Tíminn - 19.04.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 19.04.1972, Blaðsíða 17
KRISTJÁN B. ÞÓRARINSSON: 3Kristján Yngvason HSÞ 1 4 Valgeir Halldórsson A. 0 Velheppnuð landsflokka- glíma í sjónvarpssal III. flokkur lGuðmundurF. Halldórs. A. 3+2 2 Rögnvaldur Ólafsson KR. 3+1 3 Benedikt Arnbjörns. HSÞ. 3+0 4Sveinn Hannesson KR. 1 5 Friðrik Jónasson HSÞ. 0 Unglingaflokkur 1 Halldór Konráðsson V. 2 2 Guðmundur Einarsson V. 1,5+1 3 Friðrik Steingrimsson HSÞ 1,5+0 4 Arni Arnsteinsson UMSE. 1 Dagana 8, 9, og 10. apríl var háð 24. landsflokka- glíman og fór keppnin fram í sjónvarpssal, eins og verið hefur nú síðari ár. Til leiks mættu 31 glímu- maður frá 7 glímufélögum víðsvegar að af landinu. Menn virðast vera á einu máli um, að í þetta sinn hafi verið mikið um góða og sanngjarna glímudóma, og er þar betur en verið hefur undanfarið. A laugardag var keppt i II. þyngdarflokki karla og sveina- flokki, en það er drengir innan við 15 ára aldur. Bar þar mest á liflegu og léttu liði UMSK, sem Lárus Salómónsson hefur þjálfað. Fleiri góða mætti nefna svo sem Eystein Stefánsson frá UIA, sem kemur til meö aö ná góðum árangri ef hann æfir vel. Eyþór Pétursson frá HSÞ stóð sig með prýði og mun mörgum skeinuhættur, er liða stundir. I II. flokki bar mikið á góðum glimum. Úrslitagliman, var á milli Hjálms Sigurðssonar V. og Ómars Úlfarssonar KR. Hjálmur lagði Ómar með snöggum utanfótarhælkrók, sem Ómar gat ekki varizt. Þingey- ingurinn Kristján Yngvason HSÞ stóð sig með ágætum og varö 3. í III. þyngdarflokki kom Þing- eyingurinn Benedikt Arnbjörns- son HSÞ mest á óvart og héldu menn framan af að hann myndi sigra i þeim flokki. Friðrik Jónasson HSÞ er af gamla skól- anum og glimir vel. Sveinn Hannesson KR. á eftir að gera garðinn frægan og er gott glimu- mannsefni og vonandi að hann haldi þvi glimulagi, sem hann hefur tamið sér. Guðmundur F. Halldórsson A. stóð vel fyrir sinu og sýndi létta og góða glimu. Frá drengjaflokki UIA komu þrir hraustir drengir, sem stóðu sig nokkuð vel, en þá vantar æfingu en hún er forsenda þess að ná árangri i glimu. Sigurður Þórisson UMSE þarf að æfa sig betur, en hann er sterkur og getur náð langt meö góðri æfingu. Óskar Valdimarsson V. stóð sig með prýði og glimdi fallega, en lagði sig ekki nógu vel fram. Haukur Valtýsson HSÞ nær langt, ef hann æfir sig betur. 1 unglingaflokki var mikið af skemmtilegum glimumönnum. Guðmundur Einarsson og Halldór Konráðsson V. voru vel æfðir, enda árangur eftir þvi. Arni Arnsteinsson UMSE kemur til með að verða Eyfirðingum skeinuhættur en hann er sterkur vel. Eins er með Friðrik Stein- grimsson HSÞ, hann er léttur og lipur glimumaður. I I. flokki var mikið um átök enda stórir og sterkir menn. KR- ingana Jón Unndórsson og Matthias Guðmundsson vantar greinilega miklu meiri mýkt i glimuna og læra stigandann. Þaö bryddar of mikið á stimpingum hjá þeim. Sigurður Jónsson V. virðist ekki vera i sinu bezta formi i þessari glimu en glimdi þó vel Pétur Yngvason V. nær