Tíminn - 19.04.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.04.1972, Blaðsíða 9
' Miðvikudagur 19. april 1972. TÍMINN 9 v. _______ __________________________y . ýjgífandi; Frawíikitarflokkurfnn Fr-amkvæmdastióri; KrlsHán B«ne’dlkfssou, Rjttijörari: Þórarinn ::: :: :■::: Þárar.insson: tádt;:: AltdréS: :Xftef{áilíSOrt,: : Jin: :H«t9í«>nf: :lhdrtS( G. Þorstainsson og Tómas Karlsson, Augtystngiisttárl: Stettl- Orimur: ©íslason. Ritstjómarskrifst-ofur f €d(Jubií»irtU/ sitnsf 183ÓO — 1S3Q&. Skrifstofur Bapkastrxfi 7. Af&retSsiysfmÍ 1U33. Augtýsíngasimi 19533,. ASror skrifstofvr simi T830Q, Áskrtftargjal d kr> 32S,0Q: :á mánuSi innanlanils.: í lausasóly .. kr. ti.00 atnUktS. — fitaSaprent h.f. (Offwi) Albert gegn Geir Það er nú kunnugt orðið, að Geir Hallgrims- son varð að beita mikilli hörku til þess að fá alla borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins til þess að greiða atkvæði með 10% hækkun útsvar- anna og 50% hækkun fasteignagjaldanna. Eins og oft áður, var það Albert Guðmunds- son, sem lengst stóðst ofriki borgarstjórans, þótt hann léti undan að lokum. Albert lét það þó koma glöggt i ljós á borgarstjórnarfundinum, þegar hækkanirnar voru samþykktar, að hann væri ekki sammála stefnu borgarstjórans. Hann flutti stutta ræðu, þar sem hann lét i ljós það álit sitt, að fjárhagsáætlun borgarinnar væri of há og þar af leiðandi yrðu skattarnir, sem yrðu lagðir á borgarbúa, of háir. Þannig lýsti Albert sig ósammála borgarstjóranum, þótt hann léti undan flokksaganum að lokum og greiddi nauðugur atkvæði með hækkununum. Það hefur lika komið greinilega i ljós siðan fjárhagsáætlunin var samþykkt i borgar- stjórninni, að Albert á marga fylgjendur meðal óbreyttra Sjálfstæðismanna. Tölur fjárhags- áætlunarinnar sjálfrar skýra vel orsakir þessarar óánægju. Á fjárhagsáætluninni fyrir árið 1971 voru útgjöldin áætluð 1805 milljónir króna, en eru áætluð nu 2144 milljónir króna, eftir að rikið er þó búið að taka að sér útgjöld, sem hvildu á borginni á siðastliðnu ári, og hefðu numið nú um 400 millj. króna. Raunveru- leg hækkun milli ára er þvi 741 millj. króna eða um 41%. Þessi hækkun verður ekki réttlætt með hækkunum á kaupgjaldi eða verðlagi á þessum tima, heldur þvi, að framlög til ýmissa framkvæmda eru stóraukin, enda þótt mikil ofþensla sé á vinnumarkaðnum. Sú fram- kvæmdagleði, sem hér greip borgarstjórann, stafar ekki af auknum áhuga á fjárfestingu, heldur einfaldlega þvi, að hann vildi fá tæki- færi til að geta hækkað skattana sem mest og látið svo Mbl. og Visi og aðra fjölmiðla Sjálf- stæðisflokksins kenna rikisstjórninni um. Það var þannig ekki að ástæðulausu, að Albert Guðmundsson lýsti þeirri skoðun sinni, að fjárhags-áætlunin væri of há og skattarnir yrðu þessvegna of háir. Albert Guðmundsson vissi af kunnugleika sinum sem borgarfulltrúi, að hér voru annarlegar ástæður að verki. Og afleiðingum þess kynnast reykviskir skattgreiðendur, þegar þeir fá skattseðlana i sumar. Þá standa þeir frammi fyrir þvi að svara þeirri spurningu, hvort þeir vilja halda áfram að styðja borgarstjóra og borgar- stjórnarmeirihluta, sem ákveður að óþörfu 10% hækkun á útsvörum og 50% á fasteigna- gjöldum i þeirri fávisu von að geta kennt rikis- stjórninni um. Ótrúlegt er annað en,að reyk- viskir skattgreiðendur komist þá að raun um, að þeir þurfa nýjan borgarstjóra, sem stundar ekki borgarstjóraembættið sem hjáverk og notar það ekki öðru fremur til að styrkja aðstöðu sina i innanflokkserjum. