Tíminn - 23.04.1972, Qupperneq 9

Tíminn - 23.04.1972, Qupperneq 9
Sunnudagur 23. april 1972. TÍMINN ’íwtmm Uigefwdi; Framídkítarfiúkkurfnn Framkv*iwj9»tiiiri; Krls+fán Benédlkfssotv ftjtstíóran Þérarinn Þ<irarins5þn Áhtdrós Kr(*t$ánss<Mt:! ión Hfliijáson, fntfrBít ::: C. Þorstcinsson og Tómas Karfason, AvQlýsinsastiþri; Stein-:: -x grímur : Gislason. RltstiornarskJ'itstotur ■! eddtfbúSÍnU/ sftnar : 183ÖO — 18306. Skrífstofpr Pankastræfi ,7. — Afgreiþsfusími 111323. Auglýsíngasfmf 19533,. Áskriffargjald kr, Í2S,6o á kr. 15.«t áitvtáktó. — fiUSaprent h.f. (Offtat) Halldór Laxness Þegar islenzka þjóðin sameinast til afmælis- fagnaðar að áliðnum starfsdegi nóbelskálds sins, er hún ekki aðeins að hylla góðan son sinn og þakka afrek, sem lyftu henni til meiri vegs. Þessi samfagnaður er henni einnig tákn og mikilvæg staðfesting þess, að islenzkar bók- menntir eru ekki aðeins fornar sögur i augum heimsins, heldur lifandi meiður, sem er þess umkominn að bera nýtt lim, er sést langa vegu. Fátt hlutskipti er litilli þjóð ömurlegra en vera aðeins fölur skuggi fornrar frægðar. Alhæfingar til upphafningar mönnum eru varhugaverðar, en þó má leiða rök að þvi að Halldór Laxness hafi borið hróður islenzkrar orðlistar hærra og lengra en aðrir siðan Snorri Sturluson leið og eru þó fleiri ágætir fram- herjar okkar. En úrskurður um það skiptir ekki meginmáli nú. heldur hitt, hvaða styrk hann hefur veitt þjóð sinni, hvaða fordæmi hann er, hver leiðsögn hans er. Halldór Laxness er sprottinn úr þjóðar- djúpinu og naut ekki betra eftirlætis i upp- fæðslu en þúsundir annarra islenzkra barna. Hann hlaut að visu snilligáfu i vöggugjöf, en islenzkt mannlif i sögu og samtið, náttúra landsins og lifandi brunnur orðlistarinnar forn og nýr varð honum þroskavegur til frábærra afreka i þeirri list, sem allar aldir hefur verið Islendingum nákomnari en aðrar. Hann sleit barnsskóm á mörkum islenzks sveitar- og borgarlifs bæði i tima og umhverfi og öðlaðist rótfastan þegnrétt á báðum stöðum, en lagði auk þess undir sig heiminn. Barnskjör hans voru kröpp sem annarra alþýðubarna þeirra ára, en hugur hans leitaði þvi fastar flugs og frelsis i samlyndi við islenzka náttúru, fólk hennar og orðlist þess i bókum og tungutaki. Það er gömul islenzk saga. Engum dylst, að áhrif Halldórs Laxness á samtiðina, og þá um leið framtiðina, eru mikil, og þau kurl engan veginn komin öll til grafar. Hann hefur leitt þjóðina að nýjum viðhorfum til orðlistar, nýrri beitingu máls, endurmati listforma. Þó er mest vert um snjalla hugsun hans, hvassa skarpskyggni, hæfileikann til þess að sjá hlutina i nýju ljósi og leggja á þá frumlegt og persónulegt mat, sýn hans gegnum holt og hæðir hefðar og vana. Halldór Laxness er i senn þjóðrækinn íslendingur og fleygur heimsborgari. Hann hefur ekki lifað hlutlaus i samtimanum, og oft hefur sviðið undan svipu hans. Fáir hafa betur risið gegn þeirri ósanngjörnu kröfu, að menn séu það sem kallað er sjálfum sér samkvæmir langa ævi á hverfandi hveli heimsins. Hann hefur sjálfur kallað það svo hnyttilega að ganga með steinbarn. Þjóðin þakkar Halldóri Laxness mikil lista- verk, en þó meir þá reisn og trú, sem hann hefur gefið henni á nýrri gullöld bókmennta i frelsi og sjálfstæði. —AK Orr Kelly, The Sunday Star: Takmarka Bandaríkin fjölskyldustærðina? Rockefellernefndin gerir tillögu um fjögurra