Tíminn - 19.04.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.04.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Miðvikudagur 19. apríl 1972. Dagurinn hafði verið Warner þrauta dagur. Hann leigði sér nú vagn, oig ók heim til sín. Væri litið á tekiumar, sem Wameir hafði, gat hann búið í þoim hluta borgarinnar, bar sem húsaleigan var hæst. — En hann hafði kosið sér, að búa fremur, þar seim hún var tiltöluletga lág, vildi, að sem miimst bæri á sér. Þegar hann var koiminn heim .settist hann við skrifborðið sitlt, greip nokkur bréf, en lagði þau frá sér aftur, er hann sá, að efnið var ekki imjög áríðandi. Hann hallaði sér síðan aftur á bak í stólnuim, og sökkti sér ofan í huigsanir sínar. en fann, að sér veitti allörðuigt að hugsa. Honum datt í hug, hve óvænt honum hefði komið það, að rek- ast á konu, sem hann huigði löngu vera dauða. • Hann vissi, að hún hataði hann! Gat hann þá talið sér óhætt? Hann hló napurlega, er hann huigsaði til þess, hve bjönt fraim- tíð hefði blasað við sér, hefði hann kvænzt ungfrú iMiddleiman . En nú var útséð um það. Á hinn bóginn átti hann nóg fé, til að igeta lifað áhyggjulausu lífi, og hefði nú enn fremur gróða fyrirtæki í huga, er hann gerði sér von um, að gæti þrefaldað eða f jórfaldað eigur sínar. Hann bölvaði sjálfum sér, af því að honuim gat eigi annað, en verið einatt að detta í huig bankaþjófn- aðurinn. Honum fannst ólifandi í her- berginu, og stóð því upp, og gekk út. Þó að áliðið væri orðið, vom þó enn margir á borgarstrætun- um. En það var eigi sama fólkið, sem vant var að sjást þar að deg- inum. Leikhús „Míranda“ — en það var leikhús, sem var óæðri teg- undar — hafði nú verið lokað, og þaðan kom straumurinn af létt- úðugum körlum og konum, og meðal þeirra — já, það var eng- in önnur — var hún! En hvað nú var orðið að sjá hana! Hve augun voru orðin iglanzlaus! Oig varirnar fölar! Hún var ein í tölu þeirra, er hann hafði ginnt út á léttúðarinnar og lastanna braut! Hann óaði við, og vék sér til hliðar, og veitti hún honurn því alls enga eftirtekt, er hún gekk fram hjá honum, ásamt elskhuga, er henni hafði — af tilviljun — valizt þetta kvöldið. Þetta olli því, að hann missti alla löngun, til að vera lengur úti, og sneri því heimleiðis, tók inn stóran skamimt af svefnlyfjumi, — og sofnaði brátt, XXI. KAPfTULI. Anna Studly, og vina hennar, voru nú komnar til Brussel, og hafði Anna enn eigi skýrt henni frá neinu. En henni duldist eigi, að það yrði hún þó að gera, áður en þær kæmu til Bonn. Mælti hún því einn daginn, er þær voru á gistihúsinu í Briisisel: —. Grace! Ég hefi gabbað þig! — Hefurðu gabbað mig Anna? Hvernig þá það, — Ég ginnti þiig burt frá Lund- únuim, af því að svo varð að vera, og sagði þér ósatt! Frænka þín er alls ekki veik! — Frænka ekki veik? mælti Grace. — Hvað áttu við? — Ég vildi forða þér frá glöt- uninni, fyrirbyggja, að þú giftist manni, sem gerði þér lífið að byrði, og bölvun! Grace spratt upp. — Hvað? kallaði hún. — Ætl- arðu, að koma þér upp á milli mfn, og mannsins, sem ég elska? — Já! sagði Anna. — Hann læt ur þig sjálfur vita það! Lestu þetta! .