Tíminn - 21.04.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.04.1972, Blaðsíða 7
Laugardagur 22. apríl 1972. TÍMINN 7 lífgefcmtH; Frawí6ktta r«okKurírtn :::.::Fr*mkværnda»tÍérrt:::Kriítþ>n::Bfln:edtkfsS6n.;:::ftj:títjátfltt:ÞArflí'irtl): ::■:::• Þárarinsson [áþL Artdrás KfWjártSSÞrt, Jón Hfl)$fl»rtf thdrtSE G. Þorsteinsson og TámftS Karlsson> Au$týs)ngastjórl: Stetrt- yrífrtor Gíslason. Ritsfíórnarskrifstntur i -EddUÍTIJSÍrtU, sftrtflr léaóo — 19306. Skrifstofur Bapkastræff 7. «- AfgretSsfysfmi 13353. Augtýsiagasfmi 19533, ASrar skrffstofvr simf T83O0, >:sssxÁtkríftargjald: :kt>: :32$;ðQ: :á:: :máru>Sc: JnnantandflixíxIaUsasö-lv:::::::: kr. «v«r flintflktö. — BlaSaprent h.t. (Gffflfltt Stjórnlaus og stefnulaus stjórnarandstaða Ef það er nokkuð sérstakt, sem einkennir nú- verandi stjórnarandstöðu annað en það, að hún er frábærlega léleg, þá er það stjórnleysi og stefnuleysi. Stjórnarandstaðan hefur á sér öðru fremur þann svip að vera fálm og fum, án málefnalegrar afstöðu. Hún vill bersýnilega látast vera hörð og einbeitt, og sleppa ekki neinu tækifæri til ádeilna á rikisstjórnina. Niðurstaðan af þessu verður sú, að ádeilurnar verða skipulagslausar og marklausar, þar sem eitt rekur sig á annars horn. Eitt dæmið um þessi vinnubrögð er uppþot Jóhanns Hafstein utan dagskrár i sameinuðu þingi i tilefni af þvi, að rikisstjórnin hafði veitt leyfi til að lengja flugbraut á Keflavikurvelli. Gylfi Þ. Gislason tók siðar undir þetta af mikl- um móði. En eftir að öll ósköpin voru liðin hjá, kom það eitt i ljós, að báðir stjórnarandstöðu- flokkarnir voru innilega sammála leyfis- veitingunni! Annað dæmið um svona vinnu- brögð er ræðan, sem Jóhann Hafstein flutti ut- an dagskrár um, að ráðherrarnir væru of oft i sjónvarpinu. í þetta skipti reyndist Gylfi Þ. Gislason svo hygginn að fylgja ekki Jóhanni eftir, þótt yfirleitt geri hann það dyggilega. Það er nefnilega staðreynd, að ráðherrar i fyrrverandi stjórn voru miklu meiri heima- menn i sjónvarpinu en núverandi ráðherrart Þannig mætti halda áfram að rekja dæmin um það, hve misheppnuð og mótsagnakennd stjórnarandstaðan er. Ekkert dæmi er þó ömurlegra en framganga Geirs Hallgrimsson- ar, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, i skattamálunum. Á alþingi heldur Geir miklar ræður um það, að tekjuskattarnir og fasteigna- skatttarnir séu orðnir alltof háir. 1 borgar- stjórninni hækkar hann svo útgjaldaáætlun borgarinnar upp úr öllu valdi gegn mótmælum hinna ábyrgari Sjálfstæðismanna, eins og Al- berts Guðmundssonar. Tilgangur Geirs með þessu er sá, að fá þannig tilefni til að hækka út- svörin um 10% og fasteignagjöldin um 50%. Ætlun hans er svo sú, að reyna að kenna rikis- stjórninni um þessar óþörfu og miklu skatta- hækkanir. Hér er ekki verið að hugsa um greiðslugetu skattþegnanna, heldur að reyna að ná sér niðri á rikisstjórninni. Annað dæmi um mótsagnakennda og óábyrga stjórnarandstöðu er sú framkoma Gylfa Þ. Gislasonar að deila harðlega á hækk- un fjárlaganna, en flytja svo siðan einsamall tillögur um að hækka þau á þriðja hundrað milljónir króna! En slikur er allur ferill núverandi stjórnar- andstöðu. Hún einkennist af marklausum upp- hlaupum, mótsögnum og ábyrgðarleysi. Þetta stafar af þvi, að stjórnarandstöðuna skortir bæði stjórn og stefnu og gildir það jafnt um báða stjórnarandstöðuflokkana. Það er þvi ekki undarlegt, þótt óánægja magnist nú óðum innan stjórnarandstöðuflokkanna vegna þess- arar framgöngu foringjanna. