Tíminn - 20.04.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.04.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 20. april 1972. Bjarni M. Gislason. C.P.O. Christiansen Jörgen Bukdalh Holger Kjær Poul Engberg Þar sem hugsjónamál eru á baugi, fer baráttan ekki eftir veg- semd langra rannsókna eða tæki- færisvitund stjórnmálanna. Menn telja stefnu sina sjálfsagðan hlut og þola illa efasemdir og afmark- anir. Þeim eldmóði fylgja að sjálfsögðu þeir annmarkar, að sitthvað léttvægt kann að slæðast með, en geðheimur hugsjónar- innar hefur hins vegar það til sins ágætis, að jafnvel i veilunum felast ekki óheilindi. Handritamálið var slikt hug- sjónamál i augum sumra Dana. Þeir voru misjafnlega i stakk búnir að snúast gegn andstöð- unni, en gerðu það samt i þeirri trú, að þeim yrði ekki fótaskort- ur, ef fylgt væri leiðum rökréttrar hugsunar, þótt þeim kynni að fat- ast i visindalegri messu. Og óhætt er að fullyrða, að án slikra eld- huga, hefði handritamáliö lognazt út af eins og þráfaldlega hafði gerzt áður, en eftir að þessir menn fóru að láta sig málið skipta á opinberum vettvangi, reyndist ógerlegt að kviksetja það i mosa- vaxinni afturhaldssemi. Einn þeirra manna, sem helgaði lausn handritamálsins meira af sál sinni, en augljós af- köst hans vitna um, var C.P.O. Christiansen skólastjóri, sem var bráðkvaddur á lýöháskólamóti i Sviþjóð árið 1951. Hann var kennari i lýðháskólanum i Askov frá 1913 til 1934, og siðan skóla- stjóri Grundtvigs-lýðháskólans i Hilleröd til dauðadags. C.P.O. Christiansen vann sér snemma frægð sem ágætur kennari. Hann var gæddur i rikum mæli þeim hæfileikum að kunna að miðla æskufólki af þekkingu sinni á þann hátt, að það kveikti ’hugsjónaeld i brjósti manna. Norræn samvinna var mest hugðarefni hans, ekki i venjulegum skilningi þeirra orða, heldur sem brennandi hugsjón. Hann vildi hefja til vegs norræna lifstefnu úr deiglu margvislegrar sögureynslu og tefla henni fram gegn helstefnu Þýzkalands. Þetta vakti mikla athygli á þeim timum, er margir hneigðust að nazismanum, og árið 1938 hélt hann volduga ræðu um þessar skoðanir sinar i stúdentafélaginu i Höfn. Hæðan, og þær ritdeilur, sem af henni spunnust, var gefin úr i sérstöku riti sama ár, og hét bókin ,,Ny-nordisk orientering”. Christiansen sendi mér þetta rit, þvi að ég hafði kynnzt honum tveimur árum áður, og ég geymi það sem góðan grip með áritun hans. Þótt hann telji sig áhuga- mann i sögulegum fræðúm og sé næmur á norrænt skilningsleysi umhverfis sig, hefur hann þá ekkert heyrt um Jón Sigurðsson, og augu hans hafa ekki enn opnazt i handritamálinu, enda var þá mosi vaxinn yfir siðustu endurheimtartilraunir árið 1928. Ég hreifst af þessari bók og hin- um svipmikla anda, sem þar sveif yfir vötnum, og ég, sem þá var ungur maður, dáði þessa nýstár- legu rödd, þegar allir lágu á hnjánum fyrir Þýzkalandi. En þótt ég sæi engin lýti á málflutn- ingnum, saknaöi ég einhvers i myndina til þess að ég gæti til- einkað mér hinn norræna kjarna og gert mér boðskapinn aö brýnni skyldu. Og eiginlega án þess að gera sjálfum mér ljóst, hvað vantaði og hvað ég ætlaði að kalla fram, settist ég niður og ritaði grein, sem ég kallaði „Nordisk Renæssance”. Hún birtist sem kjallaragrein i „Arhus Stiftstid- ende”9. mai 1939. Þar andæfði ég Þýzkalands-dýrkuninni og reyndi að sýna fram á, að Gestenberg og Klopstock hefðu sótt sér inn- blástur og menningaráhrif i islenzk fornrit. Ég taldi, að við A morgun, 2l.april, er ár liðið siðan sá sögulegi og hamingju- riki