisráðherra Breta, sir Alec Douglas Home, kom nýlega til Madrid til viðræðna þar safnaðist mikill fjöldi fólks fyrir framan sendiráð Breta i borginni og vildi mótmæla komu ráðherrans. I framhaldi af þessu minntist brezka blaðið Sunday Telegraph þess, að á striðsárunum átti svipaður at- burður sér stað á sama stað. Mikill fjöldi fólks hafði safnazt fyrirutan brezka sendiráðið, en þá hringdi þáverandi innan- rikisráðherra Spánar til brezka sendiherrans, Sir Samuel Hoare, og spurði hvort hann vildi að fleiri lögregluþjónar yrðu sendir að staðinn. — Nei þakk, sagði sendiherrann, en sendið færri mótmælendur... 100 ára listakona Danski pianóleikarinn Inga Högsbro Christensen, sem hefur lengst af verið búsett i Banda- rikjunum, átti nýlega hundrað ára afmæli. Inga er fædd með bæklaða hönd, en þrátt fyrir það hefur hún nað einstæðum árangri sem pianóleikari. I 25 ár ferðaðist hún um þver og endi- - löng Bandarikin og lék á opin- berum hljómleikum. Hún hefur hlotið margs konar viðurkenn- ingu fyrir leik sinn, en aldrei hefur hún fengið meiri viður- kenningu frá fleiri en á afmælis- daginn M.marz sl. Þá komu fjölmargir þekktir menn og konur til þess að óska henni til hamingju með 100 árin. Ástarævintýri aldarinnar. Þið munið öll eftir Richard Chamberlain, sem lék dr. Kildare i sjónvarpinu. Hann á senn að koma fram i nýrri kvik- mynd, þar sem hann fer með hlutverk Hertogans af Windsor, sem hafnaði konungdómi i Eng- landi vegna ástar sinnar á frú Simpson. Faye Dunaway, sem lék i kvikmyndinni Bonnie og Clyde mun fara með hlutverk hertogaynjunar. Myndin er gerð fyrir bandariskar sjónvarps- stöðvar og á þetta að verða ástarsaga aldarinnar i kvik- mynd. Maður einn sem var i framboði við þingkosningar, hafði lofað konu sinni, að á kosninganóttina skyldi hún fá að sofa hjá þing- manni. . Þegar ljóst varð, að manntetrið hafði ekki verið kosinn, heldur Stefán kunningi hans, fór hann niðurlútur heim til sin. í rúminu lá eiginkonan eins og hún biði eftir einhverju. Hann spurði hana óþolinmóðlega eftir hverju hún biði. —Elskan svaraði hún. —Ég er að biða eftir Stefáni. Tvær unglingsstúlkur röbbuðu saman um, hvað þær vildu verða háar. —Ég vil verða 170 sentimetrar, sagði önnur —Já, en ef þú ert bara 160, hefurðu 10 sentimetrum meira af strákum að velja úr, sagði hin spaklega. —Er hann virkilega eins viðutan og sagð er? —Já. 1 hvert sinn, sem hann slær úr pipunni sinni, kallar hann: —Kom inn! — Þetta var stórkostlegt, frú. Ég hef oft heyrt ófullkomnu hljóm- kviðuna, en aldrei svona ófull- komna. —Var þetta skemmtileg veizla i . gær? —Já, það er sko áreiðanlegt. Jónsi fór inn I Borgundarhólms- klukkuna til að hringja á leigubil handa sér, en þá mundi hann allt i einu, að veizlan var heima hjá honum. Misklið var komin upp i kirkju- kórnum vegna ýmissa hluta i sambandi við raddskipun og stjórn. Endirinn varð sá, að kór- félagar ruku bálreiðir i allar áttir. A eftir var organistinn beðinn að snúa sér til hvers og eins og biðja þá að endurskoða af- stöðu sina. Næsta sunnudag kom hver einasti, öllum til furðu. Þegar organistinn var spurður, hvað hann hefði gert, svaraði hann: —Ég sagði bara si sona: —Ef hinir koma ekki, vilt þú þá syngja einsöng á sunnudaginn? 1 miðbænum, þar sem allt var fullt af sóti og bensingufu, nam einn staðar á gangstéttinni, og hóstaði og ræskti sig, þangað til hann varð fjólublár i framan. Vinur hans kom að honum og sagði: -Þvi i ósköpunum hættirðu ekki að reykja? —Það þýðir ekkert i þessum bæ, svaraði hinn, þegar hann var bú- inn að ná sér. —Það vill svo til, að ég keðjuanda. DENNI DÆMALAUSI Upp bæði tvö. Það er morgunleik- fimi I útvarpinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.