Tíminn - 23.04.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.04.1972, Blaðsíða 3
Sunnudagur 23. april 1972. TÍMINN Völd Náttúru eru oröin mikil enda hefur hljómsveitin kraftmikla og skapandi tónlistarmenn innan sfnna vébanda. Umsjón: Binar Björgvin Nýjar aðstæður í poppheiminum Trúbrot er komið frá Kaupmannahöfn. - Samkeppnin við Náttúru og Svanfríði hafin Mikill spenna er nú ríkjandi i poppheiminum. Hljómsveitin Trúbrot kom í siöustu viku til landssins frá Kaupmannahöfn og er, eftir nokkurt hlé farin að spila aftur á opinberum stööum. Hinar miklu breytingar í popp- heiminum og hröð þróun hans upp á við eftir þær, hafa skapað þessa spennu. Margir spyrja: Skyldi Trú- brot takast að halda stöðu sinni i poppheiminum í samkeppni við nýjar og ferskar hljómsveitir, Náttúru og Svanfríði? Engin reynsla er auðvitað komin á það, hvernig þessum hljómsveitum reiðir af í hinni nýju sam- keppni/ en sannarlega verður hún fyrir hendi innan skamms tima. Trúbrotsfélagar komu til landsins siðast liðinn þriðjudag og sakar ekki að geta þess i leiðinni, að með þeim kom vel- þekktur náungi i poppheimi okkar og jafnvel viðar, óttar Felix Hauksson, sem frá þvi i júni s.l. hefur dvalizt i Kaupmannahöfn. Velheppnuð ferð Trúbrots. Samkvæmt þeim fréttum, sem ég hef fengið, var ferð þeirra Pétur Kristjánsson og Gunnar Hermannsson óhræddir og i „banastuði" Svanfríði. — Liklega Trúbrotsmanna til Hafnar i þeim tilgangi að hljóðrita nýja LP- plötu, afar vel heppnuð — og þurftu þeir félagar skemmri stúdiótima en áætlað hafði verið. Þessi plata mun bera nafnið „Mandala", og er tónlistin á henni öll frumsamin á þessu ári. Er platan hljoðrituð i Rosenberg stúdiói i Höfn á 16 rása band. Allmargir aukahljóðfæraleikarar munu vera með á þessari plötu, þar á meðal Karsten Vogel, saxófónblásari i dönsku hljóm- sveitinni „Burning red ivanhoe," sem að sögn hefur fengið góðan hljómgrunn i Bretlandi. Gefa plötuna út á eigin spýtur. Þótt það hljómi ef til vill nokkuð undarlega, þá treysti enginn hljómplötuútgefanda hér á landi sér til þess að gefa LP-plötu Trú- brots út. Af þeirri ástæðu hefur hljómsveitin nú stofnað fyrir- tækið „Trúbrot", og skal það anhast hljómplötuútgáfu, hljóm- leikahald og annað það, sem til fellur i rekstri hljómsveitarinnar. „Mandala" verður þvi gefin út á eigin kostnað hljómsveitarinnar, og mun slikt vera einsdæmi hér á landi — og er vonandi, að þessi n- ýbreytni gefi góða raun, þannig að hljómsveitir okkar fari að gefa út á eigin spýtur hljómplötur sinar og verði þar með óháðar einhverjum utanaðkomandi hl jómplötuútgefendum. Steini gerir skjaldarmerkið í fréttabréfi sem Trúbrot sendi frá sér á dögunum. segir að um- slag plötunnar sé gert hér, hannað af ýmsum listamönnum og þyki nýstárlegt að sjá, enda sé Trúbrot ekki þekkt f/rir að fara troðnar slóðir. Skjaltartnerki fyr irtækisins .Trúbrot' sé gert af fyrrverandi MUF-umsjónar- manni Þorsteini Eggertssyni," og er þvi ætlaður staður á miðri hljómplötunni, en einnig mætti lima það viðar, t.d. á skóla- töskur," eins og segir i frétta- bréfinu. Nýjar aðstæður Margir merkilegir hlutir eru að gerast i poppheimi okkar þessar vikurnar. Hin gifurlega fram- þróun Náttúru er þar að sjálf- sögðu efst á blaöi, hljómsveitin