Tíminn - 21.04.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.04.1972, Blaðsíða 9
8 TÍMINN Laugardagur 22. apríl 1972, Laugardagur 22. apríl 1972 TÍMINN Í . ( > <:« < >»* * * '»>1 >'*vm***wm**m*ir i **vi**ttn* #j* # # '^fí heimsækir FYRSTA GREIN Texti og myndir: Oddur Ólafsson tlorn i Oddeyrarskóla. Lengst til vinstri er Indriði (Jlfsson, skólastjóri. Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri KEA Sigrún Sigurjónsdóttir, saumakona I Heklu. Þar eru fjölmörg menntasetur, viðamikil verzlun og útgerð, þjónustufyrirtæki, margskonar og öflugur iðnaður. Þetta er athafna- samur bær með öflugu menningar- og alhafnalífi. Og athafnalffið liggur ekki niðri þá mörgu mánuði ársins, sem enginn skemmtiferða- maður sækir Akureyri heim, nema rétt um páska að nokkrir Sun- nlcndingar bregða sér á skfða- hótelið ofan við bæinn. Timinn sótti Akureyringa heim tvo daga um miðjan aprllmánuð, þegar enn var ekki orðiö sumar- fagurt, en samt speglaðist Vaðla- heiðin i Pollinum og götusóparar og málningameistarar lögðu nótt með degi, og þótt gróður væri ekki grænn, var fagurt á Akureyri. En ætlunin var að skyggnast ofurlitið um og hafa tal af örfáum þeirra manna og kvenna, sem búa á Akur- cyri allt drið og eru við sin störf, hvort sem þar er sumar- eða vetra- fagurt. Það er margtuggin setning, að sumarfagurt sé á Akureyri og má það til sanns vegar færa, þvi að óvlða á landinu er gróður jafn fjöl- skrúðugur, veðursæld meiri, umh- verfi fegurra eða þrifnaður meiri. Akureyri hefur sinn sérstæða þokka, sem annars staðar er ekki að finna. Sjálfur bærinn, sem er mannanna verk, er uppbyggður af myndarskap og jafnframt nostur- semi. Hrörleg og illa máluð hús, faltin girðing eða ósópuð gata stingur í auga, einmitt vegna þess hve sjaldséð slfkt er. Feröamenn, sem gista á Akureyri i skrúða sumarsins, sjá oftast ekki meira en fallegu húsin, garðana, svignandi matarborð veitingahúsanna og fólk, sem í klæðaburði og fram- göngu ber svolitinn keim af um- hverfi sinu, heimsborgarar norður undir heimskautsbaug. En Akureyri er meira en skrúðgangar og snyrtimennska. I stuttri blaðagrein er ekki hægt að gera öllu þvl mannlifi skil, sem lifað er I byggðinni vestan við Pollinn, en örfáir þeirra sem byggja þennan bæ teknir tali stutta stund. t þessari grein sem er hin fyrri, er gengið um Oddeyrina, sem er, og Glerárhverfi en þar eru fjöl- mörg fyrirtæki, af ýmsu tagi, þótt mest beri þar á iðnaðarfyrir- tækjum, sem eru þar fleiri og stærri en annars staðar á landinu, sé miðaö viöjafnafmarkaösvæði og Oddeyrin er. Það er við hæfi að hefja spjallið við Kaupfélagsstjóra KEA. Þótt aöalstöðvar kaup- félagsins séu ekki i fyrrgreindum hverfum, spannar starfsemi þess yfir alla Akureyri og reyndar Eyja- fjörð allan. Miklar framkvæmdir fyrirhugaðar Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri er stærsta fyrirtæki á Norðurlandi. Hjá KEA og fyrirtækjum þess, verzlunum, skrifstofum, verk- smiðjum, afurðasölufyrirtækjum, fiskiðnaðarfyrirtækjum og þjónustufyrirtækjum, vinna nær 600 manns. Valur Arnþórsson, kaupfélags- stjóri sagði Tfmanum, að af rekstrarþáttum KEA væri ver- zlunin viðamest og innan ver- zlunarinnar væri þáttur nýlendu- vöru- og matvöruverzlunar stærstur. Annar stærsti þátturinn er mjólkursamlag KEA. Ef verk- smiðjurnar eru siðan teknar sem heild, þá koma sláturhúsin næst, á Akureyri, Dalvik og Grenivik, þá vinnsla sjávarafurða með frysti- húsunum á Dalvik og i Hrisey. A siðasta ári var velta KEA i verzlun, iðnaði, afurðavinnslu- og sölu, siskiðnaði, umboðssölu, á