Tíminn - 23.04.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.04.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Sunnudagur 23. april 1972. liiUllltilJliHHfll Víðtæk samstaða gegn skattahækkunum Geirs Merkur atburður Það verður aö telja til merkari tiðinda á stjórnmálasviðinu, að minnihlutaflokkunum i borgar- stjórn Reykjavikur, þ.e. núver- andi rlkisstjórnarflokkum og Al- þýðuflokknum, tókst að ná algerri samstöðu i afstöðunni til þeirrar hækkunar & útsvörum og fast- eignagjöldum, sem borgar- stjórnarmeirihlutinn hefur sam- þykkt aö ráði Geirs Hallgrims- sonar. Alþýðuflokkurinn taldi það mikilvægara aö taka hér ábyrga afstöðu en að fylgja hinni óábyrgu skatthækkunarstefnu Geirs Hall- grimssonar. Annars er þetta ekki i fyrsta sinn á þessu kjörtímabili borgarstjórnarinnar, sem allir minnihlutaflokkarnir hafa borið gæfu til aö taka höndum saman um sameiginlega afstöðu. Vel væri, ef það væri visbending um, að sá timi fari að styttast, að Sjálfstæðisflokkurinn drottni yfir Reykjavik, þótt hann hafi minni- hluta kjósenda að baki sér, sökum sundurlyndis og ósamkomulags ihaldsandstæðinga. Alger stefnubreyting er nauðsynleg Minnihlutaflokkarnir i borgar- stjórn Reykjavikur, mörkuðu hina sameiginlegu afstöðu sina til skattahækkana Geirs Hallgrims- sonar með sérstakri bókun, þegar fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir 1972 var afgreidd. bað er ekki úr vegi að rif ja upp efni þeirrar bók- unar hér, en i upphafi hennar seg- ir svo: ,,Við undirritaðir borgarfull- trúar, sem skipum minnihluta borgarstjórnar, þrátt fyrir þá staðreynd, að meirihluti Reyk- vikinga stóð að kjöri okkar við. siðustu borgarstjórnarkosningar, flytjum ekki að þessu sinni breytingartillögur við fjárhags- áætlun Reykjavikurborgar fyrir árið 1972. Bæði er, aö nokkuð er nú liðið á árið og þvi óhægra um allar breytingar, a.m.k. aö þvi er varðar verklegar framkvæmdir, svo og hitt, að sumar af tillögum okkar og ábendingum hafa verið teknar til greina við gerð þess- arar áætlunar. Nægir i þvi sam- bandi að nefna Vistheimilið i Arnarholti, dagheimili borgar- innar, iþróttahús við Hliðarskól- ann og aukiö framlag til ibúðar- bygginga. bá er það skoðun okk- ar, að meira þurfi en tillöguflutn- ing við fjárhagsáætlun, svo að ráðin verði bót á þeim meinsemd- um, sem grafið hafa um sig i borgarrekstrinum á löngum valdaferli Sjálfstæöisflokksins i borgarstjórn. Aö okkar dómi skortir mjög á, að nægilegrar hagsýni og sparnaðar sé gætt i rekstrinum. betta leiðir svo aftur á móti til þess, að skattheimtan verður óeðlilega mikil, eins og Reykvik- ingar hafa fundið fyrir á undan- förnum árum og munu þó enn betur finna fyrir á þessu ári, þar sem ákveðið hefur verið að inn heimta fasteignagjöldin með hæsta leyfilegu álagi og ekki verður annað séð, en að þvi sé stefntað innheimta útsvörin einn- ig með álagi. Við teljum, að sé vilji fyrir hendi, megi draga verulega úr rekstrar- kostnaði borgarinnar án þess að skerða framkvæmdir eða þá þjónustu, sem borgin veitir núna. Til þess að slikt megi verða þarf algjöra stefnubreytingu og nýja aðila við stjórnvöl borgarmál- anna." 400 millj. króna útgjöldum létt af borginni t framhaldi bókunarinnar segir svo: „Astæðan fyrir þvi, að siðari umræða og afgreiðsla fjárhags- áætlunarinnar fer ekki fram fyrr en nú, þegar þrir og hálfur mán- uður eru liðnir af fjárhagsárinu, er sú, að ný lög um tekjustofna sveitarfélaga voru samþykkt á Frá sumardeginum íyrsta I Reykjavík. Alþingi hinn 17. marz sl. Jafn- framt var gerð sú breyting, að verulegum útgjöldum var létt af sveitarfélögunum, þar sem rikis- sjóður tók á sig greiðslur kostnað- ar við löggæzlu, almannatrygg- ingar, og sjúkrasamlög. Við telj- um þessar breytingar vera spor i rétt átt og tvimælalaust beri að halda áfram á þeirri braut að koma á einfaldari og gleggri verkaskiptingu milli rikisins og sveitarfélaganna. , Með framangreindum breytingum var létt af borgar- sjóði Reykjavikur útgjöldum, sem numið hefðu á þessu ári nær- fellt 400 millj. króna. Þrátt fyrir þetta