manna fjölskyldu BANDARIKJAÞING skip- aði fyrir tveimur árum 24 manna nefnd samkvæmt til- lögu Nixons forseta, og átti hún að kanna áhrif fólksfjölg- unar og tilflutninga i landinu fram til aldamóta á þjónustu hins opinbera, efnahagslifið, umhverfið og náttúruauðlind- ir. John D. Rockefeller III, formaður nefndarinnar, af- henti forsetanum og þinginu fyrir skömmu upphaf nefnd- arálitsins, sem verður i þrem- ur hlutum. Hvatti hann til sk- jótra aðgerða til að draga úr mannfjölguninni, en i skýrsl- unni er lagt til, að Bandarikja- menn marki þá ákveðnu stefnu að miða við tvö börn i hverri fjölskyldu. Með þvi móti stöðvist fjölgunin við 350 milljónir manna á næstu öld. Rockefeller sagði, að nefnd- in birti innan skamms þær ráðstafanir, sem hún mælti með af hálfu rikisins og ein- staklinga til að marka þessa „sjálfviljugu” stefnu. NEFNDIN kemst að þeirri niðurstöðu að Bandarikja- menn verði með þremur börn- um i fjölskyldu orðnir 322 milljónir árið 2000 og nálega milljaröur árið 2070. Með tveggja barna eign i fjölskyldu verði þeir hins vegar 271 milljón árið 2000 og 350 millj. árið 2070. Bandarikjamönnum fjölg- aði úr 76 milljónum árið 1900 i 205 millj. árið 1970. Eftir heimsstyrjöldina siðari áttu hver hjón i Bandarikjunum rúmlega þrjú börn að meðal- tali, en eiga nú um hálft þriðja barn. „Tvö börn á fjölskyldu ættu með timanum að taka fyrir fólksfjölgunina ef fólk flyzt ekki til landsins.” Rockefeller benti á, að ef Bandarikjamenn tækju upp ákveðna stefnu um takmörkun fjölgunar, yrðu þeir þar á und- an öllum öðrum þjóðum, nema ef til vill Kinverjum, en þeir eru nú orðnir 775 milljónir að áliti Sameinuðu þjóðanna. NEFNDARMENN benda á, að Bretar og Hollendingar séu að athuga um slika stefnumót- un, og 33 kunnir brezkir vis- indamenn hafi fyrir skömmu hvatt til þess, að ibúatala Bretlands verði lækkuð um helming. Fleiri umhverfis- fræðingar i Bandarikjunum hvettu til stöðvunar efnahags- vaxtar og fólksfjölgunar. Nefndarmenn voru spurðir, hvort þeir byggjust viö and- stöðu af hálfu rómversk ka- þólsku kirkjunnar, og G. Grace Olivarez, varaformaö- ur nefndarinnar kvaðst vona, „að svo verði ekki.” Nefndar- menn komu heldur ekki inná ýmis viðkvæm mál eins og lögleyfingu fóstureyðinga eöa hömlur á flutningi fólks til landsins, en 333 þús. manns flytjast árlega til Bandarikj- anna. Frú Olivarez kvað nefndina leggja sérstaka áherzlu á, að hömlur á fjölgun ættu að vera einstaklingunum i sjálfsvald settar, og þetta ætti að koma i veg fyrir „út- rýmingarótta hjá hörunds- dökkum minnihlutum.” Meöal þess helzta, sem nefndin dreg- ur fram i dagsljósið, má nefna: ÞJÓÐINNI fjölgar enn um 2,25 millj. á ári, þrátt fyrir mjög mismunandi öra fjölgun, eða úr 3,3 af hundraði snemma á nitjándu öld niður i 0,7 af hundraði i kreppunni upp úr 1930, og úr 1,9 af hundraði fyrst eftir striðið niður i 1,1 af hundraði siðustu ár. John 1). Rockefeller III Hin háa fæðingartala eftir styrjöldina hefir lækkað meðalaldurinn i 28 ár og „valdið mjög miklum fjölda unglinga og fólks á þritugs aldri.” Af þessu hafi leitt aukna glæpi, fjölgun nem- enda, fjölgun atvinnulausra æskumanna, hjónabanda og útskrifaðra námsmanna. Þessu fylgi aftur óeðlilega mikill fjöldi eftirlaunafólks á sinni tið og versnandi aðstaða gamalmenna. AUKNING þéttbýlis hefir haft i för pieð sér öra flutninga Bandarikjamanna frá