Óli Valdimarsson, framkv stjóri olium og benzini, og hlutafélögum, sem kaupfélagið á að hálfu eða meira leyti, um 2 1/4 milljarður kr., og hafði þá aukizt um fjórðung miðað við árið næst á undan. Alls rekur KEA um 50 deildir og fyrirtæki I byggðum Eyjafjarðar, allt frá Akureyri og út til Grim- seyjar, en þar er rekið verzlunar- útibú og fiskvinnsla. Nýjustu fyrirtæki kaupfélagsins eru Kjötiðnaðarstöð KEA og stór- gripasláturhús. Kjöt- iðnaðarstöðin seldi fyrir 94 milljónir kr. á s.l. ári og er full- komnasta fyrirtæki sinar tegundar á landinu. Stórgripasláturhúsið tók til starfa i ágústmánuði s.l. og er það áreiðanlega bezt búna stór- gripasláturhús, sem nú er til á landinu. Miklar framkvæmdir standa yfir á vegum kaupfélagsins. A siðasta ári var fjárfest fyrir 60 millj. kr., og eru þær framkvæmdir enn i gangi. Verið er að byggja verzlunar- og skrifstofuhús að Hafnarstræti, 95, sem verður um 3 þúsund fermetrar að gólffleti, á sex hæðum. A neðstu hæð verður Stjörnuapótek, sem er i eigu KEA, og er nú til húsa i hótel byggingunni, og einnig verður skó- Sigurður Jóhannesson, forstjóri búð á neðstu hæöinni. Þá verða lika verzlanir á annarri hæð hússins. A efri hæðunum verða skrifstofur. Neðsta hæðin verður tekin i notkun á þessu ári, og væntalega önnur hæðin einnig. Framkvæmdir standa yfir við frystihús félagsins i Hrisey og á Dalvik, og er stefnt að þvi, að húsin standist kröfur, sem geröar eru vegna erlendra markaða. Stærstu verkefni, sem framundan eru, eru bygging nýrrar mjólkurvinnslust. sem væntanlega hefst vorið 1973, og um svipað leyti má reikna með að hafizt verði handa um tankvæðingu á mjólkurflutningum og i meðferð mjólkur heima hjá bændum. Þegar þessu verður lokið, biður annað stórt verkefni á sviði afurða- vinnslunnar, en það er endur- bygging sauðf jársláturhúss félagsins á Akureyri i samræmi við nýjar kröfur. Hér er aðeins stiklað á mjög stóru um starfsemi og fram- kvæmdir kaupfélagsins. Auk þess, sem héx.er nefnt, eru fjölmörg við- fangsefni, sem við erum að glima við og biða úrlausnar, sagði Valur, en að þeim verður unnið eftir þvi sem aðstæður leyfa hverju sinni. Ræður þar mestu hvernig afkoma kaupfélagsins verður á hverjum tima. Hráefnisskortur háir út- flutningi Af öllum þeim stórfyrirtækium. sem eru á Oddeyrinni, er Kjötiðnaðarstöð KEA eitt hið nýjastaj fullkomnasta og grófsku- mesta, og er enda eftirspurn eftir framleiðsluvörunum mikil, og meiri en hægt er að anna. Óli Valdimarsson framkvæmda- stjóri Kjötiðnaðarstöðvarinnar, sagði Timanum að það sem einkum háði starfseminni núna, væri skortur á hráefni og kjötiðnaðar- mönnum. Einkum er það þó hráefnaskorturinn, sem er baga- legur þessa mánuðina. Samt sem áður nemur framleiðsluaukningin 30% á ári. Akureyri er stór bær á islenzkan mælikvarða, en samt sem áður fara ekki nema 20% áf framleiðslu fyrirtækisins á markað i bænum, hitt er selt út á land. Óli sagði, að ef hráefnaskorturinn væri ekki eins mikill og raun ber vitni, mundi einnig verða framleitt til út- flutnings. Það eru til áprentaðar dósir, og markaður mun vera fyrir hendi erlendis, en það er ekki til kjöt til að sjóða niður i dósirnar. Samt er tekið kjöt allt frá Blöndu- ósi austur til Breiðdalsvikur. Kjötiðnaðarstöðin framleiðir milli 30 og 40 tegundir af kjötmeti, þar af eru um 10 tegundir af niður- soðnum matvörum. Hitt eru pylsur, bjúgu álegg alls konar og sitthvað góðgæti, sem of langt yrði upp að telja. A sfðasta ári var unnið úr 700 tonnum af kjó'ti. Að staðaldri vinna 55 manns hjá