Tíminn - 19.04.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.04.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Miðvikudagur 19. april 1972. Umsjón: Alfreð Þorsteinsson Fjárframlög opinberra aðila vegna OL-þátttöku meiri en áður - samt sem áður verður Olympíunefnd að afla viðbótarfjár með ýmsum hætti, m.a. happdrætti Alf — Reykjavlk. — Þaö kom fram á fundi Olymplunefndar tslands með blaöamönnum i gær, aö fjárframlög opinberra aöila verða sizt minni nú en áður vegna þátttöku Islenzkra Iþróttamanna á Olympiuleikum. En jafnframt væri ljóst, aö mikið vantaöi upp á, til aö brúa biliö. Þess vegna gengst Olympiunefndin fyrir margs konar fjáröflun, m.a. er búið aö hleypa af stokkunum happdrætti til styrktar Olympiu- förum okkar, og seldir sérstakir minnispeningar. Olympiunefnd Islands hefur þaö verkefni samkvæmt starfs- reglum, sem heildarsamtök iþróttahreyfingarinnar, Iþrótta- samband Islands fiafa sett, aö ákveða og stjórna þátttöku Is- lendinga i Olympluleikunum. Samkvæmt þvi hefur þátttaka Is- lendinga i Olympiuleikunum ávallt veriö i hendi Olympiu- nefndarinnar, hvaö snertir alla þá Olympiuleika, sem haldnir hafa veriö siöan Island varö full- valda riki. Gengiö var frá skipan núver- andi Olymplunefndar á sam- bandsráösfundi I.S.l. 8. marz 1970. Hefur Olympiunefndin siöan unnið aö undirbúningi tslendinga I Olympiuleikunum 1972. Akveöiö var aö tslendingar tækju eigi þátt I Vetrarólympiuleikunum i Sapporo i Japan. Hins vegar sam- þykkti Olymplunefndin á fundi sinum 8. júli 1971, aö tslendingar tækju þátt i Olympíuleikunum I Miinchen 1972 I frjálsum iþróttum og sundi og 23. febr. 1972 i lyft- ingum. Eins og kunnugt er hafa hand- knattleiksmenn nú þegar unniö sér þátttökurétt I hópi þeirra 16 liöa, sem keppa i Múnchen, og Olympiunefnd tslands samþykkti á fundi sinum 4. aprllsl. þátttöku tslendinga I handknattleik. 1 einstaklingsgreinum, sem Islendingar taka væntanlega þátt I, frjálsum iþróttum, sundi og lyftingum, eru skilyröi þannig, aö hver þjóö getur sent einn mann I grein, án þess aö Alþjóöaólym- piunefndin setji nokkur skilyröi, en óski einhver þjóð eftir þvi að senda tvo menn i grein, verða þessir menn aö vinna lágmarks- afrek, sem hin einstöku alþjóöa- sambönd setja, fyrir sina grein. Olympiunefnd tslands hefur sett lágmörk I frjálsum iþróttum og sundi, samkv. tillögum FRl. SSl.,semeru örlitið lægri en skil- yrði, sem viðkomandi alþjóöa- samband hefur krafizt fyrir 2 menn I grein. Alþjóöasamband frjálsiþróttamanna setur kröfuna 10,3 sek. I 100 m hlaupi, en krafa 01. er 10,4 sek. Munurinn er ca, 40 stig skv. stigatöflu frjálsiþrótta- manna, og sami munur er haföur I öörum greinum frjálsiþrótta. Svipað er þetta I sundinu. Kröfurnar i lyftingum eru miö- aðar viö kröfur frá alþjóðasam- bandi lyftingamanna um 2. mann. Þess skal getiö, aö þess er krafizt, að fþróttafólkiö vinni lág- marksafrekin tvívegis. Þá hefur Olympiunefnd þegiö boð framkvæmdanefndar Olym- piuleikanna, um aö senda 5 ung- menni á æskulýðsmót sem haldíö er i sambandi við Olymplu- leikana,svo ogboðumað Islenzk glima veröi sýnd i Múnchen. Það boö er nú i athugun hjá Glimu- sambandi Islands, sém ákveliur hvort það verður þegiö, þar sem það er utan Olympiuleikanna sjálfra. Þaö er ljóst aö Islenzkir þátt- takendur i Olympiuleikum I Múnchen 1972, veröa fleiri en i nokkrum öörum Olympiuleikum. Aö sjálfsögðu kostar slik þátttaka