langt með góðri æfingu. Bróðir Péturs Yngvi Yngvason HSÞ á eftir að ná langt, þar sem hann er bæði sterkur og snöggur, og virðist mér hann vera bezti glimumaðurinn i þessum þyngdarflokki. Þorvaldur Þor- steinsson A. sýndi að venju fallega glimu Að lokum birti ég hér úrslit Landsflokkaglimunnar 1972: I. flokkur 1 Jón Unndórsson KR. 4,5 2 Yngvi Yngvason HSÞ 3,5 3Sigurður Jónsson V. 3 4-5 Matthias Guðmundsson KR 2 4-5 Pétur Yngvason V. 2 6 Þorvaldur Þorsteinsson A. 0 II. flokkur 1 Hjálmur Sigurðsson V. 3 2 Ómar Úlfarsson KR. 2 Sveinaflokkur 1 EyþórPétursson HSÞ 4+1 2 Þórður H. Eiriksson UMSK. 4 + 0 3 Eysteinn Stefánsson UIA. 3,5 4 Gisli Guðmundsson UMSK . 2,5 5Steinar JónssonUMSK. 1 6Kristján Björnsson UMSK 0 Drengjaflokkur 1 Óskar Valdimarsson V. 3,5+1 -h 1 2 Þóroddur Helgason UIA. 3,5+1 + 0 3 Gisli Haraldsson UIA. 3+0,5+0 4 Jóhann Hlöðversson UIA. 3+0,5 5 Haukur Valtýrsson HSÞ. 2.5 6 Sigurður Þórisson UMSE 0 UROGSKARTGRIPIR korneUus JONSSON SKÖLAVÖRÐUSIIG 8 BANKASTRÆTI6 ^■»18588-18600 H&lfnað erverk þá hafið er sparnaðnr skapar verðnusti Samvinnnbankinn 100 og 200 leikja menn Fram heiðraðir Nýlega heiðraði Knattspyrnu- félagið Fram nokkra af leikja- hæstu leikmönnum félagsins i handknattleik og knatt- spyrnu, en allir þessir leikmenn hafa leikið hundrað og tvö hundr- uð leiki með meistaraflokki. A myndinni að ofan sjást þeir leikmenn, sem leikið hafa 200 leiki eða fleiri i handknattleik. Talið frá vinstri: Sigurður Einarsson, Ingólfur Óskarsson, Gylfi Jóhannesson, Karl Bene- diktsson og Jón Friðsteinsson. Þessir leikmenn eru samt ekki leikjahæstir. Hilmar Ólafsson hefur leikið yfir 300 leiki. Á myndinni til hliðar sjást leik- menn, sem leikið hafa 100 leiki eða fleiri i handknattleik. talið frá vinstri: Þorsteinn Björnsson, Sigurbergur Sigsteinsson, Arnar Guðlaugsson, Þorgeir Lúðviksson og Björgvin Björgvinsson. Á myndinni að neðan eru knatt- spyrnumenn félagsins, sem leikið hafa 100 leiki eða fleiri — og raunar einn, sem hefur meira en 200 leiki að baki. Frá vinstri: Sigurbergur Sigsteinsson, Asgeir Eliasson, Erlendur Magnússon Þorbergur Atlason, Helgi Núma- son og Baldur Scheving, sem leikið hefur yfir 200 leiki. Allir leikmennirnir fengu styttur að launum fyrir að hafa náð þessum áföngum. (Timamynd Gunnar). Gáfu jákvætt svar Alf-Reykjavik. Fyrr i vikunni var haldinn fundur á vegum landsliðsnefndar i handknattleik með þeim leik- mönnum, sem þátt tóku i for- keppni Olympiuleikanna á Spáni. Voru þeir spurðir að þvi, hvort þeir treystu sér til að taka þátt i hinum viöamikla æfingaundir- búningi, sem landsliðsnefnd vinn- ur nú við að skipuleggja. Svöruðu allir leikmennirnir játandi, en Sigurbergur Sigsteinsson var sá eini, sem ekki mætti á fundinn. Hann var á knattspyrnuæfingu á Melavellinum. Samkvæmt þessu, eru heldur litlar likur á,að landsliðshópurinn breytist að ráði og verður erfitt fyrir aðra leikmenn, þótt góðir séu, að komast inn i hópinn, sem valinn verður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.