sveit- um og þorpum til borga. Um 1900 bjuggu 40 af hundraði Bandarikjamanna i borgum, nú um 70 af hundraði, og sennilega 85 af hundraði árið 2000. Talið er, að borgarbúum fjölgi um 40 millj. á næstu 28 árum, jafnvel þó að hjón eigi yfirleitt ekki nema tvö börn. Þegar þar er komið sögu, búa 54 af hundraði Banda- rikjamanna i tveimur borga- samfellum. önnur verður frá strönd Atlantshafsins til Chicago, og þar búa 41 af hundraði, en hin verður i San Francisco til San Diego, og þar búa 13 af hundraði. NEFNDIN fer varlega i sakir og gerir ekki ráð fyrir nema tvöföldun einkaneyzlu til aldamóta og hækkun meðal árstekna úr 12000 i 21000 doll- ara i núverandi verðgildi talið, en tekjur þeirra, sem tvö börn eiga, verði yfirleitt 15% hærri en tekjur annarra. Þá gerir nefndin ráð fyrir, að verg þjóðarframleiðsla tvöfaldist á næstu 28 árum, og yrði þó jafnvel fjórðungi hærri, verði barneign tak- mörkuð við tvö börn. Leggur hún áherzlu á, að „þjóðin þurfi ekkert að óttast stöðvun fjölg- unar smátt og smátt. Við- gengni efnáhagslifsins og vel- gengni einkarekstrar veltur ekki á áframhaldandi fólks- fjölgun.” ENN gerir nefndin ráð fyrir að noktun málma um næstu aldamót verði 9 af hundraði minni ef barneign veröur tak- mörkuð við tvö. Vatnsskortur takmarkist við suövestur fylk- in, en nái ekki til mið-vestur fylkjanna eins liklega yrði, ef eftirspurn ykist að mun. Að- staða til útivistar aukist um tæpan þriöjung, matvöruverö verði 40-50% lægra og mengun andrúmslofts verði 5-12% minni, ef barneign verður tak- mörkuð viö tvö en ekki þrjú. I Bandarikjunum búa aðeins 6 af hundraði mannkyns, en þjóðin notar helming auðlinda heimsins. Af þessum sökum mælir nefndin með auknu viö- skiptafrelsi og aukinni aöstoö við fátækar þjóðir. „Tækni verður að aukast heima fyrir og lifsvenjur að breytast. Minni mannfjölgun gefur okk ur kost á vali i stað brýnnar nauðsynjar, gætni i stað beins háska.” ARIÐ tvö þúsund telur nefndin að opinber útgjöld til menntamála verði hækkuð úr 74 milljörðum dollara i 276 milljarða ef barneign verður takmörkuð við tvö, en 400 milljarða, ef gert er ráð fyrir þremur börnum. Heilsugæzla verði 20 milljörðum dollara dýrari miðað við þrjú börn, en félagsleg framlög verði ná- lega hin sömu. Ekki gerir nefndin ráð fyrir útrýmingu fátæktar þrátt fyrir hækkaðar tekjur, nema til komi róttækar breytingar á tekjuskiptingu. Kjósendur að baki þing- manns voru 211 þús. árið 1910, eru nú 470 þús., en verða 620- 740 þúsund um aldamót, eftir þvi hvort miöað er við tvö börn eða þrjú. Þá gerir nefndin ráö fyrir, að i hernum verði ein- ungis sjálfboðaliðar og ekki nema þrjár milljónir, en það verði ekki nema 6% manna á herskyldualdri, jafnvel þó að miðað sé við tvö börn aðeins. UM siðast liðin aldamót voru aðeins 4 af hundraði Bandarikjamanna 65 ára eða eldri, en eru nú 20 milljónir. Þeir verða um 30 millj.um næstu aldamót, og þá þvi hærri hundraðstala, sem fjölgunin verður hægari. Langflestir bandarikjamanna ganga i hjónaband, en hjóna- skilnuðum hefur fjölgað um helming siðan 1935, fjórfaldast siöan um aldamót og fjölgi sennilega enn að mun. Ennfremur bendir nefndin á, aö hörundsdökkum fjölgi ekki meira en hvítum, þrátt fyrir hærri fæðingartölu. Ger- ir hún þvi ráö fyrir að hlutfall- ið milli hvitra og hörunds- dökkra breytist litið.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.