lækka rekstrargjöld borgarsjóðs frá þeirri áætlun, sem samin var skv. eldri lögum og lögð fram i desembermánuði sl., aðeins úr 1809 milljónum króna i 1556 milljónir króna, eða um 253 milljónir. bannig hafa rekstrargjöldin raunverulega verið hækkuð um nærfellt 150 milljónir kr. frá þvi I desember sl. " Framlög til framkvæmda nær tvöfölduð 1 framhaldi bókunarinnar er vikið nánar að hækkun rekstrar- útgjalda, og segir þar: „betta stafar af þvi, að nú hafa verið teknar með i útgjalda- áætlunina ýmsar hækkanir, sem verða á þessu ári og ekki var gert ráð fyrir við samningu fjárhags- áætlunarinnar i desember. betta er mjög óvenjulegt hjá Reykja- vikurborg. bá er vert að vekja at- hygli á þvi, aö við gerð fjárhags- áætlunar i desember sl., var ráð- gert að verja til framkvæmda 503 millj. kr. eða 22% af tekjum borgarsjóðs. Núna er hins vegar áætlað að hækka þessa upphæð i 577 millj. kr. eða um 74 milljónir. Verður þá framkvæmdaféð rösk 27% af heildartekjunum og hefur aldrei áður verið áætlað að verja svo há\im hundraðshluta af tekj- um borgarsjóðs til framkvæmda. Til samanburöar má geta þess, að á siðasta ári var fram- kvæmdaféð áætlað 297 milljónir króna, eða nærfellt helmingi lægra en nú. Sú mikla framkvæmdagleði hjá borgarstjórnarmeirihlutanum, sem lýsir sér I þessu, ber vissu- lega vott um, að jafnvel I þeim herbúðum er mikil bjartsýni rikj- andi og trú á framtiðina þrátt fyr- ir það, sem þar er sagt og skrifað um núverandi rfkisstjórn og störf hennar" Framlögin verða vart öll notuð á þessu ári 1 framhaldi bókunarinnar er vikið að þvi, að mjög vafasamt sé að hægt verði að nota öll ráðgerð framlög til framkvæmda á þessu ári. Um þetta segir svo: „bað er siður en svo ágrein- ings- eða ádeiluefni, að miklu fé sé varið til framkvæmda. Ekki verður hins vegar komizt hjá að láta i ljós efasemdir um, að hægt verði að nýta framkvæmdaféð á þessu ári, bæði vegna skorts á vinnuafli svo og hins, hve undir- búningur ýmissa stórra verka er skammt á veg kominn Okkur virðist, að litils sparnaðaranda hafi gætt hjá meirihluta borgarstjórnar við samningu þessarar fjárhags- áætlunar að þvi er varðar kostnaðarliðina. Ætlunin er hins vegar aö spara i engu þegar að þvi kemur að leggja gjöldin á borgarbúa. bannig er ákveðið að nota 50% álag á fasteigna- gjöldin og jafnvel að bæta álagi á útsvörin lika. Sjálfsagt er þetta gert öðrum þræði til að reyna að sanna þá kenningu. Mbl. og sborgarstjórnarmeirihlutans, að breytingarnar á skattakerfinu séu mjög óhagstæðar fyrir Reyk- vikinga. Fjárhagsáætlunin virðist þó ekki samin með hliðsjón af þeirri kenningu. bannig hefur aldrei eins hárri % af tekjum borgarsjóðs verið varið til framkvæmda og eigna- aukningar og einmitt nú. bannig hefur aldrei fyrr verið áætlað jafn rækilega fyrir öllum hugsanlegum hækkunum á rekstrarliðum á árinu og einmitt nú. bannig er áætlað mjög frjáls- lega fyrir launum starfsmanna, sem ekki hafa verið ráðnir til starfa eða eru i störfum. Má i þvi sambandi minna á full- trúa i 25. launaflokki á skrifstofu borgarstjóra, sem jafnan eru áætluð laun, þótt hann hætti störf- um fyrir nokkrum árum, einnig tvo starfsmenn á skrifstofu fræðslustjóra og aðra tvo hjá sál- fræðideild skóla, sem reiknuð eru laun allt árið á áætluninni, þótt þeir séu óráðnir til starfa ennþá. Fleira mætti nefna af sliku" Hækkun á fasteigna gjöldum íbúðar húsnæðis mótmælt bá er i bókuninni vikið sérstak- lega að þeim skattahækkunum, sem leiðir af umræddri gerð f jár- hagsáætlunar. bar er þvi sérstak- lega mótmælt að hækka fast- eignagjöldin á ibúðarhúsnæði, og eins sé hækkun útsvara óverj- andi. Um þetta segir svo: „Við hefðum talið æskilegt og eðlilegt, að reynt hefði verið við gerð þessarar fjárhagsaætlunar að halda útgjöldum svo i skefjum, að komast mætti hjá að leggja 50% aukaálag á ibúðarhúsnæði og ibúðarhúsalóðir. Til þess hefur þvi miður engin tilraun verið gerð eins og að framan greinir. brátt fyrir það, þótt I engu hefði verið sparað á rekstrarliðunum, hefði mátt auka framkvæmdaféð um nærfellt 50%, frá áætlun