Tíminn - 20.04.1972, Blaðsíða 21

Tíminn - 20.04.1972, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 20. april 1972. TÍMINN 21 Aðalfundur Sambands ísl. sparisjóða: 18% af sparifénu er varð- veitt í sparisjóðunum Þó—Reykjavik. A öllu landinu eru nú starfandi 50 sparisjóðir og innan vébanda Sambands islenzkra sparisjóða eru starfandi 41 sparisjóður. I sparisjóðum landsmanna eru nú varðveitt 17.9% af spariinnlán- um bankakerfisins. Hefur það hlutfall litið raskazt undanfarin ár, þrátt fyrir nokkra fækkun sparisjóða og fjölgun bankaúti- búa. Upphæð heildarinnlána i sparisjóðum i árslok 1971 nam 3221 milljón króna og höfðu aukizt um 463 milljónir á árinu. Þetta kom m.a. fram á aðal- fundi Landssambands islenzkra sparisjóða, sem haldinn var i Reykjavik laugardaginn 15. april Góð aðsókn að Kjarnorku og kvenhylli OÓ—Reykjavik. Leikfélag 'Keflavíkur frum- sýndi leikritið Kjarnorka og kvenhylli eftir Agnar Þórðarson 13. þ.m. Var leiknum afbragðsvel tekið af áhorfendum, og siðan hafa verið haldnar tvær sýningar og er aðsókn góð. Leikstjóri er Sævar Helgason. Leikritið er sýnt i Félagsbiói. 1 þessari viku eru ráðgerðar fjórar sýningar á leiknum. A fimmtu- dagskvöld, föstudagskvöld og á laugardaginn verða tvær sýning- ar, hin fyrri hefstkl. Ssiðdegis, og hin siðari verður um kvöldið. Um helgina verður þá búið að sýna leikritið sjö sinnum. Þetta er annað verkefni Leik- félags Keflavikur á þessum vetri, hið fyrra var Loginn helgi, eftir Somerset Maugham. s.l. A fundinum voru mættir þrjá- tiu sparisjóðsstjórar. Á fundinum voru til umræðu ýmis sameiginleg hagsmunamál sparisjóðanna auk venjulegra aðalfundarstarfa. — Þá flutti Svanbjörn Frimannsson, seðla- bankastjóri, erindi um þróun efnahagsmála, samskipti spari- sjóða og Seðlabankans og svaraði fyrirspurnum fundarmanna. — Á fundinum kom fram, að á árinu hættu þrir sparisjóðir störf- um. Tveir þeirra sameinuðust bankaútibúum, en þeim þriðja, Sparisjóði alþýðu, var breytt i banka. Islenzku sparisjóðirnir eru mjög misjafnir að stærð, innlán i minnsta sparisjóðnum eru innan við 1 milljón króna, en i þeim stærsta um 530 milljónir. Elzti starfandi sparisjóður landsins, Sparisjóður Siglufjarð- ar, verður 100 ára i janúar 1973. Er hann elzta peningastofnun i landinu, en fyrsti sparisjóður á landinu Sparisjóður Múlasýslu, var stofnaður árið 1868 á Seyðis- firði. Stjórn Landsambands is- lenzkra sparisjóöa skipa nú. formaður, Friðjón Sveinbjörns- son, Borgarnesi, en aðrir i stjórn eru Hörður Þórðarson, Reykja- vik, Sólberg Jónsson, Bolungar- vik, Jón P. Guðmundsson Kefla- vik og Ingi Tryggvason, Kárhóli. Leiðrétting 1 frétt blaðsins i gær um stjórnar- frumvarp til jöfnunar námsað- stöðu var sú prentvilla, að sagt var, að heildarupphæö náms- styrkja yröi 100—200 milljónir króna næsta skólaár, en átti að vera 100—120milljónir kr. eins og reyndar fram kom i fyrirsögn fréttarinnar. SINFÓNÍUHUÓMSVEIT ÍSLANDS Tónleikar í Laugardalshöllinni laugardaginn 22. apríl kl. 15. Létt vinsæl verk undir stjórn CARMENS DRA80NS fyirum hljómsveitarstjóra Hullywood Bowl. Léttir og skemmtilegir tónleikar fyrir fólk á öllum aldri. Aðgöngumiðar i Bókabúðum Lárusar Blöndal á Skólavörðustig 2 og i Vesturveri og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austur- stræti. Audýs endur Ath. að auglýsingar þurfa aö berast eigi siðar en kl. 2 daginn áöuren þær eiga aö birtast. Þeir, sem óska eftir aðstoð viö auglýsingagerö þurfa að koma með texta með 2ja daga fyrirvara. Auglýsingastofa Timans er I Bankastræti 7 Slmar 19523 og 18300 HATIÐAHOLD SUMARGJAFAR SUMARDAGURINN FYRSTI 1972 Útiskemmtanir: Kl. 2.00: Skrúðganga barna I Breiðholtshverfi. Lúöra- sveit verkalýðsins ’ léikur ’fyrir