viðburður hér á landi, að skip lagði að landi með I)ani, sem komu færandi hendi, fluttu með sér tvö hin merkustu islenzku handrit, sem varðveitzt haía I safni Arna Magnússonar í Damnörku, hingað til lands og afhentu þau sem tákn og upphaf að endurheimt tslendinga á handritunum úr vörzlu Dana sam- kvæmt gerðum samningum. Þetta var mikill glcðidagur, sem seint mun gleymast þeim, sem birtu hans nutu og sáu fólksskarana, sem fögnuðu I Lækjar- götu og á hafnarbakkanum Til þessarar hátfðar buðu tslendingar ýmsum kunnum Dönum heim, einkum stjórnmála- mönnum sem höfðu átt góðan hlut að þessum málalokum. En ekki var unnt að bjóða öllum þeim mörgu sjálfboðaliðum, sem unnið höfðu að málinu vel og lengi af sannri vináttu við ls- lendinga og samnorrænan málstað, og cf til vill höfðu lagt mest af mörkum til þess að orrustan ynnist. En þeir reikningar verða þó aldrei gerðir upp. enda þarflaust úr þessu. Bjarni M.Gíslason, rithöfundur er vafalítið sá islendingur sem gerst þekkir þá sveit danskra manna, er bezt og lengst vann að málinu á hinum breiða akri, ekki sizt á vegum lýðháskóla- hreyfingarinnar. Hann hefur gert Tfmanum þaö vinarbragð aö skrifa fyrir hann eftirfarandi grein um nokkra þessara dönsku manna, sem eiga það sizt skilið að gleymast á tslandi. is- lendingum ætti aö vera það aufúsa að kynnast viö þessa vini sina og enginn er betur fær til þeirrar kynningar en Bjarni. -AK. Norðurlandabúar værum óþarf- lega óframfærnir gagnvart Þýzkalandi. Ég drap vist eitthvað á fornritin, og efnismeðferð min var öll undir áhrifum frá bók Christiansens og sagði, að mér fyndist nærgætni norrænna manna við þýzkan valdshroka fremur brosleg, meðan þjóðararfi Islendinga væri haldið fyrir þeim idönskum söfnum. Christiansen brást hart við og lét mig heyra það skorinort, að ég væri allbrokkgengur i við- brögðum, en undir kvaðst hann þó heyra bergmál islenzkrar þjóðar- vitundar, og „næst þegar ég skrifa um norræn málefni, tek ég ef til vill handritamálið til yfir- vegunar”, skrifar hann. En nú dundu ragnarrök yfir. Þjóðverjar hertóku Danmörku, og menn fengu um annað að hugsa en þessi blessuð handrit. Og áður en striðinu lauk kom annaö mál á döfina og söng i sem vindhörpu. Það mál var sam- bandsslitin 1944. Yfir sögulegum tengslum Danmerkur og Islands hvildi svo þéttur myrkviður van- þekkingar og rangtúlkunar, að skilnaðurinn fæddi af sér fáránlegar hugmyndir um, að Island væri að misþyrma Danmörku, jafnvel öllu verr en Þjóðverjar. Þótt engin sæi slik teikn, höfðu menn það á orði eins og trúarsetningar, sem tóku á sig ýmsar myndir. Ég skal ekki fjölyrða um allar æsingarnar, en það kom fyrir, er ég reyndi að gera grein fyrir þvi i samkomu- húsum, aö skilnaðurinn væri lög- gildur og eðlilegur, aö fólk reis úr sæti i miðri ræðu minni og hóf að syngja danska föðurlandssöngva og hvarf siðan úr salnum. A þeim timum var efling hins bróðurlega orðs af hálfu danskra manna meira en litils virði fyrir sambúð náskyldra bræðraþjóða, og það var framlag Christiansens sem breytti þessu og var hið veiga- mesta. Yrði saga handritamálsins ein- hvern tima skrifuð, verður ferill- inn tæplega rétt rakinn án hins erfiða formála, sem fólst i sam- bandsslitunum og öllum þeim úlfaþyt, sem þau ollu i Dan- mörku. Enginn gat gert sér rök- studdar vonir um, að Danir yrðu sjáandi i handritamálinu, fyrr en þær öldur lægði. En fátt er svo fáranlegt, að það auki ekki skilning manna að ein- hverju leyti. Og einmitt ádeilu- efni, meö öfga og veilur, vakti þann grun, að svokallaðir