Tíminn - 23.04.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.04.1972, Blaðsíða 2
TÍMINN Sunnudagur 2:!. april 1972. ILMANDI BRAUÐ OGISLENZKT SMJÖR ...mm Þegar á bragðið reynir veljum við smjör. Nýtt brauð beint úr bakaríinu, heitt og ilmandi. Þá er freistandi að sneiða sér enda, skella á hann ekta íslenzku smjöri og ... mmmmm ... Ristað rúgbrauð bragðast stórkost- lega, heitt og ilmandi. (Vissuð þér það?) Auk þess er það hollara þannig og auðmeltara. En á heitu brauði höfum við smjör — því þá reynir á bragðið. Rúnnstykki eru bezt heit. Við eig- um í rauninni að nenna að hita þau upp. Heitt og ilmandi með íslenzku smjöri á milli mmm ...... i Flatköku má gjarnan velgja í brauðristinni. Hún er betri volg. En smjör skal á hana, ef gæðin eiga að haldast, því: þegar á bragðið reynir veljum við alltaf smjör. Það er einfalt verk að baka brauð og það borgar sig. Rjúkandi heitt brauð, beint úr ofninum, þegar ilmurinn fyllir eldhúsið, skapar stemningu sem launar fyrirhöfn- ina. íslenzka smjörið beint á heita sneiðina mmm...... fyrsta flokh tskmftt mjör foogrömn KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNÍS 10% afsláttarkort Afhending afsláttarkorta til félagsmanna er hafin. Kortin eru afhent i skrifstofu KRON, Laugavegi 91, DOMUS. Hver félagsmaður, og nýr félagsmaður, fær 6 kort, sem þýðir að hann fær 10% afslátt i 6 skipti. Afsláttarkortin gilda til 31. ágúst n.k. Afsláttarkortin eru ókeypis. Félagsmenn og aðrir eru hvattir til að sækja kortin sem fyrst. Akureyri 1962- 1972 10 ára gagnfræðingar, þið sem búið sunnanlands. Hringið i mig við tækifæri i sima 18686 eða 18300. Snjólaug Braga SVEIT 12 ára telpa óskar eftir sveitaplássi. Vön börnum. Upp- lýsingar i sima 40542. Arelíus Níelsson: Predikun vorsólar „Kveikir fyrr og fyrr á tindum fögur morgunsól". Orðið predikun hefur fengið einhvern kuldalegan blæ i eyrum fólks. Flestir setja það í samband við eitthvað leiðinlegt, óskiljanlegt og fjarstætt rugl, sem fáa snerti, nema þá dæmandi og neikvætt. Og bezt gæti ég trúað, að enginn byrji á að lesa þennan þátt, af þvi að ég nefni hann predikun. En sé hugsað of urlitið lengra en augnabliksfordómur nær, þá kemur i ljós, að predikun getur verið með svo mörgu móti og um svo fjölbreytt málefni, að vel mætti segja, að hún væri eitt merkasta form máls hjá hverri þjóð. Predikun þýður upphaflega og einfaldlega að tala, flytja orð svo fjöldinn heyri. Það mætti þvi segja, að öll fræðsla og kennsla sé predikun. Enda hefur orðið predikun verið þýtt með orðinu fyrirlestur á islenzku, sem sagt að lesa fyrir einhvern, fræða, kenna. Siðar hefur orðið fyrirlest- ur verið notað um predikun um ýmisleg efni, en predikun verið þrengt i hugtakið, ræða i kirkju um trúarleg málefni. Vorið talar ekki. Sólin segir ekkert. Samt getur þögn þeirra, áhrif þeirra orðið öllum orðum sterkari, kveikt ljós, gefið lif. Og margur predikarinn, já, umfram allt guðinnblásnir mælskumenn og spámenn, hafa bent á að ræða ljóssins i þögninni taki öllu orð- skrúði mannlegrar tungu langt fram. ,,Hver dagurinn af öðrum mælir orð, hver nóttin af annarri talar speki, en enginn heyrir raust þeirra", sagði skáldspekingur fyrir þúsundum ára. Og tilgangur þessa þáttar var að biðja fólk að hlusta á þetta þagnarmál vorsins og gróandans, af þvi að þar væri predikað á svo sérstæðan hátt, að engum þyrfti að leiðast og enginn þyrfti að hneykslast. Horfðu á blómið vaxa upp af vetrarblundi i garðinum eða við veg þinn. Sjáðu, hvernig lifs- krafturinn sprengir fjötrana einn af öðrum, unz ljómandi litskrúð og ilmur fyllir umhverfið unaði. — Sjáðu tréð teygja blöð og greinar móti himni og sól og bjóða ástsælum gestum frá fram- andi löndum heimili við barm sinn. Og fyrir nokkrum dögum, nokkrum vikum var tréð harðar kræklóttar greinar titrandi af kuldadofa. Og það er ótriilega stutt síðan blómið var örlltil ögn langt niðri i sverðinum gaddfros- num og dauðum. Eru þetta ekki undur ofar öllum orðalýsingum? Undur, sem ættu að vekja fögnuð, vonir og þrár, sigurvissu i sorgum, raunum, já i sjálfum dauða. Er ekki sem hvislað sé, enginn dauði, aðeins myndbreyting, stig af stigi, hring i hring. „Horfi ég vormorgun fjallstindi frá yfir frónið svo ljómandi blítt, liti ég gullkrýndan röðulinn svlfa yfirsjá, ó, hve sýnist mér lifið þá fritt". Var það ekki svona, sem rektor Menntaskólans I Reykjavik söng fyrir nemendur sina fyrir heilli öld? Og hann sagði lika um sina guðshugsjón, sem vissulega opin- berast honum i undrum vorsins öllu fremur: „Náð þin sólin er mér eina. Orð þitt dóggin himni frá, er mig hressir, elur, nærir, eins og foldarblómin smá." Sól og dögg eru þá einnig pre- dikarar i kirkju vorsins og við, börn jarðar, systkin blóma og dýra, þótt við miklumst sem menn af æðra tungutaki. Stjörnur, sól og blóm tala ekki. Predikun þeirra er að skina og brosa, ljóma og ilma. — „En þér eruð ljós heimsins", sagði meistarinn mikli við lærisveina sina. Og viljum við ekki flest vera það? „Og i veröldinni er dimmt, við verðum þvi að lýsa hvert i sinu horni ég i minu, þú i þinu. Og þá mun fara vel". Einn af mestu spámönnum heimsins sagði: „Statt upp, skin þú þvi að ljós þitt kemur, og dýrð Drottins rennur upp yfir þér". Þannig minnir hann á sólris hinnar sönnu menningar i friði og frelsi, sem mannkyn vonast eftir á myrkurgöngu sinni i hildar- leikjum heimsku og grimmdar. Viða grúfir myrkur yfir mann- heimum nú á þessu vori sem oft fyrri. Það ættu þvi sem flestir, sem horfa á sólris á vormorgni, að minnast orða spámannsins við þögult ávarp sólargeislanna, sem hvisla yfir fjallsbrúnina: „Statt upp skin þú". Það er predikun vorsins frá blómi og björk, sól og stjörnum, geislum og döggvum. Hlustum á predikun vorsins i þögn morgunsins. Arelius Nielsson. w* Félag járniðnaðarmanna FELAGSFUNDUR verður haldinn þriðjudaginn 25. april 1972 kl. 8.30 e.h. i Félagsheimili Kópavogs, niðri. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. önnur mál 3. Erindi, „Um atvinnulýðræði og sam- starfsnefndir" Ólafur Hannibalsson Mætið vel og stundvislega stjórn Félags járniðnaðarmanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.