Tíminn - 21.04.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.04.1972, Blaðsíða 1
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA SZNDIBILASTOÐINHT EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR 90. tölublað^- Laugardagur 22. apríl 1972 — 56. árgangur. m \Y\í^r i ^Cf^Bl*M || 1 Komið verði upp orkufrekum iðnaði við hverja stórvirkjun - sagði Magnús Kjartansson iðnaðarráðherra við þingsetningu ársþings iðnrekenda í gær ÞÓ—Reykjavik. Heildarútlán til iðnaðarins (að frátöldum byggingariðnaði) námu í árslok 1970 2.326 milljónum kr. eða 14.5% af heildarútlánum innlánsstofnana. i árslok 1971 voru þessi lán 2.465 millj. oöa 12.6% og höfðu þau þvi lækkaö hlutfallslega miöab viö aðra lánaflokka. Stofnlán eru hér ekki meðtalin, en engu að slður er hér um að ræða þróun, sem er óviðunandi með öllu. Þess vegna beitti iðnaðarraðuneytið sér fyrir þvi að samið var frumvarp til laga um veðtryggingu iðn- rekstrarlána. Að meginefni er frumvarpið á þessa leið: Iðnfyrirtækjum er heimilt að setja banka eða sparisjóði að sjálfsvörzluveði hráefni, vörur I. vinnslu og fullunnar, sem veðsali á eða eignast á tilteknu tlmabili, allt að einu ári I senn. Þetta kom m.a. fram I ræðu iðnaðarmálaráðherra, Magnúsar Kjartanssonar, við setningu árs- þing Félags isl. iðnerkenda, sem haldið var i Reykjavik i gær. Arsþingið var sett af formanni F.Í.I. Gunnari J. Friðrikssyni. Sagði hann m.a. i ræðu sinni, að þróun efnahagsmála hér á landi hefði einkennzt af áframHaldandi hröðum vexti eftirspurnar og framleiðslu Aætlað væri, að þjóðarframleiðslan hefði aukizt um 9% á slðasta ári, og virtist það mesta aukning þjóðarframleiðslu I Evrópu. Þessu til stuðnings nefndi Gunnar nokkur dæmi um það. Gunnar sagði, að eins og un- danfarin ár hefði F.l.I. staöið, i samvinnu við Landsamband iðnaðarmanna, fyrir árs- fjórðungslegum könnunum um horfur og ástand í iðnaði. Benda þær upplýsingar til, að aukning iðnaðarframleiðslunnar sé um 12—15%. Einnig kemur fram, að framleiðsluaukning sé almenn. A síðasta ári nam útflutnings- verðmæti iðnvarnings, að áli undanskyldu, 889 millj. kr., og hafði aukizt um 227 milljónir frá fyrra ári. A eftir Gunnari J. Friðrikssyni, tók iðnaðarráðherra, Magnús Kjartansson, til máls og ræddi hann mikið um framtfð islenzks iðnaðar, m.a. stóriðju, og stór- virkjanir. í þvi sambandi sagði hann m.a.: „Vandi okkar i sambandi við stórvirkjanir er sá, að markaðurinn innanlands er enn mjög litill, og þvi verður að leggja höfuð áherzlu á að koma upp orkufrekum iðnaði I sam- bandi við hverja stórvirkjun. Þá skiptir meginmáli, að slikur iðnaður skili sem mestum arði til íslendinga, þótt sjálfsagt sé að leita eftir samvinnu við erlenda aðila um fjármagn, tækni- þekkingu og markaði. Slíkar samningaviðræður viö marga aðila hafa staðið yfir að undan- förnu, og hefur sérstök nefnd á vegum ráðuneytisins annazt þær. Ráðherra ræddi um væntan- legan stóriðnað og minntist á sjó- efnaiðnaðinn og þær rannsóknir, sem hafa staðið yfir um alllangt skeið og viröast ætla opna mjög álitlegt svið. Þá sagðí ráðherra, að einnig stæðu yfir rannsóknir á gosefnum, og minntist hann á perlustein, vikur og önnur frauð- kennd efni frá gosstöðvunum. Einnig er væntanlegur hingað sérfræðingur frá SÞ til að kanna möguleika á að vinna frumefnib titan úr sandi, sem ekki slzt mun kominn ilr Kötlugosum. Magnús