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Helvi Sipila þykir líkleg til að duga vel Hún er einaf þremur nýjumaðstoðarframkvæmdastjórumS.Þ. Helvi Sipila BERSÝNILEGT er, að miklar breytingar eru að verða á yfirstjórn Sameinuðu þjóðanna auk þeirrar, að nýr aðalframkvæmdastjóri, Kurt Waldheim, hefur tekið við for- ustu þeirra. Völdin þar eru ekki sizt i höndum hinna ýmsu aðstoðarframkvæmdastjóra, sem hafa umsjón með vissum deildum og málaflokkum og starfa meira og minna sjálf- stætt i umboði aðalfram- kvæmdastjórans. 1 náinni framtið munu þrir nýir að- stoðarframkvæmdastjórar taka við stjórn þeirra deilda, sem mest annast stjórnmál, nýlendumál og félagsmál. Bandarikjamaðurinn Brad- ford Morse mun verða stjórn- málalegur aðstoðarfram- kvæmdastjóri, sem hefur um- sjón með allsherjarþinginu sem aðalverkefni, Kinverjinn Tang Ming-chao verður st- jórnmálalegur aðstoðarfram- kvæmdastjóri, sem hefur ný- lendumál sem sérverkefni, og finnska konan Helvi Linnea Sipila verður aðstoðarfram- kvæmdastjóri, sem fær félagsmál og mannréttindi sem sérverkefni. Hún verður fyrsta konan, sem gegnir svo valdamiklu embætti hjá Sam- einuðu þjóðunum og hefur þvi tilnefninghennar i þessa stöðu vakið sérstaka athygli. Sumir segja, að hún hafi verið til- nefnd vegna þess, að rétt hafi þótt að veita Finnum sárabót vegna þess, að Max Jacobson, sendiherra þeirra hjá S.Þ., náði ekki kosningu sem aðal- framkvæmdastjóri. En þótt eitthvað kunni að vera hæft i þvi, er það jafnvist(að á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna hefur skipan frú Sipila mælzt vel fyrir og hún þykir vera vel að þessu embætti komin. ÞAÐ hefur verið venja, að stórveldin hefðu aðstöðu til að velja óbeint einn aðstoðar- framkvæmdastjóra, en tala þeirra getur verið breytileg. Þannig hefur jafnan einn af aðstoðarframkvæmda- stjórunum verið rússneskur og annar bandariskur. Sæti Bandarikjanna losnaði þegar blökkumaðurinn heimsfrægi, Ralph Bunche, lézt á siðast- liðnum vetri. Bandarikja- stjórn gaf Waldheim kost á að velja á milli ýmissa manna. Niðurstaðan varð sú, að hann valdi Bradford Morse. Frank Bradford Morse er rétt fimmtugur að aldri, fæddur og uppalinn í Massa- chusetts. Hann var i hernum á striðsárunum, byrjaði sem óbreyttur liðsmaður, en var orðinn yfirforingi, þegar striðinu lauk. Þá hóf hann laganám i Boston og lauk þvi 1949. Hann var lagakennari þrjú næstu árin, en gerðist siðar fulltrúi hjá Saltonstall, sem var þá annar af öldunga- deildarþingmönnum Massa- chusetts. Morse var þvi i Washington næstu árin. Arið 1960 bauð hann sig fram til fulltrúadeildar Bandarikja- þings i kjördæmi i Massa- chusetts og náði kosningu. Hann hefur verið endurkosinn jafnan siðan. A þingi hefur hann mjög látið utanrikismál til sin taka. Hann var einn af fyrstu andstæðingum Viet- namstyrjaldarinnar i fulltrúa- deildinni. Það vakti þvi tals- verða athygli 1968, þegar hann gerðist stuðningsmaður Nixons sem forsetaefnis, en rök Morses voru þau, að Nixon væri eini maðurinn sem gæti fengið ihaldsmenn i Banda- rikjunum til að sætta sig við heimflutning bandariska hersins frá Vietnam. Eftir að Nixon hafði hlotið útnefningu, gerðist Morse kosningastjóri hans i Nýja Englandi. Ekki tókst honum þó að ná nægum árangri fyrir Nixon i kjör- dæmi sinu, en þar fékk Morse sjálfur 60% atkvæða, en Nixon ekki nema 33%. Það mun hafa verið von Morses að verða aðstoðarutanrikisráðherra, en af þvi hefur ekki orðið. Skipun Morses i stöðu aðstoðar- framkvæmdastjóra hjá S.