— Hún rétti henni nú bréf bankastjórans. — Hvernig kom það f þfnar hendur? mælti Grace, stamandi — Grace! svaraði Anna stillilega. — Mansltu, að ég mæltist til, að mlega þegja yfir dálitlum kafla úr lífi mfnu? En nú bíður skyldan mér, að tala! Ég hefi og áður látið þig skilja það á mér, að faðir minn væri vondur maðtur! En Warner er vinur hans! — Segðu öðrum þessar hrylli- legu sögur þínar! — Ég var trúlofuð Wamer! mælti Anna. — Þú trúlofuð Wamer? mælti Grace. — Sleppti hann á hend- inni af þér mín vegna? — Ég held varla, að hann hafi hugsað um þig, er hann var trú- lofaður mér! mælti Anna. — Atvik- in knúðu þessa trúlofun fram! Svo skildum við, og hygg éig, að hann hafi talið mig dauða, unz ég neyddist til þess — til þess að bjarga þér — að láta hann sjá mig! ■— Og var það einhlítt til þess, að hann ritaði mér þeitta uppsagn arbréf? þótti honum svo vænt um þig, að þú hafir enn þetta vald yfir honum? — Mér tókst það, sem ég vildi, mælti Anna, i— þótt óskylt ætti það við alla ást til mín! Grace tárfelldi af reiði. — En segðu mér þá, hvað Warner hefur orðið á! Anna var nú í vandræðum, því að sannleikann gat hún eiigi sagt, og kom því hik á hana. — Sko þú veizt ekki neitt! mæliti Grace. — Ég get ekki sagt þér það! /araði Anna. — Vináttu minni verð urðu að treysta! Grace var óánægð með svarið, en á hinn bóginn var uppsagnar- bréf Warner's svo ákveðið, að hún gait eigi krafizt neinnar skýringa af honum. En þar sem svona var nú kom- ið, gat hún eigi horfið aftur til Lundúna, oig varð Önnu því sam- ferða ti-1 Bonn. Það var síður, en svo, að ferð- in yrði þeiim skemmtileg og þá eigi fremur veran á heimili pró- fessorisins. Loks varð önnu þetta svo óþol- andi, að hún sagði við Grace: — Það er orðið allt öðru vísi milli okkar, en var, og því hefi ég nú ásett mér, að breyta um dvalarstað! — Hvert æftlarðu? Ertu ráðin í því? — Já! Ég ætla með vesturför- um til Ameríku! — Þú til Ameríku! Ertu oxðin brjáluð? Grace setti sig nú fyrst ákaft upp á móti áformi Önnu, en sá þó að lokum, að bezt væri, eins og komið var að þær skildu, að minnsta kosti í bráðina. Loks þóttist Grace þó skilja, hvers vegna Anna ætlaði til Ameríku. — Henni barst bréf frá Hillmann & Hicks, þar sem skýxt var frá því, að Warner hefði sagt bankastjórastöðunni lausri, og ætl aði itil Amexíku. — Og hvenær ferðu Anna? spuxði hún, og var þá ærið und- in í málrómnum. — Daginn eftir var Anna horfin, og kvaddi hún Grace í bréfi, er hún skildi eftir á skrifborði hennar. Bréfið var svo hljóðandi: „Ég kenni mig eigi mann til þess, að kveðja þig! En hér gat ég eigi verið lengurl þar sem mér vair ekki trúað! Grennsl- astu ekkert eftir því, hvert ég fer, og reyndu eigi, að hafa upp á mér! Ég veit að, ég he'fi gext þér illt, en hefi þó þá meðvit- undina, að hafa gext þér gott, og verður það eina endurminninig- in frá fortíðinni, sem ég flylt með mér inn í fraimtíðina“. Bxéfið var undirritað: „Anna Stydly“. 1087 Lárétt 1) Undrandi,- 6) Land.