Kjötiðnaðarstöðinni, og fleiri yfir sumartimann. Eins og fram hefur komið, vantar ekki markað fyrir framleiðsluvörurnar heldur meira hráefni og byggist reksturinn á að nóg sé fyrir hendi af því, og góðum samgöngum, þvi þar sem svo litill hluti framleiðslunnar fer á heima- markað þarf að koma unninni vöru sem fyrst á fjarlæga markaði. Starfsfólkið mætir kl. sjö á morgnana, og að öllu jöfnu þarf að vera búið að ganga frá fyrstu stigum vinnslunnar um hádegi, þvi að þá taka viðalls konar suðupottar og reykofnar, pakningavélar og fleiri tæki, sem notuð eru við kjötvinnsluna. Kjötiðnaðarstöðin er búin miklum og góðum vélakosti og eru geymslur, sem notaðar eru bæði fyrir og eftir vinnslu kjötsins hinar fullkomnustu. — 1 reykof- nana er eingöngu notað innflutt sag. Er það beykisag, sem er dýrast og álitið hið bezta, sem völ er á. Inn i þetta hús kemur aldrei tað, eða önnur reykmyndandi efni en beykisagið sagði Óli. Hjá fyrirtækinu vinna nú fimm kjötiðnaðarmenn, og fjórir ungir menn eru I læri. —Ég vil helzt að kjötiðnaðarmennirnri læri hérna hjá okkur, sagði Óli, og að þeir venjist strax á að ver< kröfuharðir gagnvart framleiðslunni þvi að aldrei má slaka á i jafnviðkvæmri framleiðslu og við stundum hérna. Á annað hundrað út- gerðarmenn Skammt frá bækistöðvum Útgerðarfélags Akureyrar sem er mikið og arðbært fyrirtæki, er smábátahöfnin. Er hún grafin inn i Oddeyrina og er nátturlega smá,og við hana standa smáir og snyrti- legir beituskúrar. Þar dunda karlarnir við veiðarfæri sin, heimsækja hver annan og spjalla um veður, aflabrögð og önnur þjóð- mál. A Akureyri eru á annað hundrað útgerðarmenn og þurfa þeir ekki á styrkjum og uppbótum að halda. Um 100 trillur eru gerðar út, enda eru fengisæl fiskimið ekki langt undan. Löngu áður en snjó tekur af Vaðlaheiðinni má sjá trillur úti i Pollinum, því að þar er oft aflasælt og einnig er sótt út fyrir Hjalteyri og jafnvel enn utan yfir sumar- mánuðina. Nokkrir trillukarlanna hafa at- vinnu af útgerð sinni,en flestir trillueigendur stunda aðra vinnu en róa til fiskjar á kvöldin og um helgar. Sumir veiða á handfæri aðrir eiga linu og enn aðrir net- stubb i sjó. Þegar venjulegum vinnudegi lýkur færist lif og fjör yfir smábátahöfnina, og aðrar bryggjur, sem trillur liggja við. Þá streyma þangað kennarar, ver- zlunarmenn, forstjórar og iðnaðar- menn til að fara á sjó, og trillurnar dreifast um Pollinn eða út á fjörð. — Við erum aðeins búnir að fara I tvo túra i vor, sagði Friðsteinn Pálsson, trésmiður, er hann var að ýta á flot um miðjan aprilmánuð. — En aflinn hefur verið ágætur og höfum við lagt upp fyrir um sjö þúsund kr. Við erum fjórir bræður sem eigum trilluna, allir húsa- Ingvi Baldursson, skipasmiður. smiðir. Við keyptum þennan bát notaðan og gerðum hann upp og gerum út sameiginlega. Það er oft erfitt aö stunda sjóinn þegar mikið er að gera, þvi aö ekki er alltaf hægt að hlaupa frá vinnu. En við gerum út samt. Verst er, að aflabrögðin eru bezt á sama tima og mest er að gera I byggingavinn- unni. Stundum er fiskiriið ágætt, en oft er lika litð. Alltaf er þó góð skemmtun að fara á sjó, og það er okkur fyrir mestu. Hvert við erum að fara? — Við eigum linu hér utan við nesið. Stefnum að samfelldri stundaskrá. Þegar Oddeyrarskólinn tók til starfa árið 1957. námu þar 237 börn en gert var ráð fyrir stækkun hverfisins, og var byggingin gerð fyrir 300 til 400 börn. En byggðin á Oddeyrinni og i Glerárhverfi hefur vaxið svo óöfluga að nú eru I skólanum um 500 börn á aldrinum 7 til 12 ára, þannig að Gagnfræða- skólinn