Tíminn - 23.04.1972, Side 5

Tíminn - 23.04.1972, Side 5
Sunnudagur 23. april 1972. TÍMINN 5 b FJÖfZUM Kaffibolli á hollenzku 1 siðustu viku fór ég i ferðalag vestur og norður um land — og þvi segi ég frá þessu, að þegar ég var staddur á Akureyri, gerði ég uppgötvun sem mér finnst ég mega til með að skýra þér frá, lesari minn. En áður en ég byrja á þvi þá má ég til með að segja þér hversu gaman það var að fara um þessar slóðir eftir margra ára fjarveru. Það eru nú ein tiu árin siðan ég var siðast á ferðinni — og þótt margt hafi breytzt á þeim tima, þá verður það undantekn- ingarlitið ekki sagt um blessaða vegina. Langlestar beygjur voru ennþá á sinum stað — einstaka ný brú hafði raunar verið byggð, en það var allt og sumt. En vegirnir voru góðir — á sinn hátt. Það var yfirleitt hægt að finna einhverja slóð öðruhvoru megin vegarins, þar sem var sæmilega fært og minna um holur en annars staðar. Já, en nóg um það. Ég ætlaði að segja þér frá uppgötvun sem ég gerði á Akureyri — það varalveg rétt. Af einhverri rælni tók ég að opna allar skúffur i hótelherberg- inu og kom þar áuga á tigulega geysistóra rauða bók. Ég tók hana upp og hvað stóð utan á henni með loga gylltu letri? Jú — „Language Service” — Tungu- málaþjónustan — og fyrir neðan — einnig með gylltu letri — nafn hótelsins. Sjáum til, hugsaði ég með mér og dáðist mjög að fram- taki hótelsins. Þetta hlýtur að vera einstaklega heppilegt fyrir útlendingana, sem allir eru að biða eftir eins og sakir standa. Nú geta þeir lesið sér til um það, hvernig þeir fari að þvi að panta sér kaffibolla eða'hvað sem vera skal — og það á islenzlcu. Að visu er bókin það stór, að nokkrir erfiðleikar mundu vera á þvi að halda á henni úti á götu og gera sig skiljanlegan eftir henni — og sennilega er ekki til þess ætlazt þar sem hún er eign hótelsins. Hugmyndin er vist sú, að viðkomandi ferðalangur skrifi niður hjá sér, áður en hann fer út úr harberginu, hvað það er, sem hann vanhagar um, og undirbýr sina verzlunarferð á þennan — nokkuðsvo fyrirhafnarsama hátt. En hvað um það— það er harla óliklegt að fólk á Akureyri tali og skilji tungumál eins og spönsku, hollenzku, frönsku, þýzku, svo ekki sé nú talað um mál eins og dönsku, norsku, sænsku, finnsku og ensku. En nú þarf ég aö útskýra málið. Hugmyndin með bókinni er sú, að viðkomandi geti séð hvernig segja ber ákveðna setningu á hverju þessara tungumála. Dani, sem þarf að biðja um kaffibolla — á þýzku — hann finnur það i bókinni — og gagnstætt — nú og vitanlega sér hann einnig hvernig hann gerir þetta á frönsku, finnsku, norsku, sænsku, dönsku, ensku, spönsku, og itölsku. Fint. En nú er hann staddur á Islandi og þarf að biðja um kaffibolla. Hvernig er það nú sagt upp á islenzku? Litur i bókina — en viti menn — æ, hver skollinn. Það vantar alveg islenzku i bókina! Það var nú verra. Hvaða gagn er þá að henni hérna á Islandi? Ég veit þaö ekki almennilega — nema Daninn finni einhvern búðarmann, sem skilur t.d. holl- enzku eða spönsku svo dæmi sé nefnt — þá er vitanlega gagn að henni. Þessu næst fór ég að athuga hver væri hinn framtakssami út- gefandi. Jú, þarna var það nú prentað — stórum stöfum: Inter- natioal Language Service Ltd., Fabriksvej 4, Helsingör, Denmark — og prentað af þvi ágæta fyrirtæki: Nordisk For- lagstrykkeri — sama heimilis- fang. En hver borgar nú fyrir þessa frábæru þjónustu? Jú, einir 18 aðilar á Akureyri auglýstu sína þjónustu með stórum og fallegum heilsiðu-auglýsingum, sem ,, voru ekki ódýrar” eins og einn þeirra sagði. Það er gott til þess að vita, að Danir hafa tekið að s ér að hjálpa okkur að koma þjónustu okkar á framfæri við útlendinga, sem hingað koma — við erum senni- lega ekki færir um það sjálfir — og við leggjum okkar af mörkum til þess að bæta úr gjaldeyris- stöðu hinnar dönsku frænd- þjóðar. Og allar auglýsingarnar voru á ensku —■ og ekki er að efa, að Daninn i dæminu leiti uppi þýð- ingar á þeim — annars staðar i bókinni! Páll Hreiðar Jónsson. HELLU- STEYPUVÉL hrærivél ásamt fylgihlutum til sölu. Til- valið til sjálfstæðrar atvinnu fyrir tvo til þrjá menn. Upplýsingar i sima 33545. Stóraukin varahluta- þjónusta fyrir Vauxhaf I & Bedford SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA @ Varahlutaverzlun BÍLDSHÖFÐA 8,RVÍK. SÍMI 86750 ^ ^ Utanlandsferðir 1972 Mallorka — (London) 8-28 dagar verð frá kr. 12.800.