- 10) Titill,- 11) Væl,- 12) Alfa,- 15) Verkfæri,- Lóðrétt 2) Fljót.- 3) Tala.- 4) Tindar.- 5) Ristar.-7) útlim.-8) Fita.- 9) Auðug.- 13) Borða.- 14) Dimmviðri.- Ráðning á gátu No. 1086 Lárétt 1) Kalla,- 6) Drengur,- 10) Dá,- 11) Næ.- 12) Umtalað.- 15) Flakk,- Lóðrétt 2) Ave,- 3) Lag.- 4) Oddur,- 5) Bræði,- 7) Rám.- 8) Nia,- 9) Una,- 13) Tál,- 14) Lak,- HffiB 35“ 12 lan HVELL G E I R I Mig grunaði.VVið verðum aój að Hvellur flýta okkur á : hofði stöðváð hrott áðnr m ? Miðvikudagur 26. apr. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Til þess eru vitin.Bjarni Bjarnason læknir form. Krabbameinsfél. Isl., flytur erindi. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Stúlka i april” eftir Kerstin Th. Falk. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar: ts- lenzk tónlist. 16.15 Veðurfregnir. Andrarim- ur hinar nýju. Sveinbjörn Beinteinsson kveður elleftu rimu rimnaflokks eftir Hannes Bjarnason og Gisla Konráðsson. 16.35 Lög leikin á flautu. 17.00 Fréttir. 17.10 Tónlistarsaga. Atli Heimir Sveinsson tónskáld sér um þáttinn. 17.40 Litli barnatiminn. Val- borg Böðvarsdóttir og Anna Skúladóttir sjá um timann. 18.00 Fréttir á ensku. 19.00 Fréttir. Tilkynningar 19.30 Dagiegt mál. Sverrir Tómasson cand. mag. flytur þáttinn. 19.35 ABC Asdis Skúladóttir sér um þátt úr daglega lif- unu. 20.00 Stundarbil. Frfyr Þórar- insson kynnir hljomsveitina Led Zeppelin. 20.30 „Virkis vetur” eftir Björn Th. Björnsson Endur- flutningur sjöunda hluta. 21.30 Þeir sletta skyrinu, sem eiga það. Þáttur i umsjá há- ■ skólastúdenta. 22.00 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: Endurm inningar Bertrands Russeis. 22.35 Danslög i vetrarlok. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Miðvikudagur 19. apríl. 18.00 Chaplin. Stutt gaman- mynd með frægasta gaman- leikara allra alda, Charles Chaplin. 18.15 Teiknimynd. 18.20 Harðstjórinn. Brezkur framhaldsmyndaflokkur fyrir börn og unglinga. 3. þáttur. Efni 2. þáttar: Börnin halda áfram leitinni að „Harðstjóranum” viðs- vegar um Lundúnaborg, en maðurinn, sem heyrt hafði á tal þeirra um málið, virðist hafa á þeim gætur. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 18.45 Slim John. Ensku- kennsla i sjónvarpi. 20. þátt- ur endurtekinn. 19.00 Hlé 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Síðasti bærinn í dalnum. íslenzk ævintýrakvikmynd, byggð á sögu eftir Loft Guð- mundsson, rithöfund. Kvik- myndun og framkvæmda- stjórn Óskar Gislason. 22.00 Hljómsveit Tónlistar- skólans.Hljómsveitin leikur Vatnasvituna eftir Georg Friedrich Hándel. Stjórn- andi Björn Ólafsson. 22.20 Japanskar leikgrimur. 1 Japan hefur á löngu liðnum öldum myndazt eins konar hefð i sambandi við sér- kennilegar leikgrimur. I • þessari mynd er brugðið upp svipmyndum af fornum dönsum og leikjum, þar sem slikar grimur eru bornar og jafnframt er sýnt, hvernig þær eru gerðar. 22.50 Fljótalandið Guyana. Fjórða myndin i flokki fræðslumynda um fugla- og dýralif i frumskógum Guy- ana. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.