Þ. hefur yfirleitt mælzt vel fyrir. Katólskir hafa það þó gegn honum, að hann sé nýlega frá- skilinn. ÞAÐ ÞÓTTI sjálfsagt, eftir að Kina fékk aftur sæti sitt hjá Sameinuðu þjóðunum, að einn af aðstoðarframkvæmda- stjórunum yrði kínverskur, en talsverður dráttur varð á útnefningu hjá Pekingstjórn- inni. Að lokum tilnefndi hún Tang Ming-chao, en tilnefning hans er þó að því leyti brot á reglum S.Þ., að hann er kom- inn yfir eftirlaunaaldur hjá S.Þ. Tang er 62 ára, en hjá S.Þ. fara menn á eftirlaun, þegar þeir verða sextugir. Pekingstjórnin mun ekki sizt hafa tilnefnt Tang með tilliti til þess, að hann þekkir vel til i Bandarikjunum, en hann hefur verið þar langdvölum. Hann var á árunum 1945-1949 ritstjóri kínversks dagblaðs, sem kom út i New York og kynntist þá mörgum ameriskum forustumönnum. A striðsárunum hafði hann einnig haft samband við ýmsa þeirra og gefið þeim, að þvi talið er, mikilvægar upp- lýsingar um kinversk málefni. Tang hélt heim til Kina 1950 eftir að kommúnistar höfðu sigrað þar og hefur siðan gegnt þar ýmsum mikil- vægum trúnaðarstörfum. Hann var einn af aðal- fulltrúum Kina á allsherjar- þinginu siðastl. haust og vakti þar m.a. athygli sökum þess, að hann sireykti kinverskar sigarettur og gaf sig meira á tal við fólk en aðrir fulltrúar Kinverja. Dóttir hans, sem er fædd i Brooklyn, var einn helzti túlkurinn I Pekingför Nixons. Hún var kölluð Nancy meðan hún var i Banda- rikjunum, en ber nú nafnið Tang Wen-Sheny . Auk þeirra Morse og Tang eru tveir aðrir stjórnmála- legir aðstoðarframkvæmda- stjórar hjá S.Þ.. Annar þeirra er Rússi, en hinn Argentinu- maður. FRÚ Helvi Linnea Sipila hefur orðið merkan feril að baki á sviði alþjóðamála. Hún er fædd 1915 og lauk lagaprófi 1939. Hún vann við ýms lög- fræðistörf i opinberri þjónustu næstu árin. Eftir 1950 hefur hún þó mest látið ýms félags- mál til sin taka og átt sæti i fjölmörgum nefndum, sem hafa fjallað um það efni, t.d. um hjúskaparlög, barna- vernd, aðstoð við þróunar- löndin. A árunum 1960 — 68 átti hún sæti i þeirri nefnd Sameinuðu þjóðanna, sem fjallar um stöðu og réttindi kvenna, og tók aftur sæti i henni I fyrra. Siðan 1966 hefur hún átt sæti i sendinefnd Finnlands á allsherjarþingum S.Þ. og jafnan starfað i þriðju nefndinni svokölluðu, en hún fjallar um félagsmál, menn- ingarmál og mannréttindi. Á siðasta allsherjarþingi var hún formaður nefndarinnar, en varaformaður árið áður. Hún þekkir þvi orðið vel til þessara mála á vettvangi S.Þ. Þá hefur hún starfað mikið i ýmsum óopinberum alþjóð- legum samtökum, t.d. for- maður alþióðafélags kvenlög- fræðinga a árunum 1954 — 1956, átt sæti I stjórn alþjóða- samtaka kvenskáta 1957 — 1966, formaður i Zonta-- samtökunum 1968—70, vara- formaður I Alþjóðaráði kvenna siðan 1970 o.s.frv. Heima i Finnlandi hefur hún svo tekið þátt i mörgum sam- tökum, t.d. verið forseti finn- skra kvenskáta 1951—69 og formaður finnska kvenna- ráðsins siðan 1967. Siðan 1965 hefur hún verið formaður i finnsku flóttamannanefndinni. Jafnhliða þessu hefur hún svo stjórnað heimili sinu, en hún er gift og fjögurra barna móðir. Starfsferill frú Sipila sýnir glöggt,að hún hefur unnið sér mikla tiltrú og þvi vænta ekki siður karlar en konur mikils af henni I hinu nýja starfi hen- nar. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.