mikiö fé, og er gert ráö fyrir að kostnaöurinn fyrir hvern ein- stakling nemi 75.000,00 kr., og er þá þjálfunarkostnaður ekki talin meö, en þar er mjög stór kost- naöarliöur, ef um raunhæfa þjálfun iþróttamanna veröur að ræöa, sem Olympiunefndin leggur mikla áherzlu á. Þvi blasir sú staðreynd viö, aö þátttaka tslendinga i Olympiu- leikunum 1972 muni kosta mill- jónir króna — og er það meira fé en Olymplunefnd tslands hefur yfir að ráða. Rikisstjórn tslands og Borgar- stjórn Reykjavikur hafa heitiö verulegum stuðningi, en betur má, ef duga skal. Fá lyftingamenn tækifæri til að reyna sig erlendis fyrir OL-leikana í Miinchen? A innanfélagsmóti Armanns i lyftingum, sem haldið var s.l. sunnudag að Fálkagötu 30, voru nokkur mjög góö afrek unnin. 1 millivigt setti Rúnar Gisla- son A nýtt isl.met. I pressu, lyfti hann 100 kg. 1 milliþunga- vigt setti Guðmundur Sigurös- son A sitt 23. isl.met frá ára- mótum, lyfti-157,5 kg i pressu. Maður mótsins var samt Ósk- ar Sigurpálsson A. Hann hefur ekkert getaö verið með i vetur vegna meiðsla i baki, og er þaö þvi frábær árangur aö gera „Come-Back” með nýju isl.meti, og þá tveim heldur en einu. t pressu lyfti hann 172,5 kg,sem er nýtt isl.m., snaraöi 122,5 kg og jafnhattaði 172,5 kg, þannig aö samanlögð summa hans var 467,5 kg,nýtt isl.m. Þvi miður var óskar sá eini, sem komst i gegnum þriþraut- ina, en fyrir „getuleysi” hinna liggja ástæður. A þeim innan- félagsmótum, sem Armann hefur haldiö i vetur, hafa lyftingamenn svo að segja ein- göngu reynt að setja isl.m., enda hafa tölur sýnt jákvæöan árangur, þar sem Guðmundur Sigurðsson hefur sett 23 isl.m. á þriggja mánaöa timabili. Lyftingamenn hafa ekki viö neina að keppa viö nema sig, og er þeim það þvi ekkert kappsmál aö fara i gegnum þriþraut á einu innanfélags- móti, heldur er lagt kapp á að setja met. Eins og sagt er, veröur eng- inn óbarinn biskup. Þvi ætti að vera kominn timi til þess, að þeir afreksmenn i lyftingum sem við eigum bezta, fái tæki- færi til að komast erlendis i keppni, áður en haldið verður til Olympiuleikanna i Múnchen. Þeim er nauðsyn að fá reynslu á erlendri grund, eins og öðrum iþróttamönnum okkar. Til að sanna, hve miklir afreksmenn þrir okkar beztu lyftingamanna eru, skal hér gerður samanburður á þeim og beztu lyftingamönnum þeirra tiu þjóða, sem háðu landskeppni i vetur i IZMER i Tyrklandi. Keppnislöndin voru: ttalia, Egyptaland, Grikkland, Tyrkland, Frakk- land, Sýrland, Spánn, Júgó- slavia, Túnis og Lýbia. t milliþungavigt, vigt Guð- mundar Sigurössonar, varð no. 1. P. Gourrier Frakklandi, með samanlagt 467,5 kg. Ann- ar varð B. Bassam Egypta- landi, með samanlagt 460 kg. Þannig að Guðmundur heföi getað oröið i fyrsta til öðru sæti, hefði hann verið með. 1 þungavigt^vigt Óskars Sig- urpálssonar og Gústafs Agnarssonar, urðu úrslit þessi: Sigurvegari varð R. Vezzani ttaliu, meö samanlagt 507,5 kg. Annar varö M. Ibra- him Egyptalandi, með saman- lagt 455 kg, og þriðji varð A. Chogri Sýrlandi, með saman- lagt 432,5 kg. Af þessu má sjá, að Óskar hefði hæglega getað orðið annar, og Gústaf hefði getað náð fjórða ef ekki þriðja sæti. Þessi dæmi ættu að sanna, hve framarlega á alþjóöa- mælikvarða islenzkir lyftinga- menn eru i dag, og hve langt þeir gætu náð, ef þeir fengju að reyna krafta sina við aðra en sjálfa sig, og á öörum staö en i bilskúr á Fálkagötu 30. —f.a.k. Olympiunefnd Islands