er afar kraftmikil og skapandi. Lik- lega er lag Jóhanns G. Jóhanns- sonar „Stop fighting, og flutningur Náttúru á þvi, ein Trúbrotsfélagar byrjaðir á nýjan leik við breyttar aðstæður. gleggsta sönnun þess. Hljóm- sveitin eins og hiin er skipuð, nú, fór að spila opinberlega á sama tima og Trúbrot dró sig i hlé til þess að vinna að gerð LP-hljóm- plötunnar, og hefur verið rikjandi undanfarið að álita Náttúru popp- hljómsveitina nr. 1. Onnur ný hljómsveit Svanfriður fór af stað á sama tima og Náttúran nýja. Svanfriði gekk ekkert vel i fyrstu, enda var hljómsveitin ekki góð, en upp á siðkastið hefur Svan- friður sótt verulega á og er sannast sagna orðin „ofsa- grúppa" nú þegar. Þess vegna hafa Svanfriður og Náttúra verið efst i huga þorra poppáhugafólks, þegar rætt hefur verið um popp- tónlistina hérlendis. En nú ræðst Trúbrot fram á sjónarsviðið á nýjan leik. Algjör- lega nýjar aðstæður hafa skapazt. i poppheiminum. Þess vegna er engin furða, þótt sú spenna, sem um er rætt i upphafi þessarar greinar, hafi skapazt vegna afturkomu Triibrots, sem lengi var talin bera höfuð og herðar yf- ir popphljómsveitir hér á landi. Ekki ætla ég að fullyrða neitt, eða vera með getgátur, um það, hvernig Trúbroti reiðir af i hinni nýju samkeppni, enda er hið ó- væhta stöðugt sem betur fer, rikjandi i poppheiminum, hvar sem er á hnettinum. Er nú ekki réttur tími fyrir hljómleikahald? Skotur á samkomustöðum i Reykjavik fyrir poppáhugafólk er hörmulegur, enda verið tiðrætt um það ástand hér i MUF. Þróun þeirra mála er i algjörri andstöðu við þróunina i popptónlistinni hér á landi. Úr þessu ástandi verður auðvitað að bæta hið fyrsta, en það^sem fyrst og fremst er nauð- syn á nú, eru voldugir popphljóm- leikar i Laugardalshöll eða Há- skólabiói, með okkar eigin hljóm- sveitum. Þar geta hinar góðu hljómsveitir okkar sýnt okkur virkilega vel á hvaða stöðum þær eru. A ég hér fyrst og fremst við Náttúru, Svanfriði og Trúbrot. Ennfremur væri ágætt að fá Iscross Axels Einarssonar, hina nýju hljómsveit' sem Jonni ólafs, áður í Töturum, og Herbert^ Guömundsson, aður söngvari i Tilveru, eru aö æfa ásamt tveim bandariskum strákum, en að þvi er ég hef frétt, á sú hljómsveit að heita Exis. Einnig væri gaman að fá utanbæjarhljómsveitir til leiks, til dæmis Mána frá Selfossi og Loga frá Vestmannaeyjum. Min skoðun er sú, að einmitt niina sé rétti timinn til að halda slika popphljómleika og ég dreg ekki i efa, að margir séu sammála mér hvað þetta varðar. Engin upplausn sýnileg. Fyrir nokkru var hér birt frétt um orðróm þann, að óánægja væri rikjandi innan hljómsveitar- innar Trúbrots og að breytingar stæðu jafnvel fyrir dyrum innan hennar. Ekki hefur fengizt stað- fest að þessi orðrómur eigi við rök að styðjast — og liklegra að hann eigi alls ekki við nein rök að styðjast. Engar breytingar eru sem sagt sjáanlegar innan þriggja beztu popphljómsveita okkar, Náttúru, Trúbrots og Svanfriðar — þótt bassaleikari Nátturu, Siguröur Arnason hafi meitt sig i hendi fyrir skömmu, og þess vegna annar bassaleikari spilað um tima I hljómsveitinni, kemur Sigurður örugglega aftur — liklega verður hann kominn þar inn heill heilsu, þegar þessar linur birtast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.