Tíminn - 21.04.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.04.1972, Blaðsíða 3
I.augardagur 22. apríl 1972. TÍMINN 3 TJORNIN HREINSUÐ Það virðist ekki veita af að hreinsa Tjörnina, eins og þessar myndir bera með sér. Á botni hennar kennir vist margra grasa, og pilt- arnir tveir, sem brugðu sér i Tjörnina á sumar- daginn fyrsta, urðu vist margs visari. Mörg hundruð manns fylgdist með þegar piltarnir tveir könnuðu Tjarnar- botninn, og svömluðu þar um i gruggugu vatn- inu, en þess skal getið, að flöskuna, sem annar heldur á, fundu þeir ekki á botninum. Myndirnar tala annars sinu máli, og þarfnast ekki frekari skýringa. (Timamyndir Róbert) ■B wm Talað við Guð i sálmum tala menn meira viö Guð en endranær. Svo fór Kol- beini Tumasyni, þegar hann hóf raust sina og sagöi: Heyr, himnasmiöur. Og þannig fer tuttugu og fimm skáldum islenzk- um, sem ekki hafa fyrr átt vers i sálmabók. Meö sinu lagi segja þeir hið sama og Kolbeinn Tumason, þótt þeir muni að visu vera trúaöri en goöorösmaöur- inn á Vlöimýri, sem líklegast hefur fyrst og fremst verið aö semja sig inn i nýtt goðorð — himnariki. Maöur flettir nýrri sálmabók af forvitni um val og útsctningu alla. Segja má, aö stiklaö sé á stóru I fortíðinni, allar götur frá Kolbeini Tumasyni aftur til Vai- dimars Briem sem i nýju sálma- bókinni á sjötiu og einn sálm frumortan og þýddan, og er þaö ekki litill hluti af öllu verkefninu. önnur sálmaskáld frá sama tima eru einnig fyrirferöamikil, og viröist fara vel á þvi, vegna þess aö svo er aö sjá sem siðari tima mönnum láti stööugt verr að yrkja sálma, þrátt fyrir mikla framför i skáldskaparkúnstinni. Hvort nýju sálmaskáldunum gengur betur aö tala viö Guð en þeim gömlu, skal ósagt látiö. Sálmaskáldskapur viröist sam- kvæmt valinu i sálmabókinni vera alveg sérstök grein kveö- skapar, eins og t.d. rimurnar á sinum tima. Einkum er þetta áberandi meö verk gamal- gróinna sálmaskálda, sem hafa verið i sálmabókum allt frá timum Leirgerðar, sem Jón á Bægisá nefndi svo, eftir aö Magnús Stephensen haföi búiö framleiðsluna undir prentun. Sálmakveöskapurinn gamli dregurmjög dám af beinhörðum kennisetningum, og hefur vitan- lega ekki aöhæfzt lífinu og hinni nýju trúarbreidd fyrr en þá I nýju sálmunum, og helzt þessum eftir yngstu skáldin, menn cins og Matthias Johannessen, sem segir ekki óáþekkt Kolbeini Tumasyni, ,,ó, heyr þú mig, og eru þó ár og vikámilli. Tómas Guömundsson segir i einum sálmi sinum: ,,Viö treystum þvi, sem hönd Guös hefur skráö.”og likist það frekar staöhæfingu en þeirri himingnæfu tilbeiöslu, sem annars hefur svo mjög einkennt sálmaskáldskap vorn. Þaö er fagnaöarefni aö hafa fengiö þessa sálmabók I hendur. Þótt kirkjan telji yfirleitt klukku- slögin hægar en aðrar stofnanir þjóðfélagsins, og ekki sé hægt aö ætlasi til þess aö sálmabækur fyllist af nýjum eintölum viö Guð i hvert sinn sem þær eru út- gefnar, þá heföi samt mátt vera meira af nýjum sálmum og nýj- um sálmaskáldum i þessari bók, trúnni aö skaðlausu. Einnig er spurning, hvort ekki er kominn timi til að rjúfa hið heföbundna form sálmaskáldskapar, sem gerir Valdimar Briem svona pottþéttan, og hefja nútímaiegri fyrirbænir til vegs. Tiðin talar viö Guö með sinu tungutaki. Hún hrópar önnur orö inn i himininn en Einar I Eydölum, þótt tilfinn- ingin sé hin sama. Carmen Dragon og Sinfónían í Höllinni ÞO—Reykjavik. Aukatónleikar Sinfóniuhljóm- sveitar Islands hefjast I Laugar- dalshöll kl. 15 I dag, og að þessu sinni er það hinn heimskunni hljómsveitarstjóri Carmen Dragon,sem heldurá tónsprotan- um. A þessum hljómleikum, sem ætlaöir eru fyrir alla fjölskyld- una, verða eingöngu flutt létt klassisk tónverk, flest i útsetn- ingu hljómsveitarstjórans, A efnisskránni veröur aö þessu sinni: Carnival Ouverture, eftir Dvorak, Meditation úr Thais eftir Massenet, Valsar úr Sigaunabar- óninum eftir Strauss, Capricco Espagnol eftir Rimsky-Korsa- koff, Semeramide forleikur eftir Rossini, Greensleeves, þjóðlag, Espana Cani eftir Marqina, Londonderry Air, þjóðlag og Fantasia um Meadowland, en það er einnig þjóðlag. FRAMKVÆMDASTJÓRI Staða framkvæmdastjóra við frystihús og útgerðarfélag á Norð-Austurlandi er laus til umsóknar nú þegar. Lysthafendur vinsamlegast leggi nöfn sin inná afgreiðslu blaðsins, ásamt upp- lýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, kaupkröfum og öðrum þeim upplýs- ingum er umsækjendur vildu láta koma fram, merkt „FRAMKVÆMDASTJÓRI” Hef opnað lækningastofu Laufásveg 25. Sérgrein: Kvensjúkdómar og fæðingar- hjálp. Viðtalsbeiðnum veitt móttaka i sima 16910, kl. 9-14 alla virka daga. Árni Ingólfsson, læknir. Svarthöföi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.