Tíminn - 21.04.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.04.1972, Blaðsíða 5
Laugardagur 22. apríl 1972. TÍMINN Sænskar kvikmyndir vinsælar i Paris Sænskar kvikmyndir verða stöðugt vinsælli i Paris. Fyrir nokkru voru sýndar þar i borg fjölmargar sænskar myndir á Champs-Elysées, og var Christ- ina prinsessa þá fengin til þess að koma til Parisar og vera við- stödd sýningu myndanna, til þess á þann hátt að vekja enn meiri athygli á sýningunum. Hér sést prinsessan með franska menntamálaráðherr- anum, Maurice Schumann og konu hans. Glæpahneigð eykst Stöðugt vex tala glæpa, sem framdir eru i Frakklandi. Jean- Claude Perrier yfirmaður lög- reglunnar i landinu hefur skýrt frá niðurstöðum rannsókna, þar sem fram kemur, að rán hafa þrefaldazt, og er þar átt við rán, þar sem notuð eru vopn til þess að ,ógna þeim, sem rændur er. Þá tvöfaldaðist tala bilþjófnaða á siðasta ári. Hálsbindi aftur í tízku Karlmenn hafa mikið gengið bindislausir siðustu ár, en nú er breyting að verða á þessu. Fréttir herma, að bindisfram- leiðendur i Sviþjóð hafi aukið framleiðslu sina um 60% það sem af er þessu ári miðað við fyrrihluta ársins 1971. Hreindýrin horfin Það eru fleiri en Islendingar, sem sækjast eftir hreindýrum og flytja þau inn frá Lapplandi. Arið 1967 voru 18 hreindýr flutt frá Lapplandi til Avoriaz i Frakklandi. Þar var þeim ætlað að lifga upp á landslagið og draga sleða ferðafólksins sem kemur á hverjum vetri til Avoriaz. Nú hafa 14 hreindýr horfið á braut, og veit enginn, hvað orðið hefur af þeim . Hafa forráðamenn staðarins heitið 18 þúsund króna verðlaunum fyrir að finna hreindýrahjörðina, en óliklegt er, að hún finnist i fjöllunum þarna i kring. Flytja Ijón frá París til Senegal Tiu ung ljón voru nýlega send frá Paris til Senegal. Þetta er sennilega i fyrsta skipti sem ljón eru flutt frá Evrópu til Afriku. Ljónin fæddust i dýra- garði við Thoiry, fyrir vestan Paris og var þar orðið of mikið af ljónum,' svo ekki var um annað að ræða, en flytja þau á brott. Er það ætlunin, að ljónin fari i Niokolo-Koba, þjóðgarð Senegals. Gefa blaðið Nýtt dagblað hefur hafið göngu sina i Paris. Nefnist það Midi- Mini og er reyndar ekki selt heldur gefið. Nota veitingahús blaðið i staðinn fyrir diska- mottur og getur fólkið tekið það með sér, eftir að hafa notið veitinga i veitingahúsunum. í blaði þessu, sem ekki er sérlega stórt, eru nokkrar frettir, kvik- myndahúsa- og leikhúsaaug- lýsingar, sjónvarps- og útvarps- dagskrá og það helzta, sem talið er að fólk þurfi að vita a sviði skemmtana i borginni. Þá er krossgáta og stjörnuspá i blaðinu og að sjálfsögðu veður- fréttir. Blaðið er prentað á sér- stakan pappir, sem hægt er að þurrka af, og einnig má nota blaðið til þess að þurrka af glösum og bursta með skóna sina, segja útgefendurnir að minnsta kosti. Giftast þau aftur? Parisarbúar hafa alltaf annað slagið talað um það, að liklega eigi eitthvað eftir að gerast á milli Brigitte Bardot og fyrsta manns hennar, Roger Vadim, t.d. gætu þau átt eftir að gifta sig aftur. Svo gerðist það nýlega að þau sáust saman i nætur- klúbbum Parisarborgar. Brigit og Roger virtust mjög sæl og ánægð. En skýringin var ein- föld: Ég er að hugsa um nýja kvikmynd, sagði BB, og ég gæti vel hugsað mér að láta Roger Vadim stjórna myndinni annað er þetta ekki. En nú biður fólk og vonar... Fiflin koma til guðsþjónustu Alþjóðasamtök hirðfifla hafa þann fasta sið, að koma á hverju ári einu sinni til kirkju, og hlýða þar á guðsþjónustu. t þetta sinn var guðsþjónustan i Holy Trin- ity kirkju i London, og þar voru samankomin fifl viða að úr heiminum. öll fiflin voru klædd búningum sinum. Kvenfiflið Marga Marlow las texta dags- ins, en siðan predikaði prestur. Myndin er frá guðsþjónustunni. — Ég gat gengið þegar ég var 10 mánaða, sagði stúlka við vinkonu sina. — Já, það gat ég lika, svaraði hin — en ég var bara ekki svo vitlaus að láta foreldra mina vita það, — Þetta, sem þér eruð að kvarta yfir, er upptaka af veizlunni, sem þér hélduð i gærkvöidi. svo aö þau héldu á mér, þangað til ég var 2 ára. Pétur var farinn að drekka heldur mikið, að þvi er hans betri helm- ingi fannst. Henni datt i hug, hvort hún gæti ekki hrætt hann til að hætta. Eitt kvöldið, er hann var að koma slompaður heim af kránni, setti hún lak yfir sig og beið við kirkjugarðsvegginn. Pétur kom og hún stökk fram og hrópaði: — Hættu að drekka, ég er fjandinn. — Rólegur gamli, svaraði Pétur. — Ég er giftur systur þinni. Forstjórinn kallaði á einn starfs- manninn. — Ég verð að óska yður til hamingju, ég heyrði, að þér hefð- uð eignazt erfingja i nótt. — Það er ekki erfingi, herra for- stjóri. Með þær tekjur sem ég hef, er þetta aðeins venjulegt barn. — Stina, sjáðu bara upptökuna af sundmótinu. — Á ég ekki að fá morgunkoss? — A fastandi maga? — Nei, á munninn! Tvenn hjón sátu og röbbuðu saman og eins og vera . vill, barst talið að mat. —Ef þið mættuð velja, hvaða mat vilduð þið þá fá einu sinni i viku, spurði önnur frúin. —Pylsur! svaraði maður hennar strax. —Já, en þú færð þær svo oft, svaraði frúin undrandi. —Einmitt þess vegna vil ég bara hafa þær einu sinni i viku. DENNI DÆMALAU3I Láttu mig fá miðann, það vai :g sem sagði lionum, aö hann kæmist yfir á græna ljósinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.