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Wallace hefur haft mest áhrif á kosningabaráttuna Hann notar sér óánægjuna með stjórnina og þingið Cornelia og George VVallace ÞAÐ VAR ekki ég sem samdi skattalögin, er leggja þyngstar byrðarnar á hinn öbreytta borgara, en láta höfðingja eins og Rockefeller, Ford, Mellon og Carnigie vera að mestu skattlausa. Oldungarþingmennirnir eins og Jackson, Muskie, Huphrey og McGovern töluðu ekki við verkamanninn, skrif- stofumanninn, bóndann eða leigubilstjórann, þegar þeir voru að semja skattalögin. Þeir leituðu ráða þessara finu sérfræðinga, sem kunna ekki einu sinni á reiðhjól, en þykjast hafa vit á öllu, — sköttum, Bangladesh og Viet- nam, Blessaðir öldungar- deildarþingmennirnir eru lika alltaf reiðubúnir til að hlusta á blaðamennina og sjónvarps- mennina, sem þykjast ráða yfir allri vizku. Það sem þarf að gerast, er að valdaklikan i Washington fari á hlusta á ykkur, hið óbreytta alþýðufólk i Banda- rikjunum. Þið þurfið að senda þeim skilaboö, sem vekur þá almennilega og þið gerið það með þvi að kjósa mig. A ÞESSA leið hljóða ýmsar ræður George Wallace, rikis- stjóra i Alabama, sem til þessa hefur verið sigur- sælastur i prófkjörunum hjá demókrötum. Hann heyr baráttu sina undir kjörorðinu: Send Them á Message — sendið þeim skilaboð, og þá á hann við, eins og kemur fram hér á undan, að almenningur veiti valdhöfunum i Washington, rikistjórninni, og þinginu, áminningu, sem tekið verður eftir. Þetta telur hann að alþýða manna geri bezt með þvi að greiða honum at- kvæði i prófkjörunum. Það verður ekki annað sagt en að hann hafi til þessa fengið góðar undirtektir. Hann hefur tekið þátt i tveimur próf- kjörum og verið langefstur i öðru þeirra, i Florida, og annar i hinu, i Wisconsin. Þó eyddi hann ekki nema litlum tima i kosningabaráttuna i Wisconsin. ÞAÐ ER mikill mis- skilningur, ef menn halda,að fylgi sitt eigi Wallace þvi að þakka, að hann sé' andvigur svertingjum. Að visu væri rangt að gera litið úr þvi, að hann hefur fylgi margra vegna þess, að hann er ákveðinn andstæðingur þess, að beitt sé lagaboðum til að koma á samskólum hvitra og svartra. En fylgi það, sem hann hefur hlotiö nú, á miklu fleiri rætur. Það stafar vafa- litið öðru fremur af óánægju hins almenna borgara með valdhafana i Washington og þá engu siður meö þingið, þar sem demókratar ráða, en rikisstjórnina, þar sem repu- blikanar ráða. Þar sem Wallace er hvorki bendlaður við þingið né stjórnina, snúa hinir óánægðu kjósendur sér helzt að honum og láta fylgi sitt i ljós með þvi að kjósa hann. Samkvæmt athugunum, sem hafa farið fram, eru fylgi- smenn Wallace mjög ósam- stæður hópur. Þeir verða hvorki flokkaðir til hægri eða vinstri, enda er stefna Wallaces, ef stefnu skyldi kalla, einskonar sambland ai slagorðum hægri sinna og vinstri manna. Hann ræðst harðlega gegn aðstoð Bandarikjanna við vanþróað- ar þjóðir, þvi að þær þakki Bandarikjamönnum helzt með þvi aðthrækja á þá. I utan- rikismálum virðist hann helzt hallast að einangrunar- stefnu. I innanlandsmálum hamast hann mest gegn skatt- löggjöfinni, sem leggi of þungar byrðar á almenning, en hlifi auðmönnum og auð- hringum, raa.með þvi að gera ýmsar gjafir skattfrjálsar. Hann deilir harðlega á auð- hringana og yfirdrottnun þeirra og var ITT-málið mikill hvalreki fyrir hann. Það spillir ekki fyrir honum, að at- huganir sýna, að hann á litið fylgi hjá riku fólki og svipað gildir um menntafólk. Aðal- fylgi hans er meðal hinna tekjulægri millistétta og lág- launafólks. ÞAÐ hefur að sjálfsögðu hjálpað Wallace mikið, að hann kann að tala það mál sem fólk skilur. Hann beitir mikið slagorðum, sem eru ein- föld og augljós, og skyrir mál sitt með dómum sem oft eru heppilega valinn. Þá er hann óragur við