vinnur nú að fjáröflun á eftirfarandi hátt: Efnt hefur verið til happdr- ættis, þar sem vinningar eru 4 flugför til Múnchen og aðgöngu- miðar aö Ölympfuleikunum, ásamt hótelherbergjum. Verð hvers miða er kr. 100,00 — og hafa nú veriö sendir út 10.000 miðar til einstaklinga. Treystir nefndin á velvilja þeirra, sem hafa fengið þessa miða senda, og væntir, að viökomandi sendi greiðslu fyrir andvirði þeirra hið fyrsta. Þá veröa miðar til sölu á skrifstofu t.S.l., og er hægt að hringja i sima 30955 og munu þá miðar verða sendir heim eða i póstkröfu. Olympiunefndin hefur ákveðið að láta slá sérstakan minnispen- ing úr silfri, sem væntanlega verður seldur i bönkum og á skrifstofu l.S.t. Mun peningurinn komaút l.júnin.k. Gefnir verða út 2000 peningar, og er hægt aö panta þá nú þegar á skrifstofu Í.S.t. Verðhvers penings verður kr. 1.000.— Ætlun nefndarinnar er að gefa slika peninga út fyrir hverja Olympíuleika, þennig að um seriu verður að ræða. Óskað mun veröa eftir þvi við öll sveitarfélög á landinu, að þau styrki þessa för á Olympiu- leikana, sem verður væntanlega hin fjölmennasta til þessa. Banks - knatt- spyrnumaður ársins Gordon Banks, markvörður Stoke, var kjörinn „Knattspyrnu- maður ársins” á Englandi i fyrradag af iþróttafrétta- mönnum. Alls fékk Banks liðlega 75% greiddra atkvæða. Eins og menn muna, var Banks aðal- markvörður enska landsliðsins, þegar það sigraði i HM 1966. Leikir 22. april 1972 1 X 2 Arsenal — West Ham / Chelsea — Newcastle X Huddersfield — Wolves 2 Leicester — Coventry / Manch. City — Derby X Nott’m For. — Man. Utd. 2 Sheff. Utd. — C. Palace X South'pton — Tottenham 2 Stoke — Everton X W.B.A. — Leeds 2 Burnley — Millwall 2 Sunderland — Q.P.R. X Spámaður okkar að þessu sinni er Kristján Benediktsson borgar- fulltrúi, framkvæmdastjóri Timans. Kristján er mikill á- hugamaður • um iþróttir, fylgist með iþróttakappleikjum og mótum, og er sjálfur virkur þátt- takandi 1 badminton. Okkur þótti tilhlýðilegt, að Kristján- spáði fyrir um leiki á næsta seðlinum, en spá hans er þannig: Kristján Benediktsson Er 34 ára gömul - tekst henni að sigra í Miinchen? Karin Balzer frá Au.Þýzkalandi er að hefja sitt 18. keppnis- timabil. Hún er 34 ára gömul, 174 sm á hæð og vegur 64 kg. Balzer setti heimsmet i 100 m grindahlaupi i fyrra, hljóp á 12.6 sek. og hljóp þá 100 m á 11.3 sek. Hún sigraði i 80 m grindahlaupi á OL i Tokyo og hefur meiri möguleika nú, þar sem vegalengdin var lengd i 100 m árið 1969. — Karin er sterk, segir þjálfari hennar, Karl Heinz Balzer, ég yröi ekki hissa þó að hún hlypi á 12.3 til 12.4 sek., en þaö verður sigurvegarinn að gera. Karin hefur keppnis- skap i mjög góðu lagi, það breytir engu, hvort keppt er i smámóti eða á OL og EM. Hún nær ávallt góðum árangri. Auk OL—gullsins 1964 varö hún Evrópumeistari 1966 i 80 m grindahlaupi og I 100 m 1971. Hún hefur og hlotið 6 EM- titla innanhúss. — Maður veröur aö leggja mjög hart að sér við æfingar eftir að þritugs aldrinum er náð, segir Karin Balzer, sem er önnum kafin frá kl. 7 á morgnana til kl. 10 á kvöldin, en hún er verkfræöingur. Ég verö að æfa minnst þrjár klukkustundir á dag núna. Blaðamennirnir eru alltaf að tala um, að ég hljóti að fara 'að dalaenþað gerist bara ekki, og ég vil ekki hætta, segir hún brosandi. Hún hefur aðeins tvivegis meitt sig á iþrótta- ferli sinum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.