sagði, að þegar þeim virkjunarframkvæmdum, sem nú standa yfir, væri lokið, yröi vinnslugeta vatnsaflstöðva á tslandi ekki nema 8.2% þeirrar vatnsorku, sem talið er borga sig virkja. Ársþingi iðnrekenda lauk síð- degis I gær, og I stjórn F.I.L.voru kosnir Gunnar J. Friðriksson for- maður, og meðstjórnendur Davfö Sch. Thorsteinsson og Björn Þorláksson, Varamenn I stjórn voru kjörnir Pétur Pétursson og Björn Guðmundsson. Fyrir i stjórninni sem meðstjórnendur eru: Kristinn Guðjónsspn og Haukur Eggertsson. Laxness 70 ára Heiðursborgari og doktor SJ—Reykjavlk Sjötugsafmælis Halldórs Laxness á morgun, 23. aprll, verður minnzt á marg- víslegan hátt. Laxness hefur verið kosinn heiöursborgari Mosfellshrepps og verður afhent bréf þess efnis I kaffi- samsæti hreppsnefndarinnar I dag. Á morgun verður hann sæmdur heiðursdoktorsnafn- bót Háskóla Islands á hátlðarsamkomu I Háskóla- bfói. Annað kvöld er frum- sýning í Þjóðleikhusinu á leikritinu Sjálfstæðu fólki, Atómstöðin verður leikin I Iðnó sama kvöld, en I kvöld sýnir Leikfélag Reykjavfkur Kristnihald undir Jökli I 137. sinn A mánudagínn hefst sýning á verkum rit- höfundarins í Landsbóka- safninu, m.a. handritum og þýðingum. A mánudag kl 5 síödegis hefur ríkisstjórnin boð inni í ráöherra- bústaönum, skáldinu til heiðurs. Bókailtgáfan Helgafell hefur gefið út Skeggræður gegnum tiðina, viðtalsbók þeirra Matthlasar Jóhan- nessens ogHalldórsLaxness, og Norðanstúlkuna, leikrits- gerð Atómstöðvarinnar, og senn kemur Bjartur I Sumarhúsum og Blómið, leikhandritið aö Sjálfstæðu fólki. Þá er komið út auka- hefti af tlmaritinu Scan- dinavíca, sem gefið er út I London, Er þaö helgað Laxness i tilefni af sjötugsaf- mælinu. Einnig mun Bókatit- gáfa menningarsjóðs gefa út á þessu ári safn ritgerða Laxness um Islenzk skáld og rithöfunda. Hannibal segir að leggja eigi Húsnæðismálastofnun niður - og færa verkefni hennar inn í bankakerfið 2B — Reykjavik. Hannibal Valdimars- son félagsmálaráð- herra sagði á Alþingi i gær, að sú væri skoðun sin, að leggja ætti Húsnæðismála- stofnun rikisins niður og færa verkefni hennar inn i banka- kerfið. Sagði ráðherr- ann þetta, þegar hann mælti fyrir stjórnar- frumvarpinu um breyting á Iögum stofnunarinnar, þar sem m.a. er Iagt til að lánafyrirkomulag stofnunarinnar verði réttlátara. Nokkrar umræður urðu I þing- inu I gær, þegar þetta frum- varp var á dagskrá. Olafur G. Einarsson (S) vakti á þvi at- hygli, að méð frumvarpinu væri verið að draga úr fjár- magni Byggingasjóðs, og spurðist fyrir um það, á hvern hátt ríkisstjórnin ætlaði að leysa fjárþarfarvandamál sjóð- sins. I þessum umræðum upplýsti Hannibal Valdimarsson félags- málaráðherra, að tekjur Hús- næðismálastofnunar á þessu ári væru áætlaðar 1 milljarður og 13milljónir króna, en samt sem áður væri um verulegan fjár- skort aö ræða, enda hefði I tíö fyrrverandi ríkisstjórnar þannig verið staðið að þessum málum, að tekjur stofnunar- innar hefðu verið étnar fyrir- 1 gær voru kunngerð úrslit I skoðanakönnun Timans um „Hand- knattleiksmann ársins". Var Geir Hallsteinsson, handknatt- leiksmaður úr FH, kjörinn, en þetta er I þriðja sinn, sem Geir hlýtur þetta sæmdarheiti. A myndinni sést Indriði G. Þorsteinsson, ritstjóri, afhenda Geir styttu þá,sem keppt var um. Sjá nánar á bls 11. (Tfmamynd GE).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.