gongunni. Safnazt verður saman viö Grýtubakka. Gengið verður vestur og suður Arnarbakka og að dyrum samkomusalar Breiðholtsskóla. Kl. 1.15: Skrúðganga barna frá Vogaskóla um Skeiðarvog, Langholtsveg, Alfheima, Sólheima aö safnaðarheimili Langholtssafnaöar. Lúðrasveit ung- linga undir stjórn Stefáns Þ. Stephensen leikur fyrir skrúðgöngunni. Kl. 2.15: Skrúðganga barna frá Laugarnesskóla um Gullteig, Sundlaugaveg, Brúnaveg að Hrafnistu. Lúðrasveitin Svanur undir stjórn Jóns Sigurðssonar leikur fyrir skrúðgöngunni. Kl. 2.30: Skrúðganga barna frá Vesturbæjarskólanum viö öldugötu eftir Hofsvallagötu, Nesveg um Haga torg I Háskólabió. Lúörasveit unglinga undir stjórn Páls Pampichler leikur fyrir göngunni. Kl. 3.00: Skrúöganga barna frá Arbæjarsafni eftir Rofabæ að barnaskólanum við Rofabæ. Lúðrasveit unglinga undir stjórn Ólafs Kristjánssonar leikur fyrir göngunni. Hestamannafélagið Fákur. Kl. 5—6. Fáksfélagar verða meö hesta á athafnasvæði sinu, Viöivöllum við Vatnsendaveg I Selási, kl. 5—6 og munu leyfa börnum, yngri en 10 ára, að koma á hestbak. Teymt verður undir börnunum. Foreldrar athugiö: Leyfið börnunum ykkar að taka þátt i göngunni og verið sjálf með, en látiö þau vera vel klædd, ef kalt er i veðri. Inniskemmtanir: Austurbæjarbió kl. 3.00. Börn, fóstrur og nemar úr Fóstruskóla' Sumargjafar skemmta. Aðgöngumiðar seldir i bióinu frá kl. 4—9 seinasta vetrardag og frá kf.. 2 sumardagi.nn fyrsta... Safnaðarbeimíii Langholtssafnaðar kl. 2.00. Samverustund. (Barnaguðsþjónusta) Safnaðarfélög Langh.safnaðar sjá um samverustundina. Samkomusalur æfingadeildar Kenn- araskólans kl. 3.00. Aðgöngumiðar seldir i húsinu sjálfu frá kl. 4—6 sein- asta vetrardag og frá kl. eitt sumardaginn fyrsta. (Gengið inn frá Háteigsvegi). Réttarholtsskólinn kl. 3.00 Aögöngumiðar seldir i húsinu sjálfu frá kl. 4—6 sein- asta vetrardag og frá kl. eitt á sumardaginn fyrsta. Safnaðarfélög Bústaðasóknar og Sumargjöf sjá um skemmtunina. Háskólabió kl. 3.00 Fjölskyldusamkoma i Háskólabiói aö lokinni skrúð- göngu, I umsjá Æskulýðsstarfs þjóðkirkjunnar. Frú Hrefna „amma” Tynes og æskulýösfulltrúarnir, séra Bernharöur Guðmundsson og Guðmundur Einarsson, segja sögur, kenna söngva og leiki, kynna sumarstörfin, efna til ýmiss konar keppni og hafa helgistund. Aherzla er lögð á þátttöku allra samkomugesta. Árborg (Hlaðbær 17) kl. 4.00 Framfarafélag Arbæjarhverfis og Sumargjöf sjá um skemmtunina. Aðgöngumiðar seldir i húsinu frá kl. 4—6 seinasta vetrardag og frá kl. 1 sumardaginn fyrsta. Samkomusalur Breiðholtsskóla kl. 3.00 Aðgöngumiöar seldir i anddyri hátiöasalar Breiðholts- skóla frá kl. 4—6 seinasta vetrardag og frá kl. 2 á sumardaginn fyrsta. Iþróttafélag Reykjavikur og Sumargjöf sjá um skemmtunina. Laugarásbió kl. 3.00 Aögöngumiðar i bióinu frá kl. 4—6 seinasta vetrardag og frá kl. eitt sumardaginn fyrsta. Leiksýningar: Þjóðleikhúsið kl. 3 GLÓKOLLUR Aðgöngumiðasala i Þjóöleikhúsinu á venjulegum tima. Venjulegt verð. Rikisútvarpið kl. 5.00 Barnatimi i umsjá frú Margrétar Gunnarsdóttur. Kvikmy ndasýningar: Nýja bió kl. 3.00 og kl. 5.00. Gamla bíó kl. 8.00. Aögöngumiðar i bióunum Venjulegt verð. á venjulegum tima. Dreifing og sala: Merkjasala: Frá klukkan 10—2 á sumardaginn fyrsta veröur merkj- um félagsins dreift til sölubarna á eftirtöldum stööum: Melaskólanum, Vesturbæjarskóla v/öldugötu, Austur- bæjarskóla, Hliöaskóla, Álftamýrarskóla, Hvassa- leitisskóla, Breiðageröisskóla, Vogaskóla, Langholts- skóla, Laugarnesskóla, Arbæjarskóla, tsaksskóla, Breiðholtsskóla, leikvallaskýli viö Sæviðarsund. Sölulaun merkja er 10%. Merkin kosta 30.00 kr. Aðgöngumiöar að inniskemmtunum kosta 100.00 kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.