að taka stórt upp i sig. Óhætt er að segja, að Wallace hefur haft meiri áhrif á kosningabaráttuna til þessa en nokkur maður annar. Keppinautar hans hjá demókrötum gerðu sér ljóst,aö hann ætti fylgi sitt að þakka, að meðal almennings i Bandarikjunum væri rikjandi mikil óánægja með vald- hafana i Washington bæði stjórnina og þingið, og að þeir yrðu að breyta málflutningi sinum með tilliti til þess. Sá sem fyrstur sá þetta var McGovern og hann átti lika hægast um vik, þvi að hann var sá öldungardeildarþing mannanna, sem keppa við Wallace, er hefur minnst áhrif á stjórnaraðgerðir og löggjöf i Washington og ákveðnast hefur lika beitt sér fyrir ýmsum róttækum að- gerðum, t.d. i skattamálum, sem ekki hafa hlotið stuðning i þinginu. McGovern notaði þetta óspart i Wisconsin, enda leiddi athugun, sem gerð var á vegum New York Times i ljós, að efnahags- og skatta-málin hefðu orðið honum drýgst til framdráttar. EN það var ekki aöeins McGovern, heldur lika Humphrey, sem hefur dregið lærdóma af sigrum Wallace. Humphrey hefur að undan- förnu breytt verulega mál- flutningi sinum og talar nú oft i hinum róttæka tón og hann geröi fyrir 20-30 árum, þegar hann var talinn enn mesti vinstri maðurinn á sviði ameriskra stjórnmála. Hann verður þó að gera þetta meö meiri gætni en McGovern, þvi að hann á verulegt fylgi meðal efnaðra kjósenda. SA, sem á einna Örðugast með að fylgja fordæmi Wallace, er Muskie, þvi að hann hefur haslað sér þann voll, að hann væri maðurinn, sem bezt gæti sameinað flokkinn og þjóðina, en af þvi leiðir, að hann má ekki ganga of langt i fyrirheitum, hvort heldur er i vistri eða hægri átt. ÞÓTT Wallace eigi eftir að sigra i fleiri prófkjörum er það útilokað að hann verði fram- bjóðandi demókrata. Til þess er andstaðan gegn honum i flokknum of sterk. Wallace hefur hann ekki tekið þátt i prófkjörunum hjá demó- krötum með það fyrir augum, heldur til að vekja á áér athygli og undirbúa framboð sitt sem óháðs frambjóðanda, eins og i forsetakosningunum 1968. Þá fékk hann nær 10 milljónir atkvæða. Þær undir- tektir, sem hann hefur hlotið, benda til þess, að hann geti fengið enn meira fylgi nú. Erfitt er að dæma um, hvort hann muni taka meira fylgi frá Nixon eða frambjóðanda demokrata, en það getur oltið talsvert á þvi, hver sá siðar- nefndi verður. FLESTUM kemur saman um, að Wallacehafi lært mikið i framgöngu og ræðustil i for- setakosningunum 1968. Þá virðist hann og njóta sín betur i sjónvarpi. Það er ekki sizt þakkað hinni nýju konu hans. Hún er 33 ára eða 19 árum yngri en hann. Uppruni þeirra er ólikur, þvi að hann er kominn af fátæku fólki, en hún af efnuðum ættum. Náfrændi hennar James Folsom, var um skeið rikisstjóri i Alabama og bjó hún þá hjá honum. Hún giftist rúmlega tvitug auð^ manni i Flórida og skildi við hann fyrir fjórum árum. Wallace missti fyrri konu sina, Lurleen, um likt leyti, en hann hafði þá fengið hana kjörna sem rikisstjóra, i Ala- bama, þvi að sjálfur gat hann ekki látið endurkjósa sig. Cornelia hefur jafnan haft mikinn áhuga á stjórnmálum og studdi m.a. Stevenson ein- dregið i kosningunum 1952 og 1956. Hún kynntist Wallace eftir að hún fluttist aftur til Alabama fyrir nokkrum misserum og vann fyrir hann i rikisstjórakosningunum 1970. Hún er iþróttakona mikil, sem iðkar bæði kappakstur og flug, klæðir sig kvenna bezt og þykir bæði lagleg og virðuleg i framgöngu. Hún er oft með manni sinum á kosninga- fundum. Það spillir ekki fyrir Wallace, að hún er sú af konum forsetaefnanna, sem vekur mesta athygli og oftast er nú sagt frá i blöðum og sjónvarpi. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.