verður að taka við börnum á skyldumámsstiginu og er þó full- setinn. En á næsta ári eru horfur á að ástand breytist til batn- aðar, en þá verður tekin I notkun skólabygging, sem verið er að reisa i Glerárhverfi, og hægt verður að bæta 7. bekknum við Oddeyrarskólann og létta á Gagn- fræðaskólanum. —Við verðum eðlilega að tvisetja i þennan skóla, sagði Indriði Úlf- sson, skólastjóri, þvi að sem stendur er mjög þrengt að okkur, en það stendur til bóta. En það sem okkur skortir hvað mest núna er iþróttasalur. Feng- jum við hann, væri hægt að fá sam- fellda stundaskrá. En það er hart sótt hjá okkur eins og viða annars staðar. Skólahverfið sem Oddeyrar- skóknum er ætlað að taka börn úr, er Oddeyrin, austan Brekkugötu og Glerár. Þar búa nú um 330 börn á skólaaldri. En meðan aðrir skólar eru i byggingu verðum við að taka börn úr Glerárbrekkum og Norður- brekkunum. Stefna fræðsluráðs Akureyrar er, að börnin verði I sama skóla allt skólaskyldutimabilið, en hvað okkur i Oddeyrarskóla snertir verður það ekki fyrr en skólinn, sem fyrirhugaður er i Lundshverfi, tekur til starfa. Sú skólabygging á að hefjast næsta ár. í Oddeyrarskólanum starfa nú 24 kennarar. Eru þá stundakennarar meðtaldið, en sumir kennarar hér á Akureyri starfa við fleiri en einn skóla. I Oddeyrarskóla, er gefið út skólablað, og er sá háttur hafður á með ritstjórnina, að þar er greinar- gerð eða leiðari, sem skólastjóri ritar, og siðan fylla börnin út það sem eftir er, og kennir þar margra grasa. Agóðanum af blaði þessu er varið til að gleðja fátæk börn á jólum. I vetur áttu nemendur skólans trumkvæði að tveim söf- nunum, sem þau höfðu allan veg og vanda að. Ein af sjöttubekkjar- deilum skólans efni til hlutaveltu og söfnuðust þannig rúml. 27. þús. kr. sem runnu til Pakistan- söfnunarinnar. Nýlega héldu nemendur aukasýningu á skemm- tiatriðum, sem voru á árshátið, og var hún vel sótt, og rann ágóðinn i minningarsjóð Þorgerðar Eiríksdóttur, sem lézt sl. vetur, en hún var áður nemandi i Oddeyrar- skóla. Sagði skólastjóri að sjálfsagt og eðlilegt væri að styrkja nemendur til allrar þeirrar félagsstarfsemi, sem þeir eiga frumkvæði að og leggja vinnu til. Húsmæður vinna að framleiðslustörfum á kvöldin. I verksmiðjum SIS á Glerárerum starfa mörg hundruð manns. Er þar sannkallað iönaðar- hverfi, þvi að verksmiðjurnar Gefjun, Iðunn og Hekla eru þar i einni þyrpingu. Ekki þarf að kynna þá starfsemi; sem þarna fer fram, þvl aö allir vita, að á bökkum Glerár er unnið únislenzku hráefni og þvi breytt i verðmætan og eftir- sóttan varning, sem seldur er um allt land og i sfauknum mæli erlendis. Þótt vélatækni sé mikil I öllum þessum verksmiðjum, þarf þar fjölmennt starfslið, og eru konur þar i miklum meirihluta. 1 Heklu eru nokkrar deildir, þar sem fram- leiddar eru mismunandi gerðir fatnaðar. Þar er mikil prjónadeild, saumadeild, og i sérstakri deild eru eingöngu búnar til loðkápur úr gæruskinnum. I saumadeildinni tökum við tali Sigrúnu Sigurjónsdóttur, sem situr þar við saumavél eins og tugir starfssystra hennar. Sigrún segist hafa unniö I Heklu i þrjú ár, og hefur starfað nær eingöngu við sauma á barna-og unglingabuxum. —Er ekki leiðinlegt að vinna ávallt sömu handtökin. — Nei, þetta er ekki alltaf hið sama. Tizkan breytizt ört og ný og ný snið og efni eru notuö til fram- leiðslunnar og framleitt undir nýjum merkjum, svo að fjöl- breytnin i saumaskapnum er meiri Framhald á bls. 6. Friðfinnur Pálsson, húsasmiður og útgerðarmaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.