sér- fræðingar i Danmörku væru litlu betur að sér en sauðsvartur almúgi. Þeir tóku þegar að nota sambandsslitin sem höggstað á Islendingum og reiddu þar jafnan til höggs, þegar rök þraut. Þetta olli undrum þeirra, sem eitthvað þekktu til sögu landanna, þvi að ætla mátti, að slikir menn töluðu gegn betri vitund. Og lýðháskóla- mönnum kom saman um, að stefnt væri i blindgötu hleypi- dóma, ef þjóð og þing legði lausn handritamálsins i vald fræði- manna. Með þetta i huga ritaði Christ- iansen ávarp sitt til þjóðþingsins 1947, en sendi það áður til undir- skriftar i lýðháskólana, og 49 lýð- háskólastjórar skrifuðu undir það. 1 ávarpinu var lagt til, að þjóðþingið leysti málið á vegum þjóðarinnar og skilaði Islend- ingum handritunum. Þetta vakti á sinum tima mikla athygli, vegna þess að Christian- sen hafði verið álitinn eins konar fjarstæðuboðberi meðal lýð- háskólamanna i handrita- baráttunni og einfari i málinu. En til þess að halla ekki réttu máli skal þess getið, að Jörgen Buk dahlvarð þó fyrri til að ráðast á garðinn, sem. hlaðizt hafði milli sambandsslitanna og handrita- málsins. Hann hafði skrifað margar greinar til þess að and- mæla þeirri staðhæfingu, að Islendingar beittu ósanngjarni tækifærispólitik 1944, og samtimis benti hann á það, að handrita- málið væri lokaþáttur i sjálf- stæðisbaráttu Islendinga, sem að Dönum sneri, og þeirri baráttu lyki ekki fyrr en málið væri leyst á réttlátan hátt. Jörgen Bukdahl er löngu þjóð- kunnur maður á Islandi, enda er hann sá Dani, sem eytt hefur mestum tima og orku til þess að sannfæra dönsku þjóðina um það, að handritin séu réttmætur þjóðararfur Islendinga. Ég hef skrifað svo margt um hann heima, að þarflitið er að bæta miklu við nú. Hann hafði gott álit á islenzkum fræðum og lagði hart að Jörgen Jörgensen 1961 að fylgja skilgreiningu islenzkra visindamanna. Þriðji íslandsvinurinn, sem ég kynntist fyrir striðið, var dr. Hol- ger Kjær, kennari við lýðháskól- ann i Askov. Hann er fjórum eða fimm árum yngri en hinar kemp- urnar, fæddur 1899, fékk doktors- gráðu i Þýzkalandi fyrir bók um danska heimiliskennslu, og sú kennsluaðferð varð rikur þáttur i lifsstarfi hans, og hún gerði hann skyggnan á veilur i dönsku skóla- kennslukerfi. Hann ferðaðist um Island 1929 að kynna sér islenzkt heimilisnám, og ritaði um það bókina „Kampen og hjemmet”, sem út kom 1935. Þetta er án efa merkasta heimildarrit um þetta efni, sem enn hefur komið út, og er furðulegt, hve erlendur maður hefur getað lifað sig inn i rás þjóðlifs okkar á timabili, sem var að hverfa. Hann fór umhverfis landið á hestbaki, og eftir heim- komuna hélt hann áfram að kanna efnið og safnaði sæg einka bréfa frá Islandi. Allt þetta stillti hann til samræmis i bók sinni og hefur ákveðið að gefa Landsbóka- safni íslands heimildir sinar og bréf, þar á meðal 80-90% bréf frá Einari Jónssyni prófasti á Hofi. Safn þetta er nú sem stendur hjá Magnúsi Gislasyni fyrrverandi skólastjóra, en Kjær lánaði hon- um það til nota við ritun bókar, sem Magnús mun vera að semja. Holger Kjær er sá Dani, sem fyrstur ræddi við mig um hand- ritin sem þátt i islenzkri þjóðlifs- sögu. Hann hafði kynnzt þvi, hvernig fólk afritaði sögurnar, og hann áleit, að kvöldvökurnar heföu fært Islendingum sam- eiginlega, sigildan menningararf. Þegar handritamálið kom á dag- skrá, kom þegar i ljós, að tslend- ingar áttu hauk i horni þar sem Framhald á bls. 20. Jens Marinus Jensen S. Haugstrup-Jensen Johannes Terkels

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.