siðasta árs. bótt álaginu á ibúðarhúsnæð- ið og Ibúðarhúsalóðirnar hefði verið sleppt. Einhvern tima hefði 50% aukning á framkvæmdafé milli ára verið talið þó nokkuð mikið. t sambandi við fasteignagjöldin leggjum við mikla herzlu á það, að þau verði ekki lögð á ibúðir tekjulitils aldraðs fólks, sem það býr sjálft i." Hækkun útsvara mótmælt Að lokum er svo vikið að hækk- un útsvara, og henni eindregið mótmælt. Um það segir á þessa leið: "Þá viljum við, að það komi skýrt fram, að við erum andvigir þeirri hugmynd, að bæta álagi á útsvörin. Komi til þess viö álagn- ingu, að tekjur nægi ekki fyrir áætluðum gjöldum, er það okkar skoðun, að borgarstjórn eigi að fjalla um fjárhagsáætlunina að nvju og ráða fram úr þeim vanda á annan hátt en með hækkun út- svara. Okkur er ljóst, að við erum ekki i þeirri aðstööu að geta lagt til og framkvæmt þær breytingar, sem að okkar dómi þyrfti að gera, bæði varðandi rekstur og fram- kvæmdir borgarinnar, til þess að draga úr hinni miklu skattheimtu og tryggja skynsamlega nýtingu þess fjármagns, sem borgin hef- ur yfir að ráða. Við munum þvi ekki taka þátt i atkvæðagreiðslu um þessa f járhagsáætlun eða ein- staka liði hennar umfram það, sem þessi bókun segir." Borgarstjórnarmeiríhlutinn samþykkti aö hækka útsvörin um 10%, en til þess þarf leyfi félags- málaráöherra, að sú hækkun komi til framkvæmda. Bersýni- legt er, að minnihlutaflokkarnir I borgarstjórninni ætlast ekki til þess að það leyfi verði veitt. Andstaða Alberts En það voru ekki aðeins fulltrú- ar minnihlutaflokkanna, sem voru andvigir þessari fjárhags- áætlunargerð og skatthækkunar- stefnu Geir Hallgrims- sonar.Kunnugt er, að einn af borgarfulltrúum Sjálfstæðis^ flokksins, Albert Guðmundsson, beitti sér eindregið gegn henni innan flokksins, þótt hann léti undan flokksaga að lokum. Albert benti m.a. á, að það væri hreint óráð frá sjónarmiði atvinnuveg- anna að ætla að tvöfalda framlög borgarinnar til fjárfestingar, þegar ofþensla væri á vinnu- markaðinum. Nokkurt dæmi um það, hvernig að fjárhagsáætluninni var unnið, er það,. að á fjárhagsáætluninni fyrir 1971 voru útgjöldin áætluð 1805 millj. króna, en eru nú áætluð 2144 millj. kr. eftir að búið er að létta af borginni útgjöldum, sem hefðu numið um 400 millj. kr. nú. Raunveruleg hækkun milli ára er þvi 741 millj. kr. hærra eð 41%. betta er miklu meiri hækkun en hægt er að færa eðlileg rök að. Kaupgjald, verðlag eða annar til- kostnaður hefur ekki hækkað neitt tilsvarandi. Tilgangur Geirs bað er ekki undarlegt, þótt margir spyrji hvað það sé, sem valdi þessari fjárhagsáætlunar- gerð og skattastefnu Geirs Hall- grimssonar. bessari spurningu er auðvelt að svara. Innan Sjálf- stæðisflokksins er nú háð hat- römm valdabarátta. Bæði Geir Hallgrimsson og Gunnar Thoroddsen vilja koma Jóhanni Hafstein frá, og þá ekki siður hinn fyrrnefndi. 1 innstu röðum Sjálf- stæðisflokksins þykir nú sá leið- togi mestur, sem hatrammast berst gegn rikisstjórninni, en margir I innsta hring flokksins ganga með þá óraunhæfu draum- óra, að hægt verði að fella stjórn- ina með nógu illvigri andstöðu. Geir Hallgrimsson þóttist sjá til- valið tækifæri til að afla sér fylgis i innsta hring flokksins með þvi að hækka skattana og reyna siðan að kenna rikisstjórninni um. Hér skal ekkert dæmt um, hvaða styrk þetta kann að veita Geir I baráttunni við Jóhann og Gunnar I innsta hring Sjálfstæðis- flokksins. Ef til vill rikir sá andi þar, að sjálfsagt sé að beita sem mestu ábyrgðarleysi og bola- brögðum. En meðal almennings veikir þetta ekki rikisstjórnina. Hann mun, þegar skattseðlarnir koma, eigna stjórninni þaö sem hennar er og Geir það sem Geirs er. Vafalitið munu svona vinnu- brögð meira styðja hana en veikja. En mikilsverðast af öllu væri þó það, ef skattaálögur og bolabrögð Geirs Hallgrimssonar yrðu til að efla samstöðu á vett- vangi borgarmálanna, sem yrði nógu viötæk og sterk til aö tryggja höfuðborginni nýja for- ustu eftir langvarandi óstjórn ihaldsins. b.b.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.