- Brottför hálfsmánaðarlega og vikulega frá 27/7-21/9. Þér veljið um dvöl á hótelum og ibúðum. Eigin skrifstpfa Sunnu i Palma með islenzku starfsfólki veitir ör- yggi og ómetanlega þjónustu. Mallorka er fjölsóttasta ferða- mannaparadis Evrópu, sólskins- paradis vetur, sumar vor og haust. Glæsileg hótel, fjölbreytt skemmtanalif, ekkert veður en sjórinn og sólskinið eins og fólk vill hafa það. Fjölskylduafsláttur. Costa dcl Sol — (London) 8-28 dagar verð frá kr. 12.800,- Brottför hálfsmánaðarlega með viðkomu i London á heimleið og beint leiguflug frá 15/6. Hálfs- mánaðarlega og vikulega 27/7 til 21/9. Þér veljið um dvöl i góðum hótelum (Alay og Las Palomas) og ibúðum (Sofico, Perlas Olimpo og luxusibúðunum Playamar). Costa del Sol er næst vinsælasta sólskinsparadisin við Miðjarðar- hafið. F jölsky lduafslátt- úr fyrir þá sem búa i ibúðum. Tveir islenzkir fararstjórar og skrifstofuaðstaða Sunnu i Torremolinos. Kaupmannahöfn 8-28 dagar. Ótrúlega ódýrar ferðir i áætlunar- og leiguflugi. Eigin skrifstofa Sunnu i Kaupmannahöfn tryggir farþegum góða fyrirgreiðslu og útvegun framhaldsferða frá Kaupmannahöfn m.a. með Tjæreborg, sem Sunna hefir sölu- umboð fyrir. London 8-28 dagar. Ótrúlega ódýrar ferðir með áætlunarflugi á nýjum fargjöld- um árið um kring nema 1/6-1/9 (þann tima örlitið hærra verð). Aðrar Sunnuferðir með ís- lenzkum fararstjórum. Norðurlandafcrð 15 dagar brott- för 29. júni. Kaupmannahöfn, Oslo og Þela- mörk. Ekið um Sviþjóð og vatna- héruðin á leið til Kaupmanna- hafnar frá Noregi. Kaupmannahöfn-Rinarlönd 15 dagar, brottför 6. júli og 3. ágúst. Þetta er vinsæl ferð. Fólk kynnist sumarfegurð og gleði i Kaup- mannahöfn. Ekiö um Þýzkaland til Rinarlanda, þar sem dvalið er i nokkra daga. Skemmtisigling á Miðjarðarhafi 15 dagar, brottför 7. sept. Ótrúlega ódýr ferð með skemmti- ferðaskipi um Miðjarðarhafið. Flogið til Feneyja og siglt þaðan. Komið við og dvalið i Kaup- mannahöfn á heimleiðinni. Kaupmannahöfn — Röm- Sorrcnto. 21 dagur, brottförl3- júli Dvalið i viku i Rómaborg. Borgin skoðuð. önnur vika i hinum undurfagra bæ Sorrento, þar sem aðstaða er til sólbaðsdýrkunar á baðströnd og skemmtiferða við hinn undurfagra Napoliflóa. Vika i Kaupmannahöfn á heimleið. Paris — Rinarlönd — Sviss. 16 dagar, brottför 20. ágúst. Þessi vinsæla ferð er farin svo til óbreytt ár eftir ár og lýkur á Vin- hátiðinni þegar drottningin er krýnd i Rinarlandabyggðum. London — Amsterdam — Kaup- mannahöfn.12 dagar, brottför 13. ágúst. Þessi vinsæla ferð gefur fólki tækifæri til að kynnast þremur skemmtilegum stórborgum. Hægt að framlengja dvöl i Kaup- mannahöfn. Tokyoferðir. Ótrúlegt tækifæri fyrir fólk i við- skiptaerindum, eða skemmtiferð- um. lOdaga ferðir fyrir kr. 94.000. Flugferðir og hótel. Kynnið ykkur verð og gæði Sunnuferðanna með áætlunar- flugi eða hinu ótrúlega ódýra leiguflugi. SUNNA gerir öllum kleift að ferðast. Farið aldrei i ferðalag án þess að kanna ferða- lagið fyrst hjá Sunnu. Sunna er alþjóðleg ferðaskrifstofa, viður- kennd af IATA og selur flugfar- seðla með öllum flugfélögum, um allan lieim. Sunna annast einstaklingsferðir fyrir mikinn fjölda fyrirtækja og stofnana. RBl ferðaskrifstofa bankastræti 7 simar 1640012070

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.